Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • Sími 555 1516 (póstsendum)
Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-15.
Mikið af myndum á facebook
Glæsile
pils
Verð 10.900 kr.
• stærð 36-46
Opinn kynningarfundur í Þingsal 2 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura
24. maí 2018, kl. 8:30-10:00
Hvað borða erlendir ferðamenn? – niðurstöður kannana Gallup og Maskínu
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb
Hvers virði er að erlendir ferðamenn borði íslenskan mat?
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Hvernig er best að kynna matarauð Íslands fyrir erlendum ferðamönnum?
Brynja Laxdal, framkvæmdastjóri Matarauðs Íslands
Dagskrá:
áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku á
www.bbl . i s
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Hvað borða erlendir
FERÐAMENN?
Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding
VIÐBURÐURINN VERÐUR LIVE Á FACEBOOKSÍÐU BÆNDABLAÐSINS
Fundarstjóri:
Allt um sjávarútveg
Atvinna
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta er hluti af því ferli sem hófst í
vetur sem miðar að því að skerpa
áherslu á kjarnastarfsemi og flug-
rekstur félagsins,“ segir Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Icelandair
Group, um ástæðu þess að félagið
ákvað nú fyrir helgi að hefja sölu-
ferli á Icelandair
Hotels og öðrum
fasteignum sem
tilheyra hótel-
rekstri félagsins.
Björgólfur seg-
ir að nú þegar fé-
lagið sé í miðju
endurskipulagn-
ingarferli hafi
verið tilvalið að
hefja söluferli
hótelrekstursins.
Hann tekur þó fram að sala hótel-
rekstursins sé ekki hluti af fjár-
mögnun nýrra flugvéla heldur sé
fyrirtækið eingöngu að einfalda
reksturinn.
„Þetta er ekki hluti af því að fjár-
magna kaup á nýjum vélum, en líkt
og ég hef áður sagt viljum við skerpa
„fókus“ samsteypunnar sem hefur
að okkar mati verið of breiður. Við
höfum því verið að einfalda, sameina
og samþætta fyrirtæki. Að setja
hótelreksturinn til hliðar var því
ákvörðun sem var tekin til að geta
einblínt betur á flugreksturinn,“
segir Björgólfur.
Endurskipulagi lýkur í haust
Hingað til hefur rekstur ferða-
þjónustufyrirtækjanna, Iceland
Travel og Vita sem eru í eigu Ice-
landair Group, verið gerður upp
samhliða hótelrekstri félagsins.
Björgólfur segir að þrátt fyrir það
standi ekki til að selja þessi fyrir-
tæki.
„Við settum Vita undir flugrekst-
urinn enda passaði það sölustarf-
semi Icelandair vel. Þá erum við
einnig að skoða hvernig Iceland
Travel gæti fallið að því, en fram að
þessu hefur Iceland Travel nær ein-
göngu einbeitt sér að því að selja
ferðir á Íslandi. Við teljum hins veg-
ar að sú tækni og þekking sem í
fyrirtækinu býr geri það að verkum
að möguleikar til úvíkkunar starf-
seminnar séu miklir. Ef vel tekst til
gæti Iceland Travel nýst sem góður
stuðningur við leiðarkerfi Icelandair
í framtíðinni,“ segir Björgólfur.
Spurður hvenær ráðgert sé að
endurskipulagningu félagsins ljúki
segir Björgólfur að hún muni klár-
ast á næstu mánuðum.
„Við erum að horfa til þess að þeg-
ar líður á haustið, í síðasta lagi um
næstu áramót, verðum við búin að
ná utan um allt. Það má í rauninni
segja að með þessari endurskipu-
lagningu séum við að búa til nýtt fé-
lag sem er klárt í að mæta þessari
miklu samkeppni sem hefur verið á
markaðnum síðustu ár,“ segir
Björgólfur og bætir við að breyting-
ar sem þessar taki tíma.
„Það er ekkert einfalt að snúa
stóru skipi, það mun alltaf taka sinn
tíma en að þessu loknu tel ég okkur
mjög vel í stakk búin til að mæta
samkeppninni af krafti.“
Gríðarleg tækifæri hérlendis
Þrátt fyrir að spár geri ráð fyrir
að ferðamönnum muni fjölga minna
á þessu ári segir Björgólfur að
gríðarleg tækifæri séu í ferðaþjón-
ustu hér á landi. Þá hafi vöxtur eft-
irspurnar hér á landi verið of hraður
undanfarin ár sem gerði það að
verkum að fjölmörg illa fjármögnuð
ferðaþjónustufyrirtæki litu dagsins
ljós.
„Það eru ennþá gríðarleg tæki-
færi í hótelrekstri og ferðaþjónustu
hérlendis, enda er eftirspurnin mjög
mikil þó hún hafi tekið örlitla dýfu.
Það er mitt mat að eftirspurnin síð-
ustu ár hafi vaxið of hratt. Það
hleypti inn á markaðinn fyrirtækj-
um sem þola litla sem enga niður-
sveiflu. Nú þegar ekki er vöxtur er
það okkar verkefni að vinna hörðum
höndum að því að lágmarka kostnað
og bjóða samkeppnishæf verð,“ seg-
ir Björgólfur.
Icelandair vill setja
flugrekstur í forgang
Býst við því að endurskipulagningu ljúki síðar á þessu ári
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair Fyrirtækið ætlar sér að einblína enn frekar á flugrekstur og hef-
ur af þeim sökum ákveðið að hefja söluferli á hótelrekstri sínum.
Björgólfur
Jóhannsson