Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 38

Morgunblaðið - 26.05.2018, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 ✝ Birgir SnærGuðmundsson fæddist í Reykjavík 18. september 1984. Hann lést á heimili sínu 13. maí 2018. Foreldrar hans eru Guðmundur Rúnar Ólafsson, f. 28. júlí 1956, og Linda Björk Magn- úsdóttir, f. 12. ágúst 1956. Bræður Birgis Snæs eru: Gylfi Freyr, f. 3. nóvember 1979, Hjalti Þór, f. 14. maí 1983, og Andri Fannar, f. 26. október 1992. 18. júlí 2014 giftist Birgir Snær Köru Rut Hanssen, f. 12. desember 1990. Þau skildu 2016. Sonur þeirra er Markús Leví Hanssen Birgisson, f. 16. janúar 2013. Birgir Snær ólst upp í Setbergs- hverfinu í Hafn- arfirði og gekk í Setbergsskóla, Flensborgarskóla, Iðnskólann í Hafn- arfirði (húsgagna- smíði) og Tækni- skóla Íslands (flug- virkjun). Hann var félagi í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði og síð- ar í Björgunarsveit Hafn- arfjarðar. Hann vann mikið við smíðar og ýmiss konar akstur, s.s. með ferðamenn og fleira því tengt. Frá haustinu 2017 starfaði hann sem flugvirki hjá Icelandair. Útför Birgis Snæs fór fram í kyrrþey. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi) Guð geymi þig, elsku Birgir Snær. Amma og afi, Ólafur K. Guðmundsson og Sigurlaug J. Jónsdóttir. Elsku Birgir okkar, við eig- um erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur, þú sem áttir allt lífið fram undan. Þín verður sárt saknað. Markús okkar leit upp til þín og varst þú ofurhetjan hans. Það kann líklega enginn að skrifa svona grein og hvað þá að vera undirbúinn dauðanum þeg- ar hann kemur fyrirvaralaust. Fjölmargar minningar koma í huga okkar um þig sem eru svo dýrmætar og munu þær lifa um ókomna tíð. Dagurinn sem ég tilkynnti þér að þú værir að verða pabbi, þvílík gleði. Hringferðin okkar þegar stráksi var aðeins sex mánaða, sumarbústaðarferðirnar og flugeldabrjálæðið um hver ára- mót. Þegar þú komst heim með risastórt nýtt sjónvarp og sagð- ir: „Iss, erum við ekki að fara í fæðingarorlof?“ Dansæfingarnar fyrir brúð- kaupið, þú stóðst þig svo vel þrátt fyrir algjört taktleysi. Þú sem lofthræddasti maður sem ég hef kynnst fórst samt upp Eiffelturninn með mér í París og snjóferðin mikla í Heiðmörk með Markús Leví svo eitthvað sé nefnt. Þú varst frábær karakter með gott hjarta þrátt fyrir að geta stundum farið í taugarnar á fólki, herra „know-it-all“. Markús minnist þess bros- andi þegar hann hugsar um það skipti sem þið feðgarnir sofn- uðuð saman í sófanum og sváfuð þar alla nóttina. Svo getur hann hvergi séð flugvél án þess að tilkynna öll- um að pabbi sinn hafi lagað hana. Lífið heldur víst áfram en verður aldrei eins án þín. Við Jóhann Þór höldum vel utan um drenginn okkar og pössum að minningu þinni sé haldið á lofti. Við söknum þín öll. Verum góð hvert við annað eins og afi Maggi orðaði það. Kara Rut Hanssen og Markús Leví Hanssen Birgisson. Elsku Birgir. Ég hef margoft hugsað um það í gegnum árin hvað ég er heppinn að eiga svona marga eldri bræður. Þið pössuðuð alltaf upp á litla bróð- ur þegar við vorum yngri þótt það hafi nú stundum verið stutt í stríðnina. Síðustu daga hefur verið gott að rifja upp allt sem við gerðum saman, ferðina til Flórída í fyrra og þá sérstaklega daginn sem við vörðum tveir saman í Universal-garðinum, þeim degi mun ég aldrei gleyma. Einnig ferðina okkar með mömmu og pabba til Manchester síðasta haust, þó svo að þú hefðir senni- lega frekar valið að fara á Liv- erpool-leik. Það er enn svo óraunverulegt að það vanti inn í hópinn og ég skil það ekki til fulls, allt í einu er stórt skarð í fjölskyldunni sem verður lengi að venjast. Það er ótrúlega erfitt að kveðja þig, elsku Birgir, en ég vona að þú sért kominn á betri stað þar sem þér líður vel og ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum, ekki síst Markúsi þínum. Ég veit að þú munt aldrei sleppa hendinni af honum. Hjartans elsku besti bróðir, brosandi með þelið hlýja, oft þú fórst um fjallaslóðir, finna vildir staði nýja. Nú í skjólin flest er fokið, flæða úr augum heitu tárin, fyrst að þinni leið er lokið, lengi brenna hjartasárin. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina, alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, þig við biðjum guð að geyma, gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég sakna þín sárt og mun elska þig ævilangt. Þinn litli bróðir, Andri Fannar. Við bíðum þess öll að vakna af hræðilegum draumi. Vakna til veraldar þar sem Birgir bróðir minn gæti fundið ham- ingjuna áhyggjulaus og þyrfti ekki að kljást við þá erfiðleika sem fylgdu honum svo lengi. Eftir sitjum við hnípin, full spurninga og eftirsjár að hafa ekki getað veitt Birgi þá aðstoð og stuðning sem hann þurfti svo sárt. Því miður virtist hann ekki sjá eða geta þegið þá hjálp sem honum stóð til boða. Aðeins rúmt ár skildi okkur Birgi að í aldri og flestallar æskuminningar mínar því sam- ofnar hans. Við áttum þó ekki alltaf skap saman og enduðu ófáar leik- stundirnar með gráti og hávaða, oftast líklega vegna þess hversu stríðinn ég var. Bræðraböndin voru þó ávallt sterk og við reyndum að passa vel hvor upp á annan, þó betur hefði mátt ef duga skyldi. Við áttum ófáar samveru- stundir í tjaldi eða skála í ská- taútilegum með Hraunbúum, fjallgöngum með góðum vinum eða hjólatúrum og klifurferðum upp í Valaból. Eins unnum við saman við skógrækt að Hreðavatni á ung- lingsárunum. Bræðrakærleikn- um fann ég hvað sterkast fyrir þegar Birgir slasaði sig í ferða- lögum, fékk mígreni eða of- næmi, sem var ósjaldan. Fann ég þá sárt til með honum, sat við og hlúði að litla bróður. Björgunarsveitin átti hug og hjarta Birgis, starfið og fé- lagsskapurinn gaf honum mikið og greinilegt að viska hans, þekking og reynsla nýttist þar vel. Birgir vissi nefnilega yfirleitt allt best og gat verið með ein- dæmum þrjóskur. Matartímarnir í Lækjar- bergi voru oft vettvangur hressilegra rökræðna þar sem allir höfðu sterkar skoðanir og þar fór Birgir fremstur í flokki. Staðreyndin er sú að hann var fróður um svo ótal margt, enda hafði hann víð- tæka reynslu af hinum ýmsu störfum og hafði hann einnig lagt stund á margskonar nám á sinni lífsleið. Birgir virtist loksins finna sína hillu í lífinu þegar hann stundaði nám í flugvirkjun, sem hann kláraði með glæsi- brag. Reyndar svo miklum að hann fékk fjölmargar viður- kenningar fyrir framúrskar- andi árangur. Það lá ljóst fyrir að iðngrein þessi átti vel við hann, enda með eindæmum handlaginn og vinnusamur, ná- kvæmur og fastur fyrir. Birgir hafði ótal kosti til að bera og var svo margt til lista lagt, þó hann hafi kannski ekki alltaf gert sér grein fyrir því sjálfur. Mest af öllu blómstraði hann þó í föðurhlutverkinu, en gull- molinn hans, Markús Leví, var augasteinn Birgis. Sem faðir hafði hann enda- lausa þolinmæði og umburðar- lyndi og naut þess mest af öllu að eyða tíma með Markúsi. Gífurlega stórt skarð hefur nú verið höggvið í tilveru lítils snáða, sem kemur til með að sakna yndislegs pabba. Það er okkar að halda minn- ingu elsku Birgis á lofti og það munum við gera, sannfærð um að hann lifi áfram í Markúsi litla sem við hlúum nú að. Elsku bróðir, ég kveð þig með trega og söknuði og vona að þú gangir nú frjáls í ham- ingjunnar landi. Hjalti Þór og fjölskylda. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Bros hans svo bjart náði til augnanna. Lítill hrokkinn koll- ur, ljós yfirlitum. Dundari og lestrarhestur. Skáti, síðar björgunarsveitarmaður, hafði auga og næmi fyrir náttúrunni. Góður faðir, stoltur af litla drengnum sínum. andlaginn, hjálpsamur og ljúfur. Nú er elskulegur bróðurson- ur horfinn til annarra heim- kynna og ég bið þess að englar ljóssins fylgi honum inn í eilífð- ina. Elínborg Jóna Ólafsdóttir. Þér góðir englar lýsi leið, er liðið hefur dapra neyð, og flytji þig í hásal hans, sem huggun best er sálu manns. ... Friðarkærleiks góður Guð, sem gefur allan lífsfögnuð, verndi þig og veiti frið. Vel ég þess af hjarta bið. (Gísli á Uppsölum) Blessuð sé minning þín, elsku frændi. Berglind Eik. Elsku hjartans Birgir minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín frænka, Kristín (Didda). Þann 18. september 1984 fæddist 3. sonur systur minnar. Hann var bjartur yfirlitum og fallegur drengur. Hann kom oft í heimsókn í sveitina með foreldrum sínum og bræðrum. Það var hefð hjá okkur systrum að halda jóladag saman. Minnisstætt er þegar hann var yngri ásamt fleirum hvað hann hræddist jólasvein- inn sem kom alltaf í heimsókn með pakka, fyrst var einhver fullorðinn sem tók að sér jóla- sveinahlutverkið síðan elstu börnin í hópnum, þá gjarnan tvö saman. Síðan líða árin og frændi vex úr grasi vel gerður drengur allt- af síbrosandi, og þannig minnist ég hans. En stundum er á brattann að sækja, það var ekki alltaf auð- velt hjá Birgi mínum. Ég minn- ist þess þegar við gengum sam- an á Ingólfsfjallið eitt sumarið í grenjandi rigningu er við vorum saman fjölskyldan í sumarbú- stað hjá ömmu og afa. Það var gaman að fylgjast með þér verða pabbi og það hlutverk fór þér vel. Eftir að Markús fæddist varstu dulegur að kom við í sveitinni ef þú áttir leið hjá. Elsku Birgir, hvað ég hefði viljað hafa þig lengur hér hjá okkur. Elsku Markús, Linda systir og fjölskylda. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Heba Magnúsdóttir. Birgir Snær Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi minn. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð. Þú veist að þú varst ofurhetjan mín, og var ég líka sólin þín. Ljósið þitt, Markús Leví. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, AXELS JÓHANNESSONAR húsgagnasmiðs, áður til heimilis í Ægisgötu 15. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís A. Colbe Anker Colbe Björn Þröstur Axelsson Anna Halldóra Karlsdóttir Steingerður Axelsdóttir Jóhannes Axelsson Sigrún Arnsteinsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ANDRÉSSONAR bónda, Húsagarði í Landsveit. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Einnig þökkum við öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem á einn eða annan hátt sinnti honum í veikindum hans fyrir góða umönnun og hlýhug. Ólafía Sveinsdóttir Dýrfinna Björk Ólafsdóttir Markús Óskarsson Gunnlaugur Sveinn Ólafsson Ingunn Björg Arnardóttir Ragnheiður Árbjörg Ólafsd. Eiríkur Ari Valdimarsson Andrés Guðmundur Ólafss. Kristín Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HELGA JÓNS MAGNÚSSONAR húsasmíðameistara, frá Vesturhúsum, Áshamri 1c, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót við Helga og fjölskyldu. Unnur Tómasdóttir Ólöf Helgadóttir Kristján L. Möller Tómas Helgason Jenny van der Horst Kristinn Helgason Þórhildur Rún Guðmundsd. og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA JENNÝ MARTEINSDÓTTIR frá Björgvin í Vestmannaeyjum, Suðurvör 2, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og einstaklega hlýtt viðmót. Adólf Sigurgeirsson Kjartan Fr. Adólfsson Geirlaug Geirdal Margrét Adólfsdóttir Ingi B. Sverrisson Sigrún Adólfsdóttir Thomas Gausepohl Jenný, Edda, Linda og Aron Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU PÁLSDÓTTUR, Heiðargerði 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. apríl. Pálmar Kristinsson Hallfríður Frímannsdóttir Halldór Kristinsson Gunnar S. Kristinsson Gréta Vigfúsdóttir Sævar Kristinsson Ólöf Kristín Sívertsen barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.