Morgunblaðið - 22.05.2018, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Sýrlenski stjórn-
arherinn náði í
gær fullum yfir-
ráðum yfir höf-
uðborg landsins
Damascus. Liðs-
menn víga-
samtakanna Ríki
íslams hafa allir
verið hraktir
burt. Herinn náði
m.a. flótta-
mannabúðunum Yarmuk á sitt vald.
Tilkynning hersins um fram-
angreint var send út eftir að hund-
ruðum vígamanna og ættmenna
þeirra var heimilað að yfirgefa Yar-
muk, að sögn mannúðarsamtakanna
Syrian Observatory for Human
Rights. Ríkisstjórnin neitar því að
hafa samið um þetta við liðsmenn
samtakanna. Aðeins hafi verið gert
stutt vopnahlé til að hleypa bílalest
með konum og börnum af svæðinu.
Herinn með full yfir-
ráð yfir Damascus
SÝRLAND
Yfirráð Náðu
höfuðborginni.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nicolas Maduro, forseti Venesúela,
vann í gær forsetakosningar í land-
inu með 68% atkvæða. Verður hann
forseti landsins til ársins 2025. Kjör-
sókn var sögulega lítil, aðeins 46%.
Hafði meginandstæðingur Maduro,
Henri Falcon, hvatt kjósendur til að
sniðganga kosningarnar, en hann
hlaut sjálfur 21% atkvæða.
Maduro er fyrrverandi strætis-
vagnastjóri og verkalýðsleiðtogi og
var valinn eftirmaður Hugo Chavez,
fyrrverandi forseta landsins, árið
2013 þegar hinn síðarnefndi féll frá.
Þeir Maduro og Falcon höfðu mælst
hnífjafnir í skoðanakönnunum í að-
draganda kosninganna. Falcon sem
er fyrrverandi liðsforingi í venesú-
elska hernum, hefur nú sakað hið
opinbera um að hafa keypt atkvæði
til stuðnings Maduro. Af þessum
sökum sé kjörið ólögmætt.
„Fyrir okkur fóru aldrei fram
neinar kosningar,“ sagði Falcon við
fréttamenn þegar niðurstaða kosn-
inganna lá fyrir. „Við þurfum að
halda kosningar að nýju í Vene-
súela,“ bætti hann við.
Setja þrýsting á Maduro
Kjör Maduro hefur vakið hörð við-
brögð í alþjóðsamfélaginu. Þeirra
varð raunar vart í aðdragandanum,
þegar Bandaríkin, Kanada og
Evrópusambandið lýstu því yfir, áð-
ur en kjörið fór fram, að ríkin myndu
ekki virða niðurstöðu kosninganna.
Þar að auki hafa fjórtán ríki Lima-
hópsins svonefnda, þ. á m. Argent-
ína, Brasilía og Kanada, kallað
sendiráðunauta sína heim frá Vene-
súela í mótmælaskyni við kosning-
arnar. Ríkin taka undir þær kenn-
ingar að kosningarnar séu
ólögmætar og setja þrýsting á Mad-
uro með ákvörðunum sínum.
Ennfremur voru erindrekar
Venesúela í viðkomandi ríkjum boð-
aðir á fund þarlendra yfirvalda.
Fengu þeir þau skilaboð að kosning-
arnar uppfylltu ekki alþjóðlegar
kröfur um lýðræðislegt gagnsæi og
hlutleysi.
Venesúela hefur á undanförnum
árum orðið fyrir mestu efnahags-
hamförum í sögu ríkisins í kjölfar
sósíalískrar stefnu Hugo Chavez.
Venesúela er á barmi gjaldþrots
og skortur er á mat og lyfjum í land-
inu. Mikil óðaverðbólga hefur verið,
átök eru tíð á götum úti, glæpatíðni
há og viðbúinn er skortur á rafmagni
og vatni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
áætlar að landsframleiðsla muni
halda áfram að skreppa saman á
þessu ári og að verðbólga nái
13.800%.
Bandaríkin grípa til aðgerða
Venesúela hefur um árabil reitt
sig á olíulindir sínar, en framleiðslan
er nú í mestu lægð í þrjátíu ár, þrátt
fyrir nýlegar hækkanir olíuverðs.
Bandaríkin hafa í gegnum tíðina
verið mikilvægur kaupandi olíu frá
Venesúela. Mike Pompeo, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, lýsti því
yfir í gær að kosninganiðurstaðan
væri fölsk. Hafa bandarísk stjórn-
völd beitt Venesúela viðskiptaþving-
unum og bannað innflutning á olíu
frá ríkisolíufyrirtæki Venesúela,
PDVSA. Von er á frekari þving-
unum af hálfu Bandaríkjamanna.
„Bandaríkin ásamt öðrum
lýðræðislegum þjóðum standa með
Venesúelsku þjóðinni. Við munum
grípa skjótlega til viðskipta- og
stjórnmálaaðgerða til að styðja við
enduruppbyggingu lýðræðis í land-
inu,“ sagði Pompeo í gær.
Maduro þarf þannig á næstu árum
að treysta í auknum mæli á banda-
menn sína, Kína og Rússland. Talið
er að vegna vantrúar hinna ýmsu
ríkja á lögmæti forsetakosninganna
sé leiðin grýtt fyrir Maduro á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum og á vett-
vangi alþjóðastjórnmála.
Viðurkenna ekki lögmæti
forsetakjörsins í Venesúela
Maduro endurkjörinn forseti með 68% atkvæða Kjörsókn með minnsta móti
AFP
Forseti Maduro fagnaði sigrinum með stuðningsmönnum sínum. Við hlið hans er forsetafrúin, Cilia Flores. Mörg
ríki hafa lýst því yfir að niðurstaða kjörsins sé ólögmæt og hafa sendiráðunautar m.a. verið kallaðir frá Venesúela.
Venesúela
» Venesúelska þjóðin býr við
bágan kost vegna sósíalískrar
stefnu Chavez.
» Handvalinn eftirmaður hans,
Nicolas Maduro, hefur verið
endurkjörinn forseti.
» Fjöldi ríkja hefur lýst því yfir
að þau viðurkenni ekki niður-
stöðu kosninganna.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkin hygðust leggja á Írana
„hörðustu refsiviðurlög sögunnar“,
færu þeir ekki að kröfum Bandaríkja-
manna í tólf liðum um eldflaugaáætl-
anir Írana og þátttöku þeirra í átök-
um í Mið-Austurlöndum. Varaði hann
evrópsk fyrirtæki við því að eiga við-
skipti við Írana.
Hassan Rouhani, forseti Íran,
sagði að önnur ríki létu ekki lengur
stjórnast af stefnu Bandaríkjanna.
„Þið eigið ekkert með að taka
ákvarðanir fyrir hönd Írans og
heimsbyggðarinnar. Lönd heimsins
samþykkja ekki alræðisvald Banda-
ríkjanna. Þau hafa sjálfstæði, hvert
fyrir sig,“ sagði Rouhani.
Evrópa í andstöðu við Trump
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, sagði nýverið upp kjarnorku-
samkomulaginu frá 2015. Þau Evr-
ópuríki sem einnig stóðu að
samkomulaginu lögðust gegn ákvörð-
un Trumps. Evrópusambandið reynir
nú að telja Írana á að halda sam-
komulaginu á lífi, þrátt fyrir brott-
hvarf Bandaríkjamanna.
Kínverjar og Rússar hafa þar að
auki gagnrýnt Trump og hyggjast
áfram eiga viðskipti við Írana.
AFP
Kröfur Pompeo kynnti í gær kröfur Bandaríkjamanna til Írana um eld-
flaugaáætlanir þeirra og þátttöku í átökum í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin setja
Írönum afarkosti
Heilsugæslu-
starfsmenn í
Austur-Kongó
hófu í gær til-
raunabólusetn-
ingar vegna
Ebólu-faraldurs
sem braust út í
landinu nýverið.
Heilsugæslu-
starfsfólkið var
meðal þeirra
fyrstu sem voru bólusettir, en til-
raunabóluefnið reyndist áhrifaríkt
í takmörkuðum rannsóknum sem
gerðar voru á því þegar faraldur-
inn herjaði á Vestur-Afríku árin
2014-2016.
26 eru taldir hafa látist af völdum
Ebólu-faraldursins sem hófst fyrr í
þessum mánuði og tilkynnt hefur
verið um 45 Ebólu-smit. Af þeim
eru þrír heilsugæslustarfsmenn.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur
faraldurinn ekki vera alþjóðlega
lýðheilsuvá enn. Níu nágrannaríkj-
um Kongó hefur þó verið tilkynnt
að líklegt sé að faraldurinn berist
þangað.
Hefja bólusetningar
vegna Ebólu
Faraldur Ebólan
lætur á sér kræla.
AUSTUR-KONGÓ