Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er auðvitað hálfgert drauma-
starf. Þar sem draumurinn um at-
vinnumennskuna hjá sjálfum mér
rann út í sandinn fyrir dágóðum
tíma er þetta ágætisleið til þess að
komast eitthvað nærri honum,“ seg-
ir Pétur Hreinsson sem hefur verið
ráðinn opinber fréttaritari um ís-
lenska landsliðið á HM í Rússlandi
fyrir alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA.
Pétur hefur starfað á íþróttadeild
Morgunblaðsins og mbl.is við góðan
orðstír en hefur jafnframt lagt
stund á þverfaglegt meistaranám í
viðskipta- og stjórnmálafræði við
viðskiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn, CBS. Þessa dagana er Pétur
að klára lokaritgerð sína en heldur
svo út til Rússlands 7. júní næst-
komandi.
„Þá hitti ég kollega mína í
Moskvu og við tökum lokaundirbún-
ing fyrir mótið. Svo fer ég suður á
bóginn og hitti íslenska landsliðið
þegar það kemur til Rússlands,“
segir Pétur.
„Þetta verkefni er á vegum sam-
skiptasviðs FIFA. Ég er einn af 32
liðsfréttariturum FIFA sem vill
með þessu verkefni reyna að ná til
sem flestra stuðningsmanna þar
sem mikil áhersla er lögð á sam-
skiptamiðla. Þess vegna verð ég
með bæði twittersíðu og facebook-
hóp á íslensku. Ég mun einnig
skrifa einhverjar greinar eftir leiki
á FIFA.com sem verða aðgengileg-
ar á sex tungumálum. Svo birtast
einhverjar færslur frá mér á sam-
eiginlegum instagramaðgangi
FIFA,“ segir Pétur.
Hann segir að á mótinu sjálfu
verði einnig mikil áhersla lögð á
svokallað liveblog á vefsíðu FIFA.
„Sérstakt liveblog verður fyrir
hvern einasta leik í keppninni þar
sem fréttaritarar frá hvoru liði um
sig setja inn færslur á ensku nokkr-
um dögum fyrir leik og meðan á leik
stendur þar sem stuðningsmönnum
verður gefinn kostur á að skyggnast
á bak við tjöldin. Aðgengið sem við
höfum er það besta sem völ er á á
mótinu.“
Pétur verður sendur heim um leið
og íslenska liðið og bindur því vonir
við gott gengi. Nema hvað.
„Þessir strákar koma manni
endalaust á óvart og þess vegna er
algjörlega ómögulegt að segja eitt-
hvað til um hvernig þetta fer. Riðill-
inn er geysilega sterkur en strák-
arnir segja sjálfir að þeir séu ekkert
að fara að mæta til leiks bara til
þess að vera með. Ef lykilmenn ná
að hrista af sér meiðslin er klárlega
möguleiki á að komast upp úr riðl-
inum. En þá mun allt þurfa að
ganga upp.“
Pétur fékk drauma-
starf á HM í Rússlandi
Spenntur Pétur Hreinsson mun skrifa fréttir um íslenska landsliðið. Hér er
hann með Herdísi dóttur sinni og lukkudýri heimsmeistaramótsins.
Opinber fréttaritari um íslenska landsliðið fyrir FIFA
21 DAGUR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ljóst er að umfang starfsemi
ábyrgðasjóðs launa mun aukast á
þessu ári miðað við síðasta ár og bú-
ist er við því að kröfum til sjóðsins
muni fjölga frá síðasta ári. Þetta
kemur fram í nýútkominni árs-
skýrslu Vinnumálastofnunar.
Stærri þrotabú á þessu ári
„Á þessu ári eru stærri þrotabú til
afgreiðslu hjá sjóðnum en síðustu ár
sem er ástæða þess að gert er ráð
fyrir aukningu útgjalda á árinu 2018.
Hámarksfjárhæð launa sem sjóður-
inn ábyrgist hefur nú verið hækkuð í
kr. 633.000 á mánuði vegna krafna
frá og með júlí 2018,“ segir í árs-
skýrslunni.
Ekki fæst uppgefið um hvaða
þrotabú er að ræða en sjóðurinn
ábyrgist greiðslu launakrafna laun-
þega og krafna lífeyrissjóða vegna
lífeyrisiðgjalda við gjaldþrotaskipti.
„Við sjáum fjölgun krafna til
sjóðsins á síðustu mánuðum og
nokkur stærri bú með fleiri starfs-
menn en þau sem afgreidd hafa verið
á síðustu árum.
Undanfarin ár hafa lítil þrotabú að
langmestu leyti verið til afgreiðslu
hjá sjóðnum. Við gerum þó ekki ráð
fyrir mikilli aukningu útgjalda á
árinu 2018 miðað við síðasta ár,“ seg-
ir Björgvin Steingrímsson, deildar-
stjóri hjá ábyrgðasjóði launa.
Greiðslur úr sjóðnum jukust í
fyrra og námu 605 milljónum
Heildargreiðslur sjóðsins í fyrra
jukust frá árinu á undan og námu
605 milljónum kr. en á árinu 2016
voru þær 482 milljónir. Greiðslur
vegna vangoldinna launa og slita á
ráðningarsamningum voru 154 millj-
ónir í fyrra og 315 milljónir króna
voru greiddar úr sjóðnum vegna
vangoldinna lífeyrissjóðsiðgjalda.
„Alls fengu 270 launamenn greitt
úr sjóðnum á árinu 2017 en gera má
ráð fyrir að fjöldi launamanna á
árinu 2018 verði á bilinu 400-500.
Tekjur vegna úthlutana úr þrotabú-
um voru 38 milljónir til sjóðsins á
árinu 2017 en gert er ráð fyrir hærri
fjárhæð á árinu 2018,“ segir í árs-
skýrslunni.
Skipting greiðslna úr sjóðnum
vegna gjaldþrotaskipta eftir at-
vinnugreinum leiðir í ljós að 140,9
milljónir voru vegna reksturs gisti-
staða og veitingareksturs og 130,6
milljónir vegna byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerðar.
Kröfum hjá ábyrgðasjóði
launa fjölgar á milli ára
Talið að greiða þurfi 4-500 launamönnum úr sjóðnum í ár
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég er að selja radarvara sem kosta
74.900 krónur og fékk 21 stykki inn í
búð fyrir þremur vikum – þeir seld-
ust allir á einum degi. Fyrir tveimur
vikum fékk ég 30 stykki og þeir eru
seldir. Þetta er eins og berjasala á
haustin,“ segir Jónína Guðrún Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Nesra-
díós, í samtali við Morgunblaðið, en
þegar blaðamaður náði tali af henni
laust eftir hádegi í gær var hún
nýbúin að fá enn eina sendinguna í
hús, alls 30 radarvara, og höfðu þá 12
þeirra selst á um einni klukkustund.
Umferðarlagabrot kosta skilding-
inn eftir hækkunina 1. maí síðastlið-
inn. Sem dæmi má nefna að notkun
farsíma án handfrjáls búnaðar við
akstur kostar nú 40.000 krónur og
getur of hraður akstur kostað við-
komandi hálfan handlegginn. En ef
ekið er t.a.m. á 160 km/klst þar sem
hámarkshraði er 90 km/klst kostar
það ökumanninn 240.000 krónur.
Jónína Guðrún segir hækkunina
hafa ýtt undir sölu á bæði radar-
vörum og handfrjálsum búnaði.
„Frá áramótum hef ég sennilega
selt um 150 stykki af Cobra-
radarvörum sem kosta 12.900 krón-
ur,“ segir hún og heldur áfram:
„Hækkunin á sektunum ýtir undir
þetta. Það sama á við bluetooth-
símabúnaðinn. Ef þú þarft að borga
40 þúsund kall fyrir það eitt að
hringja í mömmu þína á rauðu ljósi
þá er enginn peningur í því að kaupa
svona búnað.“
Spurð hvort radarvarar virki í
raun kveður Jónína Guðrún já við.
„Þessir dýru virka og þeir sjá lengra
en flest. Inni í þeim er gagna-
grunnur fyrir Evrópu sem hefur
meðal annars staðsetningu á öllum
hraðamyndavélum.“ Þá segir hún
einnig algengt að erlendir ferða-
menn kaupi radarvara hér á landi í
þeim tilgangi að nota tækin í heima-
landi sínu. Kaupa sumir þeirra fleiri
en eitt tæki – sérstaklega þeir sem
eru frá löndum þar sem radarvarar
eru ólöglegir og því líkur á að lög-
reglan geri þá upptæka.
Oft of seint að bregðast við
Ómar Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá umferðar-
deild lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, segir suma radarvara virka
við ákveðnar aðstæður á meðan önn-
ur tæki virka illa eða ekkert. „En
þegar við erum að mæla þá ertu
kominn í skotlínuna áður en við
kveikjum á radarnum. Um leið og
kveikt er – þá er það orðið of seint
fyrir þig að bregðast við,“ segir hann
og bætir við að lögreglan taki því oft
ökumenn með radarvara.
Þá segir hann lögreglu geta mælt
hraða ökumanna úr 4-5 km fjarlægð
með radarbyssum sínum, en í þeim
má einnig finna myndavél sem tekur
mynd af ökutækinu.
„Eins og berja-
sala á haustin“
Mikil sala er í radarvörum og handfrjálsum
búnaði Dýrustu varar kosta um 75.000 kr.
Morgunblaðið/Hari
Tekinn Radarbyssur lögreglunnar eru mjög fullkomnar og taka meðal ann-
ars mynd af því ökutæki sem skotið er á. Drægnin er allt að 4-5 kílómetrar.
Stjórnarmenn
VR voru blekktir
með ósannindum
frá formanni sín-
um og lýstu yfir
vantrausti á for-
seta ASÍ á röng-
um forsendum.
Þetta kemur
fram í harðorðri
fréttatilkynningu
sem Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér
í gær í kjölfar þess að stjórn VR lýsti
yfir vantrausti á hann í fyrradag.
Í yfirlýsingu sem VR sendi frá sér
í fyrradag kom fram að félagið
treysti Gylfa ekki til að leiða kjara-
viðræður við stjórnvöld eða Samtök
atvinnulífsins fyrir hönd stétt-
arfélagsins. Gylfi segist undra sig á
þessu enda sé heimild til viðræðna
og samninga við stjórnvöld alfarið í
höndum miðstjórnar samtakanna en
ekki forseta þeirra.
Í tilkynningunni sem Gylfi sendi
frá sér í gær bendir hann á tölvupóst
sem Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, sendi til stjórnarmanna VR á
dögunum. Í tölvupóstinum sakar
Ragnar Þór Gylfa um að hafa sent
tölvupóst á miðstjórn og samn-
inganefnd ASÍ þess efnis að Gylfi
muni leiða viðræður við stjórnvöld
án sérstaks umboðs frá aðild-
arfélögum ASÍ. Gylfi segir að um
verulega skrumskælingu á sannleik-
anum sé að ræða, en Gylfi birti í gær
umræddan tölvupóst máli sínu til
stuðnings.
Í tilkynningunni skorar Gylfi jafn-
framt á Ragnar Þór að birta tölvu-
póst merktan sér þar sem fram kem-
ur að hann muni leiða viðræður við
stjórnvöld án umboðs frá aðild-
arfélögum. aronthordur@mbl.is
Telur stjórnarmenn
hafa verið blekkta
Gylfi svarar vantrausti stjórnar VR
Gylfi
Arnbjörnsson