Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sumarsýning Listasafns Svavars
Guðnasonar á Höfn í Hornafirði
verður opnuð klukkan 17 í dag,
föstudag. Nefnist hún Speglun /
Mirroring og á henni er teflt saman
verkum eftir Svavar og Áslaugu Ír-
isi Katrínu Friðjónsdóttur sem sýn-
ir málverk, sem mætti þó líka kalla
lágmyndir, og stóran skúlptúr.
Áslaug, sem er fædd árið 1981,
útskrifaðist frá Listaháskóla Ís-
lands árið 2006 og með MFA-gráðu
frá School of Visual Arts í New
York þremur árum síðar. Fyrsta
einkasýning hennar var í Hverfis-
galleríi árið 2015 og hafa verk
hennar verið á ýmsum samsýn-
ingum.
Í tilkynningu um sýninguna á
Höfn segir að listamennirnir eigi
það sameiginlegt að vinna með
óhlutbundna abstrakt list en þó
hvor á sinni öldinni. „Það hefur ver-
ið sagt um list Svavars að það sem
einkenni myndir hans sé að allur
myndflöturinn sé lifandi hvert sem
augað leitar. Hjá Áslaugu Írisi lifna
við fletir sem áður höfðu enga
merkingu í augum fólks, t.d.
steypubrot, línoleumdúkur og filt-
teppi. Verkin ferðast um flötinn og
jafnvel út í rýmið í formi skúlptúra
og mynda. Salurinn breytist í flöt
þar sem verk þeirra mynda lifandi
samtal sem ferðast um rýmið.“ Sýn-
ingarstjóri er Hanna Dís White-
head.
Steinar og sterkir litir
Áslaug segist hafa unnið nýja
málverkaseríu sérstaklega fyrir
sýninguna, auk stórs skúlptúrs, og
einnig eru sýnd verk frá árinu 2015
þar sem hún vinnur með gólfdúka.
„Eldri verkin mín tala satt best að
segja ótrúlega skemmtilega við
verk Svavars, strangflatartímabilið
hans,“ segir Áslaug þar sem hún er
að setja verkin upp í sýningar-
salnum. Hún segir sín verk standa
þar bæði andspænis og með verk-
um Svavars.
Þegar spurt er hvort lífrænt sam-
tal sé milli verka þeirra beggja seg-
ir hún það svo sannarlega vera til
staðar. „Og það er þessi strang-
flatarhugsun sem er svo gaman að
glíma við,“ en í henni var Svavar
frumkvöðull hér á landi. „Verkin
mín tengjast einnig inn í arkitektúr.
Annað hvort sjónarhorn beint fram-
an á byggingar eða á borgar-
umhverfi séð ofanfrá. Mér finnst
gaman að vinna með efni eins og
dúkinn, gróf efni sem tengjast sam-
tímanum og iðnaði, að finna leið
fyrir þau inn í myndlist.
Á verkin úr dúk frá 2015 sem eru
hér hef ég líka málað og unnið með
blýanti og svo gerði ég ný verk sér-
staklega fyrir sýninguna.“ Þau mál-
ar Áslaug með fúguefni og fellir í
það steina sem hún safnaði í Horna-
firði. Hún segir að þar sé enn að
vissu leyti pæling um arkitektúr og
skipulag. „Þegar ég kom hingað í
heimsókn, í þetta sérstaka landslag
með svo fjölbreytilegum litum, þá
heillaðist ég mjög af steinum sem
ég fann og safnaði. Alveg síðan ég
var í námi hafa verkin mín orðið í
senn málverk og skúlptúr, til að
mynda í verkum sem ég hef gert í
gips og málað ofan á, og fyrir þessi
verk hér langaði mig sérstaklega að
nota fúgu og það gekk upp, við að
gera kompósisjónir með steinunum
og litunum sem þeir gefa og ég
svara því með málun. Þannig vinn
ég líka verkin mín með gólfdúkana,
set þá saman og svara svo formun-
um með því að mála…
Steinarnir í þessum nýju verkum
eru sóttir í náttúruna en formin í
samfélagið og hugsun manna;
hvernig maðurinn mótar og hugsar
á listrænan hátt. Ég nota oft sömu
formin aftur og aftur í verkunum,
það er svo mikið sem býr í sumum
formum en svo mála ég líka fleti
sem eru tilviljanakenndari.“
Efnisnotkum samtímans
Áslaug segir ótrúlega skemmti-
legt að fá að eiga í þessu samtali við
verk Svavars og nálgun hans í
sköpuninni. „Það er gaman að fá
þetta tækifæri, og fá líka að fara
gegnum verkin hans,“ segir hún.
„Það er engin tilviljun að ég hafi
orðið fyrir áhrifum af frumherjum
eins og honum. Hér má skynja slík
áhrif á sýningunni.“
En er hægt að vera samskonar
abstraktmálari í dag og Svavar var,
á annarri öld?
„Í mínu tilviki bætist efnisnotkun
mín við og talar beint frá samtím-
anum,“ svarar Áslaug. „Þessi efni
sem tengjast iðnaði og samtíma-
hönnunarumhverfi okkar. Sem er
vissulega tíðarandi. Ég nota þau en
að sama skapi form sem tala við
samtímann og fortíðina; þar finnst
mér vera skemmtileg spenna.“
Nýju málverkaröðina kallar Ás-
laug Skúlptúrgarð og í ljós kemur
að þar er hugsað til fleiri lista-
manna en Svarars, en hún segist
við gerð þeira hafa hugsað mikið til
bandaríska skúlptúristans Richards
Serra og verka eftir hann sem hún
upplifði í skúlptúrgarði. Hina stóru
fleti og form úr stáli sem hann mót-
ar og skapar. „Mér finnst ótrúlega
spennandi hvernig listaverk og
landslag mætast,“ bætir hún við og
kveðst líka hafa mikið verið að
horfa á verk eftir japansk-
bandaríska skúlptúristann Isamu
Noguchi. „Áhrifin koma víða að,
meðvitað og ómeðvitað.“
Magnað tækifæri
Þá vann Áslaug stóran skúlptúr
fyrir sýninguna. Hún skar út í plöt-
ur form sem hún sótti í málverk, á
plötunum er dúkur sem vísar í
marmara, og þá lét hún líka skera
form út í raunverulegan marmara.
Þar mætast hinn klassíski efniviður
listamannsins og nútímaleg endur-
gerð hans. „Þar er vísað í efni sem
þykist vera raunverulegur marmari
en allt er þetta hugsað út frá okkar
samtíma,“ segir Áslaug. Hún segir
titil sýningarinar, Speglun, ná að
fanga kjarna sýningarinnar, hvern-
ig verk þeirra Svavars mætast og
líka hvernig misjafnir tímar spegla
hver annan, nútíminn, módernism-
inn og allt aftur í klassíkina. Þá er
speglun í hverju og einu abstrakt-
verkanna. „Og það er ótrúlega
magnað að fá tækifæri til að sýna
verkin mín innan um verkin hans
Svavars,“ segir hún.
Ljósmynd/Þórgunnur Þórsdóttir
Samspil „Það er magnað að fá tækifæri til að sýna verkin mín innan um verkin hans Svavars,“ segir Áslaug.
Áhrifin koma víða að
Ný verk eftir Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttir mæta
verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni Svavars á Höfn
„Þetta er mjög gaman og gott fyrir
bókina sem er tiltölulega nýkomin út í
Frakklandi,“ segir Einar Már Guð-
mundsson, en í fyrradag var tilkynnt
að hann hefði
hlotið Prix
Littérature--
monde bók-
menntaverðlaunin
í Frakklandi fyrir
bók sína Íslenskir
kóngar í franskri
þýðingu Erics
Boury. Einar Már
var staddur í
Frakklandi þegar
Morgunblaðið
náði tali af honum, en þar var honum,
ásamt þeim höfundum öðrum sem til-
nefndir höfðu verið, boðið að taka
þátt hátíðinni í Café Littéraire Festi-
val Saint-Malo Surprise Travelers
þar sem verðlaunin verða afhent á
sunnudag.
Prix Littérature-monde verðlaunar
tvær skáldsögur sem gefnar hafa ver-
ið út í Frakklandi á síðustu 12 mán-
uðum og er önnur bókin eftir frönsku-
mælandi höfund og hin er þýðing.
Íslenskir kóngar er fjórða bók Einars
Más sem út kemur á frönsku, en hin-
ar eru Englar alheimsins, Riddarar
hringstigans og Eftirmáli regndrop-
anna. Boury þýddi seinni bækurnar
tvær, en Englana þýddi Catherine
Eyjólfsson. „Í haust er væntanleg
Passamyndir hjá sama forlagi auk
þess sem til skoðunar er að gefa út
Hundadaga,“ segir Einar Már, en út-
gefandi hans í Frakklandi er Zulma
sem einnig gefur út bækur Auðar
Övu Ólafsdóttur.
„Þetta er ansi öflugt forlag, í raun
hugsjónaforlag sem stendur sig vel í
því að kynna íslenska höfunda,“ segir
Einar Már og hrósar happi yfir góð-
um þýðendum. „Boury þykir frábær
þýðandi og efnið virðist skila sér vel
yfir á frönsku. Maður veit aldrei
hvernig bækur virka á málsvæðum,
en mér sýnist Íslensku kóngarnir
vera að fá einna sterkustu viðbrögðin
af mínum bókum hér í Frakklandi.
Ætli það skýrist ekki af því hversu
skemmtilegt fólkið í bókinni er,“ segir
Einar Már kíminn.
Einar Már verðlaun-
aður í Frakklandi
Einar Már
Guðmundsson
Ljósmyndir
Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli