Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Karl Ásmund-ur Hólm Þor- láksson fæddist á Siglufirði 5. janúar 1935. Hann lést á Dvalarheimilinu Grenilundi, Greni- vík, 20. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Þorlák- ur Guðmundsson, f. 22. júlí 1894, d. 5. júní 1994 og Guð- rún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1897, d. 5. apríl 1963. Ásmund- ur var þriðji yngsti í röð ellefu systkina sem eru nú öll látin. Eftirlifandi eiginkona Ásmundar er Hildigunnur Ey- fjörð Jónsdóttir, f. 11. maí 1929, frá Finnastöðum á Látraströnd. Ásmundur og Hildigunnur eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Fanney Sólborg, f. 25. ágúst 1967. 2) Elísa Jóna, f. 12. nóv- ember 1968, gift Grétari Jóni 1977. Dóttir þeirra er Margrét Fanney Storm, f. 15. nóvember 2016. Fyrir átti Kristján dæt- urnar Ásdísi Marín, f. 19. mars 2000, og Hildi Ólöfu, f. 7. febr- úar 2006. Ásmundur eignaðist fjögur börn fyrir hjónaband sitt og Hildigunnar. Þau eru Jónína Guðrún, f. 19. mars 1961, Andr- és Þór, f. 9. júní 1963, Guðrún Þórlaug, f. 15. júlí 1964, og Guðrún Ásdís, f. 7. október 1966. Ásmundur var lærður húsa- smíðameistari og lauk meist- araprófi í því fagi árið 1961. Hann vann við iðn sína stóran hluta ævi sinnar en einnig önn- ur störf eins og sjómennsku og fiskvinnslu. Ásmundur og Hildigunnur bjuggu lengst af á Grenivík. Þar byggðu þau sér hús, Birki- mel, sem var æskuheimili barn- anna. Á seinni árum bjuggu þau um tíma á Akureyri. Þau fluttu aftur til Grenivíkur þar sem þau dvöldu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grenilundi. Útför Ásmundar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 26. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Pálmasyni, f. 2. desember 1968. Synir þeirra eru Brynjar Hólm, f. 22. febrúar 1994, og Arnar Pálmi, f. 20. september 1997. 3) Kristinn Hólm, f. 26. októ- ber 1971, kvæntur Ernu Rún Frið- finnsdóttur, f. 15. janúar 1973. Börn þeirra eru Steinar Freyr, f. 21. maí 1994, Berglind Birta, f. 28. desember 1999, Friðfinnur Steindór, f. 10. maí 2003, og Heiðrún Anna, f. 7. febrúar 2012. Fyrir átti Kristinn soninn Fannar Hólm, f. 18. mars 1990. Dætur hans eru Ása Brynja, f. 14. september 2009 og Katrín Rós, f. 27. september 2013. 4) Kristján Þór, f. 7. júní 1973, kvæntur Hönnu Björgu Mar- grétardóttur, f. 23. október Elsku pabbi okkar er fallinn frá og komið að kveðjustund. Dauðinn markar þáttaskil og það er okkur eðlislægt að óttast það sem við þekkjum ekki. Það er sárt til þess að hugsa að sam- verustundirnar verði ekki fleiri í þeim veruleika sem er okkur sýnilegur. Við viljum trúa því og treysta að við eigum eftir að hitt- ast á ný og erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með pabba okkar. Það er margs að minnast og þakka fyrir þegar komið er að kveðjustund. Pabbi reyndist okkur góður og ástríkur faðir. Hann var klettur í tilveru okkar allra sem við höfum alltaf getað leitað til og fengið stuðning frá. Það var alltaf hægt að treysta á hjálpsemi hans, hvort heldur sem verkin voru stór eða smá. Persónuleiki hans var heil- steyptur og einkenndist af ein- lægni, heiðarleika, samvisku- semi, réttsýni og mikilli innri hlýju. Þessir þættir hafa haft mótandi áhrif á okkur systkinin sem einstaklinga og lifa áfram í minningunum. Pabbi var húsasmíðameistari að mennt og vann við þá iðn stór- an hluta ævi sinnar. Hann vann einnig önnur störf, t.d. sjó- mennsku og fiskvinnslu. Pabbi hafði alltaf vandvirkni, sam- viskusemi og dugnað að leiðar- ljósi við störf sín. Sem dæmi um vandvirkni pabba smíðaði hann harðviðarhurð sem útskriftar- verkefni árið 1961. Þessi hurð stendur enn og er búin að standa af sér margvíslega veðráttu. Pabbi byggði sér og fjölskyldu sinni heimili, Birkimel á Greni- vík. Við byggingu Birkimels sýndu pabbi og mamma mikinn dugnað og samviskusemi. Þau vildu ekki eyða um efni fram og því bjó fjölskyldan einungis á neðri hæðinni til að byrja með. Síðan varði hann frítíma sínum í að klára efri hæðina. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Hann var meðvitaður um líðan okkar og fylgdist vel með barnabörnum sínum og langafa- börnum. Það gladdi hann sérlega mikið að heyra að barnabörnin vildu mennta sig, stunda íþróttir og ferðast. Ef til vill upplifði hann margt í gegnum þau sem hann hefði viljað gera. Pabbi var vel lesinn og fylgd- ist alla tíð með fréttum og heimsviðburðum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málefnum. Til að mynda fannst honum illa vegið að smábátaút- gerðum og stjórnmálaákvarðan- ir voru honum misvel að skapi. Pabbi eyddi töluverðum tíma þegar hann bjó á Akureyri síð- ustu árin í bílskúrnum við að smíða listaverk. Þá ómaði iðu- lega falleg tónlist fyrir eyrum en hann hafði mikla unun af tónlist. Stórtenórarnir Bocelli, Pavarotti og Domingo voru í miklu uppá- haldi. Síðustu æviárin dvaldi pabbi á Dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík. Þar nutu þau mamma frábærrar umönnunar sem við erum mjög þakklát fyrir. Við þökkum pabba fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við átt- um með honum. Hann elskaði okkur og við elskuðum hann. Sá kærleikur verður varðveittur áfram og haldið á lofti til mömmu og afkomenda þeirra. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Hafðu hjartans þakkir fyrir styrka og farsæla handleiðslu alla tíð. Þín verður sárt saknað. Fanney, Elísa Jóna, Krist- inn Hólm, Kristján Þór. Elsku afi okkar, nú er komið að kveðjustund. Það virðist svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst alltaf til staðar, sama hvort það var í leik eða starfi. Allar minningarnar sem við eigum um þig munum við geyma í hjörtum okkar og hlökkum til að segja börnum okkar sögur af þér í komandi framtíð. Við munum sakna þess að koma í heimsókn til ykkar ömmu og finna lyktina af nýbök- uðum kleinum, hlusta á útvarpið og gæða okkur á brjóstsykrinum sem amma laumaði til okkar og þú stalst í með okkur. Það var alltaf ákveðin ró að koma í heim- sókn til ykkar, þú varst alltaf svo yfirvegaður og rólegur. Við mun- um eftir þér brosandi og það var alltaf stutt í hláturinn. Þegar við barnabörnin sett- umst niður til að skrifa þessi orð komumst við að því að flest okk- ar áttum við eina sterka sameig- inlega minningu. Þegar þú sast í hægindastólnum þínum, inni í stofu með okkur, sokkinn í Tinna-teiknimyndirnar sem þér þóttu ekki síðri en okkur. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum með þér yfir þessum teiknimyndum. Við hófumst því handa við að bera saman bækur okkar og í ljós komu margar skemmtilegar minningar um hann afa okkar. Vorið 2015 þegar Steinar var staddur í Víetnam sá hann mál- aða mynd af teiknimyndapersón- unni Tinna í Saigon. Honum varð þá strax hugsað til afa Ása og ákvað, þrátt fyrir að myndin hafði kostað hálfa milljón í þar- lendri mynt, að festa kaup á verkinu. Það situr fast í minni Brynjars þegar hann gisti hjá afa og ömmu. Í ófá skipti vakn- aði hann um miðjar nætur við söng og eftir þónokkur gisti- kvöld komst hann að því að það var afi sem söng þennan óperu- söng upp úr svefni. Fannar man helst eftir heimsóknunum til afa og ömmu í Birkimel sem ein- kenndust af því að amma var uppi í eldhúsinu að baka eitthvað ljúffengt. Á meðan var afi í bíl- skúrnum að dunda sér. Hann var alltaf til í að smíða eitthvað með okkur, alveg sama hvað það var. Óháð því hversu galin hugmynd- in var. Honum tókst alltaf með einhverjum ótrúlegum hætti og vandvirkni sinni að töfra fram hin ýmsu listaverk með okkur þar. Þær voru margar stundirnar sem við áttum með þér, elsku afi. Við minnumst þeirra með hlýhug og varðveitum þær áfram með okkur. Við minnumst þín sem kærleiksríks, yfirvegaðs og ein- lægs manns sem seint verður gleymt. Hvíldu í friði, elsku afi, minning þín er ljós í lífi okkar. Þín barnabörn, Fannar Hólm, Brynjar Hólm, Steinar Freyr, Arnar Pálmi, Berglind Birta, Ásdís Marín, Friðfinnur Steindór, Hildur Ólöf, Heiðrún Anna og Margrét Fanney. Karl Ásmundur Hólm Þorláksson ✝ RagnheiðurGuðmunds- dóttir fæddist áMýrargötu 1 í Reykjavík 24. jan- úar 1929. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Anna Sæmunds- dóttir, f. 26.11. 1901, d. 28.9. 1980, og Guð- mundur Þórarinn Tómasson, f. 31.1. 1903, d. 2.12. 1945. Ragnheiður var elst fimm systkina, tvíburabræður henn- ar voru Sæmundur, f. 14.12. 1930, d. 1.11. 2001, og Tómas, f. 14.12. 1930, d. 15.11. 1993, Guðmundur Ingi Guðmunds- son, f. 22.10. 1932, d. 14.6. 2006, og Guðbjörg, f. 7.11. og Íris María, f. 14.7. 1993. Ragnheiður stundaði ýmsa vinnu. Hún vann í leðurgerð- inni Merkúr á Fálkagötu og við afgreiðslu í Kjötbúðinni Klein á Baldursgötu og í fisk- búðinni Sæbjörgu á Nönnu- götu. Hún vann við hlið móður sinnar í hraðfrystihúsinu Ís- birninum, þar sem þær flök- uðu í akkorði og um tíma vann hún á síldartogara og saltaði síld í tunnur. Hún vann í námsflokkunum í Miðbæj- arskólanum, í ávaxtadeild í Nóatúni í JL-húsinu en hætti þar þegar hún var rúmlega 60 ára og eftir það gætti hún barna í heimahúsi um skeið. Hún vann einnig í veitingasöl- unni Adlon og þar hitti hún mann sinn Gunnlaug. Þau tengdust ævilöngum böndum og bjuggu í 35 ár í Miðstræti 10, uppi á kvisti og sáu yfir Tjörnina og Vesturbæinn, síð- ar fluttu þau að Boðagranda 6, þar sem þau bjuggu saman í 14 ár. Útförin fór fram frá Garða- kirkju 23. apríl 2018. 1942, d. 10.11. 1942. Ragnheiður var gift Gunnlaugi Hjartarsyni,f. 15. apríl 1928 á Þing- nesi í Borgarfirði, d. 16. maí 2014 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guðný Magn- úsdóttir, f. 17. ágúst 1908, d. 14.3. 1999, og Hjörtur Vilhjálmsson, f. 4.10. 1895, d. 23.9. 1958. Ragnheið- ur og Gunnlaugur áttu dótt- urina Steinunni Önnu Gunn- laugsdóttur, f. 23.6. 1965. Eiginmaður Steinunnar Önnu er Leifur Björn Björnsson, f. 28.10. 1965, börn þeirra eru; Ragnheiður Harpa f. 11.2. 1988, Rakel Mjöll f. 16.12. 1989, Viktor Már, f. 9.9 .1991, Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist 1929. Móðir hennar var harðdugleg verkakona sem flakaði á við hraustustu karl- menn og faðir hennar var rösk- ur kyndari en kom í land, keypti sér vörubíl og ók honum. Hann dó þegar Ragnheiður var 16 ára og fjölskyldan stóð bak í bak til að ná endum saman. Ragnheiður hélt áfram skóla- göngu það árið, varð gagnfræð- ingur á meðan bræður hennar unnu og síðar lagði hún sitt af mörkum til að tveir bræðra hennar gætu farið í Stýri- mannaskólann. Tómas varð stýrimaður og Ingi skipstjóri í Vestmannaeyjum en Sæmund- ur varð verkamaður í Reykja- vík. Ragnheiður gegndi ýmsum störfum, m.a vann hún við fisk- verkun í Ísbirninum, afgreiðslu í Sæbjörgu og þjónustu á veit- ingasölunni Atlon. Ragnheiði var margt til lista lagt, hún var glögg á tölur og listræn í huga og höndum. Hún lærði að mála í Myndlistaskóla Reykjavíkur, síðar tók hún þátt í félagsstarfi aldraðra á Afla- granda þar sem hún málaði myndir á striga og postulín. Hún málaði fagrar landslags- myndir með olíulitum og heim- ili þeirra hjóna var prýtt foss- um, fjöllum og blómum. Hún var náttúruunnandi og notaði þau tækifæri sem gáfust til að ferðast um landið og oft safnaði hún steinum og skeljum úr fjörunni. Ragnheiður var mikil hann- yrðakona og var í prjónaklúbbi Rauða krossins. Hún saumaði sér upphlut og á 17. júní fóru hún og vinkonur hennar í þjóð- búningum til hátíðahalda í bænum, stoltar og glaðar. Barnabörnin fengu handunnar flíkur frá ömmu sinni, m.a. handprjónaða bleika kjóla og bláa peysu, en blátt var uppá- haldsliturinn hennar. Hún ræktaði blóm sem hún vökvaði á hverjum degi og tók myndir af þeim þegar þau blómstruðu. Ragnheiði fannst gaman að hlaupa. Á yngri árum hljóp hún 100 metrana á 11,4 sekúndum, sem var Íslandsmet á þeim tíma. Þegar hún var fimmtug hljóp hún í maraþonhlaupi og vann til verðlauna. Hún var selskapskona. Á af- mælunum var mikið tilstand, afmælisbollarnir voru dregnir fram og á kvistinum á Mið- stræti 10 ilmaði allt af pönnu- kökubakstri. Hún dreif sig í kjólinn á síð- ustu stundu, svo birtist fjöl- skyldan og vinkonurnar og oft var glatt á hjalla. Svo gerðist það einn daginn í Miðstrætinu að síminn hringdi sem oftar. En nú hljómaði ókunn rödd sem tilkynnti Ragnheiði að hún hefði fengið hæsta vinninginn í happadrætti HÍ og þá fór boltinn að rúlla. Ragnheiður keypti sér bíl og lærði að keyra á nýjan leik. Nú gat hún keyrt hvert sem henni sýndist, gat boðið Gulla í ferða- lög og kringum landið, jafn- framt ferðaðist hún til Banda- ríkjanna og Danmerkur. Ragnheiður var hreinskilin, heiðarleg og ákveðin. Hún hafði skemmtilega framkomu og var oft snögg upp á lagið. Hún vildi vera kvitt við allt það fólk sem hún umgekkst. Í hennar upp- vexti tileinkaði fólk sér nægju- semi og hún kunni þá list alla ævi en hún var gjafmild við aðra og vildi allt gera fyrir sitt fólk. Skapgerðin hélst þótt hún gleymdi ýmsu undir það síðasta en hún var glöð og sátt, og stutt var í kímnina. Á Hrafn- istu fylgdist hún með því að sambýlisfólkið fengi þá aðstoð sem það þurfti og lagði til það sem henni fannst að betur mætti fara, enda dugnaður hinnar sívinnandi húsmóður henni afar tamur. Ég kveð með þakklæti ynd- islega móður sem með ástúðu og hlýju umvafði mig og mína fjölskyldu. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma mín Ragnheið- ur, ég sit hér á veröndinni í sveitasælu í New York-ríki að hugsa til þín. Í gær dreymdi mig draum þar sem þú og afi voruð að taka á móti fólki í veislu. Þið knús- uðuð það svo innilega, hlóguð og brostuð. Ég stóð á hliðarlínunni og naut þess að horfa á þessa væntumþykju. Ekki þekkti ég fólkið sem gekk þar inn en mér þótti vænt um það, því það var augljóst að ykkur þótti vænt um það allt. „Ég vona að þetta sé ætt,“ varstu vön að segja þegar þú settist niður til borðs með okk- ur hinum eftir að hafa útbúið fallegt veisluborð með alls kon- ar kræsingum. Pönnukökurnar þínar frægu, rjómatertur og gamaldags heimalagað heitt súkkulaði með rjóma. Oft voru dásamlegu vinkonurnar þínar, Sibba og Sigrún, í kringum borðið með okkur og við skipt- umst á að hrósa þér fyrir þess- ar glæsilega veislu. Hrósi varstu ekki hrifin af en þú gast þó tekið á móti því eftir nokkr- ar tilraunir. Með þitt fallega brúna síða hár, hjartalaga and- lit, kirsuberjarjóðar kinnar og hlýja brosið þitt varstu ein fal- legasta kona Reykjavíkur. Þetta minnti ég þig á í hvert skipti sem við hittumst og þú hlóst og svaraðir mér: „Nei, Rakel, þú ert sú sem er falleg.“ „Amma mín, hvaðan heldur þú að ég hafi fengið þessi gen, nú frá þér.“ Þá brostir þú og sagðir: „Jæja þá, ég er falleg!“ Þú varst fædd á þriðja ára- tugunum í Reykjavík. Borgin var allt önnur en við þekkjum í dag og tímarnir voru erfiðir fyrir fjölskyldu í miðbænum. Þú misstir föður þinn ung og elst systkina þína hjálpaðir þú móður þinni að halda fjölskyld- unni saman. Hörkudugleg stelpa sem þurfti fljótt að breytast í konu og fara í erfiðisvinnu. Það var líklegast lítill tími fyrir hrós og kynjabaráttan átti enn eftir breyta mörgu fyrir réttindi kvenna á vinnumark- aðnum. Það voru yfir sex áratugir á milli okkar, amma mín, og frá því að ég kom inn í þinn heim urðum við miklar vinkonur. Ég fæddist á sama tíma og þú fórst á eftirlaun. Þú varst ekki bara hörkudugleg, falleg og hlý heldur varstu gædd ýmsum listrænum hæfileikum sem þú gast einbeitt þér að á þessum eldri árum. Landslagsmyndirn- ar þínar sýndu ást þína á nátt- úrufegurð Íslands, en þér fannst svo gaman að fara í ferðalög og taka okkur barna- börnin með. Undanfarin ár hefur mér fundist það vera erfitt að vera búsett erlendis og fjarri þér. En í hvert skipti sem ég kom heim lá leiðin upp á Hrafnistu til þín. Það fylgdi viss ró og gleði í nýja lífinu þínu þar. Ellin og minnið var farið að segja til sín svo þú lifðir í núinu. Í þessum heimsóknum mínum fannst okkur skemmtilegast að syngja saman lög úr æsku þinni; Hvít- ir mávar, Einu sinni á ágúst- kvöldi, Á Sprengisandi. Þú mundir hvert einasta orð úr hverri vísu þótt þú myndir lík- legast ekki í hvaða landi ég byggi. Þannig er tónlistin dásamleg og tengdi okkur. Svo ég hafði það fyrir vana að biðja þig um að syngja með mér í hverri heimsókn. Eftir eina af þessum söngstundum okkar fannst þér réttast að við stofnuðum hljóm- sveit. „En hvað ætti hún að heita?“ spurði ég. „Gleymmér- ei,“ sagðir þú og brostir. Rakel Mjöll Leifsdóttir. Ragnheiður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.