Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 ✝ Bjarni Sigurðs-son fæddist á Geysi í Haukadal 26. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu 2. maí 2018. Foreldrar Bjarna voru Sig- rún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskups- tungum, f. 7. nóv. 1903, d. 10. ágúst 1979 og Sigurður Greipsson frá Haukadal í Bisk- upstungum, f. 22. ágúst 1897, d. 19. júlí 1985. Systkini Bjarna voru: Bjarni, f. 1933, d. 1936, Katrín, f. 1937, d. 1938, Greipur, f. Eftirlifandi sambýliskona Bjarna er Guðrún Soffía Jóns- dóttir. Bjarni ólst upp á Geysi í Haukadal. Foreldrar hans ráku íþróttaskólann í Hauka- dal í 43 ár. Faðir Bjarna var íþróttafrömuður og glímu- kappi, stundaði sauðfjár- búskap á jörðinni og nýtti skólahúsið fyrir ferðaþjónustu á sumrin. Bjarni vann mest af starfs- ævi sinni sem bifreiðarstjóri og tónlistarmaður, ásamt því að hafa spilað með hljómsveit- inni Tríó 72 gaf Bjarni út plöt- urnar Liðnar Stundir, Sólglit í Skýjunum og Horft til baka. Útför Bjarna fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 18. maí 2018, og hefst athöfnin klukk- an 15. 1938, d. 1990, Þór- ir, f. 1939 og Már, f. 1945, d. 2017. Fyrrverandi eig- inkona Bjarna er Ingibjörg Ósk- arsdóttir, f. 11. júní 1937. Börn Bjarna og Ingi- bjargar eru: Sig- rún f. 22. maí 1955. Dætur henn- ar eru Ingibjörg, Rakel og Eva. Karl Kristján f. 9. mars 1957. eiginkona hans er Elín Jónsdóttir. Börn þeirra eru Bjarni, Íris Ósk og Pálmi Þór. Bjarni Eiríkur f. 16. sept- ember 1958. Árin koma, árin fara, þau eilífðin ber. Enn er leitað ótal svara um örlög hér. Ætíð vakir æskuþráin um ævinnar spor. Áfram sigli ég um ævisjáinn, innra er sól og vor. Þetta er úr texta við hugljúft lag góðvinar okkar, Bjarna Sig- urðssonar frá Geysi, sem ómar nú við eyrum mér þegar ég les and- látsfregn hans. „Árin koma, árin fara,“ sagði hann þegar hann kom hér með lagið sitt og það var eins og text- inn kæmi af sjálfu sér eftir sam- talið góða við hann Bjarna. Aldrei fékk ég skilið af hverju þetta lag vann ekki til verðlauna á sinni tíð og vonbrigði okkar Bjarna voru hin eðlilegustu. Já, marga textana samdi ég fyrir hann Bjarna og lögin hans sungu sig inn í hjarta manns og aldrei þó eins og Biskupstung- urnar, heimabyggðin hans þar sem hann las mér fyrir svo ekki varð betur gert. Og nú þegar ég lít út um gluggann minn og sé sólina brjót- ast í gegnum skýin, þá hljómar lagið hans Bjarna við eyrum mér: Sólglit í skýjum, það var nafnið sem hann valdi á einn textann og svo diskinn sinn, alltaf jafnmikill unnandi náttúrunnar, alltaf með hin birturíku ljósbrigði tilverunn- ar í huga, en umfram allt þessi boðberi tærra tóna, landsfræg lögin hans, gjöful og glitrandi og alltaf skín í gegn þessi eðlislæga hlýja hans, þessir töfrandi tónar sem slá tindrandi birtu á til- veruna. Hann Bjarni var okkur hjón- um góður gestur og kærkominn, gjöfull á birtu og yl í allri fram- komu sinni, einlæg var þökk hans hverju sinni sem ég reyndi að gæða hin góðu lög hans því lífi sem mér var framast unnt. Já, lagið hans um Biskups- tungurnar veitti innsýn í átthaga- tryggð og vorbirtu hugans á heimaslóð: Hið gullna geislaflóð gjöfulan veitir mér sjóð. Henni syng ég mín ljúfustu ljóð, hjartans heitasta óð. Á einhverju slíku vildi hann að ég endaði óðinn til heimahaganna þar sem hugur hans dvaldi oftast og mest. Nú er hann allur og við Hanna þökkum innilega öll samskiptin við okkar góða vin Bjarna frá Geysi. Eiginkonu hans og að- standendum öðrum sendum við samúðarkveðjur. Megi hinir ljúfu tónar tendra bjartan seið og fylgja honum inn á ókunnar ei- lífðarlendur. Helgi Seljan. „Ég veit þú trúir því ekki, Ein- ar minn, hvað ég er búinn að lenda í miklum vandræðum núna.“ Þá eins og oft áður var al- varleiki og trúnaður samtalsins innsiglaður með snertingu. Hann varð að ná taki svo einlægt sam- talið næði réttu tengingunni. Hann greip í upphandlegginn á mér og hélt þétt. „Ég var sendur með 15 austurrískar kellingar í fimm daga ferð og það byrjaði ekki betur en svo að nú heimta þær annan bílstjóra og neita að fara lengra. Það var enginn leið- sögumaður með og mig langaði að reyna að útskýra eitthvað fyrir þeim greyjunum, svo þær hefðu eitthvert gagn af ferðinni. Er ég ók upp Skálholtsbrekkuna fór ég að reyna að segja þeim söguna er Jón Arason var hálshöggvinn. Til þess að þær áttuðu sig á sögunni þá snéri ég mér aftur í bíl, tók upp (neyðarútgangs) öx- ina og hjó henni á hálsinn á mér. Það skipti engum togum að þær spruttu upp úr sætunum og ég veit þú trúir því ekki, það var eins og ég hefði misst hænsni út um alla móa og ætlaði aldrei að tak- ast að smala þeim aftur inn í bíl- inn.“ Þarna var hjartagæska og velvilji Bjarna illa misskilinn vegna tungumálaörðugleika og þurfti þá aðstoð við að rétta málin af. Hann var sagnamaður, leikari og húmoristi af guðs náð en því miður eingöngu á íslenskri tungu. Okkar kynni urðu náin, er við keyrðum saman hjá Kristjáni Jónssyni, sérleyfishafa í Hvera- gerði. Á þeim árum varð vináttan til og þúsundir trúnaðarsamtala fólu í sér persónulegar uppákom- ur og amstur líðandi stunda. Þar var talað af einlægni, án þess nokkru sinni að fegra eigin hlut og heilu leikverkin sett á svið, með lýsingum og frásagnarmáta er honum einum var lagið. „Horfðu í augun á mér, Kristján, og segðu mér hvað þér finnst um þetta,“ sagði hann gjarnan við húsbónda okkar er mikið lá við og stór vandamál breyttust smám saman í revíur af stærstu gerð- um. Þar varð fleiri til að dreifa í gamanleikjum en klárlega var Bjarni mesti sirkusstjórinn og framkallaði hjá okkur hlátur er dunar enn um ókomin ár. Bjarni var farsæll ökumaður og poppstjarna síns tíma, um margra ára bil, flestum vinsæll, þjónustulipur og greiðvikinn. Ókunnugum virtist hann á stund- um hrjúfur en við sem þekktum vissum að hvergi mátti hann af aumu vita, allt umvefjandi og hjartahlýr. Hann bjó yfir einlægri tilfinn- ingasemi og næmni er nýttist honum afar vel við lagasmíðar og gerð tónverka er lifa hann um langa framtíð. Eitt af þeim lögum er lagið Biskupstungur sem í dag er sungið og leikið við flest hátíðleg tækifæri í sveitinni sem hann bar sér í hjartastað og ávallt var hon- um kær. Eftirlifandi unnusta Bjarna og samferðakona um langt árabil, Guðrún Soffía Jónsdóttir, var hans stoð og stytta. Hún var hon- um kletturinn í lífinu og þurfti stundum að vaða brimskafla, þar sem félagi Bjarni fór nú ekki allt- af með veggjum en það fór ekki hjá því að hún var elskuð og átti ávallt hug hans allan. Með þakklæti í huga votta ég henni, fjölskyldunni allri og af- komendum, mína einlægustu hluttekningu, um leið og ég bið þeim öllum og minningu hins látna vinar míns Guðs blessunar. Einar Gíslason, Kjarnholtum. Bjarni Sigurðsson ✝ Gisli SigurðurGíslason, fædd- ist í Eyhildarholti 26.06. 1925. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauð- árkróki, 9. maí 2018. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon og Guðrún Þ. Sveins- dóttir, bændur í Eyhildarholti í Skagafirði. Systkini hans voru 1. Magnús Halldór, maki Jóhanna Þór- arinsdóttir, 2. Sveinn Þorbjörn, maki Lilja Sigurðardóttir, 3. Konráð, maki Helga Bjarna- dóttir. 4. Rögnvaldur, maki Sig- ríður Jónsdóttir, Gísli var 5. í röðinni. 6. Frosti, maki Jórunn Sigurðardóttir, 7. Kolbeinn, 8. Árni, maki Ingibjörg Sveins- tíma. Hann sótti nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni í tvo vetur og einn vetur í Bænda- skólann á Hólum, seinna var hann í Iðnskóla Sauðárskróks að læra til smiðs. Hann byrjaði sumarið 1942 í vegavinnu, sumarið 1946 byrj- aði hann í brúarvinnuflokk Jón- asar Snæbjörnssonar, fyrst sem verkamaður og seinna sem brú- arsmiður. Hann vann við það til starfsloka, 1995 og síðustu 30 árin sem verkstjóri í brúar- vinnuflokknum. Flokkurinn starfaði víða um land, mest í Skagafirði og Þingeyjarsýslum og kom að byggingu hátt á ann- að hundrað brúa á tímabili Gísla. Meðal annars var Gísli við byggingu hengibrúa bæði yfir Skjálfandafljót og Jökulsá í Axarfirði. Gísli og Ingibjörg áttu heimili sitt á Mið-Grund í Skagafirði alla sína tíð. Útförin fer fram frá Flugu- mýrarkirkju í dag, föstudaginn 18. maí, klukkan 14. dóttir, 9. María Kristín Sigríður, maki Árni Blöndal, 10. Bjarni, maki Salbjörg Márus- dóttir, 11. Þorbjörg Eyhildur, maki Sæ- mundur Sigur- björnsson. Af systkinunum eru á lífi Árni, María og Þorbjörg. Eftirlifandi eig- inkona Gísla er Ingibjörg Jó- hannesdóttir, frá Húsavík. For- eldrar hennar voru Jóhannes Ármannsson, frá Hraunkoti í Aðaldal og Ása Stefánsdóttir frá Skinnalóni á Melrakka- sléttu. Dóttir Gísla og Ingi- bjargar er Ása, maki Þórarinn Illugason og eiga þau heima á Húsavík. Gísli ólst upp í Eyhild- arholti við sveitastörf þess Það var eftirminnileg lífs- reynsla fyrir ungan verkfræðing, nýlega kominn frá prófborðinu, að ráða sig til starfa á brúardeild Vegagerðarinnar árið 1970. Þá voru starfandi 9 brúarvinnuflokk- ar víðs vegar um landið, mörgum hverjum stjórnað af brúarsmiðum sem tekið höfðu reynslu sína í arf frá fyrirrennurum sínum. Gísli S. Gíslason var einn þessara manna. Þarna var saman komin áratuga löng þekking á byggingaraðferð- um og úrlausnum sem tóku mið af staðháttum og möguleikum sem í dag myndu þó teljast úreltar mið- að við nútíma tækjakost. Eftir því sem frásögnunum fjölgaði, sem heyrðust af munni þessara manna, hvernig þessi og hin verkefni voru leyst hlaut það að hafa áhrif á hvernig nálgast bæri lausnir á þeim verkefnum sem fyrir lágu. Gísli tók við af Jónasi Snæbjörns- syni brúarsmið og kennara þegar hann lét af störfum árið 1963, en þá var hann búinn að vera í brúar- vinnu hjá Jónasi síðan 1946. Jónas gaf honum þau meðmæli að hann væri „bráðduglegur maður og vandaður indælisdrengur“. Sem samferðamaður Gísla í yfir 47 ár og þar af 25 ár í brúarsmíði finnst mér þarna síst vera ofmælt. Gísli var gætinn og farsæll verkstjóri og gott var að ræða við hann um lausnir og verklag því oftast varð hönnunin að taka mið af því hvern- ig aðferðum var beitt við byggingu mannvirkisins. Þá var gott að eiga góðan reynslubanka til að leita í. Á þessum árum töldu flokkar brúar- smiða 20-30 manns yfir sumarið. Gísli átti til stórrar fjölskyldu að telja og voru margir bræður hans og frændur gjarnan hluti brúar- vinnuflokksins yfir sumarið, allt harðduglegt og vel vinnandi fólk. Ekki er hægt að nefna Gísla án þess að Inga fylgi með, lífsföru- nautur hans til 65 ára. Hún stýrði mötuneytinu af röggsemi og rausn og gott var að koma þar inn í hlýjuna og fá sér smá kaffisopa og létt spjall. Síðast er fundum okkar bar saman, síðast liðið vor heima á Miðgrund, var Gísli vel hress, með minnið í góðu lagi, lesandi blöðin gleraugnalaus. Ekki var að sjá að þar færi 92 ára gamall maður. Ég minnist Gísla með mikilli virðingu og hlýju en með okkur tókst frá- bær samvinna og góður vinskap- ur. Við Sigrún sendum ástvinum hans þeim Ingu, Ásu og Þórarni innilegar samúðarkveðjur. Einar Hafliðason. Gísli S. Gíslason Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR PÁLL HERBERTSSON, lést mánudaginn 30. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru til þeirra sem önnuðust hann síðustu ár á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Landakoti L-4 og dagþjálfun að Borgum. Sigríður Samúelsdóttir Stefán Gunnarsson Anna Birna Jensdóttir Heimir Jón Gunnarsson Sari Paavola barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖLDU BRAGADÓTTUR, Grenigrund 34, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vinaminnis, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Fossheima fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Björn Ingi Björnsson Steinunn Inga Björnsdóttir Dóra B. Stephensen Jón Lindsay og barnabörn ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist á Seyð- isfirði 14. október 1924. Hún and- aðist á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 6. maí sl. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jón Halldórsson, f. 28. maí 1898 á Húsavík, d. 18. febrúar 1995 og Rannveig Bjarnadóttir, f. 13. júlí 1906 á Seyðisfirði, d. 14. apríl 1995. Þau bjuggu á Seyðisfirði til 1966, en síðar í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn auk Guðrúnar, en þau voru: Bjarney, f. 1926, Halldór, f. 1928, d. 2000, Svan- hildur, f. 1929, d. 2002, Ólöf Anna, f. 1932, og E. Ingi, f. 1934. Guðrún kvæntist 14. maí 1949 Gunnari Þorbergi Hann- essyni, f. 5. mars 1925, frá Reykjavík, sonur hjónanna Hannesar Stígssonar, f. 1876 að Brekkum í Mýrdal, d. 9. desember 1966, og Ólafíu Ein- arsdóttur, f. 16. október 1886 að Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, d. 16. nóvember 1970. Synir Guðrúnar og Gunnars eru Sigurður f. 1949, Gylfi Þorbergur, f. 1953, d. 1989, Óli Ragnar, f. 1957, og Heimir, f. 1959. Barnabörnin eru 12 og lang- ömmubörnin 19. Guðrún fór á unglingsárum norður að Laug- um í Reykjadal og nam þar við Héraðsskólann. Hún flutti suður á tvítugsaldri og lagði stund á nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Guðrún var lengst af heimavinnandi en vann einnig utan heimils við hin ýmsu störf á Hótel Sögu og síðar hjá Sjálfsbjörg lands- sambandi hreyfihamlaðra. Guðrún og Gunnar byggðu húsið að Grundargerði 33 og fluttu inn 1955. Þau seldu hús- ið 1996 og fluttu á Seltjarn- arnes. Fyrir ári síðan flutti Guðrún á Grund. Útför Guðrúnar fór fram, í kyrrþey að ósk hinnar látnu, frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. maí sl. Elsku amma okkar, Guðrún Sigurðardóttir, er fallin frá og verður hennar sárt saknað. Okkur systkinin langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Amma fæddist á Seyðisfirði snemma á síðustu öld og var alla tíð stoltur Seyðfirðingur þrátt fyrir að búa lengst af í Reykjavík. Í kringum tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og stundaði nám í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Þar lærði hún til verka og nutu allir sem heimsóttu hana góðs af því. Hún var höfðingi heim að sækja og þegar gesti bar að garði fóru þeir aldrei svangir heim. Hún dekraði okkur barnabörnin og er sérlega minnisstætt brauðið sem við fengum hjá ömmu. Það sem gerði brauðið betra en önnur lá í framsetningunni en hún skar það í smáa bita sem gerði litlum höndum auðvelt að tína þá upp í sig. Slík var þjón- ustan. Einnig minnumst við lummanna hennar með vatn í munni. Ef einhver afgangur var af öllum kræsingunum þá gat maður gengið að því vísu að hann skilaði sér heim í poka bundinn með „Grundar- gerðishnútnum“. Ömmu var þó fleira til lista lagt. Þegar hún var yngri stundaði hún íþróttir af kappi. Hún sagði okkur gjarnan sög- ur af handboltaferli sínum og sýndi okkur stolt mynd af lið- inu sínu þegar 100 ára afmæl- isrit Íþróttafélagsins Hugins kom út árið 2013. Hún tók einnig þátt í félagsstörfum og var virk í starfi Kvenfélags Bústaðakirkju sem átti stóran hlut í byggingu kirkjunnar. Amma var höfuð fjölskyld- unnar og forsprakki flestra samkomustunda stórfjölskyld- unnar. Í seinni tíð þegar hún hafði ekki lengur þrek til að halda stórar veislur var það þó enn hún sem sameinaði fjöl- skylduna. Alltaf áttum við von á því að hitta eitthvert skyld- menni þegar amma var heim- sótt. Munum við systkinin sakna þessara stunda sárt. Það er erfitt að minnast ömmu án þess að nefna einnig afa okkar. Þau kynntust á dansleik á Hótel Borg ung að árum og voru saman æ síðan. Þau voru samrýnd hjón og það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þeirra. Fá sér bita og ræða málin. Hvort sem það var í Grundargerði, uppi í sumarbústað, í Eiðismýri eða á Grund. Amma var sjálfstæð fram eftir aldri og eftir að afi féll frá árið 2013 bjó hún ein þang- að til hún var 92 ára gömul. Þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir hugsaði amma vel um út- litið, fór reglulega í lagningu og aldrei var bleiki varalitur- inn langt undan. Hún var klár í kollinum til hinsta dags og það var alltaf hægt að tala við hana um málefni líðandi stund- ar. Hún var heilsuhraust en undir það síðasta var líkaminn orðinn þreyttur. Við fyllumst þakklæti yfir ljúfum minning- um, ást hennar og umhyggju í gegnum tíðina. Hvíl í friði elsku amma. Fríða og Gunnar Þorbergur Gylfabörn Guðrún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.