Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Pólitískir Strákarnir ætla að ná langt í framtíðinni. Í hópnum eru verðandi leikstjórar, alþingismenn og grínistar.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Fjórir níu og tíu ára dagskrárgerð-
armenn unnu hörðum höndum að
því að skapa þættina „Borgarsýn
Reykjavíkur“ sem sýndir eru á
KrakkaRÚV. Þar ræddu þeir við
frambjóðendur í Reykjavík og slógu
á létta strengi inn á milli. Sá fimmti
hefur nú bæst í hópinn og þeir
stefna á frekari þáttagerð von bráð-
ar. Hópurinn samanstendur af þeim
Magnúsi Sigurðssyni, Arnmundi
Sighvatssyni, Úlfi Marinóssyni,
Matthíasi Atlasyni og Atla Hjálmari
Bjarnarsyni, sem bættist í hópinn.
Móðir Arnmundar, Elísabet
Gunnarsdóttir, segir strákana hafa
haft mikinn áhuga á fréttum í lang-
an tíma. Þeir fengu nýverið að
spreyta sig á fréttaflutningi í skól-
anum og þá varð ekki aftur snúið.
Áhugamenn um pólitík
Strákarnir gerðu þættina alveg
upp á eigin spýtur. Arnmundur sá
um myndatöku og klippingu. „Ég
nota forrit sem heitir I-movie og ég
lærði bara á það sjálfur,“ segir Arn-
mundur en hann langar að verða
leikstjóri í framtíðinni.
Hópurinn heldur úti youtube-
síðunni „Fréttastofa áhugamanna
um pólitík“ þar sem þeir ætla að
birta meira efni bráðlega.
„Núna erum við að vinna í þáttum
sem heita „Rannsóknarblaða-
mennska“, þar ætlum við að fjalla
um farartæki og menningarmál,“
segir Matthías sem ætlar að verða
þingmaður og stefnir á að stofna sitt
eigið framboð einn daginn.
Strákarnir segjast hafa haft
áhuga á pólitík lengi og þá sér-
staklega Magnús.
Vakti til miðnættis
„Mig hefur langað að kjósa síðan
ég var þriggja ára og hef haft áhuga
á pólitík síðan ég man eftir mér. Síð-
asta kjördag vakti ég til miðnættis
til að sjá niðurstöðurnar.“
Þeir eru sammála um að lækka
þurfi kosningaaldurinn og nefna í
því samhengi aldur frá tíu til fimm-
tán ára. Þeir segjast allir tilbúnir til
að kjósa og hafa ýmislegt að segja
um það sem mætti betur fara í borg-
inni. Matthías segir mikilvægast að
hækka laun kennara og hinir eru
sammála því. Atli og Matthías segj-
ast vera miklir umhverfissinnar og
þeir styðja borgarlínu, eða allavega
umhverfisvæna strætisvagna. „Mér
finnst líka mikilvægt að lækka
kostnað við að eiga rafmagnsbíl,“
segir Atli sem hefur áhuga á að for-
rita sína eigin tölvuleiki einn daginn.
Strákarnir vilja ekki gefa upp hvaða
flokk þeir myndu kjósa en segjast
flestir hallast að vinstriflokkum eða
þeim sem eru fyrir miðju.
Úlfur sér um að létta stemning-
una í þessum annars háalvarlegu
þáttum og eru hans innslög kölluð
„Úlfagrín“. „Mig langar svolítið að
verða grínisti en ég veit ekki með
svona pólitískt grín, ég er ekkert
svo pólitískur,“ segir Úlfur að lok-
um.
Vilja lækka kosninga-
aldurinn niður í tíu ár
Fjórir 9 og 10 ára strákar gerðu þætti um kosningarnar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er lítil stemning fyrir kosning-
um í þessum litla hreppi. Íbúarnir eru
ánægðir með það
fyrirkomulag sem
oftast hefur ver-
ið,“ segir Aðal-
steinn J. Hall-
dórsson, 28 ára
bóndi og stjórn-
mála- og stjórn-
sýslufræðingur á
Ketilsstöðum í
Tjörneshreppi,
væntanlegur odd-
viti hreppsnefnd-
ar. Aðeins einn listi kom þar fram og
var hann því sjálfkjörinn. Er þetta
eina sveitarfélag landsins þar sem
ekki þarf að kjósa í dag.
Tjörneshreppur er eitt af fámenn-
ustu sveitarfélögum landsins. Þar eru
58 íbúar. Í fernum af fimm síðustu
kosningum hefur aðeins komið fram
einn listi og því verið sjálfkjörið.
Hann segir að sá sem mest hafði
sig í frammi við undirbúning kosning-
anna hafi verið búinn að tala við fólk á
flestum bæjum. Það hafi raunar ekki
verið mikið verk en flestir hafi viljað
hafa þetta eins og verið hefur. Þess
vegna var settur saman listi, Tjörnes-
listinn, og reyndist hann einn í kjöri.
Aðalsteinn segir að fólk hafi talað
sig saman um það hverjir ættu að
skipa listann. Eins og víða í fámenn-
ari sveitarfélögum hafi ekki verið
nein biðröð eftir sæti þar.
„Oddvitinn hættir eftir átta ára
starf. Ég kem inn á listann í hans
stað, eini nýliðinn, og tek oddvita-
starfið,“ segir Aðalsteinn.
Hann segir að starfið leggist vel í
sig. „Ég er fæddur hér og uppalinn.
Flutti aftur í hreppinn fyrir tveimur
árum en hafði áður búið á Húsavík og
þar áður í Reykjavík. Ég var í sveit-
arstjórn Norðurþings í eitt kjörtíma-
bil og hef því ágætis reynslu,“ segir
Aðalsteinn.
Saknar ekki pólitísks hasars
Hann segir að heldur meiri ró sé í
aðdraganda kosninga í Tjörneshreppi
en í nágrannasveitarfélaginu Norður-
þingi. Hann þekkir ágætlega til, hef-
ur sjálfur verið þar í framboði, er for-
maður framsóknarfélagsins sem nær
yfir bæði sveitarfélögin og á bræður
sem eru í 5. sæti á sitthvorum listan-
um í Norðurþingi. „Ég sé ekki eftir
þeim mikla pólitíska hasar sem þar er
fyrir kosningar.“
Lagning hitaveitu verður væntan-
lega aðalverkefni nýrrar sveitar-
stjórnar Tjörneshrepps næstu tvö til
þrjú árin. Borað hefur verið eftir
heitu vatni og var árangur ágætur.
„Það er mikill spenningur fyrir þessu
í sveitarfélaginu. Við höfum verið á
köldu svæði með tilheyrandi háum
rafmagnsreikningum. Aukin lífsgæði
íbúanna fylgja líka heita vatninu,“
segir Aðalsteinn.
Lítil stemning fyrir kosningum
Sjálfkjörið í hreppsnefnd Tjörneshrepps Eina sveitarfélag landsins sem ekki eru
haldnar kosningar í Forystumaðurinn segir ekki biðröð eftir sæti í hreppsnefnd
2018
Aðalsteinn J.
Halldórsson
Staðfest hefur
verið að líkams-
leifar sem fund-
ust undan
ströndum Snæ-
fellsness í febr-
úar sl. séu af Art-
uri Jarmoszko,
sem saknað hafði
verið frá því í
mars í fyrra.
Lögreglan telur
ekki að andlát hans hafi borið að
með saknæmum hætti.
Síðast sást til Arturs, sem var 26
ára, í miðborg Reykjavíkur 1. mars
í fyrra. Talið er að líkamsleifarnar,
sem fundust á um 120 metra dýpi,
hafi borist með hafstraumum að
Snæfellsnesi. Fótleggur kom fyrst í
veiðarfæri og var botninn í kjölfar-
ið rannsakaður af lögreglu með ít-
arlegum hætti. Við það fannst lær-
leggur og höfuðkúpa. Engin merki
voru um áverka á líkamshlutunum
sem fundust.
Engir áverkar á líki
Arturs Jarmoszko
Artur
Jarmoszko
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Búist er við mikilli úrkomu á Suður-
og Suðvesturlandi um helgina sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands. Úrkoman verður mest á
vatnasviði Hvítár í Borgarfirði og
Hvítár í Árnessýslu. Þá má búast við
því að vöxtur í ám á höfuðborgar-
svæðinu verði talsverður. „Við erum
heppin núna þar sem síðast þegar
það kom svona mikil úrkoma var svo
mikill klaki alls staðar að það urðu
flóð hér og þar í borginni,“ segir El-
ín Björk Jónasdóttir, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands.
Hún segir að höfuðborgarbúar þurfi
ekki að óttast flóð svo lengi sem vel
sé hreinsað frá niðurföllum. Þá muni
stór hluti úrkomunnar skila sér í ár á
höfuðborgarsvæðinu en hún mun
líkt og fyrr segir valda töluverðum
vatnavöxtum.
Gul viðvörun verður í gildi vegna
veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suð-
urlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og
Suðausturlandi. Þess utan er varað
við líkum á skriðuföllum við Breiða-
fjörð, Faxflóa og á Suðausturlandi.
Fólk mun komast á kjörstað
Engar ráðstafanir hafa verið
gerðar á Suðurlandi þar sem ráðgert
er að veðrið verði verst. Oddur
Árnason, yfirlögregluþjónn á Suður-
landi, telur að veðrið muni ekki
koma til með að halda fólki frá kjör-
stað. „Við munum hafa þetta á bak
við eyrað en þrátt fyrir það ekki
gera neinar sérstakar ráðstafanir.
Það er ekki ástæða til þess, enda
teljum við ekki hættu stafa af,“ segir
Oddur.
Líkur á vatnavöxtum
og úrhelli á kjördag
Veðrið verður verst á Suðurlandi
Öflug fréttavakt verður á mbl.is í dag og fram á nótt. Ít-
arlega verður fjallað um sveitarstjórnarkosningarnar,
framkvæmd þeirra og niðurstöður um land allt og verða
þeim gerð skil í fréttum, fréttaskýringum, myndskeiðum, viðtölum, grafískri
framsetningu á nýjustu tölum og fleiru.
Fjölmennur hópur blaðamanna, fréttaritara og ljósmyndara verður á vakt-
inni frá morgni og fram eftir nóttu. Þá verður fjallað ítarlega um úrslit sveit-
arstjórnarkosninganna í Morgunblaðinu á mánudaginn.
Öflug kosningavakt á mbl.is