Morgunblaðið - 22.05.2018, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
» Enski gamanleikarinn, grínistinn og handrits-höfundurinn John Cleese, sem öðlaðist frægð
með grínhópnum Monty Python, flutti uppistand
sitt Last Time to See Me Before I Die, eða Síðasta
tækifærið til að sjá mig áður en ég dey, í þrígang í
Eldborgarsal Hörpu í liðinni viku, 17., 18. og 19.
maí. Eftir Cleese liggja margir sígildir gamanþætt-
ir og gamanmyndir og á sýningunni deildi hann
sögum og minningum með áhorfendum frá yfir 40
ára löngum ferli með sínum einstaka hætti.
John Cleese með uppistand í Hörpu
Grínverjar Björgvin Franz Gíslason, Þórhallur Sigurðsson/Laddi, Sigríður
Rut Thorarensen og Edda Björgvins létu sig ekki vanta á uppistandið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Óhætt er að segja að Andri Björn Ró-
bertsson hafi landað áhugaverðu
hlutverki í nýjustu sýningu Kon-
unglega óperuhússins í London.
Raunar fer hann með tvö hlutverk í
óperunni Lessons in Love and Vio-
lence eftir George Benjamin; annars
vegar er hann vitni og hins vegar vit-
stola maður. Í síðarnefnda hlutverk-
inu veldur hann töluverðum usla á
sviðinu: „Það má segja að hlutverkið
bæti örlitlum léttleika inn í þessa
annars dökku og hræðilegu sögu. Bú-
ið er að steypa kónginum af stóli og
kem ég inn á svið, snarbilaður maður
utan af götu, til að lýsa mig réttbor-
inn konung og upplýsi að það hafi
verið enginn annar en kötturinn minn
Felicity sem sagði mér það,“ upplýsir
Andri. „Það fer ekki vel fyrir óða
manninum því ráðgjafi hins nýbak-
aða og unga konungs notar tækifærið
til að kenna honum hvernig á að fást
við svona tilvik. Er söguhetja mín óð-
ara kyrkt með sippubandi og síðan
skotin í hausinn, en ekki fylgir sög-
unni hvað verður um köttinn Feli-
city.“
Lessons in Love and Violence er
nýjasta verk George Benjamnin og
er hann einnig stjórnandi sýning-
arinnar. Verkið, sem frumsýnt var á
fimmtudag í þarsíðustu viku, byggist
á atburðum sem gerðust snemma á
14. öld þegar Játvarði II Englands-
konungi var bolað frá völdum.
„Sennilegt er talið að Játvarður hafi
átt í ástarsambandi við aðalsmanninn
Piers Gaveston og að það hafi átt þátt
í að eiginkona Játvarðs, Ísabella af
Frakklandi, og jarlinn Roger Morti-
mer lögðu á ráðin um að bæði myrða
Gaveston og hrifsa til sín völdin,“
segir Andri Björn og bætir glettinn
við: „Það er svo sannarlega meira
„violence“ en „love“ í þessari óperu.“
Sníður verkið að söngvurunum
Óperan hefur verið nokkur ár í
smíðum og fékk Andri Björn ör-
lagaríka símtalið frá umboðsmanni
sínum árið 2015. Hann hafði þá áður
sungið hlutverk í tveimur upp-
færslum í Linbury Theatre, B-sviði
Konunglega óperuhússins, og landað
ýmsum verkefnum s.s. í Aix-en-
Provence og hjá Óperunni í Zürich.
„Ég var í London að búa mig undir að
halda heim á leið þar sem fjölskyldan
býr í Norðaustur-Englandi, þegar
umboðsmaðurinn minn hringir og
segir mér að Konunglega óperuhúsið
hafi haft samband og að George Ben-
jamin vildi endilega fá að heyra í mér
fyrir nýja óperu sem hann væri að
skrifa,“ segir Andri sem beið ekki
boðanna. „Ég fór beinustu leið í neð-
anjarðarlestina og heim til hans á það
sem ég hélt að yrði bara stuttur fund-
ur. Þremur tímum síðar var ég búinn
að syngja heilmikið fyrir Benjamin
og hann búinn að skrifa upp margar
blaðsíður af glósum. Viku síðar var
mér boðið hlutverkið.“
Það var leikstjóri sýningarinnar,
Katie Mitchell, sem benti Benjamin á
Andra en hún og Andri höfðu unnið
saman að óperuuppfærslu í Aix-en-
Provence. Aðspurður hvað það hafi
verið sem Mitchell og Benjamin sáu í
honum segir Andri að hann gruni að
góðir samstarfshæfileikar hafi haft
eitthvað um það að segja. „Þegar við
kynntumst fyrst bað hún mig að
missa ekki þetta þægilega viðmót
sem allt of margir óperusöngvarar
virðast, að hennar mati, eiga það til
að missa snemma á ferlinum. Þá
leggur Mitchell mikla áherslu á leik-
listarhlutann og líkaði það sem ég
gerði í þeim efnum. Loks hefur Ben-
jamin mjög sérstakan smekk fyrir
röddum. Hann byrjaði vinnuna við
þessa óperu með því að finna hentuga
söngvara, og skrifaði síðan rullurnar
með hverja rödd í huga svo að þær
fengju að hljóma sem best.“
Gæti verið tímamótaverk
Spurður um áferð óperunnar segir
Andri að Benjamin hafi samið nú-
tímalegt en fallegt verk. „Hann lærði
í Frakklandi undir leiðsögn Olivier
Messiaen og má greina þess merki,
en svo finnst manni stundum eins og
tónlistin minni á Ravel og Debussy,
stundum á Britten og jafnvel Berlioz
inn á milli. Tónlistin er líka mjög leik-
húsvæn og dramatísk, og Benjamin
veit alveg upp á hár hvernig á að gera
áhorfendur lafhrædda.“
Uppsetningin er í nútímalegum stíl
og er sagan um Eðvarð sögð í gegn-
um ímyndaða skandinavíska kon-
ungsfjölskyldu. „Skandinavísku
áhrifin sjást í sviðsmyndinni og fata-
valinu, og virka mjög vel með þessu
viðfangsefni.“
Sýningin hefur fengið mjög góða
dóma og grunar Andra að Lessons in
Love and Violence muni, þegar fram í
sækir, verða ein af höfuðóperum okk-
ar tíma. „Hann hefur samið tvær aðr-
ar óperur og hefur sérstaklega önnur
þeirra náð miklum vinsældum og er
sett á svið víða um heim ár hvert. Ég
held að þessi nýjasta ópera muni fara
sömu leið, og grunar að George Ben-
jamin gæti reynst eitt af stærstu óp-
erutónskáldum okkar tíma.“
„Bassar þykja oft orðnir
bestir í kringum fimmtugt“
Efnilegur Heppni, rétt eins og hæfileikar, hafði sitt að segja með að koma
Andra í Konunglega óperuhúsið í London. Hann byrjaði ungur að syngja.
Það var stór stund fyrir Andra
Björn Róbertsson að stíga á svið Kon-
unglega óperuhússins í London í nýju
verki eftir George Benjamin Hann
er kominn langt í óperuheiminum,
þrátt fyrir ungan aldur og á mikið inni