Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 8

Morgunblaðið - 22.05.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Gunnar Rögnvaldsson semskrifar litríkan óritskoðaðan texta segir fum og fát hafa skollið á evrusvæðið þegar stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar í Róm var lekið þar sem boðuð var úrsögn Ítalíu úr evru og greiðslufall á skuldum landsins við ECB-seðla- banka, fjár- lagahalla af stærri gerðinni og flört við Rússland:    Höggbylgja þessi skall svo áBerlín-París-Brussel um miðbik dagsins um miðja viku og ekkert hljóð heyrðist nema lam- andi þögn. Evrumenn með vasa- klúta í norðri þraukuðu daginn út, svo að markaðir myndu ekki taka eftir neinu, já já, munandi það að kauphallarviðskiptin í Par- ís gáfu sig ekki fyrr en þýski her- inn stóð 10 kílómetrum fyrir utan borgina, afneitunin var slík. Um kvöldið hófust þið vitið hvað, – jú þægilegar vangaveltur um hvort skyldi gert á undan, öskrað eða grenjað. En ekkert gerðist, högg- ið var algert Næsta dag kom svo léttirinn. Nýja ítalska ríkisstjórnin hafði nefnilega stytt stjórnarsáttmálann og klásúlan um evruúrsögn var horfin, sáttmálinn þar með léttari í tösku, og í stað hennar var kom- ið þetta: „Ítalía mun mæta fram- tíðinni með því að hverfa til tím- ans fyrir Maastrichtsáttmálann, sem er nálgun Ítalíu við þá tíma þar sem sannar fyrirætlanir um frið voru í gildi, og óskir um bræðralag, samvinnu og samstöðu hvöttu ESB-ríkin áfram.“    Það var þarna sem sótarinnhætti að hitta á skorsteinana í norðri, því allt, já allt, var orðið jafn sótsvart í Berlín-París og Brussel samtímis, vegna þess að „fyrir-Maastricht“ þýðir ekki bara úrsögn úr evrunni, heldur esb líka.“ Gunnar Rögnvaldsson Góður rómur í Róm STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 6 léttskýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 24 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 16 skýjað London 21 heiðskírt París 21 skýjað Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 24 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 21 heiðskírt Moskva 19 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 20 rigning Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 20 heiðskírt Montreal 18 heiðskírt New York 15 léttskýjað Chicago 14 rigning Orlando 25 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:50 22:59 ÍSAFJÖRÐUR 3:24 23:36 SIGLUFJÖRÐUR 3:05 23:20 DJÚPIVOGUR 3:12 22:36 Skráning fer fram á www.vmst.is 2018 Ársfundur Vinnumálastofnunar Framtíðarfærnispár og þróun vinnumarkaðar Fimmtudaginn 24. maí klukkan 13-15 á Hótel Natura Dagskrá: Ásmundur Einar Daðason Ávarp ráðherra Gissur Pétursson Forstjóri fer yfir árið Karl Sigurðsson Færnispár á íslenskum vinnumarkaði Sigurður Björnsson Greining á samspili starfa, menntunar og atvinnugreina á vinnumarkaði, stöðumat Margrét K. Sverrisdóttir Samspil menntunar og tækni og evrópskar menntaáætlanir Guðrún Stella Gissurardóttir Hlutverk ráðgjafa í breyttum heimi Lokaorð Fundarstjóri Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins Boðið verður upp á kaffi og meðlæti Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skut- ulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. „Við vitum sáralítið, í rauninni bara það að það var maður sem lenti í flóði og slasaðist. Við fyrstu sýn virkaði þetta þó ekki mikið flóð,“ segir Þorkell og bætir við að mað- urinn hafi verið fluttur til frekari að- hlynningar í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gær. Ekkert er vitað um líðan manns- ins að svo stöddu, en Þorkell segir að maðurinn hafi ekki virst alvarlega slasaður enda hafi honum tekist að gera lögreglu viðvart. „Hann er far- inn suður þannig að við vitum ekki almennilega hvernig líðan hans er. Hann lét samt sjálfur vita af sér og það er auðvitað góðs viti. Fljótt á lit- ið virkaði þetta ekkert stórt eða al- varlegt,“ segir Þorkell sem veit ekki hvort frekari fregnir af líðan manns- ins eru væntanlegar. Ekki er vitað hvert erindi manns- ins var í gilinu, en samkvæmt upp- lýsingum frá vitnum á vettvangi var hann einn á ferð. aronthordur@mbl.is Ferðamað- ur lenti í snjóflóði Grænagarðsgil Erlendur ferða- maður slasaðist í snjóflóði.  Er ekki talinn alvarlega slasaður Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.