Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
✝ Kristján PéturGuðmundsson
fæddist 3. ágúst
1934 í Reykjavík.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 29. apríl
2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Helgason trésmið-
ur, f. 1888 á
Hvítanesi í Hval-
firði, d. 1965, og Guðrún Sig-
ríður Benediktsdóttir, f. 1896
á Eskifirði, d. 1984. Systkini
Kristjáns eru Helga, f. 1929,
Gísli, f. 1930, Guðfinna, f.
1931, Guðríður, f. 1933, d.
2000, og Hildur, f. 2003.
Kristján fæddist og ólst upp
á Njálsgötu 59 í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá
stærðfræðideild Mennta-
skólans í Reykjavík 1956 og
kandídatsprófi í lyfjafræði frá
Danmarks Farmaceutiske Høj-
skole 1963. Hann stundaði
verknám í Vesturbæjar Apó-
teki 1956-57, í Enghave Apo-
tek í Kaupmannahöfn sumarið
1959 og í Holte Apotek 1959-
1960. Hann var lyfjafræðingur
í Apóteki Austurbæjar 1963-
1964, framkvæmdastjóri Her-
mes hf. 1964-1967 og apótek-
ari í Nes Apóteki, Neskaup-
stað, 1967-1976. Apótekari í
Borgarness Apóteki 1976-1988
og í Vesturbæjar Apóteki
1989-1999. Lyfjafræðingur í
afleysingum á Siglufirði á ár-
unum 1999-2009.
Útförin fór fram í kyrrþey
11. maí 2018.
1935, Helgi, f.
1936, d. 2017,
Guðríður, f. 1938,
og Eðvarð, f. 1939.
Eftirlifandi eig-
inkona Kristjáns
er Kristín Ingiríð-
ur Hallgrímsson, f.
1941. Börn þeirra
eru: 1) Ásta Júlía,
f. 1965, apótekari
á Siglufirði, börn
hennar eru Sveinn
Gunnar Hálfdánarson, f. 1986,
og Kristín Ingiríður Hálfdán-
ardóttir, f. 1992. 2) Tómas
Þór, f. 1966, hjarta- og
lungnaskurðlæknir, börn hans
eru Kristján, f. 1998, Júlía, f.
„Mín mesta gæfa í lífinu var
að kynnast honum pabba þín-
um,“ sagði mamma oft upp úr
eins manns hljóði og ég brosti
og játaði því. Ég var svo lán-
söm að eiga pabba sem ég leit
upp til og gat leitað til um allt
milli himins og jarðar, pabba
sem var fyrirmynd mín í svo
mörgu og gaf mér og bróður
mínum ótakmarkaða ást og
umhyggju öll þau ár sem hann
var með okkur.
Hann var glæsilegur maður,
hávaxinn, glaðlyndur og mikill
húmoristi. Hann var stálminn-
ugur, orðheppinn og afbragðs
penni. Þótt hann væri ekki
mikið fyrir að trana sér fram
og sæti oft í rólegheitum við
lestur eða eitthvert grúsk, þá
fór ekkert á milli mála þegar
pabbi var á svæðinu því hann
átti það til að reka upp rokna
hlátur þegar hann var að lesa
eða horfa á eitthvað skemmti-
legt. Hláturinn hans var bráð-
smitandi og ég þarf ekki annað
en að hugsa um hann, þá fer
ég að hlæja. Við systkinin
fengum að vera með í öllu sem
hann gerði og hann deildi með
okkur áhugamálum sínum.
Hann kenndi okkur að tefla,
leysa krossgátur, þekkja
plöntur, steina og stjörnur og
við fengum að fylgjast með
honum í vinnunni að búa til
mixtúrur og smyrsli. Hann var
greiðvikinn og gerði ekki
mannamun, það sá ég svo oft
þegar ég á unglingsárunum
vann með honum í apótekinu.
Á hverju sumri fórum við í
veiðitúra, fyrir austan í Vest-
urdalsá, í Langá eftir að við
fluttum í Borgarnes og síðustu
árin í Fróðá á Snæfellsnesi.
Pabba var mikið í mun að allir
fengju að veiða lax, það skipti
hann meira máli en að hann
veiddi eitthvað sjálfur. Hann
sat gjarnan við skrifborðið í
veiðihúsinu með veiðihattinn
sinn og skoðaði veiðibókina og
stúderaði hvar væri vænlegast
að fá fisk, kom svo með út í á
eða beið eftir okkur í veiðihús-
inu og sló á þráðinn til bræðra
sinna eða einhverra veiðifélaga
til að spjalla á meðan. Hann
var yndislegur afi og fylgdist
vel með uppvexti barnanna
minna. Hann naut þess að
ferðast og eftir að hann hætti
að vinna kom hann reglulega
norður á Siglufjörð til mín og
hjálpaði mér í apótekinu. Það
var sérstaklega gaman að
ferðast með honum í bíl, þá
sagði hann manni sögur. Sögur
frá námsárunum, lífinu á
Njálsgötunni og hernámsárun-
um og á stjörnubjörtum kvöld-
um skoðuðum við stjörnurnar
á leiðinni. Hann var alltaf að
leita að Júpíter og gladdist
mjög þegar hann birtist á
himninum með sín fylgitungl.
Pabbi og mamma voru mjög
samrýnd og síðustu árin þurfti
pabbi mikið að stóla á stóru
ástina sína og skiptu þau þá
um hlutverk. Pabbi hafði alltaf
verið kletturinn. Það síðasta
sem ég heyrði pabba segja við
mömmu var „mikið ertu
dásamlega falleg kona“. Nú er
hann farinn, en tíminn sem við
áttum saman er eilífðar fjár-
sjóðurinn minn.
Það er svo sárt að kveðja
þig elsku pabbi minn, en það
er mín huggun að þú lifir
áfram í okkur afkomendum
þínum. Takk fyrir allar dásam-
legu minningarnar sem ég á
um þig, þær eiga eftir að
gleðja mig svo lengi sem ég
lifi.
Í sólkerfi minninga minna
ert þú minn Júpíter.
Ásta Júlía.
Þegar ég nú minnist bróður
míns, Kristjáns Péturs, koma í
hugann ýmsar minningar frá
uppvaxtarárum okkar systkina
við Njálsgötuna í Reykjavík þar
sem við fæddumst í húsinu nr.
59. Þar eignuðumst við vini og
leiksystkin og þurftum við ekki
að fara út fyrir Njálsgötu og
Barónsstíg í leit að þeim; þeir
voru þarna og vinátta nokkurra
þeirra hefir haldist alla tíð.
Kristján og fleiri vinir fóru
snemma að afla sér tekna með
því að selja og bera út blöð,
gerðust sendlar hjá kaupmönn-
um við Njálsgötuna og víðar.
Eitt sinn sá Kristján að auglýst
var eftir pilti til ýmissa starfa
hjá lyfjabúðinni Iðunni við
Laugaveginn. Kristján sótti um
starfið og fékk það. Þann vetur
tók hann þá ákvörðun að fara í
landspróf, fara svo í MR og læra
síðan lyfjafræði, sem hann gerði.
Hann lauk lyfjafræðinámi í
Kaupmannahöfn árið 1963 og
kom þá heim og vann við afleys-
ingar í apótekum um tíma, þar
til hann fékk starf sem fram-
kvæmdastjóri lyfjaheildsölunnar
Hermes. Apótekið í Neskaupstað
var laust til umsóknar og þangað
fluttist fjölskyldan og áttu þau
heimili þar í níu ár. Þá var Borg-
arness Apótek laust til umsóknar
og var Kristjáni veitt það og þar
bjó fjölskyldan í tólf ár. Eftir
það var honum veitt Vesturbæj-
ar Apótek í Reykjavík.
Kristján og konan hans Krist-
ín voru mjög gestrisin og á
landsbyggðarárum þeirra var oft
mjög gestkvæmt á þeirra heim-
ili. Móðir okkar, sem þá var orð-
in ekkja, hafði ekki haft mörg
tækifæri til að ferðast vegna
anna á mannmörgu heimili. Hin
efri ár voru henni ánægjuleg,
hún var heilsuhraust bæði and-
lega og líkamlega og hafði hún
þá tækifæri til að dvelja hjá
börnum sínum; Kristjáni og
Kristínu, á landsbyggðinni og
eins hjá dóttur sinni og tengda-
syni í Svíþjóð.
Þau ár, sem Kristján bróðir
var við nám í Kaupmannahöfn,
skrifaði hann oft heim. Hann
hafði mjög gaman af að skrifa og
segja fréttir frá skólanum og
starfinu í lyfjabúðunum. Við
skrifuðumst á og eru þau bréf
hans mér mjög dýrmæt. Hann
hafði afar næmt skopskyn og
hefi ég ánægju af að lesa þau af
og til og haft af mjög góða
skemmtun.
Í minningargrein um bróður
okkar Helga Guðmundsson úr-
smið, sem lést hinn 16. október
sl., nefndi ég föstudagsmætingar
bræðranna á heimili mínu í
Reykjavík, þar sem við rifjuðum
upp gamlar minningar frá upp-
vaxtarárum okkar við Njálsgöt-
una og fleira skemmtilegt.
Þeirra stunda sakna ég mjög.
Kristján var mjög minnugur og
var á síðari árum afar áhuga-
samur um ættfræði og nýtti sér
því Íslendingabók vel. Kristján
var orðvar, vandvirkur, trygg-
lyndur og afar góður bróðir og
vinur. Kristín eiginkona hans var
hans trausti lífsförunautur og
kom það best í ljós í hinum
löngu og erfiðu veikindum hans
og börnin þeirra tvö, Ásta Júlía
og Tómas, notuðu frístundir sín-
ar til að vera hjá föður sínum
síðustu mánuðina. Kristján bróð-
ir kvaddi þetta jarðneska líf hinn
29. apríl sl.
Kristínu, börnunum, barna-
börnunum og öðrum ástvinum
sendum við systkinin, makar og
frændsystkin okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi hann vera
á Guðs vegum.
Guðfinna.
Föðurbróðir minn Kristján P.
Guðmundsson hefur kvatt okkur
og hafið ferð sína í sumarlandið.
Ég veit að þar hefur verið vel
tekið á móti honum enda var
hann alveg sérstakt ljúfmenni.
Þrátt fyrir að ansi mörg ár
hafi skilið okkur að þá náðum við
alltaf vel saman. Þau voru ófá
símtölin sem við áttum en hann
átti nú yfirleitt frumkvæði að
þeim.
Við gátum spjallað um allt
milli himins og jarðar en þó að-
allega pólitík. Frændi var mikið
íhald eins og hann sagði sjálfur
en þrátt fyrir það var hann afar
gagnrýninn á störf síns flokks og
var langt frá því að vera alltaf
ánægður með það sem var að
gerast í landsmálunum. Við rök-
ræddum oft tímunum saman en
okkur sinnaðist aldrei. Símtölin
enduðu oftast á þann veg að
hann sagði: „Þú ættir nú bara að
bjóða þig fram til þings, elsku
frænka.“ Hann lofaði að minnsta
kosti sínum stuðningi alveg sama
um hvaða flokk væri að ræða.
Já, það er lán að hafa fengið
að kynnast Kristjáni. Hann
var uppfullur af fróðleik, alltaf
reiðubúinn til að gefa góð ráð
og þegar heilsunni fór að
hraka var gaman að geta glatt
hann með góðu spjalli. Í síð-
ustu heimsókn minni til hans
fyrir jól tók hann afar glaður á
móti mér og sagði um leið og
hann sá mig: „Nei, er ekki
uppáhalds frænka mín komin!“
Mikið gladdi það mig svona
rétt fyrir jólin, að geta kallað
fram þessa litlu gleði í aðdrag-
anda jólanna.
Ég vil fyrir hönd fjölskyld-
unnar votta Kristínu, Ástu Júl-
íu, Tómasi og þeirra fjölskyld-
um mína dýpstu samúð.
Sandra Eðvarðsdóttir
Í litlu húsi innarlega á
Njálsgötu rétt við Barónsstíg
bjó fjölskylda vinar míns,
Kristjáns apótekara.
Í þessu húsi, lítill kjallari,
hæð og ris, bjuggu 9 mann-
eskjur. Hæðin var eldhús,
stofa, svefnherbergi og snyrt-
ing, ríki foreldranna, en í ris-
inu, þrjú herbergi hvert innaf
öðru. Þar ríktu börnin, dæt-
urnar þrjár, Guðfinna, Helga
og Guðríður og synirnir fjórir
er seinna urðu Gísli prentari,
Stjáni apótekari, Helgi úri og
Ebbi kommi sem varð rafvirki.
Ótrúlega falleg fjölskylda í
þessu litla húsi, lifandi sönnun
þess að ekki þarf stórt hús eða
mikla fjármuni til að öll börn
komist til manns eftir að hafa
lifað ríka og hamingjusama
æsku. Það sannaðist á börnum
þessa húss.
Nú eru tveir þessara bræðra
látnir með stuttu millibili,
Helgi úri og vinur minn Krist-
ján apótekari.
Við kynntumst þegar við
báðir vorum í landsprófi í
Gaggó Aust, báðir að leggja í
menntaveginn, þá skrykkjóttu
og margbrotnu götu með öllum
þeim skemmtilegu útúrdúrum
sem það æviskeið býður uppá.
Þar með hófst vinskapur
tveggja einstaklinga, annars af
Njálsgötu, hins af Grettisgötu,
sem stóð í um sextíu ár, gagn-
kvæm virðing, mörg ævintýri
en umfram allt taumlaus
ánægja og takmarkalaus
greiðasemi.
Kristján vinur minn var í
senn mikill námsmaður og ná-
inn vinur vina sinna, vinnu-
samur og duglegur en jafn-
framt góðmenni og
hjálpsamur, sem aldrei mátti
aumt sjá.
Hann var þriggja apóteka
maður, fyrst í Neskaupstað,
svo í Borgarnesi og loks í
Vesturbæjarapóteki. Í þann
tíma voru apótekarar leyfis-
hafar og eigendur apóteka og
báru fulla ábyrgð á lyfjadreif-
ingu í landinu.
Við félagarnir göntuðumst
stundum með að það þyrfti að
verða landsfýsiker, Íslands-
apótekari en þróunin varð í
hina áttina.
Kristján var mikill náttúru-
unnandi og laxveiðimaður. Oft
birtast í huga mér myndir frá
bökkum Langár á Mýrum þeg-
ar sveiflað var flugunni „Kalla
Lú special“ sem var stærsta
freisting fyrir laxa í ánni,
ómótstæðilegt apótekaraagn.
Ekki má gleyma hlýjum sum-
ardögum við Fróðá á Snæfells-
nesi og setrinu fína á þeim bæ.
Kristján var gæfumaður í
einkalífinu með eiginkonu
sinni Kristínu Hallgrímsson en
þau eignuðust tvö börn, dótt-
urina Ástu Júlíu, lyfsala á
Siglufirði, og soninn Tómas,
skurðlækni á Landspítala.
Fimm barnabörn voru á vappi
í kringum afa sinn og ömmu og
voru öll þátttakendur í ríku og
hamingjusömu fjölskyldulífi.
Við Anna Sigríður kveðjum
þennan góða og trygglynda vin
og samhryggjumst eiginkonu
og fjölskyldu hans.
Knútur Bruun.
Kristján Pétur
Guðmundsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
DAVÍÐ GUÐMUNDSSON
bóndi,
frá Glæsibæ, Hörgársveit,
verður jarðsunginn frá Möðruvalla-
klausturskirkju mánudaginn 28. maí klukkan 14.
Jarðsett verður í Glæsibæjarkirkjugarði.
Sigríður Manasesdóttir
Valgerður Davíðsdóttir Magnús S. Sigurólason
Rúnar Davíðsson Jakobína E. Áskelsdóttir
Hulda Davíðsdóttir
Heiða S. Davíðsdóttir Michael V. Clausen
Eydís B. Davíðsdóttir Atli R. Arngrímsson
afa- og langafabörn
Okkar ástkæra,
HJÖRDÍS EMMA MORTHENS,
lést 19. maí á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ.
Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kristinn Rúnar Morthens
Guðmundur Þorkell Þórðarson
Þorlákur Víkingur Morthens
Þórður Guðmundsson
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, mágkona og amma,
SIF SIGURÐARDÓTTIR
kennari,
Kvisthaga 27, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 10. maí verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí klukkan 15.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Atli Heimir Sveinsson
Sjöfn Blöndal
Auðunn Árni Blöndal Stefanía Björg Eggertsdóttir
Edda Lúvísa Blöndal Páll Hólm Sigurðsson
Sigurður Samúel Sigurðsson Christine Sigurðsson
og barnabörn