Morgunblaðið - 18.05.2018, Side 22

Morgunblaðið - 18.05.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 ✝ Guðjón Snóks-dalín Svein- björnsson fæddist að Viðvík í Helga- fellssveit á Snæ- fellsnesi 7. desem- ber 1928. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 7. maí 2018. Foreldrar hans voru Jóhanna Sig- ríður Jónsdóttir, f. 21. október 1882 í Laxárholti í Hraunhreppi á Mýrum, hús- freyja í Viðvík í Helgafellssveit, d. 18. september 1964, og Svein- björn Guðmundsson, fæddur 13. nóvember 1889 í Bíldsey á Breiðafirði, bóndi, bátasmiður og sjómaður í Viðvík, d. 28. des- ember 1931. 1953, gift Vilhjálmi Jóni Guð- bjartssyni, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Dröfn, f. 1972, gift Elfari Úlfarssyni. Börn þeirra eru Al- exander, Ósk, Vilhjálmur Jón og Jóhanna Inga. b) Guðjón, f. 1976, kvæntur Rebekku Sif Kaaber. Börn þeirra eru Bára Margrét og Eva Sóley. c) Símon Elvar, f. 1983, sambýliskona Bryndís Einarsdóttir. 2) Svein- björn, f. 1956, sambýliskona Kristín Viktorsdóttir, f. 1957. 3) Ingibjörg Hulda Guðjónsdóttir, f. 1965. Guðjón hóf störf sem nemi í prentsmiðju Þjóðviljans árið 1946 og starfaði hjá blaðinu til ársins 1984. Lengst af þeim tíma sá hann um útlit og hönnun blaðsins. Eftir að hann lauk störfum hjá Þjóðviljanum starf- aði hann hjá Iceland Review sem útlitshönnuður. Á efri árum sá Guðjón um hönnun og upp- setningu á bókum og tímaritum. Útför Guðjóns fer fram frá Áskirkju í dag, þann 18. maí 2018, kl. 13. Systkini Guðjóns voru Droplaug, f. 25. maí 1912, d. 20. júlí 1945, gift Birni Sigfússyni, f. 17. janúar 1905, d. 10. maí 1991, og Krist- ín Margrét, f. 4. mars 1921, d. 5. janúar 2017 gift Pétri Kristjáni Vil- helm Sveinssyni, f. 28. febrúar 1914, d. 1. ágúst 2004. Guðjón kvæntist þann 19. september 1953 Símoníu Krist- ínu Helgadóttur, f. 1. október 1927. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Bjarnadóttir og Helgi Símonarson frá Arnarfirði. Börn Guðjóns og Símoníu eru: 1) Jóhanna Sigríður, f. Elsku afi minn var fjölfróð- ur, framsýnn og ákafur hug- sjónamaður. Hann nam prent- araiðn og fylgdi þróun hennar frá því að hver lína var steypt í blý þar til tölvutæknin tók við. Alúð og nákvæmni einkenndi vinnu afa og hann hafði ein- stakt auga fyrir fegurð og formi. Snemma hneigðist hugur hans til íþrótta, útivistar og ferðalaga, innanlands og utan. Hvert samtal við afa var líka ferðalag, ekki bara ferðalag um heimsálfur og höf, heldur var sagan krufin samtímis sem stórhuga hugmyndir voru reif- aðar og úthugsuð framtíðarsýn dregin upp. Ósjaldan var sam- talið rammað af með landakorti þar sem afi dró fingurinn af öruggri þekkingu yfir heiminn allan. Hann las landabréfabók- ina líkt og aðrir lesa reyfara. Afi naut þess að geta sótt sér þekkingu af netinu og sökkti sér þar niður í hugðarefni sín, nýju silkileiðina, orkumál, at- vinnumál, samgöngur og nátt- úruvernd. Afi minn hafði ein- stakt minni. Nýlega sagði hann mér frá fyrstu utanlandsferð- inni sinni árið 1951. Frásögn- inni fylgdu ósjaldan götuheiti hótela sem þeir félagarnir gistu á, ásamt nöfnum viðmælenda í ferðinni. Hann rifjaði til dæmis upp áhugaverð kynni við þjón- inn Benoît sem ættaður var frá borginni Chartres í Frakklandi. Um leið tók afi fram snjáðu landabréfabókina sína og fann borgina áreynslulaust. Afi lærði ensku, þýsku og frönsku upp á eigin spýtur, innblásinn af óþrjótandi fróðleiksfýsn og brennandi þörf til að kynnast heiminum. Afi bauð viðmælend- um sínum upp á ótæmandi fjár- sjóð og það var sama hvort um- ræðuefnið snerti landafræði, stjórnmál, samgöngumál, sögu, skipulagsmál, orkumál, um- hverfismál eða atvinnunýsköp- un. Afi hafði ávallt afburða- þekkingu og ákveðna skoðun á viðkomandi málefnum. Hann var stundum undrandi á áhuga- og þekkingarleysi samtímafólks síns á þessum stóru málum því fyrir honum voru þau lífsins elexír. Ekkert gladdi afa þó meira en að fylgjast með af- komendum sínum. Hann naut samvista við stórfjölskylduna til hins ýtrasta og sýndi lífi okkar allra einlægan áhuga. Velgengni og afrek afkomenda hans, stór sem smá, fylltu hann gleði og stolti. Á banalegunni talaði afi við sérhvert okkar og fullvissaði sig um að okkur myndi reiða vel af. Hann gladd- ist hjartanlega yfir því að svo skyldi vera. Hann hafði þó mestar áhyggjur af ömmu, lífs- förunaut sínum og ferðafélaga til 65 ára. Elsku ömmu sem stóð þétt við hlið manns síns alla þeirra lífsgöngu. Nýlega sýndi ég afa nýjar ljósmyndir af fjölskyldunni sem hann skoð- aði af miklum áhuga. Skyndi- lega ljómaði hann og og sagði með glampa í augum: „Sjáðu, þarna hlær hún!“ og benti glað- ur á ljósmynd af ömmu sem hann skoðaði aftur og aftur, brosandi út að eyrum. Hann þráði heitast að geta skilið ömmu eftir í öruggum höndum og ræddi mikið við okkur af- komendurna um hvernig best væri að haga því. Afi hefur nú haldið í sitt hinsta ferðalag sem við fáum að þessu sinni ekki að heyra ferða- söguna af. Eftir stöndum við afkomendurnir, þakklát fyrir samfylgdina við stórbrotinn mann, og höldum utan um ömmu fyrir hann. Minning þín lifir, elsku afi. Dröfn. Móðurbróðir minn Guðjón, Bubbi, hefur kvatt okkur. Þessi sterki, hrausti og virki maður sem aldrei varð misdægurt og skildi varla veikindi varð undan að láta. Systkinin voru þrjú. Drop- laug, Kristín og Guðjón. Drop- laug dó ung en hin tvö stóðu sem tvær sterkar stoðir. Alltaf samrýmd, sterk og traust. Nú eru þau bæði látin með rúm- lega árs millibili. Mér finnst ég vera að kveðja gamla tímann. Þessi kynslóð er gengin og með henni kynnin og sögunnar frá því fyrrum. Guðjón var afar skoðana- sterkur maður, hafsjór af fróð- leik og hafði geipigott minni. Í mínum huga var hann alltaf að fræða. Hann ætlaði ekki endi- lega að gera það en það var í eðli hans. Hann var með ein- dæmum fróðleiksfús og fylgdist mjög vel með öllu því sem gerðist hvort sem það var fjöl- skyldan eða heimsmálin. Hann var sem dæmi ekki sáttur við íslenskan fréttaflutning og fylgdist vel með erlendum fréttastöðvum til að fá sem fjöl- þættast og réttast sjónarhorn af samtímanum – og svo sagði hann okkur frá. Guðjón var mikill útivistar- maður. Göngur, skíðaferðir og ferðalög innanlands sem utan voru hans ær og kýr. Ég held að varla sé það fjall á landinu sem hann hefur ekki gengið eða skíðað. Hann naut allra ferð- anna og átti svo góðar minn- ingar. Hann las landafræðikort eins og sögubækur og gler- augnalaust fram til hins síð- asta. Guðjón lærði sem ungur maður prentiðn og vann við það lengi. Ég á mínar góðu minn- ingar um sumarbústaðaferðir í rauða prentarabústaðinn í Mið- dalnum. Ættliðir saman að njóta í sól og sumaryl, sækja vatnið út, sækja mjólk í mjólkurbrúsann, kamarinn ó- gleymanlegur! Göngur að Laugarvatni, göngur upp á fjall, gleypa flugur í gönguferð- um, ganga og ganga en það var gaman. Kæra fjölskylda, Simma, Hanna Sigga, Bjössi, Inga, frænkur og frændur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Genginn er góður maður en minningarnar lifa. Droplaug Pétursdóttir. Mig langar til að minnast vinar míns Guðjóns Svein- björnssonar sem nú er fallinn frá eftir erfið veikindi. Guðjóni kynntist ég vorið 1992 í gegnum vin minn Magn- ús Val Pálsson sem þá starfaði með Guðjóni við útlitshönnun á Iceland Review. Ég var ekki fyrr fluttur heim frá Kanada en Maggi bauð mér að koma með þeim Guðjóni í göngu á Tind- fjöll. Gönguferðirnar með Guð- jóni um íslenska náttúru áttu síðan eftir að verða margar og ógleymanlegar með gönguhóp sem kallaði sig Sjövetninga. Guðjón var mikill göngugarpur og útivistarmaður. Það voru mikil forréttindi að fá að kynn- ast landinu með manni eins og honum sem var svo fróður um staðhætti, náttúrufar og sögu landsins. Þegar Guðjón var annars vegar, var ekkert til sem hét kynslóðabil, hann var af kynslóð foreldra minna en við ungu vinir hans umgeng- umst hann alltaf sem jafningja enda var hann bæði ungur í anda og svo vel á sig kominn líkamlega að við máttum hafa okkur alla við ef við ætluðum að halda í við hann. Guðjón var mikill áhugamað- ur um tennis og þegar hann frétti að ég hafði eitthvað feng- ist við að spila þá íþrótt úti í Kanada vildi hann ólmur fá mig með sér í Fossvoginn og spila við sig. Á tennisvellinum áttum við eftir að skemmta okkur vel saman í ófá skiptin næstu árin. Ég var stöðugt að furða mig á því hvernig hann færi að því að vera svona lipur og úthalds- góður kominn vel á níræðisald- ur. Ég velti því fyrir mér hvort tíminn hefði gleymt honum og ynni ekki á honum eins og okk- ur hinum. Þegar við settumst niður á milli lota hafði Guðjón gaman af að ræða um allt milli himins og jarðar; alþjóðastjórnmál, loftlagsbreytingar, skipulags- mál, ferðalög og framtíðar- möguleika af öllu tagi. Honum fannst íslenskir fjölmiðlar vera of yfirborðslegir svo hann sótti sinn fjölbreytta fróðleik á heimasíður erlendra stórblaða og las þau spjaldanna á milli. Hann var sérstaklega áhuga- samur um framtíðaráform Kín- verja í samgöngumálum og var óþreytandi alveg fram í andlát- ið að uppfræða mann um stór- huga áform þeirra t.d. í lest- arsamgöngum. Þegar hann sagði frá þá sagði hann gjarnan „hugsaðu þér..!“ til að leggja áherslu á alla möguleikana sem hann sá í hverju máli. Guðjón hafði næmt auga þegar kom að útlitshönnun og leturnotkun og var alltaf gott að leita ráða hjá honum í þeim efnum enda var hann fenginn til að sjá um útlit stórra lista- verkabóka á borð við bókina um Kjarval. Það er sárt til þess að vita að nú sé slokknað á þessum frjóa huga og þessum úthaldsgóða líkama en Guðjón kvaddi sáttur og sagði við okkur Magga þeg- ar við heimsóttum hann á líkn- ardeildina að hann væri nú að verða níræður sem þætti nú bara býsna gott og að hann hefði verið lánsamur og heilsu- hraustur alla sína ævi. Að hafa fengið að kynnast Guðjóni og eiga hann fyrir vin hefur verið mér ómetanleg gjöf sem tekur stórt pláss í mínu hjarta. Ég vil að lokum senda Simmu og öllum nánustu að- standendum Guðjóns mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þorfinnur Sigurgeirsson. Guðjón Sveinbjörnsson er dáinn tæplega níræður. Hann var nákvæmur verkmaður, góð- ur félagi. Hann vandaði svo umbrot Þjóðviljans að úr varð fallegasta dagblað landsins, sérstaklega eftir að sex dálka blaðið kom úr pressunni. Fyrstu árin fékk Guðjón bara að njóta sín á útsíðunum og stöku sérunnum innsíðum. Að öðru leyti var blaðinu kastað saman af mismiklum smekk eða smekkleysi. Svo þegar blaðið fór í offset í Blaðaprenti þá náði Guðjón sér á strik; hver einasta síða, hver einasti dálk- ur, var veginn og metinn. Aldr- ei man ég eftir því að Guðjón kastaði hendinni til nokkurs verks, hversu mikill sem asinn var á blaðinu við lokun þess á kvöldin. Hann var aldrei að flýta sér. Hann horfði, mældi og strikaði þannig að úr varð heild í listrænu jafnvægi. Þessi hægláti maður sem kom alltaf öllu í verk á fallegan hátt var samt hvergi nærri lok- aður inni í sínu fagi. Hann var náttúrubarn, gekk um mestallt Ísland og kunni forsendur þess. Honum fannst skemmtilegast að vera á gönguferðum um landið, ekki nóg með það, hann var grimmpólitískur allt til hinstu stundar. Ég var svo ljónheppinn að ég kom til hans á líknardeildina og náði að hitta hann áður en hann dó. Honum var mjög þorrinn kraftur en hann vildi tala um pólitík. Hvernig er staðan, spurði hann mig. Hann talaði þá svo lágt orðið og var svo máttfarinn að ég varð að leggja eyrun næstum við munn hans. Það er alvarlegt, sagði ég. Hvernig, spurði hann. Umhverfismálin, sagði ég. Já sagði hann, það er verst. Svo eru það Bandaríkin, sagði ég. Þau skipta minna máli nú orðið, sagði hann. Þau eru veik eins og ég, sagði hann og brosti. Það eru BRISC ríkin sem munu ráða ferðinni: Brasilía, Rússland, Indland, Suður-Af- ríka og Kína. Bandaríkin geta ekkert andspænis þeim. Ég er bjartsýnn á þetta, sagði hann, deyjandi maðurinn. Þú átt að horfa á kínversku ríkisfrétt- stofuna, sagði hann. Þá kom í ljós að hann hafði prentara við hliðina á rúminu sínu. Eru margir með prentara við hlið- ina á sér á líknardeildinni þar sem hann var frá í janúar? Niðjar Guðjóns prentuðu út helstu fréttir af netinu fyrir hann. Ertu með penna, já. En blað? Nei. Þá tók dóttir hans autt blað úr prentaranum og rétti pabba sínum og hann skrifaði „CCTV, ríkisfréttastof- an“ á miðann og rétti mér. Ekki var höndin jafnstyrk og forðum, en styrkur heilabúsins skýr sem fyrr. Þvílíkur maður. Umbrotsmeistarinn mikli Guðjón Sveinbjörnsson er lát- inn. Einn af mínum bestu sam- starfsmönnum á blaðamanns- ferli mínum. Vinur og hiklaus stuðningsmaður, leiðbeinandi. Þorði að hafa aðrar skoðanir. Uppréttur. Hugsandi vera. Símoníu og niðjum þeirra flyt ég samúðarkveðjur okkar Guðrúnar. Þau mega vera og eru örugglega stolt af því að hafa verið samferða öðrum eins manni. Hér setjum við punkt; þessu umbroti er lokið. Eftir stendur fallegasta síðan. Svavar Gestsson. Guðjón Sveinbjörnsson sá ég fyrst árið 1954. Ég var þá, í sex mánuði, liðlega tvítugur létta- drengur í blaðamennsku á Þjóðviljanum en Guðjón ungur vélsetjari í Prentsmiðju Þjóð- viljans. Bæði Þjóðviljinn og prentsmiðjan voru þá með alla sína starfsemi á Skólavörðustíg 19. Kynni okkar Guðjóns urðu reyndar ekki veruleg fyrr en löngu síðar, á áttunda og ní- unda áratugnum, þegar ég var ritstjóri Þjóðviljans. Hann var þá umbrotsmaður og útlits- teiknari blaðsins og er skemmst frá því að segja glöggskyggni hans, vandvirkni og smekkvísi gerðu hann að af- burðamanni á sviði prentlistar. Þegar Guðjón fæddist, undir lok ársins 1928, bjuggu foreldr- ar hans á litlu grasbýli, sem hét Viðvík og var alveg rétt hjá Stykkishólmi. Þau munu hafa verið þar með eina kú og fáein- ar kindur en faðir Guðjóns stundaði smíðar. Þegar Guðjón var þriggja ára missti hann föður sinn og var næstu árin á hálfgerðum hrakningum með móður sinni. Sex eða sjö ára gamall fluttist hann til Droplaugar systur sinnar í Reykjavík og eigin- manns hennar, Björns Sigfús- sonar magisters, síðar háskóla- bókavarðar. Hjá þeim ólst hann síðan upp á Grettisgötu 46. Var þó jafnan hjá ættingjum á Dröngum á Skógarströnd á sumrin. Þegar drengurinn fór fyrst að svipast um í nánd við Grett- isgötuna varð hann alveg heill- aður við að horfa á Sundhöllina og Austurbæjarskólann. Að setjast þar sjálfur á skólabekk fannst honum í byrjun vera fremur draumur en veruleiki. Droplaug, systir Guðjóns, er hafði verið honum sem önnur móðir, dó sumarið 1945. Þá var hann sextán ára. Aðeins hálfu ári síðar komst hann á samning sem prentnemi í Prentsmiðju Þjóðviljans. Ég tel víst að þar muni Björn Sigfússon hafa haft milligöngu. Er ég sat við sjúkrabeð Guð- jóns, skömmu áður en hann dó, sagði hann mér fallega sögu: Kvöld eitt í desember 1948 voru þeir Stefán Ögmundsson, prentsmiðjustjóri, tveir einir, að vinna að Jólablaði Þjóðvilj- ans, meistari og lærisveinn. Þá kemur inn í prentsmiðjuna lág- vaxinn maður, segir fátt en réttir Stefáni blað. Þetta var Guðmundur skáld Böðvarsson á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu. Á blaðinu var nýort kvæði hans, - Fylgd. „Og það fór beint á forsíðuna,“ bætti Guðjón við. Með lagi Sigur- sveins D. Kristinssonar varð það fyrr en varði eins konar fánasöngur í röðum þeirra sem andvígir voru Keflavíkursamn- ingnum frá 1946 og inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalag- ið, sem kominn var á dagskrá þegar ljóðið var ort. Þessari stund með skáldinu úr Hvítársíðu og hinum nýja óði til ættjarðarinnar gleymdi Guðjón aldrei. Sú minning var honum dýrmæt, enn á bana- beði. Ég kveð kæran samverka- mann og votta vandamönnum hans einlæga samúð mína. Kjartan Ólafsson. Hann er farinn hann Guðjón og ég næ ekki að segja honum af síðustu ferðalögum okkar hjóna. Hann var með hressara móti á haustmánuðum, en hann vissi að hverju dró og var samt að gera því skóna, að ég segði honum ferðasögurnar þegar við kæmum heim með farfuglun- um. Það náðist ekki. Hann kvaddi þann 7. maí sl. og var orðinn þreyttur. Við Guðjón hittumst fyrir 67 árum í vinnusal Þjóðviljans og varð hann þar með minn læri- meistari í prenti og yfirkennari í pólitískum fræðum. Sjálfur var hann illa rækur í pólitísk- um flokkum og hafði takmark- aða trú á því, að stjórnmála- menn leystu þau vandamál sem heimsbyggðin þarf að leysa innan allt of takmarkaðs tíma. Guðjón var góður lærimeist- ari og hafði mikinn áhuga á út- liti blaðsins. Hann teiknaði oft upp útsíðurnar og kenndi okk- ur að vinna eftir slíkum teikn- ingum, sem stundum voru ansi skrautlegar. Hann breytti útliti blaðsins, sem svo varð áskorun á önnur blöð að færa útlit blað- anna til nútímans. Hann lagði þetta starf fyrir sig og þegar tíma Þjóðviljans lauk varð Guð- jón útlitsteiknari hjá Iceland Review ásamt blöðum og bók- um, sem komu út á vegum þess fyrirtækis. Hann hannaði útlit stóru Kjarvalsbókarinnar sem gefin var út af Nesútgáfunni 2005. Voru ummælin um hönn- un þeirrar bókar af stærri gerðinni. „Stórvirki“ stóð í fyr- irsögn í Morgunblaðinu þegar bókin kom út, og „Kjarvalsbók er tvímælalaust stórvirki í ís- lensku prentverki“ var einnig sagt um þessa bók. Þarna hafði Guðjón fundið sér rétta hillu og naut þess. Við Guðjón áttum mörg áhugamál sameiginleg, t.d. ferðalög um óbyggðir Íslands og einnig ferðalög erlendis eftir því sem peningar og tími leyfði. Guðjón var skemmtilegur vinnufélagi og ekki síður var hann eftirsóttur í ferðahópa, sem fóru víða um land. Hann hafði afskaplega þægilega nær- veru. Við fórum mjög eftirminni- lega ferð um höfuðborgir Norð- urlanda og höfðum örstutta dvöl þar en áttum samt fundi með Norðurlanda-prenturum í Helsinki og fórum þaðan á ann- an fund kollega okkar í Vín- arborg. Þarna sá ég hvað mikla sannfæringu Guðjón hafði fyrir því, að mikið þyrfti að gerast til að bjarga jarðkringlunni okkar frá eyðingu. Hann talaði við þessa kollega okkar um vatns- birgðir heimsins og hvernig megi vinna á þeim spjöllum, sem maðurinn sjálfur er sekur um. Þetta var honum mikið hjartans mál og fór oft með himinskautum þegar hann ræddi við fólk, sem var sama sinnis. Guðjón var mikill fjölskyldu- maður. Simma og hann höfðu verið í hjónabandi í tæp sjötíu ár og fram til síðustu stundar var honum umhugað um að allt væri í lagi hjá henni. Þau eign- uðust Hönnu Siggu, sem ég þekki ekki undir öðru nafni þótt hún heiti Jóhanna Sigríð- ur. Svo kom Sveinbjörn en síð- ust kom Inga Hulda. Þau og barnabörnin eiga slíkar minn- ingar um Guðjón, sem dregur úr sárasta söknuði þeirra eftir að hafa lifað með vini og félaga, sem gaf jafn mikið af sér og Guðjón gerði. Hann sagði mér ekki svo sjaldan sögur af afrek- um þeirra. Honum þótti svo undur vænt um sitt fólk. Við Erla vottum þeim öllum innilega samúð okkar við brott- Guðjón S. Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.