Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skýr merki eru um samdrátt í ferða- þjónustu milli ára. Sá samdráttur birtist hjá leiðsögumönnum, veit- ingahúsum og hótelum. Arnar Már Ólafsson, markaðs- stjóri hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum, segir greinilega kóln- un í íslenskri ferðaþjónustu. Gengi krónunnar vegi þar þungt. Heim- sóknum á vefsíðu fyrirtækisins hafi til dæmis fjölgað um tugi prósenta milli ára en bókunum ekki fjölgað. Þetta bendi til að erlendir ferða- menn sýni landinu áhuga en bóki ekki ferðir vegna hás verðlags. „Það er minna að gera. Þá sér- staklega í lengri ferðum hjá hóp- unum. Við erum með nokkuð breitt vöruframboð. Áhrifin á hina ýmsa þætti starfseminnar eru misjöfn. Dagsferðir halda betur velli en lengri ferðirnar. Það er ágætis gang- ur þar. Eftirspurnin er svipuð og í fyrra. Ferðamenn dvelja skemur og eyða minna. Við höfum brugðist við því með vöruþróun og með því að bjóða ódýrari vöru. Það skilar sér í dagsferðunum. Það er hins vegar erfitt að lækka verð á lengri ferðum. Gengisþróunin er okkur mjög í óhag,“ segir Arnar Már. Íslandsferðin orðin of dýr Arnar Már segir fleira koma til en gengisþróun. Heimurinn sé að minnka og ferðalög að verða ódýr- ari. Fyrir vikið sé samkeppnisstaða Íslands í ferðaþjónustu að versna. „Það verður sífellt ódýrara að ferðast um heiminn. Við eru nærri 30% dýrari en önnur lönd í Skandi- navíu. Fólk er ekki lengur tilbúið að fara til Íslands meðan það getur nánast farið um heiminn þveran og endilangan fyrir sambærilegt verð. Slíkt var ekki hægt áður. Sam- keppnisstaða Íslands hefur versnað mikið enda er orðið svo auðvelt að ferðast. Samkeppnisstaða okkar breytist um leið og krónan veikist. Það er mikill áhugi á Íslandi,“ segir Arnar Már og bendir á að flugfar- gjöld hafi lækkað mikið síðustu ár. Nú er dýrari olía talin munu hækka verðið á flugmiðum síðar á árinu. Hrefna Sætran matreiðslumeist- ari rekur meðal annars veitingastað- ina Fiskmarkaðinn og Grillmark- aðinn í miðborg Reykjavíkur. Hún segir merki um samdrátt í veitingageiranum. „Maður heyrir það frá öðrum veit- ingamönnum að aðsóknin í ár er minni en búist var við. Það er eins og ferðamenn hafi ákveðið að eyða að- eins vissri upphæð í ferðina. Það eru allir að spara. Ferðamenn sem koma til dæmis í fjóra daga láta duga að fara aðeins einu sinni á fínan stað. Áður var jafnvel farið öll kvöld út að borða,“ segir Hrefna. Samkeppnin að harðna „Fiskmarkaðurinn verður 11 ára í ár. Til að byrja með var lítið um ferðamenn. Síðan kemur þessi mikla sprengja í ferðaþjónustu sem kom öllum vel. Þá fóru veitingamenn að opna sífellt fleiri staði. Nú heyrir maður að það sé minna að gera á mörgum stöðum. Það eru fleiri stað- ir að keppast um kúnnana. Það birt- ist í að staðirnir auglýsa meira af til- boðum en maður hefur séð áður.“ Áformað er að opna fjölda staða í miðborginni á næstunni. „Nú er staðan önnur en fólk bjóst kannski við. Þegar ferðamönnum fækkar verður rekstrarumhverfið mun erfiðara en fólk hefur haldið,“ segir Hrefna og bendir á að laun kokka og þjóna í Matvís muni hækka enn frekar um næstu mánaðamót. Þá hafi aðföng staðanna hækkað í verði. Veitingamenn geti hins vegar ekki velt þessu út í verðlagið. Vegna harðari samkeppni þurfi meira fé í markaðsstarf. Hið opinbera þurfi að fara að huga að skattheimtu og gjöldum á veitingahús. Tollar séu til dæmis mjög háir. „Það er verið að loka stöðum í miðbænum. Þetta er allt orðið erfiðara. Það er allt að hækka en það er ekki hægt að hækka verðið,“ segir Hrefna. Gengur ekki allt árið Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir að víða um land sé ekki sé grundvöll- ur fyrir rekstri heilsárshótela. T.d. hafi hótelkeðjan horfið frá því að hafa opið allt árið á Patreksfirði. Yfir vetrarmánuðina hafi hægst á víða um land miðað við undanfarin þrjú til fjögur ár, einkum á hótelum sem eru ekki við hringveginn. „Á Patreksfirði erum við nú til dæmis aðeins með opið sex til sjö mánuði á ári, eftir að hafa þraukað í þrjú ár að hafa þetta opið allt árið. Sama má kannski segja um svæði eins og Austfirði og Norðaustur- land,“ segir Davíð Torfi. Slæmar samgöngur vandamál Hann segir samgöngumálin vega þungt í þessu efni. Færðin sé sér- staklega slæm á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. „Þótt ferðamönn- um sé að fjölga er dvölin að styttast. Það þarf að fara að telja gistinætur frekar en fjöldann í komum ferða- manna. Gistinóttum á hvern ferða- mann fer fækkandi,“ segir Davíð Torfi um þróun síðustu mánaða. Hann segir gengi krónunnar hafa „gífurlega mikið að segja“ um rekstur hótela og einkum úti á landi. Ferðamenn frá Evrópu séu sér- staklega viðkvæmir fyrir genginu. Davíð Torfi segir að á móti komi að ferðamönnum frá Bandaríkj- unum fari fjölgandi. Þá sé útlit fyrir mikla fjölgun ferðamanna frá Asíu. Auk WOW air séu fleiri flugfélög að undirbúa flug frá Asíu til Íslands. Sterkt gengi hafi minni áhrif á eftir- spurn frá Bandaríkjunum og Asíu. Það kunni að vega á móti samdrætti í eftirspurn frá Evrópu. Versti maí frá upphafi Birna Mjöll Atladóttir, hótelstjóri á Hótel Breiðavík, segir styrkingu krónunnar hafa haft mikil áhrif á bókanir hjá hótelinu. „Ég held ég geti fullyrt að þetta sé lélegasti maí frá upphafi. Það er algjört hrun í maí. Ég kenni styrkingu krónunnar töluvert um það. Ég held líka að við séum búin að tala ferðaþjónustuna töluvert niður. Við höfum svo mikið orð á því sjálf hvað verðlagið er hátt út af gengi krónunnar. Það held ég að sé farið að skemma fyrir okkur.“ Birna Mjöll segir aukna umferð svefnbíla – bíla sem eru útbúnir með rúmi en án rennandi vatns – vera plágu. Ferðamennirnir laumi sér inn á tjaldsvæðin og noti sturtur og þvottavélar án þess að greiða fyrir. „Ég ræddi við erlenda ferðamenn í vikunni sem sögðu mikið skrifað um það á erlendum vefsíðum að þeir sem sækja sér þjónustu tjaldsvæða á Íslandi megi gista hvar sem þeir vilja,“ segir Birna Mjöll og kallar eftir aðgerðum vegna þessa. Slíkir ferðamenn skilji lítið eftir sig en valdi öðrum fjártjóni og ama. Hægir á ferðaþjónustu  Markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna segir samkeppnisstöðuna breytta  Minni sala veitingahúsa  Íslandshótel hætta heilsársrekstri á Patreksfirði Morgunblaðið/Hari Davíð Torfi Ólafsson Birna Mjöll Atladóttir Hrefna Sætran Við Tjörnina Vísbendingar eru um að ferðamenn hafi dregið úr neyslu. Arnar Már Ólafsson Viðar Þorsteins- son hefur verið ráðinn í nýtt starf fram- kvæmdastjóra Eflingar- stéttarfélags. Skv. frétt á vef félagsins mun Viðar starfa náið með formanni, forystufólki og stjórn félagsins, einkum að mótun og framkvæmd stefnu gagnvart samnings- og sam- starfsaðilum. Viðar hefur mikla reynslu af félagsstörfum og verk- efnastjórnun. Hann var m.a. einn af stofnendum Róttæka sumarháskól- ans. Þá segir að Viðar hafi víðtæka þekkingu á samfélagsmálum í gegnum rannsóknir og kennslu á háskólastigi. Hann er með doktors- próf frá Ohio State University og hefur m.a. starfað sem kennari við Háskólann á Bifröst, Endur- menntun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Ráðinn framkvæmda- stjóri Eflingar Viðar Þorsteinsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta eru rafrettur sem eru án ör- flögu til að stjórna aflinu inni í tæk- inu. Við erum ekki með þær til sölu hjá okkur,“ segir Snorri Guð- mundsson hjá rafrettubúðinni Póló á Bústaðaveginum í samtali við Morgunblaðið, en bandarískur maður lést eftir að slík rafretta sprakk framan í hann. Frá því greindi breska ríkisútvarpið í gær. Snorri kveðst þó vita til þess að þær séu fáanlegar hérlendis, en viti ekki um slys af þeirra völdum. Um sé að ræða ákveðna gerð rafrettna þar sem fólk hefur möguleika á að setja brennarann saman sjálft. Þannig gæti það búið til brennara sem sé með of lágt viðnám. „Ef viðnámið er allt of lágt, þá hleypur straumurinn af of miklu afli úr rafhlöðunni upp í brenn- arann. Þá gæti það gerst að raf- hlaðan ofhitni og tækið springi. Slíkt gæti átt sér stað í höndunum á fólki sem hefur ekki kunnáttu til að nota þessa gerð rafrettna eða ákveður að fara ekki eftir leiðbein- ingum,“ segir Snorri sem vill ráða fólki frá þessari gerð rafrettna og að kaupa heldur algengar rafrettur með örflögu og hluti í þær frá þekktum framleiðendum. Í rafrettum sé um venjulegar lithium-rafhlöður að ræða, eins og eru t.d. í farsímum og ennisljósum. Snorri vill einnig benda fólki á að nota hleðslutæki fyrir rafrettur til að hlaða rafhlöðuna en ekki hrað- hleðslutæki eða hleðslutæki fyrir önnur raftæki eins og t.d. farsíma. „Það er reyndar ekki hættulegt en getur skemmt rafhlöðuna þann- ig að hún endist skemur. Ég vil svo ráða fólki frá því að nota ódýrar rafhlöður frá framleiðendum sem það þekkir ekki, og koma með skemmdar rafhlöður og rafrettur til okkar eða henda þeim.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rafrettur Það er vinsælt að veipa en fylgja þarf leiðbeiningum. Rafrettur sem geta sprungið  Ákveðin gerð af rafrettum varasöm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.