Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra- Fljóti í Reykholti í Bláskóga- byggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Sex hús til við- bótar verða byggð síðar. Þótt Reykholt verði ekki stærsta sum- arhúsahverfi félagsins verður það samt flaggskip þess. Verkamannafélagið Dagsbrún keypti um 18 hektara skika úr landi Stóra-Fljóts í Biskups- tungum árið 1944. Frá upphafi var ætlunin að reisa þar félags- og hvíldarheimili fyrir Dagsbrúnar- félaga, reykvíska verkamenn. Ekkert varð af framkvæmdum þá. Dagsbrún varð síðar að Eflingu með sameiningu verkalýðsfélaga. Nú er draumur forystumanna Dagsbrúnar loks að verða að veru- leika, þó með öðru sniði sé en ætl- að var í upphafi. Með yfirbragði íbúðagatna Sveinn Ingvason, sviðsstjóri or- lofsmála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að unnið hafi verið að und- irbúningi uppbyggingar sumar- húsa í Stóra-Fljóti frá árinu 2002. Niðurstaðan varð að byggja alls tólf hús við tvær götur. Búið er að skipuleggja og teikna og á næstu dögum verður gengið frá samn- ingum við verktaka um byggingu sex húsa í fyrri áfanga verksins. Þá er sveitarfélagið búið að leggja lagnir og gera götur. Landið er á svæði sem skipulagt er sem íbúðahverfi, í beinu fram- haldi af núverandi íbúðabyggð í Reykholti. Sveinn segir að félagið hafi fallist á að byggja húsin á þeim grundvelli. Það þýðir að meiri kröfur eru gerðar um að- gengi og ferilmál en í sumar- húsum. Því þurfa húsin að vera stærri en hefðbundnir sumarbústaðir stéttarfélaga auk þess sem reiknað er með að þau verði steinsteypt. Göturnar verða því með yfirbragði íbúðargatna fremur en sumarhúsa- hverfis. Eigi að síður verða húsin leigð út sem sumarhús, eins og önnur sumarhús félagsins. Flaggskip Eflingar Húsin í þessum áfanga verða 90 og 100 fermetrar að stærð. Þau standa á holti ofan við Tungufljót og er gott útsýni úr þeim. Efling á sumarhús og íbúðarhús víða um land. Stærsta hverfið er í Svignaskarði í Borgarfirði, 16 bú- staðir auk íbúðarhúss og 10 bú- staðir eru í Ölfusborgum við Hveragerði. Þótt sumarhúsa- hverfið í Reykholti verði ekki stærsta orlofshúsahverfi félagsins verður það flaggskip þess og kjarninn fyrir Suðurland, að sögn Sveins. Þar skiptir mestu máli að Efling verður ein á þessu svæði en er í samvinnu við önnur félög í Svignaskarði og Ölfusborgum. Sveinn segir að stefnt hafi verið að því að taka húsin í notkun í haust. Það takist augljóslega ekki. Spennan á byggingamarkaðnum hafi orðið til þess að undirbún- ingur hafi tekið lengri tíma en ætl- unin var. Tölvuteikning/Form Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar  74 ára gömul áform forystumanna Dagsbrúnar um félags- og hvíldarheimi í Biskupstungum fyrir reykvíska verkamenn loks að verða að veruleika  Keyptu 18 hektara í landi Stóra-Fljóts  Húsin 90-100 fermetrar að stærð Stóra-Fljót Sex hús eru við hvora götu. Þar verða byggð íbúðarhús og verður yfirbragðið því annað en í hefðbundnum orlofshverfum. Leit að karlmanni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags var hætt á sjötta tím- anum í gærkvöldi, samkvæmt upp- lýsingum frá svæðismiðstöð björg- unarsveita. Um áttatíu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík, Vesturlandi, Suður- nesjum og Suðurlandi tóku þátt í leitinni í dag og gengu þeir meðfram ánni og sigldu á bátum. Drónar voru einnig notaðir við leitina og þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í kring um hádegi. Leitinni verður áfram haldið á morgun þar sem útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu í dag. Gunnar Ingi Frið- riksson, verkefnastjóri hjá svæð- ismiðstöð björgunarsveitanna, segir í samtali við mbl.is að leitin á mið- vikudag verði minni í sniðum. „Við verðum með minni mannafla og þetta verður meira eftirlit,“ segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir að engar vís- bendingar hafi fundist og að ástand- ið sé óbreytt. Spáð er suðaustan stormi á Suðurlandi í dag. Á morgun munu björgunarsveitarmenn á bát- um og göngumenn hefja leit á ný. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun að öllum líkindum taka áfram þátt í leitinni. Leit frest- að í Ölfusá  Haldið verður áfram á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.