Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið SÁÁ– til betra lífs Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Bensínlítrinn hefur hækkað um 23 krónur frá því verðið var lægst í fyrrasumar. Þá hefur verðið á dísil- olíu hækkað um 25 krónur á lítrann. Þetta kemur fram í athugun Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunblaðið. Costco bauð lægsta verð á bensíni og dísilolíu í fyrra. Bensín fór lægst í 164,9 kr. og dísilolía lægst í 155,9 kr. Nú kostar bensínið 187,9 krónur og dísilolía 180,9 krónur. Til samanburðar var lægsta almenna verð á bensíni 190,7 kr. og dísilolíuverð lægst 177,2 kr. í sjálfsafgreiðslu í fyrrasumar. Í gær kostaði bensínlítri 219,8 kr. og dísil- olíulítri 211,2 kr. Miðað er við al- mennt verð án afsláttar. Miðað við að fólksbíll eyði 7 lítrum á hundraðið og séu eknir 10 þús. km á ári kostar 23 kr. hækkun bensín- verðs um 16.100 kr. á ári. Þá þýðir hækkun dísilolíuverðs um 25 kr. auk- in útgjöld upp á 17.500 kr. Auka- kostnaðurinn getur því hlaupið á tugum þúsunda ef fleiri en einn bíll er í heimili. baldura@mbl.is Bensínverðið á uppleið  Nú 23 kr. hærra en í fyrrasumar Verð á bensíni og díselolíu frá 1. maí 2017 225 200 175 150 125 Kr./lítra Bensín: 95 oktan í sjálfsafgreiðslu Verð hjá Costco Díselolía: Verð í sjálfsafgreiðslu Verð hjá Costco maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí 2017 2018Heimild: FÍB Costco Bensín Dísel Sjálfsafgreiðslustöðvar Bensín Dísel Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir „Við þurfum að vita hvað við erum að gera vel til að vita hvað við þurf- um að gera betur,“ sagði Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu, á opnum fundi SÁÁ-klúbbsins um vímuefnavanda unga fólksins sem fram fór í gærkvöldi. Fjöldi manns sótti fundinn, en auk Halldórs fór þar með framsögu Valgerður Rún- arsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, áður en þau tóku svo bæði þátt í pallborðsumræðum. Í framsögu sinni sagði Halldór mikilvægt að horfa á styrkleika þeirrar þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða, og byggja ofan á, í stað þess að segja að allt sé ónýtt og að byggja þurfi þjónustuna upp að nýju. Einn af helstu styrkleikum þjónustunnar sagði hann vera fjölkerfameðferð- ina, eða MST, sem fram fer á heimili þess sem á þarf að halda til þess að yfirfærsla fari fram samhliða. 600 fjölskyldur hafa nýtt sér meðferðina á síðastliðnum tíu árum og af henni hlýst góður árangur. Á Stuðlum er boðið upp á neyðarvistun á lokaðri deild, en um helmingur þeirra barna sem fer á meðferðarheimili fer beint þangað. Hinn helmingurinn hefur áður verið í MST, en fyrir um 20% barna dugir sú meðferð ekki. 86 ein- staklingar komu 211 sinnum á lok- aða deild Stuðla árið 2017. Þörf á nýju meðferðarheimili Halldór sagði alvarlegt að barnaverndarkerfið fengi í hend- urnar mjög veika einstaklinga sem ættu að vera inni á spítala, og að um- fjöllun um barnaverndarmál hafi verið neikvæð að undanförnu. Því vildi hann minna á það sem vel væri gert hér á landi. Það þýddi þó ekki að ekki mætti bæta margt. Til úrbóta sagði Halldór m.a. að þörf væri á nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu, sem og á vist- heimili fyrir börn sem lokið hafa meðferð en eiga ekki afturkvæmt heim til sín vegna erfiðleika. Þegar Halldór hafði lokið máli sínu hélt Valgerður sitt erindi. Í máli sínu lagði hún áherslu á þann vanda sem samfélagið stendur fyrir vegna skorts á úrræðum fyrir unga fíkla, en í síðasta mánuði var tilkynnt að Vogur myndi ekki lengur taka við einstaklingum yngri en 18 ára. Val- gerður sagði Vog þó ekki loka dyr- um sínum fyrir þessum ungmennum á meðan engin önnur úrræði væru í boði, enda hafi SÁÁ sífellt aukið þjónustu sína við ungmenni að und- anförnu vegna þess að aðrir gerðu það ekki. Mikla þörf sagði hún vera á úr- ræðum, en á síðasta ári komu á ung- mennadeild Vogs 150 einstaklingar sem voru innritaðir 260 sinnum. 60 þeirra voru ólögráða, þ.e. 17 ára eða yngri. Valgerður sagði bráða nauð- syn vera fyrir lokaða deild fyrir ungt fólk með fíknivanda á heilbrigðis- stofnun, og að framtíðarsýn í geð- heilbrigðismálum þyrfti að sjá til þess að börn í vímuefnavanda fengju viðeigand meðferð. Börn sem ættu að vera inni á spítala  Barnavernd fær til sín mjög veika einstaklinga  Bráð þörf er á úrræðum fyrir börn með fíkni- vanda  86 á lokaðri deild Stuðla og 60 ólögráða einstaklingar á ungmennadeild Vogs á síðasta ári Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stuðlar Halldór Hauksson fjallaði um meðferðarsvið Barnaverndarstofu. Þrátt fyrir úrhellisrigningu á höfuðborgarsvæðinu í gær lét þessi veiðimaður ekkert stoppa sig í að æfa fluguköstin í Kópavogslæknum. Ágætisveðri er spáð í dag en á morgun er búist við hvassvirði og jafnvel stormi á suðvestanverðu landinu. Útlitið er líka frekar leiðinlegt á sunnudaginn en best á Norðausturlandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fluguköstin æfð í úrhellisrigningu Útlit fyrir leiðinlegt veður um helgina Byko hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðs- dóms Reykjavík- ur í máli Samkeppnis- eftirlitsins gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur staðfesti niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og dæmdi fyr- irtækið til að greiða 400 milljóna króna sekt. Nefndin hafði áður dæmt það til þess að greiða 65 milljónir króna. „Niðurstaða héraðsdóms veldur vonbrigðum og við munum áfrýja dóminum til Landsréttar enda sann- færð um sakleysi fyrirtækisins. Hér- aðsdómur kemst að annarri nið- urstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna,“ segir í tilkynningu frá Sigurði B. Pálssyni, forstjóra Byko. Byko áfrýj- ar til Lands- réttar  Sannfærð um sak- leysi fyrirtækisins Reykjavíkurborg fær listaverka- safn Nínu Tryggvadóttur að gjöf og setur á fót safn í nafni henn- ar. Viljayfirlýsing þess efnis á milli borgarinnar og hjónanna Unu Dóru Copley, dóttur Nínu, og Scott Jeffries, manns hennar, var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Borgin þiggur að gjöf listaverkasafn hjónanna sem telur vel á annað þúsund verk og ætlar að setja á laggirnar safn sem ber nafn Nínu og verður fundinn staður í Hafnarhúsinu. Gefið listaverkasafn Nínu Tryggvadóttur Nína Tryggvadóttir. Konan sem lést í bílslysi á Suður- landsvegi vestan við Markarfljót á miðvikudag hét Helga Haralds- dóttir. Helga var búsett á bænum Núpakoti undir Eyjafjöllum og læt- ur eftir sig eiginmann, tvö börn og eitt barnabarn. Tveir bílar skullu saman um kl. 14:30 á fyrrnefndum stað sl. mið- vikudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa- deild í Reykjavík. Lést í bílslysi á Suðurlandsvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.