Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Í gær gaf borgin út myndarlegtblað sem á að sýna hve glæsi- lega hafi verið staðið að uppbygg- ingu Miðborgarinnar og hve mikil ánægja ríki með það sem gert hefur verið á síðustu árum.    Tímasetningin,níu dögum fyr- ir kosningar, er at- hyglisverð, en þetta er auðvitað samt al- veg ótengt kosning- unum.    Að undanförnu hefur fréttavefurborgarinnar verið afar virkur og þar hefur mátt sjá fjölda frétta um hve meirihlutinn, ekki síst borg- arstjórinn, hefur verið duglegur.    Þetta tengist kosningum ekkiheldur á nokkurn hátt.    Á þriðjudag var á þessum fína oghlutlausa fréttavef sagt frá því að ársreikningur Reykjavíkur- borgar hafi verið samþykktur í borgarstjórn.    Þar kom meðal annars fram aðútkoma ársreikningsins sé „mjög jákvæð fyrir Reykjavíkur- borg“.    Svo voru dregnar fram „lykil-tölur“ úr A-hluta reikningsins, og þá mátti sjá að skuldir eru ekki meðal lykiltalnanna, aðeins eigið fé, sem sumir mundu halda að væri síður lykiltala í þessu sambandi.    En fréttadeild borgarstjóra veitbetur og hún er vel meðvituð um að það er lykilatriði að draga ekki fram lykiltölur á borð við skuldir borgarinnar, og þaðan af síður vöxt skuldanna, fyrir kosn- ingar. Dagur B. Eggertsson. Lykilatriði og lykil- tölur borgarinnar STAKSTEINAR Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, fv. deildarstjóri hjá Hagstofunni, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð 15. maí síð- astliðinn, 58 ára að aldri. Guðrún fæddist í Reykjavík 2. febrúar árið 1960, dóttir Jóns Er- lings Þorlákssonar trygginga- stærðfræðings og Sigrúnar Brynj- ólfsdóttur, húsmóður og fv. fulltrúa hjá Háskóla Íslands. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1980 og B.sc. prófi í stærðfræði frá Háskólanum í Uppsölum 1987. Hún starfaði fyrir félagasamtökin Verdandi í Stokkhólmi til 1997 en flutti þá til Íslands og hóf störf á Hagstofu Íslands. Á Hagstofunni starfaði Guðrún til ársins 2016 við vísitöluútreikn- inga, sem deildarstjóri vísitölu- deildar og deildarstjóri þjóð- hagsútreikninga opinberra fjármála. Frá 2016 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Virk starfs- endurhæfingarsjóði. Á námsárunum í Uppsölum tók hún mikinn þátt í félagsstarfi Ís- lendinga á svæðinu, meðal annars hjá Samtökum íslenskra náms- manna erlendis og sem formaður Félags Íslendinga á Norður- löndum. Guðrún var fjórða í röð sex systkina, hún var ógift og barn- laus. Andlát Guðrún Ragnheiður JónsdóttirGlæsilegt í útskriftina Kringlunni 4c – Sími 568 4900 JAKKI 9.990,- 9.990,- Veður víða um heim 17.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 10 heiðskírt Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 14 heiðskírt Helsinki 17 skúrir Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 14 léttskýjað Glasgow 15 skýjað London 15 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 21 skýjað Vín 15 rigning Moskva 25 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 24 léttskýjað Barcelona 21 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 19 skúrir Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 11 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 16 rigning Chicago 20 skýjað Orlando 28 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:03 22:47 ÍSAFJÖRÐUR 3:40 23:19 SIGLUFJÖRÐUR 3:22 23:03 DJÚPIVOGUR 3:26 22:23 Fyrsta flugvél Icelandair frá Cleveland lenti á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun. Flugið tók um það bil sex klukkustundir. Icelandair bætti fimm nýjum borgum í Norður-Ameríku við leiðakerfi sitt nú í vor. Ásamt Cleveland eru það Baltimore, Kansas City, Dallas og San Francisco sem bætast í hóp 23 áfangastaða Icelandair í Norður-Ameríku. Áður en vélin tók á loft frá Cleveland var fyrsta fluginu fagnað með tónlistarflutningi Lay Low og hátíðartertu. Cleveland er þekkt fyrir kraftmikið lista- og íþróttalíf og er borgin gjarnan nefnd vagga rokktónlistar. Þar er að finna safnið Rock and Roll Hall of Fame Museum og flestir áhugamenn um körfuknatt- leik ættu að kannast við körfuboltalið borgarinnar, Ca- valiers, en með því leikur ein skærasta stjarna NBA, Le- bron James, segir í tilkynningu frá Icelandair. Icelandair flýgur til Cleveland Ljósmynd/Icelandair Hátíðarhöld Inga Lára flugstjóri sker kökuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.