Morgunblaðið - 26.05.2018, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
Kammersveit Reykjavíkur býður til
suðrænnar tónlistarveislu á loka-
tónleikum starfsársins í Norður-
ljósum í Hörpu á morgun, sunnudag,
kl. 17. „Yfirskrift tónleikanna er
Aires Tropicales og vísar bæði til
eins tónverksins á efnisskránni og
einnig til uppruna tónskáldanna, en
þau koma frá Brasilíu, Kúbu, Uru-
guay, Spáni og Argentínu. Boðið er
upp á hressilega tangóstemningu,
spænska balletttónlist og kúbverksa
dansa, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í
tilkynningu frá sveitinni. Flutt verða
verk eftir Heitor Villa-Lobos, Pa-
quito D’Rivera, Miguel del Águila,
Miguel del Águila og Astor Piaz-
zolla.
Glöð Kammersveit Reykjavíkur leikur í Norðurljósum í Hörpu á morgun.
Suðræn veisla Kammer-
sveitarinnar í Hörpu
Kanarí, 30 mínútna löng heimildar-
mynd sem frumsýnd var á hátíðinni
Skjaldborg fyrir viku, verður sýnd
á morgun í Bíó Paradís á sérstakri
hátíðarsýningu kl. 17.30.
Kanarí fjallar um Íslendinga-
samfélagið á Gran Canaria, einni
Kanaríeyjanna, og ensku ströndina
svonefndu, Playa del Inglés, og í
henni kemur meðal annars fram
Klara á Klörubar. Myndin er sögð
varpa ljósi á sögu Íslendingafélags-
ins og í henni koma fram eldri
borgarar og öryrkjar sem una hag
sínum vel á eyjaklasanum úti fyrir
ströndum Norður-Afríku, eins og
því er lýst í tilkynningu. Höfundar
myndarinnar eru Magnea Björk
Valdimarsdóttir og Marta Sigríður
Pétursdóttir. Aðgangseyrir er kr.
1.000 og verður nýttur til að greiða
fyrir eftirvinnslu myndarinnar.
Heimildarmyndin Kanarí í Bíó Paradís
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikstjórar Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir.
Cycle-listahátíðin verður með viða-
mikla menningardagskrá í sendi-
ráðsbústað Íslands í Berlín í dag,
laugardag. Dagskráin hefst klukk-
an 15 með gjörningum og stendur
til klukkan 23 með spili plötusnúð-
anna Uyarakq frá Nuuk og
FRZNTE frá Berlín í lokin. Þá er
myndlistarsýning á staðnum.
Dagskrá Cycle-hátíðarinnar
hverfist nú annað árið í röð um full-
veldisafmæli Íslands og fer hluti
dagskrár hátíðarinnar fram í Berl-
ín. Öll verkin hafa einhvers konar
skírskotun í fullveldissöguna frá
sjónarhóli fjölmenningar, sam-
kenndar og jafnréttis. Meðal lista-
manna sem sýna eða koma fram má
nefna Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur,
Magnús Sigurðarson, Önnu Rún
Tryggvadóttir, Ragnar Kjart-
ansson, Bryndísi Björnsdóttur,
Huldu Rós Guðnadóttur, Jeannette
Ehlers, Pétur Thomsen og Super-
flex. Sýningarstjórar eru Guðný
Guðmundsdóttir, Jonatan Habib
Engqvist and Sara S. Öldudóttir.
Cycle-fullveldishátíð í Berlín í dag
Morgunblaðið/Einar Falur
Listahátíð Anna Rún Tryggvadóttir er
ein þeirra sem sýna eða koma fram.
Sveinbjörg Alexanders efnir til kynningar kl. 16-18 í dag,
laugardag, í Pennanum Eymundsson í Austurstræti, á
bókinni Aftanskin. Bókin er eftir móður hennar, Ólöfu
Jónsdóttur rithöfund, sem fæddist 1909 og lést í Reykja-
vík árið 1997.
Arnar Jónsson leikari mun lesa upp úr bókinni, en hún
hefur að geyma áður óbirt ljóð og smásögur sem Ólöf
samdi á síðustu árum ævi sinnar, ásamt nokkrum áður út-
gefnum verkum sem Sveinbjörgu fannst best eiga þar
heima. Sveinbjörg gefur bókina út sjálf og segist hún með
framtakinu vilja heiðra aldarminningu móður sinnar.
Aftanskin um hábjartan dag
Ólöf Jónsdóttir
rithöfundur.
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 20.00
Krummi Klóki Bíó Paradís 16.00
Heima IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 22.00
You Were Never
Really Here
Metacritic 84/100
IMDb 7,0/10
Morgunblaðið bbnnn
Bíó Paradís 20.00
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 18.00
I, Tonya 16
Metacritic 77/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.45
Loving Vincent
Metacritic 62/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 22.00
The Square 12
Metacritic 77/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00
Good Time 16
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 18.00
The Shape of
Water 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 86/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 17.30
Solo: A Star Wars
Story 12
Ævintýri Han Solo og Chew-
bacca áður en þeir gengu til
liðs við uppreisnina.
Laugarásbíó 14.00, 17.00,
19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 14.20,
15.00, 17.10, 18.00, 20.00,
21.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 14.00,
15.00, 17.00, 18.00, 20.00,
21.00, 22.50
Sambíóin Kringlunni 13.50,
16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 13.50,
16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 14.30,
16.40, 19.30, 22.20
Smárabíó 13.10, 13.30,
16.40, 19.10, 19.30, 22.10,
22.30
I Feel Pretty 12
Höfuðmeiðsl valda því að
kona fær ótrúlega mikið
sjálfstraust og telur að hún
sé ótrúlega glæsileg.
Metacritic 47/100
IMDb 4,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Akureyri 16.50
Sambíóin Keflavík 17.20
7 Days in Entebbe 12
Myndin er innblásin af sann-
sögulegum atburðum, þegar
flugvél Air France var rænt
árið 1976 á leið sinni frá Tel
Aviv til Parísar og sett var í
gang ein djarfasta björg-
unaráætlun í sögunni.
Metacritic 49/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Kringlunni 16.50
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi. Erik skipulegg-
ur verkefnið og allt virðist
ætla að ganga upp, en
óvænt atvik setur strik í
reikninginn.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,6/10
Smárabíó 20.00, 22.10
Háskólabíó 18.20
Overboard Metacritic 42/100
IMDb 5,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Smárabíó 17.20
Háskólabíó 15.40, 21.10
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Rithöfundur myndar óvænt
tengsl við íbúa á eynni Gu-
arnsey, skömmu eftir seinni
heimsstyrjöldina, þegar hún
ákveður að skrifa bók um
reynslu þeirra í stríðinu.
Háskólabíó 15.20, 18.10,
20.50
Borgarbíó Akureyri 17.30,
22.00
Rampage 12
Metacritic 45/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.00, 15.10,
17.20
Háskólabíó 15.40, 18.00
Borgarbíó Akureyri 13.30,
15.30
Pétur Kanína Smárabíó 13.00, 15.00
Víti í Vestmanna-
eyjum Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 14.20,
15.20, 17.40
Sambíóin Egilshöll 14.00
Sambíóin Kringlunni 14.30
Sambíóin Akureyri 14.00
Önd önd gæs
Sambíóin Keflavík 14.30
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 12.50
Bíó Paradís 16.00
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 14.20, 17.30, 20.40,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 19.10, 22.20
Sambíóin Akureyri 19.10, 22.20
Avengers: Infinity War 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri, ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir
stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmd-
arverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og
hálendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá Úkraínu
stígur inn í líf hennar.
Morgunblaðið bbbbb
Laugarásbíó 15.30, 17.50
Smárabíó 15.20, 20.10, 22.20
Háskólabíó 15.50, 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30,
20.00
Deadpool 2 16
Metacritic 68/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00,
22.25
Sambíóin Egilshöll 14.30,
17.20, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.45, 17.15, 19.45, 22.15
Sambíóin Keflavík 19.50, 22.20
Smárabíó 16.20, 17.30, 19.50, 22.40
Háskólabíó 20.40
Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio