Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Kringlan | Smáralind Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur synjað umsókn um breytingu á deiliskipulagi Nönnu- götureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15 við Urðarstíg. Umsóknin fól í sér aukið bygging- armagn á reitnum. Fjölmargar at- hugasemdir bárust frá íbúum í ná- grenninu. Umsókn um nýtt deiliskipulag barst frá Arkitektum Laugavegi 164 ehf. fyrir hönd Mondó ehf. Í breyt- ingunni fólst m.a. að sameina lóð- irnar í eina lóð fyrir fjöleignahús og fjölga íbúðum í allt að sjö. Þá stóð til að rífa útbyggingar beggja húsa og byggja nýtt sameiginlegt stigahús. Tillagan var auglýst frá 12. febr- úar til og með 26. mars 2018 og barst alls 21 athugasemd. Þær eru af margvíslegum toga en lúta flestar að því að útsýni skerðist, skugga- myndun í görðum aukist og verð- mæti fasteigna rýrni. Þá muni bíla- stæðavandi aukast og sé hann nægur fyrir. Bent er á að götumynd Njarðar- götu sé ein af vinsælustu götumynd- um í borginni, ein af heillegustu og um leið fjölbreyttustu götumyndum Reykjavíkur síðan 1930. Þá er einnig bent á að þrátt fyrir að óheimilt sé að reka gististarfsemi á reitnum sé slík starfsemi rekin í þremur húsum nú þegar. Íbúarnir óttast frekari gististarfsemi með til- heyrandi ónæði. Íbúar á Fjölnisvegi 2 segja í bréfi sínu að íbúar Njarðargötu séu nú þegar undir miklu álagi vegna ferða- manna sem rúlla töskum sínum að næturlagi, ferðast í óteljandi lang- ferðabílum upp og niður brekkuna og búi í fjölmörgum íbúðum við göt- una. „Í ljósi athugasemda nágranna, sem snúast um mikið byggingar- magn í fíngerðu umhverfi, sbr. umsögn/greinargerð hér að fram- an, er lagt til að sú deiliskipulags- breyting fyrir Njarðargötu 25 og Urðarstíg 15, sem auglýst var, verði ekki samþykkt,“ er niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Borgarráð staðfesti niðurstöðuna. Mótmælin tekin til greina  Borgin hafnar frekari uppbyggingu á Nönnugötureit Götuhorn Reykjavíkurborg synjaði ósk um frekari uppbyggingu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vegagerðin kannar nú uppsetningu sérstakra vegvísa að ferðamannastöðum, brúnna skilta, líkt og sjá má víða um heim. Einar Pálsson, for- stöðumaður þjónustudeildar hjá Vegagerðinni, sagði að málið sé enn á vinnslu- og umræðu- stigi. Ákvörðun um að taka upp brún umferð- arskilti hafi ekki enn verið tekin. „Þetta er í vinnuferli og viðræðum Stjórn- stöðvar ferðamála, Ferðamálastofu og Vega- gerðarinnar. Aðdragandinn hefur staðið lengi. Þegar svona er gert gefast tækifæri til að gera ýmislegt annað í leiðinni. Sérstaklega hvað varðar skilgreiningar á því hvað er ferða- mannastaður. Að vísa á ferðamannastað er ábyrgðarhluti. Það krefst þess til dæmis að það sé fært að honum. Þetta er stórt mál og snýr að því sem kalla má stýringu ferðamanna,“ sagði Einar. „Ef af verður þá gæti verið mögulegt að klára undirbúningsvinnu á þessu ári. Svo þarf að leggja málið fyrir yfirstjórn Vegagerð- arinnar.“ Auk þess sagði hann að breyta þyrfti reglugerð um umferðarmerkingar áður en brún skilti verða tekin í notkun. Hann kvaðst vona að það tækist að ljúka þessum undirbún- ingi á árinu. Almennt væri fólk hrifið af hug- myndinni þar sem liturinn væri þekktur á ferðamannastöðum víða erlendis. Mannvit skilaði Vegagerðinni rannsókn- arskýrslu um málið í apríl, Vegvísun að ferða- mannastöðum – Brún skilti. Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og er hægt að lesa skýrsluna á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Þar er skoðað hvort og þá hvernig Vegagerðin geti notað brún skilti til auðkenn- ingar fyrir ferðamannastaði. Bent er á að brún- ir vegvísar að ferðamannastöðum séu þekktir víða erlendis. Þar má nefna mörg Evrópulönd, Bandaríkin, Kanada og Ástralíu. Nefnd Sam- einuðu þjóðanna um umferð á landi gaf það út 2010 að brúni liturinn á umferðarskiltum skyldi vera frátekinn fyrir ferðamannastaði. Ferðamannastaðir og ferðamannaleiðir Hópurinn sem vann skýrsluna skoðaði m.a. fyrir hvaða gerðir skilta brúni liturinn gæti átt við hér. Það gæti átt við um þjónustumerki og vegvísa. Bent er á að í Bandaríkjunum séu ýmis almenn þjónustuskilti höfð brún þegar þau eru innan þjóðgarða og ferðamannastaða. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð er notað sérstakt tákn fyrir ferðamannaleiðir. Verði slíkar leiðir skil- greindar hér á landi er talið æskilegt að hanna samræmt tákn fyrir þær. Ef ákveðið verður að taka upp brúna litinn á skilti fyrir ferðamannastaði væri samræmi í því að nota brúnan bakgrunn í stað græns á þjón- ustu- og leiðbeiningartákn á ferðamannastöð- um og eins skilti um bönn og aðvaranir á sömu stöðum. Brúnn litur á skiltum getur líka átt við sum upplýsingamerki þegar þau eru staðsett innan þjóðgarða og skilgreindra ferða- mannastaða. Suma núverandi vegvísa væri einnig hægt að nota með brúnum bakgrunni þegar þeir eru notaðir í og að þjóðgörðum og ferðamannastöðum. Á það er bent að tákn sem sýnd eru í hand- bók Ferðamaálstofu séu að miklu leyti í takt við tákn Vegagerðarinnar. Þó eru dæmi um að gerð hafi verið ný tákn fyrir tákn sem þegar eru til í reglugerð um umferðarmerki. Æskilegt þykir að samræma táknin sem notuð eru í land- inu. Bent er á mikilvægi þess að móta stefnu um tungumál og notkun tákna á skiltum. Þar sem nota þarf texta þykir almennt æskilegt að nota íslensku. Þó eru til undantekningar eins og við alþjóðaflugvelli. Þar verði notuð íslenska og enska og eins þegar verið er að vara við hættu til að ná einnig til erlendra ferðamanna. Eitt af markmiðum verkefnisins var að skoða hvernig viðmið væri hægt að hafa við val á því hvaða ferðamannastaðir mættu nota brún skilti. Eðlilegt þykir að horfa fyrst og fremst til þjóðgarða en líka annarra mikilvægra og vin- sælla ferðamannastaða. Mikilvægt er að slík skilgreiningarvinna verði unnin í samvinnu Vegagerðarinnar og ferðamálayfirvalda. Brún skilti á ferðamannaslóðir skoðuð  Vegagerðin kannar að setja upp brún umferðarskilti við ferðamannastaði  Ákvörðun liggur ekki fyrir  Breyta þarf reglugerð um umferðarmerki  Margir þekkja brún skilti frá ferðum erlendis Tölvugerð mynd/Mannvit Hugmynd Svona gætu brún skilti við Þingvelli mögulega litið út, samkvæmt skýrslunni. Í dag kl. 14 verður opnuð í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu sýning- in „Leitin að klaustrunum“ sem byggist á rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í forn- leifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Í rannsókn- inni var leitað að hvers kyns vís- bendingum um klausturhald í land- inu frá 1030-1554. Notaðir voru jarðsjármælar til að kíkja undir svörðinn og könnunarskurðir grafn- ir þar sem vísbendingar sáust. Leit- að var að klausturgripum í söfnum og kirkjum og að klausturplöntum, rústum og örnefnum úti á vettvangi. Heimildir voru lesnar, jafnt forn- bréf sem þjóðsögur, auk þess sem farið var yfir kort og ljósmyndir. Í fréttatilkynningu frá safninu er rifjað upp að klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs á Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hér- lendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustr- in urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnun- um í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönn- uð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar eftir klaustrin týndust. Árið 2017 kom út bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Ís- landi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur á vegum Sögu- félags og Þjóðminjasafns Íslands. Áður hafði komið út Sagan af klaustrinu á Skriðu árið 2012. Bæk- urnar voru báðar tilnefndar til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna í flokki fræði- rita og til viðurkenningar Hagþenk- is. Leitin að klaustrunum – klaust- urhald á Íslandi í fimm aldir hlaut bókmenntaverðlaun félags bóksala 2017 og viðurkenningu Hagþenkis 2017. Sýningin er liður í hátíðarsýn- ingaröð Þjóðminjasafns Íslands vegna 100 ára afmælis fullveldis Ís- lands og evrópska menningararfs- ársins 2018. Af tilefninu lánar Þjóð- minjasafn Dana Þjóðminjasafni Íslands helgiskrín frá 13. öld frá Keldum á Rangárvöllum. Skrínið verður til sýnis í grunnsýningu safnsins, „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár“. Helgiskrínið frá Keldum til sýnis í Þjóðminjasafninu  Sýningin „Leitin að klaustrunum“ opnuð í safninu í dag Keldnaskrínið Það er frá 13. öld. Í umfjöllun Morgunblaðsins á fimmtudaginn um nýjan nytjamark- að ABC barnahjálpar í Hafnarfirði var einn viðmælendanna sagður heita Helgi. Það rétta er að hann heitir Egill Örn Pálsson og er hér með beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Rétt nafn er Egill Öll tilboð í byggingu húss fyrir skrifstofur Byggðastofnunar á Sauðárkróki voru langt yfir kostn- aðaráætlun. Lægsta tilboðið var tæpum 200 milljónum kr. yfir því sem reiknað hafði verið með. Byggðastofnun ætlar að láta byggja tæplega 1.000 fermetra hús á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Stefnt er að vottun byggingarinnar sem vist- væns mannvirkis. Boðin var út jarðvinna, upp- steypa og í raun fullbúið hús ásamt öllum frágangi utan og innan og lóðar. K-Tak ehf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð, 651 milljón kr. en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 458 milljónir. Þrjú önnur tilboð bárust, öll talsvert hærri, eða á bilinu 718 til 786 milljónir kr. Langt yfir áætlun Byggðastofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.