Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 18

Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Eiginleikar burðarpokans: • hentar börnum frá 3,5-20 kg • viðheldur M-stöðu mjaðma og fóta • leyfir baki nýbura að vera kúpt • hægt er að bera barnið á þrjá vegu, að framan, á baki og á mjöðm • dreifir þunga barnsins vel fyrir þann sem ber barnið • einfaldur í notkun • úr lífrænni bómull og hampi • til í mörgum fallegum litum Þegar velja á burðarpoka er mikilvægt að pokinn fari vel með líkama barnsins. Manduca burðarpokinn er hann- aður af þýskum barnaburðarsér- fræðingum með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. MANDUCA BURÐARPOKINN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Krossnefur virðist hafa náð fótfestu hér á landi og hann hefur orpið reglulega hér síðustu tíu árin. Hann verpir á sérstökum tíma miðað við íslenska almanakið og í ár sáust fleygir ungar í lok mars. Hreiðrin eru vel fóðr- uð í furu- og grenitrjám og fuglinn nærist aðallega á fræjum í könglum furu, sem voru ríkuleg í vetur. Með aukinni skógrækt hafa smám saman skapast að- stæður fyrir ýmsar teg- undir skógarfugla hér- lendis. „Krossnefurinn verpir þegar fræ eru þroskuð og það getur verið á undarlegum tíma,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. „Allar þessar gömlu viðmiðanir um fugla eins og hrafn sem var meðal fyrstu fugla til að verpa eru roknar út í veður og vind, því krossnefurinn verpir oft þegar hávetur er, dæmi eru um desember og febrúar. Sömu sögu er að segja um farfuglana því nú er sílamáfur orðinn „vorboðinn ljúfi“, en hann kemur í febrúar, löngu á undan lóunni.“ Rásar út fyrir hefðbundin heimkynni Kristinn Haukur segir að garðfuglar í borg og bæjum séu oft á allt öðrum tímaskala held- ur en fuglar sem lifa úti í mörkinni. Þeir njóta bæði góðs af breyttum veðurskilyrðum og ekki síður af fóðri frá mannfólkinu sem hjálpi þeim í gegnum veturinn. Auðnutittlingur verpi stundum í lok mars, svartþrestir einnig mjög snemma og í ár hafi ungar svartþrastar verið farnir að fljúga í apr- íl. Hann segir að þessi fuglar og fleiri tegundir verpi fram í ágúst og geti komið upp 3-4 unga- hópum. Til samanburðar megi nefna að ungar hrafnsins, sem er stærstur spörfugla hér á landi, verði væntanlega fleygir um 10. júní. Hreiður krossnefs fannst í fyrsta skipti hér- lendis í desember 1993 í Fljótshlíð, en ung- arnir drápust. Mikil ganga krossnefs kom hingað til lands 2007 og frá 2008 hefur kross- nefur verið árviss varpfugl. Þeir eru algengir á höfuðborgarsvæðinu og sjást oft í trjám aust- an við Rauðavatn, en einnig víðar sunnan- og suðvestanlands og á Héraði. Kristinn áætlar að telja megi krossnefspör sem verpa hér á landi í hundruðum. „Krossnefur er ein af þessum tegundum sem eru þekktar fyrir að rása út fyrir hefð- bundin heimkynni sín og oft hafa göngur krossnefja komið hingað. Þroski innfluttra barrtrjáa er víða orðinn það mikill að hann getur staðið undir krossnefsstofni og í vetur var mikið af könglum sem báru fræ,“ segir Kristinn. Krossnefur er af finkuætt og það sem meðal annars einkennir tegundina er krókboginn goggur þar sem efri og neðri hluti goggsins ganga á misvíxl. Nef krossnefs er sérhæft verkfæri til að ná fræjum úr furukönglum en þeir nýta einnig önnur barrtré, að sögn Kristins Hauks. Kross- nefur á sér nokkra náfrændur sem hafa sér- hæft sig sig í ákveðnum tegundum fræja. Krossnefur ruglar tímatalið  Verpir þegar fræ eru þroskuð, jafnvel um miðjan vetur  Krossnefur virð- ist hafa náð fótfestu  Nefið er sérhæft verkfæri til að ná fræjum úr könglum Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Krossnefur Karlfuglinn er rauður eða appelsínugulleitur. Nafnið er dregið af lögun goggsins. Kristinn Haukur Skarphéðinsson Glókollur er minnsti fugl Evrópu og hóf lík- lega varp á Íslandi 1996 í kjölfar stórrar göngu haustið 1995. Stofnstærðin hér á landi jókst fram til 2004 að stofninn hrundi. Síðan þá hefur hann byggst upp á ný og áætlar Kristinn Haukur að telja megi varppör gló- kolls í þúsundum. „Núna er óvenju mikið af glókolli og hann er trúlega í sögulegu hámarki miðað við til- kynningar sem berast. Hann lifir á skordýr- um og víða má sjá þessa dagana að tré eru undirlögð af lús, sem er gott fyrir glókoll- inn,“ segir Kristinn Haukur. Á heimasíðu Fuglaverndar má lesa að stofnstærð glókolls sveiflist líklega í takt við framboð á grenilúsum. Þar kemur fram að glókollur sé varpfugl í skógarlundum um allt land nema á Vestfjörðum. Glókollur í sögulegu hámarki  Sækir í lýs á trjám Morgunblaðið/Ómar Glókollur Pattaralegur söngvari í Heiðmörk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.