Morgunblaðið - 22.05.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Rithöfundar og þeir sem geta
hugsað skapandi um málefni líð-
andi stundar; sett þau í nýtt sam-
hengi og varpað þannig nýju og
kannski óvæntu ljósi á samtímann
eru mjög mikilvægt fólk. Nú er ég
ekki endilega að segja að allir höf-
undar eigi að stíga inn á það svið
en okkur er nauðsynlegt að rýnt
sé í umhverfi okkar á gagnrýninn
og skapandi hátt,“ segir Karl
Ágúst Úlfsson, nýr formaður Rit-
höfundasambands Íslands. Margt
er í deiglu á vettvangi sambands-
ins en stóra verkefnið er þó jafn-
an, segir formaðurinn, að tryggja
að afkoma höfunda sé þannig að
þeir geti lifað af vinnu sinni.
Sköpunarverk
séu ekki ókeypis
„Því miður er býsna algengt
að líta svo á að skapandi störf
skuli helst vera ólaunuð. Að
minnsta kosti mjög illa launuð.
Þau viðhorf verða að breytast,“
segir Karl Ágúst. „Hugmyndir og
orð eru dýrmæt þó ekki séu þau
áþreifanleg. Í því liggur kannski
skýringin á því hvers vegna
mörgum finnst að sköpunarverk
listamanna eigi að vera ókeypis.
Fólk verður að líta öðruvísi á
þessi mál og sömuleiðis þarf auk-
inn skilning stjórnvalda, því sumir
höfundar njóta starfslauna og ým-
issa styrkja sem ráða miklu um af-
komuna. Flestir geta aðeins sinnt
rithöfundarstarfinu sem aukabú-
grein með öðru sem auðvitað
dreifir kröftum og athygli.“
Starfsumhverfi höfunda hef-
ur mikið breyst á undanförnum
árum. Sú var tíðin að bókin – blað-
síður milli tveggja harðspjalda –
var helsta formið sem höfundar
fengust við. Núna eru gáttirnar
hins vegar fleiri. Má þar benda á
að í dag sinna höfundar til dæmis
handritagerð fyrir sjónvarpsþætti
og kvikmyndagerð sem er vax-
andi atvinnugrein. Einnig hönnun
tölvuleikja, sem byggjast á hug-
myndaheimi, söguþræði og per-
sónum.
Hugverkin fæst í nýtt form
„Drifkraftur þessa alls er
skapandi hugsun sem við leggjum
aldrei of mikla rækt við, hvort
sem er í skólum eða annarsstaðar.
Vissulega eru bækur sem slíkar
ekki jafn áberandi og var og sala
þeirra hefur minnkað. Hugverkin
hafa hins vegar færst í nýtt form,
til dæmis dafna sviðslistir á Ís-
landi vel um þessar myndir,“ seg-
ir Karl Ágúst, leikari til áratuga.
Best er hann sennilega þekktur úr
Spaugstofunni, hvar hann átti
stóran þátt í allri handritagerð.
Það helst síðan í hendur við
rithöfundarferilinn sem er orðinn
langur og verkin mörg.
„Ég gekk í Rithöfunda-
samband Íslands árið 1983 og hef
verið félagi síðan. Sat mörg ár í
stjórn og hef tekið virkan þátt í
starfi sambandsins, sem hefur
verið lifandi afl í þjóðfélaginu og
beitt sér í ýmsum mikilvægum
málum. Hér í Gunnarshúsi við
Dyngjuveg er líka öflugt starf,
þetta er félagsheimili okkar og
vettvangur ýmissa viðburða, upp-
lestra og annars. Já, ég er alltaf
eitthvað að skrifa og skapa - ég
get ekki annað. Að undanförnu
hef ég talsvert verið að grúska í
ýmsum hugmyndum og drögum
sem ég á frá fyrri tíð. Þetta eru til
dæmis smásögur, leikrit og sjón-
varpshandrit, gjarnan drög að
ýmsu sem ég á hálfunnið frá fyrri
tíð. Ætli flestir höfundar eigi ekki
svona sitt lítið af hverju í sarp-
inum,“ segir Karl Ágúst sem enn
sinnir leiklistinni, en stígur þó
sjaldnar á svið en áður.
Áhugaverðar bækur
„Það síðasta sem ég sendi frá
mér opinberlega var leikritið Í
skugga Sveins sem sýnt var í Gafl-
araleikhúsinu í vetur; gam-
ansöngleikur sem byggður er á
Skugga-Sveini Matthíasar Joch-
umssonar. Ég var þar meðal leik-
ara og held að sjálfsögðu áfram
að leika ef áhugaverð hlutverk og
verkefni bjóðast,“ segir Karl
Ágúst sem um þessar mundir er
að glugga í ýmsar áhugaverðar
bækur. Nefnir þar meðal annars
Sperðil, gamanleik eftir séra
Snorra Björnsson á Húsfelli sem
mun vera elsta varðveitta leikrit
sem samið er á íslensku. Var
skrifað seint á 18. öld þó mönnum
beri ekki saman um nákvæman
ritunartíma þess. „Sperðill er
áhugavert leikrit sem endur-
speglar ýmislegt úr evrópskri
leikhúsmenningu fyrri alda. Og
samt veit enginn hvernig séra
Snorri kynntist þeim menningar-
straumum og það gerir leikritið
mun forvitnilegra en ella væri.“
Samtíminn séður í óvæntu ljósi, segir formaður Rithöfundasambands Íslands
Morgunblaðið/Valli
Rithöfundur „Já, ég er alltaf eitthvað að skrifa og skapa – ég get ekki annað,“ segir Karl Ágúst.
Dýrmætar hugmyndir
Karl Ágúst Úlfsson er fædd-
ur 1957. Hann útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Íslands 1981 og
lauk meistaragráðu í leikritun
og handritagerð frá Ohio Uni-
versity 1994. Hefur skrifað
handrit að um 500 leiknum
sjónvarpsþáttum, 20 leikrit,
um 100 þýðingar á leikritum,
skáldsögum, smásögum, ljóð-
um og barnabókum og fleira.
Hefur hlotið Edduverðlaun
og Grímuverðlaun fyrir störf
sín, sérstaka viðurkenningu Ís-
lenskrar málnefndar og Ís-
lensku menntaverðlaunin.
Hver er hann?
Nýjasti togari Samherja var form-
lega nefndur Björg EA 7 við hátíð-
lega athöfn á togarabryggjunni á
Akureyri á laugardag. Við það tæki-
færi var tilkynnt um 35 milljóna gjöf
Samherja til Sjúkrahússins á Ak-
ureyri (SAk) til að undirbúa og setja
upp hjartaþræðingu þar á bæ.
Kristján Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs, afhenti
gjöfina og sagði að í framtíðarsýn
SAk til 2021 væri sett fram það
metnaðarfulla markmið að koma
upp hjartaþræðingu við sjúkrahúsið.
„Undirbúningur þessa viðamikla
verkefnis er í gangi og kallar á mikla
fjármuni. Við höfum ákveðið á þess-
um tímamótum að færa Sjúkrahús-
inu á Akureyri tíu milljónir króna að
gjöf til að koma verkefninu af stað.“
Kristján tilkynnti jafnframt að til
viðbótar mundi Samherji færa stofn-
uninni 25 milljónir að gjöf þegar
nauðsynleg tæki verða pöntuð. „Það
er alveg ljóst að við höfum hæft fólk
til að ljúka þessu metnaðarfulla
verkefni farsællega og koma upp
hjartaþræðingu við Sjúkrahúsið á
Akureyri,“ sagði Kristján.
Björg EA 7 er nýjasta skip Sam-
herja. „Endurnýjun skipaflota Sam-
herja og Útgerðarfélags Akureyr-
inga er stórt skref í þá átt að festa
Eyjafjarðarsvæðið í sessi sem eitt
öflugasta útgerðar- og fisk-
vinnslusvæði landsins,“ sagði Þor-
steinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, en skipið er nefnt í höfuð
móður hans, Björgu Finnbogadótt-
ur. Þorsteinn sagði ÚA eina tækni-
væddustu fiskvinnslu landsins og
framkvæmdir við nýja hátæknifisk-
vinnslu væru hafnar á Dalvík. „Slík-
ar vinnslur þurfa öflug skip og hafa
verður í huga að oft eru veiðisvæðin
langt frá Eyjafirði og veðurfarið oft
erfitt. Slíkt skip liggur hér við land-
festar,“ sagði Þorsteinn Már.
Gefa 35 milljónir vegna hjartaþræðinga
Nýjasta togara Samherja gefið nafnið Björg Tilkynnt
um gjöf til SAk til að undirbúa og setja upp hjartaþræðingu
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Hjartnæmt Kristján Vilhelmesson tilkynnir um gjöfina til SAk. Til vinstri
læknarnir Torfi Fjalar Jónasson og Gunnar Þór Gunnarsson sem tóku við
gjöfinni. Aftast Björg Finnbogadóttir, en nýi togarinn heitir í höfuðið á henni.
Um hundrað Vestfirðingar komu
saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan
dag í gær á samstöðufundi, sem hald-
inn var af grasrótarhreyfingu íbúa á
Vestfjörðum til þess að minna stjórn-
völd á þrjú stór hagsmunamál Vest-
firðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó
og bættar samgöngur. Segir hópur-
inn sem stendur að fundinum að þessi
þrjú mál séu „í biðstöðu eða í gíslingu
ríkisstofnana“.
„Við eigum ekki að una því að orð-
um og fögrum fyrirheitum fylgi engar
efndir, þetta snýst um það að við ætl-
um að höggva á hnútinn. Við krefj-
umst athafna í stað orða,“ segir Sig-
mundur Þórðarson frá Þingeyri, sem
var fundarstjóri.
Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjáv-
arútvegsfræðingur frá Patreksfirði,
og sr. Magnús Erlingsson frá Ísafirði
héldu erindi á fundinum. Guðrún
Anna er einnig með MA-gráðu í um-
hverfisstjórnun og í ræðu sinni sagði
hún að umhverfismál fjölluðu um að
finna jafnvægi og að gera samfélögin
sjálfbær, en ekki um að setja heilan
landsfjórðung í formalín.
Hún ræddi um Hvalárvirkjun og
sagði eðlilegt að nýta þá orku sem
byggi í nærumhverfinu til uppbygg-
ingar í fjórðungnum. Þá sagði hún að-
komu hins opinbera að laxeldi í sjó í
Ísafjarðardjúpi hafa verið fálm-
kennda.
Þá fjallaði hún einnig um sam-
göngumálin, mikilvægi vegar um
Teigsskóg og þá stöðu sem kom upp í
vetur er Breiðafjarðarferjan Baldur
bilaði í þrjá mánuði. „Engin ferja var
sett í afleysingar og atvinnulífið með
öndina í hálsinum því stærstu fyrir-
tækin lifa á að selja ferskan fisk. Sem
betur fer voru veðurguðirnir okkur
hliðhollir þessa erfiðustu mánuði árs-
ins því ekki voru stjórnvöld að kippa
sér upp við þetta,“ sagði Guðrún
Anna. athi@mbl.is
Mál í gíslingu
ríkisstofnana
Samstöðufundur Vestfirðinga í gær
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Gilsfjörður Vestfirðingar komu
saman og ítrekuðu kröfur sínar.
Samstöðufundur
» Aðstandendum fundarins
finnst lítið hafa gerst síðan
ráðherrar lofuðu því að rjúfa
kyrrstöðu í mikilvægum mál-
um í september sl.
» Sérstök áhersla er lögð á
bætt raforkuöryggi, framgang
fiskeldis í sjó og samgöngu-
bætur.