Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 33
MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 AKUREYRARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jóns- son. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í Ási, safnaðarheimili Áskirkju, strax að messu lokinni. Dag- skrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kvennakórinn Ljósbrot, sem starf- ar innan KFUM og KFUK, syngur undir stjórn Keiths Reed, tónlistarstjóra kirkjunnar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur Kjartan Jónsson. Hressing á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjón- ar fyrir altari. Félagar úr Kór Breið- holtskirkju syngja undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Eftir messu er létt hressing. Aðalsafnaðarfundur í safnaðarsal kirkjunnar kl. 12.30. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir. Prestur er Pálmi Matt- híasson. Messuþjónar aðstoða. Hressing eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vi- gilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjón- ar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari er Kristín Ing- ólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg píla- grímamessa Garða- og Bessastaða- sókna kl. 11. Sr. Hans Guðberg flytur samtalsprédikun með Huldu Guð- mundsdóttur guðfræðingi og þjónar ásamt Margréti djákna og öðrum píla- grímum. Ástvaldur Traustason organ- isti leiðir sönginn. GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 26. maí. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerár- kirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Siglfirð- ingamessa kl. 14 . Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor, sr. Kjartani Erni Sigur- björnssyni og sr. Díönu Ósk Óskars- dóttur. Einnig þjóna sr. Eysteinn Orri Gunnarsson og Snævar Jón Andrés- son. Ritningarlestrar: Hermann Jónas- son, Rakel Björnsdóttir, Kristján L. Möller og Jónas Skúlason. Kór Grafar- vogskirkju syngur undir stjórn Há- konar Leifssonar. Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson. Siglfirðingakaffi eftir messu og hátíðardagskrá kl. 16. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Kaffisopi á undan og eftir messu. Messuhópur 2 þjónar ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur, Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Samskot eru tekin til Hjálparstarfs kirkjunnar. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Innritunarguðs- þjónusta fermingarbarna 2019. Sr. Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðar- kirkju syngur. Meðhjálpari er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Fermingarbörn 2019 eru hvött til að mæta í þessa messu, fermingarstarfið verður kynnt. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11 í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu sr. Friðriks Frið- rikssonar æskulýðsleiðtoga. Helgi- stundin og ganga átti að vera við Kald- ársel á þessum tíma, en vegna veðurspár verður stundin í Hafnar- fjarðarkirkju. Sálmar sr. Friðiks verða sungnir og rifjað verður upp starf hans meðal barna og unglinga. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Um- sjón barnastarfs hefur Inga Harðar- dóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Þórdís Emilía Arons- dóttir og Emilía Rut Kristjánsdóttir leika konsert eftir Bach fyrir tvær fiðl- ur undir stjórn Helgu Steinunnar Torfa- dóttur. Kvennakórinn Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. Organisti er Steinar Logi Helga- son. Prestur er Helga Soffía Konráðs- dóttir. Grillað í garðinum að guðsþjónustu lokinni í boði sókn- arnefndar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Kór Hjallakirkju leiðir söng und- ir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur org- anista. Prestur er Sunna Dóra Möller. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Vorhátíð kl. 13 sunnudag. Við ljúkum barna- starfi vetrarins með samveru allrar fjölskyldunnar. Grillaðar pylsur og gos fyrir lítinn pening. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Vorhátíðar- messa kl. 11, Graduale Nobili syngja en stjórnandi þeirra er Þorvaldur Örn Davíðsson. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti er Magnús Ragnarsson. Strax eftir messu er vormarkaður kvenfélagsins kl. 12-16. Að venju verður boðið upp á skemmtiatriði, hoppukastali, seldar verða grillaðar pylsur, kaffi og meðæti m.a. heitar vöfflur. LAUGARDÆLAKIRKJA í Flóa | Guðsþjónusta 27. maí kl. 11. Prestur er Guðbjörg Arnardóttir, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safn- aðarsöngur. Aðalsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sönghópurinn Veirurnar leiðir tón- list ásamt Elísabetu Þórðardóttur organista. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón- ar fyrir altari og prédikar. Kaffi og sam- vera í safnaðarheimilinu á eftir. Vorhátíðin Laugarnes á ljúfum nótum kl. 14. Miðvikudagur 30.5. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20 kl. 14. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu org- anista. Fimmtudagur 31.5. Hásalurinn Hátúni 10 kl. 16, stund með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Guðni Már Harðarson þjónar. Kór Lindakirkju leiðir söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Boðið verður upp á altarisgöngu. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Messa kl. 14 sunnudag. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots. MOSFELLSKIRKJA | Á sunnudag, 27. maí, er hestamannareið hesta- mannafélagsins Harðar til Mosfells- kirkju, Mosfellsdal. Guðsþjónusta kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og hestakona, prédikar. Prestur er Krist- ín Pálsdóttir. Karlakórinn Stefnir syng- ur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur. Organisti er Þórður Sigurðarson. NESKIRKJA | Gróðurmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Drengjakór Reykjavíkur syngur einnig nokkur lög. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Á kirkju- torgi verður markaður kl. 10-13 þar sem blóm, salat og tómatar verða til sölu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. í Njarðvíkurkirkju. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar. Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar org- anista. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Djass- messa sunnudag kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Árni Heiðar Karlsson spilar og stjórnar félögum úr Fjárlaganefnd sem leiða söng og messusvör. Ólafur Karlsson tekur á móti öllum. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17. alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðu- maður Haraldur Jóhannsson. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti er Douglas A. Brotchie. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11. Minnst verður þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar. Sr. Kristján Búason, fyrrverandi dósent, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Eygló Rúnarsdóttir leiðir al- mennan safnaðarsöng. Allir sálmar messunnar eru eftir sr. Friðrik Frið- riksson. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Nytjamarkaður og vöfflusala laugar- daginn 26. maí kl. 14-16 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Ágóði rennur í styrktarsjóð kirkjunnar. Á sama tíma er Systrafélag Víðistaðasóknar með árlega blómasölu á kirkjutorginu. Hún stendur yfir frá 24.-31. maí kl. 11-18 alla dagana. Helgistund sunnudag kl. 20. Helga Þórdís Guðmundsdóttir spilar á orgel og leiðir söng. Orð dagsins: Kristur og Nikódemus (Jóh. 3) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Krosskirkja í Landeyjum. Enn og aftur stöndum við kjósendur í gamalkunnum sporum: Hvað á ég að kjósa? Ég er ekki, frekar en oft áð- ur á þessum síð- um, tilbúinn að svara þeirri spurningu beint. Hinsvegar segi ég: Kjósum öll. Ísland, með öllum sínum bæjum og sveitafélögum, er heimili okkar allra. Það er ár- íðandi að við sýnum að okkur er ekki sama hverjir stjórna, hvernig þeir gera það eða hvað það kostar okkur – beint og óbeint. Í Reykjavík … en þar þekki ég betur til en víða annars staðar, hefur sitjandi borgarstjóri og flokkur hans verið nær einráður. Þar hefur skuldum verið safnað og virðist ekki lát á. Frambjóðendur tala glað- beittir um borgarlínu og að setja hluta Miklubrautar í stokk. Þá er fjölgað fulltrúum okkar í borgarstjórn með til- heyrandi kostnaði – sem ekki aðeins nemur launum þeirra. Úthlutunarfyrirkomulag lóða hefur stórhækkað húsnæð- isverð og nú síðast reyndi borg- arstjórinn að skjóta sér undan ábyrgð með því að segja „mark- aðurinn brást“. Byggingarfyr- irtæki áttu að byggja smærri íbúðir á viðráðanlegu verði. Á móti geta fjárvana kaupendur og þeir sem flúðu í önnur sveit- arfélög spurt: Af hverju var það þá ekki skilyrt við úthlutun byggingarlóða? Annars staðar … eru e.t.v. allt önnur vanda- mál en hlutfallslega jafn alvar- leg. Ég vona þó að svo sé ekki. Það sjá heimamenn á hverjum stað best. Alls staðar skiptir máli að heiðarlegir stjórnendur fáist til að stýra hverri sveit. Fólk sem af alúð og innsæi greinir raunverulegar þarfir sveitunga sinna frá draumórum og gæluverk- efnum sem öðru hvoru skjóta upp kollinum í um- ræðunni. Þá reynir á „jarð- samband“ sveit- arstjórnamanna og virðingu þeirra fyrir háum og lágum, ríkum og fátækum. Við kjósendur þurfum líka að vanda okkur; ekki gera óhóflegar kröfur sem mismuna íbúum sveitarfé- lagsins. Til lengdar mun jafn- rétti og náungakærleikur skila okkur meiru en frændhygli og klíkuskapur. Frambjóðendur … eru víða óvenju margir miðað við það sem áður hefur tíðkast. Í hópi þeirra eru margir að reyna fyrir sér í fyrsta skipti á hálum brautum stjórnmálanna. Sum þeirra koma með ferskar hugmyndir, önnur með nýtt sjónarhorn á ríkjandi vandamál. Sjálfsagt er að skoða hugmyndir þeirra allra. Svo ég aftur svipist um í Reykjavík þá verður fyrir mér nýtt framboð Íslensku þjóð- fylkingarinnar sem nær ein hefur ákveðna stefnu í „útlend- ingamálum“. Löngu er kominn tími til að taka umræðu um þau mál af yfirvegun og skyn- semi. Það ofstæki og illmælgi sem málshefjendur slíkrar um- ræðu hafa sætt hefur aftur leitt af sér mikla þöggun sem ein og sér er mikil bölvun – hvert sem ágreiningsmálið er, og leiðir af sér vandamál en ekki lausnir eða sátt. Sjálfstæðisflokkurinn hafn- ar borgarlínu og öðru peninga- bruðli núverandi borg- arstjórnar. Það er gott og fyllilega tímabært. Sunda- braut á að koma aftur á dag- skrá – enda hreint öryggismál fyrir alla sem búa vestan El- liðaár. Aldraðir, eldri en 70 ára, þurfi ekki að borga fast- eignagjöld. Dregið verði úr stjórnsýslubákni borgarinnar. Peningum sem þannig sparast verði varið til menntamála Framsóknarflokkurinn set- ur Ingvar Mar Jónsson flug- stjóra í fyrsta sætið í Reykja- vík. Það er viðeigandi því fyrr eða síðar heldur deilan um staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar áfram. Í þriðja sæti listans er Ást- hildur Lóa Þórsdóttir kennari. Í allri þeirri umræðu sem verið hefur um menntamálin – og vafalaust heldur áfram – kem- ur kennarareynslan sér vel. Ásthildur er að auki formaður Hagsmunasamtaka heim- ilanna sem í mörg ár hafa bar- ist fyrir réttlæti til handa þeim sem fóru illa útúr efnahags- hruninu 2008. Margir misstu þá heimili sín, atvinnu og sparifé. Það er Reykvíkingum sem búa við fá- tækt og öryggisleysi mikill fengur að fá einstakling með reynslu og yfirsýn Ásthildar á vettvang stjórnmálanna. Ég læt hér staðar numið en hvet lesendur til að skoða stefnuskrár hinna ýmsu fram- boða og umfram allt að taka þátt í kosningunum. Til að geta veitt aðhald og fylgst með efndunum er sjálf- sagt að geyma stefnuskrárnar. Sjálfsagt er svo á næstu árum að láta í sér heyra ef mis- brestur verður – eða „gleymska“ hrjáir þessa trún- aðarmenn okkar. Til þess eru margar leiðir opnar: Hringja, senda bréf, senda tölvupóst eða senda stutta grein um efnið til ein- hvers dagblaðs. Munum loforðin – skoðum efndirnar Eftir Baldur Ágústsson »Ég hvet les- endur eindregið til að skoða stefnu- skrár hinna ýmsu framboða og um- fram allt að taka þátt í kosningunum. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri, flugumferðarstjóri og forseta- frambjóðandi. baldur@landsmenn.is Fyrir skömmu lá leið mín inn í stóra forn- bókaverslun. Þar sem ég stóð við hillurnar með hundruðum bóka um trúmál og andlega auðlegð, tjáði af- greiðslumaðurinn mér að salan á slíkum bókum hefði aukist mikið eftir efna- hagshrunið 2008. Það kom mér ekkert á óvart að fólk skyldi leita í andlega næringu – hið lifandi orð. Ég var svo lánsamur að finna þarna gamla bók á gjafverði, sem átti eftir að færa mér aukinn frið á sál og líkama. Efnahagshrunið skall yfir Íslendinga vegna ójafnvægis í lífshlaupi þeirra manna sem ábyrgir voru fyrir því. Veraldarmunaðurinn var farinn að þvælast fyrir fót- unum á þeim og græðgin í glingrið fipaði þá á hlaup- unum. Lífið þarf á jafnvægi að halda. Ójafnvægi er vottur um óheilbrigði og ástand sem er sjúklegt. Ég fann fjársjóð í þessari gömlu bókarskruddu. Hún kostaði mig lítið. Það var sem hún biði þarna eftir mér, svo ég gæti vísað þjóð minni á leið út úr þeim ógöng- um, sem hún virðist vera að komast í aftur af völdum misindismanna. Þar stóð þetta m.a., sem ég vil deila ókeypis með andlegum öreigum landa minna, því mér finnst það eiga svo brýnt er- indi til þeirra: „… allar guð- sgjafir lífsins þarfnast engrar veraldlegrar aðstoðar.“ (My Letters From Heaven eftir Winifred Graham, bls. 14). Ég minntist þá einnig orða Jesú Krists sem hann beindi til fræðimanna síns tíma, og voru þessi: „Þér villist, því þér þekkið ekki ritningarnar“ (Matteus 22:29) og gaf í fram- haldi samtíð sinni gullna sam- félagsreglu, sem er einföld og ódýr lausn á samfélagshörm- ungum nútímans: „Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig“ (Matteus 22:39). Einmitt þannig auður mun koma á stöðugleika í lífi fólks á hinum nýju andlegu krepputímum á Íslandi. Það er komið nóg af gagnslausum hagfræði- útúrsnúningum í bili. Nú þurf- um við á himneskri ráðgjöf að halda, alvöru meðferð og for- varnarstarfi, sem virkar á timburmenn velferðarfyllirís- ins og getur leitt fólk á veg réttvísinnar og heiðarleikans í samskiptum við náungann. Kristur sagði: „Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín“ (Jóhannes 14:15). Þannig verður þjóðin rík. Fjársjóðir og þjóðarauður Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Það er komið nóg af gagns- lausum hagfræði- útúrsnúningum í bili. Nú þurfum við á himneskri ráðgjöf að halda. Höfundur er áhugamaður um kristni og þjóðfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.