Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.2018, Side 16
Birkiskáli II Skálinn mun eflaust nýtast gestum í Vatnaskógi vel. Hann mun hýsa gistirými og þjónustusal. Biskup Íslands vígir skálann á sunnudag. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á morgun, sunnudag, verður Birki- skáli II í Vatnaskógi vígður formlega af biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurð- ardóttur. Ársæll Aðalbergsson, framkvæmda- stjóri KFUM, segir mikla þörf hafa verið á nýjum skála. „Með nýja skál- anum erum við bæði að auka þægindi og öryggi. Í þessu húsi er líka meira en gisting, skálinn hýsir einnig þjónustu- sal þar sem við ætlum okkur að halda kvöldvökur og sinna tómstundum.“ Birkiskáli I var vígður um aldamótin en áður var einnig gisting í Gamla skála sem var tekinn í notkun árið 1943. Gistingu hefur nú alfarið verið hætt í Gamla skála en húsið verður áfram nýtt undir samverustundir og kvöldvökur. Fyrsta skóflustunga Birkiskála II var tekin árið 2007 og hefur verkefnið tekið mun lengri tíma en búist var við, að sögn Ársæls. „Við höfum einbeitt okkur að því að steypa okkur ekki í skuldir, sérstaklega þar sem við byrj- uðum á byggingunni rétt fyrir hrun.“ Samkvæmt greinargerð um fram- kvæmdir og fjármögnun skálans var byggingarkostnaður rúmar 178 millj- ónir. Ársæll segir verkefnið þó hafa tekist vel fjárhagslega og að þau í Vatnaskógi hafi fengið mikinn stuðn- ing frá fyrirtækjum, einstaklingum og hinu opinbera í þeim efnum. „Við erum ofboðslega glaðir og það ríkir mikil gleði í okkar herbúðum ef það má orða það þannig.“ Sumarið verður líklega annasamt í Vatnaskógi en Ársæll segir allt stefna í að flestir flokkar í Vatnaskógi verði fullir þetta sumarið og því mikil not fyrir nýja skálann. Nýr skáli í Vatnaskógi vígður á sunnudaginn  11 ár tók að byggja skálann  Aukin þægindi og öryggi 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Vestmannaeyjabær og Íslenskar heilsulindir, dótturfyrirtæki Bláa lónsins, hafa gert með sér sam- komulag um að kannaður verði möguleiki á því hvort reist verði heilsulind og sjó- sundsaðstaða auk tengdra mann- virkja í Vest- mannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, sendi frá sér í gær. Í tilkynningu segir m.a. að Vest- mannaeyjabær hafi um nokkurt skeið unnið að frumkönnun á því hvort nýta megi orku, sem verður til við byggingu nýrrar sorpbrennslu, sem upphitun baðlóns og heilsulind- ar. Þá segir ennfremur að verði nið- urstaða fýsileikakönnunar jákvæð séu líkur á því að fjárfest verði í verkefninu, en vinnuheiti verkefn- isins er „Lavaspring Vestmanna- eyjar“. Aðspurður segir Elliði að það sé afar ánægjulegt þegar stór ferða- þjónustufyrirtæki líta til Vest- mannaeyja þegar fjárfest er í nýjum verkefnum. Vestmannaeyjar góður kostur „Vestmannaeyjar hafa verið að byggjast hratt upp sem áfanga- staður ferðamanna. Það er því mikið gleðiefni þegar stórir fagaðilar á borð við Íslenskar heilsulindir sjá Vestmannaeyjar sem vænlegan kost,“ segir Elliði sem kveðst bjart- sýnn á að hægt verði að koma verk- efninu á stofn án fjárhagslegrar að- komu Vestmannaeyjabæjar. Elliði segir að verkefninu svipi að sumu leyti til samnings sem bærinn gerði við afþreyingarfyrirtækið Merlin fyrr á þessu ári. „Samstarfið við Merlin er verkefni sem mun valda straumhvörfum í ferðaþjón- ustu hérlendis. Við horfum nú til þess að samstarfið við Íslenskar heilsulindir verði sambærilegt,“ seg- ir Elliði en samningur Vest- mannaeyja og Merlins snérist um uppsetningu hvalagriðlands auk fiska- og sjófuglasafns í Vest- mannaeyjum. Heilsulind Vestmannaeyjabær skoðar nú möguleikann á heilsulind og bað- lóni. Verkefnið er unnið í samstarfi við dótturfyrirtæki Bláa lónsins. Skoða möguleika á heilsulind í Eyjum Elliði Vignisson Icelandair fór í sitt fyrsta áætl- unarflug til Kansas City í Bandaríkj- unum síðdegis í gær. Borgin er með- al þeirra fimm í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt í vor. Hinar eru Baltimore, Cleveland, Dallas og San Francisco. Alls flýgur Icelandair til 23 borga í Norður-Ameríku í ár. „Flugvöllurinn í Kansas City er sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um fimm milljónir og Ice- landair því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Kansas City er í miðjum Banda- ríkjunum á mörkum ríkjanna Kan- sas og Missouri. Saga borgarinnar er oft tengd við „villta vestrið“. Fyrsta flugið til Kansas  Icelandair bætir við fimm borgum í Norður-Ameríku Ljósmynd/Icelandair Kansas City Áhöfnin á Heklu Auroru, Boeing-vél Icelandair, ásamt Björg- ólfi Jóhannssyni forstjóra fyrir fyrsta flugið til Kansas City í gær. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í bréfi sem Unnur Pétursdóttir, for- maður Félags sjúkraþjálfara (FS), og Kristján Hjálmar Ragnarsson, formaður samninganefndar FS, hafa ritað félagsmönnum, kemur fram að FS telur að Virk –starfsendurhæf- ingarsjóður hafi ákveðið að slíta samstarfi við FS og muni FS því ekki fylgja málum frekar eftir hvað varð- ar endurnýjun gjaldskrár varðandi þjónustu sjúkraþjálfara. „Við hvetjum félagsmenn til að vera áfram í góðum samskiptum við VIRK og nú er það þannig að hver um sig tekur afstöðu til þess hvort hann vill vera í samstarfi við VIRK með því að segja sig inn á ramma- samning þeirra með þeim skilyrðum og greiðslum sem þar koma fram,“ segir m.a. í bréfi þeirra Unnar og Kristjáns Hjálmars. Unnur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að þótt FS væri ekki lengur í samstarfi við Virk, þá þýddi það ekki að ekki yrði áframhald á samstarfi Virk við einstaka fé- lagsmenn FS. „Formið breytist því út af fyrir sig lítið sem ekkert, en okkur þykir bara leitt hvernig hefur kvarnast úr samstarfi félagsins við Virk. Við vitum að stoðkerfisvanda- mál eru önnur stærsta ástæðan fyrir örorku og út frá því geri ég ráð fyrir að það sé talsvert stór hluti skjól- stæðinga Virk sem fara reglulega til sjúkraþjálfara,“ sagði Unnur. Hún segir að þetta breyti í raun engu fyrir skjólstæðinga Virk, né að- komu sjúkraþjálfara að samstarfinu við Virk, en félagið verði ekki lengur milligönguaðili í því að gæta hags- muna félagsmanna og þess hvað greitt sé fyrir þjónustu sjúkraþjálf- ara. Sjálfstætt starfandi verktakar Vigdís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Virk, segir að 1. maí í fyrra, hafi greiðsluþátttaka Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ) í sjúkraþjálfun ver- ið stóraukin og það sem sjúklingarn- ir þurftu að greiða hafi stórlækkað, en fram til þess tíma hafi Virk greitt hlut skjólstæðinga sinna í sjúkra- þjálfun. Eftir breytingarnar hafi Virk ákveðið að hætta sinni greiðslu- þátttöku, en greiði samt sem áður áfram ákveðið álag, samkvæmt ákveðnum rammasamningi sem hver og einn sjúkraþjálfari taki svo ákvörðun um hvort hann vilji sam- þykkja. „Við erum að kaupa þjónustu af sjúkraþjálfurum sem eru sjálfstætt starfandi verktakar og við gerum þá breytingu núna að við semjum við hvern og einn. Við erum ekki að semja við FS um kaup á þjónustu hjá sjálfstætt starfandi verktökum,“ sagði Vigdís í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það er talsverður hluti okkar skjólstæðinga sem þarf á sjúkra- þjálfun að halda, enda er sjúkraþjálf- un mikilvægur þáttur í allri endur- hæfingu. En ég bendi á að sjúkraþjálfun er hluti af heilbrigðis- þjónustu landsins og kostaður af heilbrigðiskerfinu. Virk vísar ekki skjólstæðingum sínum til sjúkra- þjálfara, heldur gera læknar það. En við óskum eftir samstarfi við sjúkra- þjálfara vegna einstaklinga sem eru í þjónustu okkar og við erum tilbúin að greiða sjúkraþjálfurum fyrir það samstarf, sem felur í sér aukna vinnu fyrir sjúkraþjálfarann,“ sagði Vigdís ennfremur. Hver um sig eigi að semja við Virk  Framkvæmdastjóri Virk segir að sjúkraþjálfun sé hluti af heilbrigðisþjónustu landsins og læknar vísi skjólstæðingum Virk í sjúkraþjálfun  Félag sjúkraþjálfara hættir að hafa milligöngu um samninga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraþjálfun Gauti Grétarsson í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Unnur Pétursdóttir Vigdís Jónsdóttir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að bjóða Datafarm lóðina Iðju- velli 4 í Búðardal til afnota fyrir gagnaver. Fyrirtækið hefur hug á að koma þar upp þremur 40 feta gámum í upphafi en tólf gámum þegar starfsemin hefur náð fullri stærð. Verkfræðistofan Lota spurðist fyrir um lóðina fyrir hönd Datafarm og hafði byggðaráð tekið vel í málið en vísað því til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sveitarstjórn setur þau skilyrði að fyrirtækið greiði 2 milljónir í stofngjald og hálfa milljón árlega í afnotagjald. Verði greidd þrjú ár fyrirfram. Lóðarhafi þarf að ganga frá yfirborði lóðarinnar og girða með mannheldri girðingu. Þá er ætlast til þess að allir gámarnir verði málaðir í sama lit. Bjóða lóð undir gagnaver í Búðardal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.