Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli skammti. Farið er að huga að upp- byggingu á iðnaðarhverfinu í Bygg- görðum en þar gætu enn fleiri íbúar rúmast í framtíðinni. Einn viðmæl- enda nefndi að þar væri hægt að byggja íbúðir fyrir fimm hundruð manns en þá færu íbúar bæjarins yf- ir fimm þúsund. Skiptar skoðanir um þéttingu Yngri kjósendur vilja þó margir sjá enn frekar hugað að uppbygg- ingu, ekki síst á svæðunum við Aust- urströnd og í kringum Eiðistorg, miðbæjarsvæði bæjarins. Þessi áhugi er ekki síst vegna þess að skortur hefur verið á minni íbúðum og þær íbúðir sem byggðar hafa ver- ið hafa þótt í dýrari kantinum. Á þessu kjörtímabili voru kynntar tillögur um framtíðar- skipulag miðbæjarsvæðisins en þær mættu andstöðu margra íbúa. Óhætt er að segja að mjög skiptar skoðanir eru um frekari þéttingu byggðar meðal kjósenda, í það minnsta ef marka má umræður í facebookhópi íbúa bæjarins. Morgunblaðið/Hari Seltjarnarnes Við Gróttu er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa og ferðamenn sækja þangað í auknum mæli. Bæjarbúar geta valið úr fjórum framboðum í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn næsta. Mikið byggt en marg- ir vilja byggja meira  Seltirningar ánægðir með þjónustu en minni íbúðir vantar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Sel- tjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæj- arstjórn frá því Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi árið 1974. Nú ber svo við að nýtt framboð, Fyrir Sel- tjarnarnes, er mikið til skipað fólki sem fylgt hefur flokknum að málum auk þess sem varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er oddviti Við- reisnar/Neslista. Tap á rekstri í fyrra Seltjarnarnes hefur þótt með best reknu bæjarfélögum landsins en tilurð nýja framboðsins er engu að síður óánægja með fjármála- stjórn bæjarins. Skuldahlutfall bæj- arins er 59% sem er hið lægsta með- al sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Rekstrarniðurstaða síðasta árs var hins vegar neikvæð um 99 milljónir króna. Ánægja með þjónustu Flestir Seltirnirningar sem rætt var við telja að bjartir tímar séu fram undan og í árlegri könnun Gallup kemur fram mikil ánægja með þjónustu sveitarfélagsins. Út- svar er hið lægsta á landinu, leik- skólagjöld með þeim lægstu en tóm- stundastyrkir með þeim hæstu. Bent er á að verið sé að byggja hjúkrunarheimili í bænum og vilji sé til að byggja nýjan leikskóla. Unnið er að stækkun og betrumbótum á íþróttahúsinu en íþróttaaðstaða þyk- ir að öðru leyti ágæt. Þónokkuð hefur verið byggt á undanförnum misserum og fjölgaði íbúum um 4,4% á kjörtímabilinu en slíkt heyrir til tíðinda í bæ þar sem byggingarland er af skornum Safnatröð Nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun í ár. Morgunblaðið/Hari Bygggarðar Þarna gæti risið 500 manna byggð í stað iðnaðarsvæðis. „Mikið af þessu tengist því að ég er al- inn upp á Seltjarnarnesi og hef enn sterk tengsl við bæinn. Þetta er mitt bæjarfélag,“ segir Jón von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, sem talsvert hefur fjárfest á Seltjarn- arnesi undanfarin ár. Jón hefur keypt húsnæði á Eiðistorgi og komið þar fyrir starfsemi á sínum vegum. Þá hefur hann stutt við bakið á íþróttafélaginu Gróttu. Knattspyrnuvöllur bæjarins heitir eftir netvafra Jóns og kallast Vi- valdi-völlurinn. Jón segir í samtali við Morgun- blaðið að það hafi vissulega verið gott tækifæri til kaups þegar hann fékk augastað á Eiðistorgi. „Það var þarna tómt húsnæði og ég hugsaði að það væri betra að nýta það eitthvað. Umhverfið á Nesinu er frábært fyrir nýsköp- un. Þetta er alveg niður við sjóinn og þarna er mjög fallegt,“ segir hann. Á Eiðistorgi er húsnæði Jóns rekið undir merkjum Innovation House og þar gefst sprotafyrir- tækjum tækifæri til að taka flug- ið. Þá keypti Jón húsnæði þar sem Íslandsbanki var áður en hýsir nú sjónvarpsstöðina Hringbraut. Að auki er hann einn eigenda kaffi- hússins og ísbúðarinnar Örnu sem þykir hafa lífgað hressilega upp á bæjarbraginn á Nesinu. Jón kveðst hafa mikla trú á Eiðistorgi. „Það er góð aðstaða þarna í kring. Það er hægt að labba og hjóla og það er stutt í íþróttamiðstöðina. Á torginu er svo Hagkaup, flottur pöbb í kjall- aranum og allt sem þarf. Við höf- um reynt að fá skemmtileg fyr- irtæki þarna inn svo það væri meira í gangi en var. Svo bættum við kaffihúsinu við. Það styrkir þetta frumkvöðlaumhverfi.“ Hvað finnst þér um hugmyndir um að hressa þurfi upp á torgið, hækka þakið eða breyta að öðru leyti? „Augljóslega mætti hressa upp á torgið. Við erum opnir fyrir um- ræðum um það.“ Hvernig líst þér á gamla bæinn þinn að öðru leyti? „Mér sýnist að þetta sé enn frá- bær staður fyrir fólk til að búa á. Hann býður upp á mikið, í það minnsta meira en þegar bjó þarna. Þá spiluðum við til dæmis bara á malarvellinum! Ég er ánægður með að Holtið sé enn þá útisvæði og fólk getur líka farið út í Gróttu. Það er mikið af góðri aðstöðu á Nesinu.“ hdm@mbl.is Jón von Tetzchner fjárfestir á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Hari Eiðistorg Margir íbúar á Nesinu vilja breyta og bæta ásýnd torgsins. Tækifæri fyrir ný- sköpun á Eiðistorgi Jón von Tetzchner SELTJARNARNES Mosfellsbær Seltjarnarnes Íbúar á Seltjarnarnesi voru 4.575 þann 1. janúar 2018. Útsvarsprósentan á Seltjarnarnesi er 13,7%. 56 frambjóðendur eru á þeim fjórum listum sem bjóða fram á Seltjarnar- nesi, en 7 munu taka sæti sem bæjarfulltrúar eftir kosningar. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 var 68,6%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.