Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 Ef ég ætti að velja frænda mínum Gunnari Egilson ein- kunnarorð, þá kæmi „hrókur alls fagnað- ar“ fyrst í hug. Samt var hann ekki að trana sér fram. Þrátt fyrir mikla útgeislun sóttist hann ekki eftir því að vera í sviðsljósinu. Alls staðar glaðnaði yfir mönnum þeg- ar Gunnar Egilson var nefndur og sögurnar komu á færibandi. Hann var góðum gáfum gæddur, en kom frekar upp andstæðri ímynd af sjálfum sér með heimsku- og hrakfallasögum. Við vorum systk- inasynir og höfum fylgst að í gegnum lífið þó að búseta hans úti á landi hafi skilið okkur nokkuð að. Hann var nákvæmlega árinu eldri en ég. Hann var strax á unga aldri kaldur karl sem ég bar mikla virðingu fyrir. Síðar varð Gunnar hálfgerð goðsagnapersóna með skemmtisögum sínum og uppá- tækjum. Ég ber alltaf í veskinu nafn- spjald frænda míns. Mér er sagt að á erlendum hestamannamótum hafi hrossaprangarar mikið fyrir því að koma nafnspjöldum sínum á sem flesta, en alltaf var biðröð að fá nafnspjald hjá Gunnari. Á því stendur: Gunnar Egilson Flugumferðarstjóri, söngvari, víngerð- ar-, hesta- og gleðimaður Air traffic-controler, tenor, winemaker, top horsebreeder and bohem. Gunnar frændi minn var hepp- inn að eignast hana Auði fyrir konu. Hann þurfti skilningsríka, þolinmóða konu með húmor fyrir uppátækjum hans og stríðni. Auð- ur var sannarlega kjölfestan í lífi Gunnars og samband þeirra var ástríkt og gott. „Ég þarf að skreppa til Egilsstaða og hvíla hana Auði í nokkra daga,“ sagði hann einu sinni við mig í gamni og alvöru. Það var margt sem Auður mátti þola, mikið vinastóð í kring- um hestana og alls kyns uppákom- ur. En hún tók öllu með skilningi og umhyggju. Það er mikill sjónarsviptir að manni eins og Gunnari Egilson. Gunnar Egilson ✝ Gunnar Egilsonfæddist 5. ág- úst 1936. Hann lést 6. maí 2018. Útför Gunnars fór fram 23. maí 2018. Margir munu finna sárt fyrir hvarfi hans, enda var hann hvers manns hug- ljúfi hvar sem hann var. Hann var ein- staklega traustur vinur vina sinna og mátti ekkert aumt sjá. Það er erfitt að hugsa sér Grundar- heimilið án Gunnars. Missir Auðar og allrar fjölskyld- unnar er mikill, en þessi eru örlög okkar allra og lífið heldur áfram. Við verðum að horfast í augu við það og reyna að ylja okkur við góðar minningar frá langri ævi. Við Martha sendum Auði og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minning Gunnars lifir í hugum okkar og hjörtum. Gunnar Már Hauksson. Að eiga afa þýðir ekki það sama fyrir hvern og einn og verandi 10 barnabörn á aldrinum 14-38 ára höfum við öll mismunandi minn- ingar og fengið ólík áhrif frá afa. Frá baggaheyskap á tíunda ára- tuginum og yfir í allar tækninýj- ungar 21. aldar, við eigum öll okk- ar sögu að segja. Jafnmörg og við erum, barna- börnin, áttum við öll okkar eigið samband með afa og okkar eigin hugljúfu minningar. Það sem hon- um einum var lagið var að hann myndaði einstaka tengingu á sinn hátt við hvert og eitt okkar. Á meðan sum okkar minnast helst heyskaparins í gamla daga, minnast aðrir strembinnar girð- ingavinnu í fjallinu og enn aðrir minnast helst allra sögustund- anna hans afa þegar sá gamli sat við endann á borðstofuborðinu í „afasæti“ og sagði okkur sögur af uppvexti sínum. Afi hafði sérstak- lega gaman af að segja okkur sög- ur. Hann hafði mikinn húmor fyrir sjálfum sér og hló gjarnan að sín- um eigin bröndurum, okkur barnabörnunum til mikillar gleði. Jólahátíðirnar á Grund eiga þó sérstakan stað í hjörtum okkar allra þar sem við hjálpuðum ýmist til við að reyta rjúpur á Þorláks- messunótt, skreyta jólatréð eða að sinna undirbúningi af ýmsu tagi. Það skipti ekki máli við hvað var fengist, það komu allir saman til þess að hjálpast að. Annað sem einkenndi afa var að hann var bæði tón- og söng- elskur. Hann hafði gaman af því að biðja okkur um að syngja fyrir sig, hvort sem hann tók undir eða spilaði á fiðlu með. Einkennislag afa var þá að sjálfsögðu lagið Mí- nóní Kúldání. Afi var mikill mannvinur, hann var vinmargur og tókst honum að eignast vini hvert sem hann fór. Fyrir okkur barnabörnin sýndi afi frábært fordæmi um hvernig á að takast á við þær áskoranir sem á vegi verða. Hann afi okkar þurfti þó einnig að takast á við sinn skammt af krefjandi verkefnum, eins og fylgt getur vaxandi aldri og ekki síður bóndalífinu. Afi tókst þó á við hverja hindrun sem á vegi hans varð með bros á vör, húmor og með aðdáunarverðri jákvæðni, jafnvel þegar allt á móti blés. Allir þeir sem kynntust afa á einhvern hátt hafa mismunandi sögur að segja um hann. Það sem stendur þó einna helst upp úr og er minnisstætt er hversu hlýja og góða nærveru hann afi hafði en hann bjó yfir þeim fágæta eigin- leika að skapa slíkt umhverfi þar sem öllum leið vel. Grund hefur í gegnum árin verið griðastaður fjölskyldunnar. Þangað er ávallt gott að koma. Afa verður sárt saknað en minning hans lifir áfram, í okkur og í öllum þeim sögum og minn- ingum sem við munum skemmta komandi kynslóðum með. Bless, elsku afi. Arna Stefánsdóttir, Auður Anna Jónasdóttir, Árni Stefánsson, Egill Örn Gunnarsson, Ivalu Birna Falck-Petersen, Íris Ósk Egilson, Jakob Atli Þorsteinsson, Kristján Elí Jónasson, Magnús Freyr Egilson og Sara Þorsteinsdóttir. Þegar við Dagný fluttum í Hólshús fyrir nokkrum árum tók Gunnar á Grund vel á móti okkur. Með glaðværð og hlýju fagnaði hann hverjum fundi við okkur og börnin okkar fjögur. Gunnar var hjálpsamur talsvert umfram lík- amlega getu en hann lét ekki ónýta mjöðm aftra sér frá bú- skapnum. Það var orðinn árlegur viðburður að Gunnar og Reynir í Hólshúsum bundu með okkur í þurrbagga og þá lagði Gunnar til vélar og vinnu. Þegar Dagný þurfti að vinna verkefni í námi sínu í iðjuþjálfun um hvernig aldr- aðir geta haldið áfram að stunda áhugamál sín var nærtækast að taka viðtal við Gunnar á Grund, vin okkar sem féll aldrei verk úr hendi. Þetta eru stundir sem verða ljóslifandi í hugum okkar um alla tíð. Í kringum Gunnar var einstök orka sem stafaði af hans mann- kostum. Þó að útreiðar hafi minnkað á Grund í seinni tíð var mikið um gestagang og ævinlega hringdi síminn hjá Gunnari þegar við sátum í testofunni. Ég man ekki eftir að Gunnar hafi orðinu hallað á nokkurn mann og hann vildi öll mál leysa með góðu. Gunnar var félagsmálamaður og brann fyrir hagsmuni hesta- manna. Við ræddum oft hrossa- rækt, hestamennsku og þau verk- efni sem eru brýn á því sviði. Þar var Gunnar lausnamiðaður og úr- ræðagóður. Lífið í „Grundarplássi“ verður aldrei eins aftur eftir fráfall vinar okkar á Grund. Það eru margir sem bjuggu við aukin lífsgæði vegna vinskapar við Gunnar. Að launum hlaut Gunnar mikla vin- áttu fólks um allt land og allan heim. Eitt sinn dvöldum við fjöl- skyldan í sumarhúsi austur á Hér- aði yfir helgi og þegar ég ætlaði að borga fyrir gistinguna eftir langt spjall, meðal annars um Gunnar, sagði bóndinn: „Ég rukka ekki vini Gunnars á Grund.“ Þetta lýsir vel þeirri virðingu sem var borin fyrir Gunnari á Grund. Við hjónin og börnin í Hólshús- um vottum Auði og öllum aðstand- endum Gunnars samúð. Við vitum að þau eru rík af minningum sem ylja og eru leiðarljós í lífinu fram- undan. Valur, Dagný og börn. Kveðja frá flugleiðsögusviði Isavia Gunnar hóf grunnnám í flug- umferðarstjórn árið 1965. Á starfsferli sínum öðlaðist hann réttindi til að starfa sem flugum- ferðarstjóri í flugturnunum á Eg- ilsstöðum og Akureyri, auk að- flugs- og ratsjárréttinda fyrir Akureyrarflugvöll. Árið 1981 fluttist Gunnar frá Egilsstöðum og hóf störf á Akureyrarflugvelli. Hann starfaði þar uns hann lét af störfum árið 1999 vegna starfs- lokaákvæða. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd starfsmanna flugleiðsögu- sviðs Isavia þakka Gunnari sam- fylgdina. Fjölskyldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri. ✝ Ásta JóhannaSigvaldadóttir fæddist á Unastöð- um í Kolbeinsdal, Skagafirði, 8. mars 1924. Hún lést á Droplaugarstöðum 24. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigvaldi Pálsson og Hólm- fríður Pálmadóttir, Ólafsfirði. Systkini hennar voru Ingibjörg Þuríður, f. 26. maí 1920, d. 4. júní 1925. Steingrímur Ingimar, f. 18. apríl 1932, d. 30. maí 2006. Ásta giftist Pétri Sigurðs- syni, vélstjóra. f. 15. júlí 1920, d. 7. október 1972. Börn þeirra eru Sigvaldi Hólm, f. 1943, Sig- ríður, f. 1944, d. 2000, Sigurður, f. 1948. Ásta eign- aðist níu barna- börn og 16 barna- barnabörn. Ásta og Pétur bjuggu á Ólafsfirði og Hofsósi fyrstu búskaparár sín en síðan lengst af í Reykja- vík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Í dag kveðjum við ömmu Ástu og langar mig að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orð- um. Fyrstu minningarnar mínar um ömmu tengjast heimsóknum fjölskyldunnar til hennar í Ljós- heimana. Ég man að amma átti alltaf ís og kók, sem hún bauð okkur upp á og þótti okkur systk- inunum þetta mjög gott og best var að blanda þessu tvennu sam- an þannig að kókið freyddi um allt. Amma var mikil handavinnu- kona og alltaf að vinna í einhverri handavinnu. Hún var vandvirk og flink og þó að sjónin væri farin að daprast hjá henni síðustu ár náði hún einhvern veginn alltaf að sinna handavinnunni. Hún tók líka upp á því að mála á seinni ár- um og var einnig mjög lunkin við það. Ég minnist þess þegar ég var í pössun hjá ömmu eina helgi að hún kenndi mér að prjóna ull- arsokka. Ég var yfir mig stolt af því að geta prjónað sokka, enda var ég ekki nema svona 8-9 ára, en amma hafði greinilega lag á því að einfalda verkið þannig að ég réði við það. Seinna aðstoðaði hún mig við flóknari verkefni, eins og að sauma buxur og kjól og hekla dúllur í teppi. Þó að teppið sé ekki fullklárað mun það ein- hvern tímann klárast og ég mun hugsa til elsku ömmu þegar ég sit við og hekla dúllurnar. Amma og Sigvaldi, sonur minn, voru góðir vinir og minn- umst við þess bæði að þegar við komum í heimsókn þá tíndi amma alltaf til allt sem til var í húsinu og bauð okkur t.d. rúsínu- kökur, snúða, kökur, kók eða appelsín og stundum soðkökur sem hún bakaði sjálf og voru hið mesta hnossgæti. Einn vetur þegar Sigvaldi var í grunnskóla þá hjólaði hann einu sinni í viku til ömmu Ástu og myndaðist fal- legt samband milli þeirra í þess- um heimsóknum, sem við erum þakklát fyrir. Það var því ein- staklega ánægjulegt að Sigvaldi skyldi hafa náð að dansa fyrir ömmu, rétt fyrir andlát hennar, gamla þjóðdansa á peysufatadag- inn þegar nemendur Kvenna- skólans komu í heimsókn á Drop- laugarstaði. Við Sigvaldi kveðjum ömmu með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Laufey Alda Sigvaldadóttir. Ásta Jóhanna Sigvaldadóttir ✝ SigtryggurDavíðsson, fæddur 10. mars 1930, dáinn 15. apríl 2018. Yngsta barn foreldra sinna, Davíðs Vil- hjálmssonar, bónda á Ytri-Brekkum á Langanesi, og konu hans, Sigrún- ar Ragnhildar Sveinbjörnsdóttur. Systkini hans voru Axel, Sigríð- ur, Guðbjörg og Elín, öll látin. Fósturforeldrar hans voru Guð- jón Þórðarson og Kristín Salína Jónsdóttir, bændur á Jaðri á Langanesi. Fóstursystkini hans Þórdís (dó ung), Margrét, Þór- dís, Steinunn, Óskar og Jónína. Einnig Margrét Kjartansdóttir og Guðjón Davíðsson. Sig- tryggur giftist Guðbjörgu Sæ- mundsdóttur, fædd 9. sept- ember 1929 í Litla-Gerði í Dalsmynni, dáin 22. október 1986. Börn þeirra eru Sigrún, f. 7. desember 1964, Sæmundur, f. 23. febrúar 1967, giftur Kristínu Sig- urveigu Her- mannsdóttur, f. 4. júlí 1967. Synir þeirra eru Davíð, f. 8. júní 1992, sam- býliskona Elín Pálmadóttir, f. 20. febrúar 1994, og Hermann, f. 30. mars 1994, sam- býliskona Hjördís Ragna Friðbjarnardóttir, f. 29. nóvember 1994. Sveinn, f. 22. nóvember 1970, giftur Önnu Báru Bergvinsdóttur, f. 2. maí 1972. Dætur þeirra eru Guð- björg Ósk, f. 6. desember 1996, sambýlismaður Arnór Reyr Rún- arsson, f. 13. febrúar 1996, Rak- el Lind, f. 19. janúar 1998, og Sigurlaug Anna, f. 23. desember 2005. Sigtryggur var menntaður vélvirki og rennismiður og starf- aði við það alla ævi. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna 24. apríl 2018. Fyrstu minningar mínar um Sigtrygg föðurbróður minn ná aftur í frumbernsku. Ég man hann fyrst sem Tryggva frænda á Jaðri, en Jaðar var nýbýli úr Ytri-Brekkum þar sem hann var fæddur, yngstur fimm systkina. Faðir minn var elstur og bjó á Brekkum á þessum árum, mikill samgangur var á milli heimil- anna. Alla tíð var mjög kært með þeim bræðrum þótt Tryggvi færi aðeins eins árs gamall í fóstur að Jaðri en faðir minn eyddi sínum unglingsárum austur í Vopnafirði. Minning lifir um unglinginn Tryggva, þar sem hann sat í eldhúsinu og passaði okkur systur. Við höm- uðumst sem mest við máttum, hann fylgdist með að ekkert færi úrskeiðis en ekki skammaði hann okkur, ég hugsa að hann hafi aldrei skammað nokkurn mann en gæti trúað að hann hafi haft gaman af uppátækjum okk- ar. Tryggvi var rólyndur og hafði létta lund, sá skoplegu hliðarnar á málunum. Hann fylgdist vel með þjóðmálunum og hafði gaman af að ræða mál- in, kom oft með óvæntar athuga- semdir og hleypti lífi í samræð- urnar. Það var alla tíð skemmtilegt og sérlega notalegt að vera í návist hans allt frá því að ég, smákrakkinn, fékk að sitja í hjá honum í vörubílnum þegar hann var í vegavinnu þar til ég kvaddi hann á sjúkrabeði, sáttan við lífið og það sem verða vildi. Ungur að árum réð hann sig sem vélgæslumann við frystihúsið á Þórshöfn en þær vélar sköffuðu einnig þorpinu rafmagn. Hann reyndist ábyrg- ur í því mikilvæga starfi, það átti við hann. Vorið 1958 fluttist hann til Akureyrar og lærði vél- virkjun og rennismíði. Tryggvi vann lengst af í Vélsmiðjunni Odda og var flinkur í iðn sinni. Á Akureyri kynntist hann Guðbjörgu, sinni góðu eigin- konu. Þau byggðu sér fallegt hús í Vanabyggð 10 og þar ól- ust börnin upp við mikið ást- ríki. Hún var afar myndarleg og hagsýn húsmóðir og hann fyrirvinnan trausta. Hlýjan, umhyggjusemin, glaðværðin og gestrisnin réðu ríkjum. Vinir barnanna sóttu mjög til þeirra, þar á meðal yngsti sonur minn, sem var sjö ára þegar ég var við nám á Akureyri ásamt börnum mínum. Marga stund lék sá litli sér í Vanabyggðinni og oft gættu þau Tryggvi og Dúdda hans þegar kennsla var síðdegis. Öll nutum við stuðn- ings þeirra og hjálpsemi og marga ánægjustund áttum við saman. Eftir að Dúdda lést, langt um aldur fram, hélt Tryggvi ótrauður áfram, bar harm sinn í hljóði og hlúði að börnum sín- um. Þegar þau stofnuðu sín heimili eitt af öðru fluttist hann í litla íbúð að Víðilundi þar sem heimili hans stóð síðan. Eftir að Tryggvi fór á eftirlaun var hann mikið til skiptis hjá son- um sínum, bændunum Sæ- mundi og Sveini, tók þátt í bú- skapnum, lagfærði vélar og skutlaði barnabörnum. Að fylgjast með þeim var hans líf og yndi. Rúna, dóttir hans, studdi hann síðari árin og þau voru hvort öðru félagar. Þau ferðuðust saman um landið á sumrin, dvöldust í sumarhúsum og heimsóttu vini og kunningja. Það var bæði gefandi og gaman að hitta þau, þau gáfu sér tíma til að stansa. Ég og mitt fólk nutum þessara heimsókna. Tryggvi frændi var einstakur öðlingur. Blessuð sé minning hans. Kæra frændfólk, innilegar samúðarkveðjur. Björk Axelsdóttir. Sigtryggur Davíðsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hliðsnesi, lést á sjúkrahúsinu í Hamar, Noregi, föstudaginn 18. maí. Kistulagning og bálför mun fara fram á sjúkrahúsinu Innlandet í Hamar, Noregi, að beiðni hinnar látnu föstudaginn 1. júní. Minningarathöfn á Íslandi fer fram síðar í sumar. Júlíana Karlsdóttir Víðir Jóhannsson Þórunn Hafdís Karlsdóttir Bjarni Guðmann Ólafsson Heiða Björk Karlsdóttir Sigurjón Heiðar Hreinsson Guðmundur Karl Karlsson Anna Káradóttir Þór Karlsson Tinna Lárusdóttir Freyr Karlsson Rósa Kristín Jensdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.