Morgunblaðið - 22.05.2018, Qupperneq 37
Hallgrímskirkja Gestir skoðuðu listsýninguna Votiv í anddyri kirkjunnar á hvítasunnudag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
» Inga S. Ragnarsdóttir opnaði sýn-ingu sína Votiv - áheit í fordyri
Hallgrímskirkju á hvítasunnudag að
lokinni hátíðarmessu og er sýningin á
vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju. Á þýsku er orðið „Votiv“ notað
yfir áheit eða fórnargjöf en fórn-
argjafir hafa verið hluti ólíkra menn-
ingarheima í aldanna rás og veittu
Ingu innblástur við gerð sýning-
arinnar. Skúlptúrar hennar eru festir
á veggi og taka mið af fórnargjöfum
fyrri alda.
Sýningin Votiv - áheit var opnuð í fordyri Hallgrímskirkju í fyrradag
Ánægð Á meðal gesta við opnun sýningarinnar í Hallgrímskirkju voru þau
Svava Björnsdóttir og Kristinn Hrafnsson.
Opnun Listakonan Inga S. Ragnarsdóttir og Rósa Gísladóttir
sýningarstjóri voru ánægðar við opnun sýningarinnar.
Listunnendur Þau Gísli Andrésson, Ingibjörg Einarsdóttir, Jón-
ína Marteinsdóttir og Hörður Ragnarsson voru við opnunina.
Gaman Broddi Þorsteinsson og Hjördís Þorgilsdóttir skoðuðu
sýningu Ingu S. Ragnarsdóttur í anddyri Hallgrímskirkju.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2018
Nýr stór
humar
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
ICQC 2018-20
Sýningargestir
Guðrún Sig-
urjónsdóttir og
Jóhannes Gunn-
arsson.
Enskir leikhúsgagnrýnendur virð-
ast lítt hrifnir af leikhúsuppfærslu
hinnar vinsælu skáldsögu Paula
Hawkins, The Girl on the Train,
eða Stúlkan í lestinni, sem einnig
hefur verið kvikmynduð, í leikhús-
inu West Yorkshire Playhouse í
Leeds. Hafa þeir m.a. skrifað að
sýningin sé álíka spennandi og há-
annatími í miðju verkfalli lestar-
starfsmanna og álíka heillandi og
samloka í söluvagni Bresku járn-
brautalestanna, British Rail.
Gagnrýnandi The Telegraph gef-
ur aðeins eina stjörnu af fimm
mögulegum og segir leiksýninguna
„glæpsamlega lélega“ og að hún
geti orðið þess valdandi að fólk fari
aldrei aftur í leikhús. Gagnrýnandi
The Guardian er ekki eins neikvæð-
ur og gefur þrjár stjörnur en segir
þó að verkið sé tilbreytingarlaust.
Dagblaðið The Times birti harðan
dóm um sýninguna og gaf verkinu
eina stjörnu, líkt og The Telegraph.
Gagnrýnandi The Times líkir sýn-
ingunni við lestarslys og segir hana
skelfilega langdregna.
Gagnrýnendur breska ríkis-
útvarpsins og dagblaðsins York-
shire Post bera lof á frammistöðu
aðalleikkonunnar, Jill Halfpenny,
en eru, líkt og flestir gagnrýn-
endur, ósáttir við verkið í heild og
telja það misheppnaða aðlögun á
skáldsögunni. Annar gagnrýnandi
Yorkshire Post var hins vegar já-
kvæður og gaf sýningunni fjórar
stjörnur, að því er fram kemur í út-
tekt BBC.
Kvikmyndin sem gerð var eftir
skáldsögunni, frá árinu 2016, hlaut
einnig heldur dræmar viðtökur
gagnrýnenda á heildina litið en í
henni fór Emily Blunt með aðal-
hlutverkið.
Líkt við lestarslys
Ljósmynd/Richard Davenport
Lestarslys? Jill Halfpenny í leikritinu Stúlkan í lestinni.