Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018
Skál fyrır hollustu
ICQC 2018-20
Deadpool 2
Kjaftfora Marvel-hetjan Deadpool,
réttu nafni Wade Wilson, snýr aft-
ur og þarf að þessu sinni að glíma
við stórhættulegan glæpamann að
nafni Nathan Summers sem kallar
sig Cable, eða Kapalinn. Deadpool
á ekki roð í Cable og þarf því á
aðstoð að halda. Vígfimar hetjur
eru kallaðar til og saman reyna
þær að koma Cable fyrir kattar-
nef.
Leikstjóri myndarinnar er David
Leitch og með aðalhlutverk fara
Ryan Reynolds, Josh Brolin, Zazie
Beetz, T.J. Miller, Terry Crews,
Eddie Marsan, Bill Skarsgård, Mo-
rena Baccarin, Julian Dennison og
Shioli Kutsuna.
Metacritic: 68/100
Krummi klóki
Teiknimynd um Krumma klóka
sem er fjörugur krummi og glanni
þegar hann er undir stýri. Dag
einn keyrir hann á birgðageymslu
með þeim afleiðingum að allar
matarbirgðir dýranna í skóginum
eyðileggjast. Til að bæta fyrir
þetta efnir Krummi til kappakst-
urs þar sem sigurvegarinn fær í
verðlaun 100 gullpeninga.
Leikstjóri íslenskrar talsetningar
er Árni Ólason og meða leikara
Sigurður Þór Óskarsson og Laddi.
Bíófrumsýningar
Kjaftfor ofurhetja og
kappaksturskrummi
Grófur Deadpool er kjaftfor ofurhetja og ekki við hæfi barna.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Skjaldborgarhátíðin verður haldin í
tólfta sinn á Patreksfirði núna um
helgina og komust færri að en vildu
með heimildarmyndir sínar. 18
myndir verða sýndar að þessu sinni
og níu verk í vinnslu verða kynnt að
auki. Stjórnendur hátíðarinnar eru
Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín
Andrea Þórðardóttir.
Kristín er spurð að því hvort
greina megi sameiginlega þræði eða
þemu í hátíðarmyndunum í ár og
segir hún að oft megi greina slíka
þræði á Skjaldborg, í fyrra hafi t.d.
tveir pólar verið sterkir, myndlist og
íþróttir. „Þá vorum við með mynd
um roller derby, hástökkvara og
körfuboltaþjálfara, það var ótrúlega
fyndið hvernig hittist þannig á og
það var heilmikið um myndlist og
Blindrahundur, mynd um Birgi
Andrésson, vann þá. Í ár erum við
búin að greina byltingarþema og svo
eru tvær myndir um ömmur og verið
að kynna mynd í verki í vinnslu sem
er líka um ömmu,“ segir Kristín og
hlær og bætir við að svo sé líka eyja-
þema, eyjar komi allnokkuð við sögu
á Skjaldborg að þessu sinni.
Ólíkar byltingar
– Þú nefndir byltingar, hvaða
byltingar eru það?
„Það er mynd eftir Hjálmtý Heið-
dal og Sigurð Skúlason sem heitir
Bráðum verður bylting! og fjallar
um yfirtöku íslenskra námsmanna á
sendiráðinu í Svíþjóð árið 1970. Það
var búin að vera gengisfelling og
þeir áttu varla til hnífs og skeiðar og
tóku bara yfir sendiráðið og mót-
mæltu. Svo erum við með mynd eftir
Grím Hákonarson sem heitir Litla
Moskva, mynd um svolítið bylting-
arkennt samfélag, Neskaupstað. Þar
var ótrúlega þétt samfélag þar sem
allir stóðu saman og áttu í raun allt
saman,“ nefnir Kristín sem dæmi.
Áhugaverður klippari
Heiðursgestur hátíðarinnar er
danski klipparinn Niels Pagh And-
ersen sem hefur klippt yfir 250 kvik-
myndir og eru flestar þeirra heim-
ildamyndir. Má þar nefna hinar
margverðlaunuðu heimildarmyndir
The Act of Killing og The look of Si-
lence eftir kvikmyndagerðarmann-
inn Joshua Oppenheimer sem verða
sýndar á hátíðinni. Kristín er spurð
að því hvers vegna Andersen hafi
orðið fyrir valinu og segir hún að
Grímar Jónsson kvikmyndafram-
leiðandi hafi bent á hann sem góðan
kost. „Við vorum búin að hugsa mik-
ið um þessar myndir eftir Oppenhei-
mer og það er ótrúlega áhugavert að
fá að heyra hvernig þeir unnu þessar
merkilegu myndir,“ segir Kristín.
Andersen heldur masterklassa kl.
20.45 annað kvöld.
Frekari upplýsingar um Skjald-
borg má finna á skjaldborg.com.
Ömmur og byltingar
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, hefst í dag 18 nýjar myndir og
níu verk í vinnslu Danski klipparinn Niels Pagh Andersen heiðursgestur
Hátíðarstund Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardótir,
stjórnendur Skjaldborgar, fyrir framan bíóhúsið sem hátíðin er nefnd eftir.
Heiðursgestur Danski klipparinn
Niels Pagh Andersen hefur klippt
yfir 250 kvikmyndir og miðlar af
reynslu sinni á hátíðinni .
Amma Kynningarmynd fyrir heim-
ildarmynd Silju Hinriksdóttur,
Amma Sella, sem fjallar um ömmu
hennar sem hún kynntist aldrei.
Amma - Dagbók Dísu eftir
Önnu Sæunni Ólafsdóttur
Amma Sella eftir Silju
Hinriksdóttur
Bráðum verður bylting! eftir
Hjálmtý Heiðdal og Sigurð
Skúlason
DiGiT eftir Erlu Rúnars-
dóttur
Draumur á Farö eftir Ara
Allansson og Niko Björkman
Even Asteroids Are Not
Alone eftir Jón Bjarka Magn-
ússon
Heim í Valhöll - Saga Péturs
A. Ólafssonar eftir Söru
Haynes
Heimaey eftir Soniu Schia-
vone
Innan seilingar eftir Þorkel
Harðarson og Örn Marinó
Arnarson
Kanarí eftir Magneu Björk
Valdimarsdóttur og Mörtu
Sigríði Pétursdóttur
Litla Moskva eftir Grím Há-
konarson
Rjómi / Cream eftir Freyju
Kristinsdóttur
Söngur Kanemu/Kanema’s
Song eftir Önnu Þóru Stein-
þórsdóttur
Tími/Time itself eftir Ásgeir
Sigurðsson
Urban Warriors - Los Angel-
es eftir Sunnu Guðnadóttur
UseLess eftir Rakel Garð-
arsdóttur og Ágústu M.
Ólafsdóttur
Valdi eftir Ágúst Stefánsson
Valkyrjur eftir Valgerði Júl-
íusdóttur
Einnig verður videoverkið
Play eftir Lisu Matthys sýnt í
Húsinu Creative Space.
Hátíðar-
myndirnar
SKJALDBORG 2018