Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Líkamsleifarnar af Arturi
2. Tíu ára þunguð eftir nauðgun ...
3. Spá óvenjumikilli úrkomu
4. Úr fangelsi í framboð
Færeyska víkingamálmsveitin Týr
mun koma fram á þungarokkshátíð-
inni Eistnaflugi sem haldin verður í
Neskaupstað 11.-14. júlí. Hljómsveitin
var stofnuð árið 1998 af fjórum Fær-
eyingum og eru flest laga hennar sótt
í færeyskan og norskan sagnaarf.
Víkingamálmsveitin
Týr á Eistnaflugi
Kristinn Sig-
mundsson bassi
og Tómas Tómas-
son barítón eru í
aðalhlutverkum í
tónleika-
uppfærslu
Rai-hljómsveitar-
innar í Tórínó á
Hollendingnum
fljúgandi eftir Richard Wagner nú í
vikunni. James Conlon stjórnar og í
öðrum aðalhlutverkum eru Amber
Wagner og Sarah Murphy. Lokaflutn-
ingur er í kvöld og sendur út beint af
evrópskum útvarpsstöðvum.
Tómas og Kristinn í
Hollendingnum
Skoski tónlistarmaðurinn Midge
Ure mun koma fram með Todmobile
og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á
tónleikum í Eldborg 2. nóvember
næstkomandi. Ure var forsprakki
hljómsveitarinnar
Ultravox sem var á
hátindi frægðar
sinnar á níunda
áratugnum og einn
skipuleggjenda Live
Aid-tónleikanna
1985 og Live 8
árið 2005.
Midge Ure á tón-
leikum Todmobile
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-13 m/s eftir hádegi, bjartviðri um landið norðaustanvert
en talsverð úrkoma sunnan- og vestantil fram á kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig.
Á sunnudag Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað
og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands.
Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.
Á mánudag Minnkandi rigning á vestanverðu landinu en stöku skúrir austantil.
„Það sem er heimskulegt er að Sara
hafi verið sett í þá stöðu að hennar
hrausti líkami væri farinn að gefa sig
fyrir mikilvægasta leik tímabilsins.
Það skrifast á þá sem stýra liðinu,“
skrifar Sindri Sverrisson meðal ann-
ars í viðhorfsgrein sinni í dag um
frammistöðu Söru Bjarkar Gunn-
arsdóttur í úrslitaleik Meistara-
deildar Evrópu. »4
Ábyrgðin þeirra sem
stýra álaginu
„Fyrsta árið í atvinnumennsk-
unni er alltaf erfitt og maður
þarf að finna sína eigin upp-
skrift sem virkar. Slíkt getur
tekið tíma og ég þykist vita
að Ólafía (Þórunn Krist-
insdóttir) sé í slíku aðlög-
unarferli,“ segir einn sig-
ursælasti kylfingur sögunnar,
Annika Sörenstam, en hún
er tekin tali í viðtali í
íþróttablaði Morgun-
blaðsins í dag. »2
Aðlögunarferlið
getur tekið tíma
„Helstu kostir mínir sem knatt-
spyrnukonu felast í styrk og hraða.
Ég hugsa að það sé
frá strákunum
komið, þeir eru
sterkari líkam-
lega og ég
þurfti að vera
sterk til þess
að standa al-
mennilega í
þeim á æf-
ingum í
gamla
daga,“ segir
Eva Lind Elí-
asdóttir,
leikmaður
knattspyrnuliðs
Selfoss, sem ólst
upp í strákafót-
bolta í Þorláks-
höfn. »2-3
Hefur styrkinn og
hraðann frá strákunum
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég var svo heppinn að Jón Ólafs-
son bauð mér og Davíð syni mínum
á þessa tónleika með Rolling Stones
sem voru þeir fyrstu við upphaf
Evróputúrs þeirra nú í vor, en þeir
fóru af stað með þetta prógramm í
fyrrahaust. Tónleikarnir voru í
Dublin á Írlandi á risaleikvangi þar
sem mættu sjötíu þúsund manns til
að berja goðin augum og njóta tón-
listarflutningsins,“ segir Magnús
Kjartansson tónlistarmaður sem fór
fyrr í þessum mánuði á sína aðra
tónleika um ævina með hinum einu
sönnu Rolling Stones.
Magnús segir að þeir feðgar hafi
fengið miða í afar góð sæti á tón-
leikunum og einnig aðgang að sér-
stöku hólfi eða pytti, eins og hann
kallar það, sem var fremst, alveg
uppi við sviðið.
„Við vorum því í sjö til fjórtán
metra fjarlægð frá hljómsveitinni.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég gat
séð gítarstrengina á svona risa-
tónleikum hjá heimsfrægri hljóm-
sveit,“ segir Magnús sem hefur að-
eins einu sinni áður verið á
tónleikum með Rolling Stones, en
það var fyrir margt löngu.
„Ég fór fyrir um tuttugu árum á
tónleika með þeim á gamla Wemb-
ley-leikvanginum í London, en þá
var ég fararstjóri með rúmlega 300
Íslendinga sem fylltu heila júmbó-
þotu. Ég naut því þeirra tónleika
ekki að fullu, með alla þá ábyrgð
sem fylgir því að halda utan um
stóran hóp. Núna var ég aftur á
móti þarna fyrir sjálfan mig, sem
var allt önnur upplifun, og auk þess
fengum við VIP-meðhöndlun. Við
vorum með „friends and family“,
konu Keiths Richards og dætrum
þeirra tveimur sem og barnabörn-
um, og líka dóttur Micks Jaggers.
Ég lét mér detta í hug að ég væri að
dansa við þessar yngismeyjar þar
sem ég var með þeim í pyttinum
beint fyrir framan hljómsveitina, og
þær að vinka til pabba og afa á svið-
inu,“ segir Magnús og hlær.
Jane Rose passar upp á Keith
„Þetta var mikið dekur, í her-
berginu sem við fengum á leikvang-
inum var matur og drykkur eins og
hver gat í sig látið. Og þar voru líka
frægir írskir leikarar, meðal annars
úr Game of Thrones, svokallað „sel-
eb“ sem sonur minn bar kennsl á.
Okkur var boðið í mat á hótelið þar
sem hljómsveitarmeðlimir Stones
gistu, en við fengum ekki að hitta
þá sjálfa. Aftur á móti fengum við
meðal annars að hitta umsjónar-
konu Keiths Richards, hana Jane
Rose, hún borðaði með okkur og
spjallaði heilmikið við okkur. Jane
er búin að passa upp á Keith í ára-
tugi, hún er í fullu starfi við það.
Hún var áður aðstoðarkona Micks
Jaggers, en þegar horfði ekki vel
með Keith vegna lífernisins fékk
Jagger vin sinn Keith til að sam-
þykkja að flytja Jane yfir til hans,
því hann treysti henni til að vera
ekki meðvirk með Keith. Og þetta
samstarf hefur gengið vel.“
Sá gítarstrengina í fyrsta skipti
Magnús Kjartansson var í pyttinum með dætrum Jaggers og Richards
FÓLK Í FRÉTTUM
Gleði Magnús Kjartansson (lengst t.v.) við stóra sviðið í Dublin með Jóni Ólafssyni, Mörtu mágkonu Jóns, Friðriki bróður hennar og Guðleifi bróður Jóns.
MDaglegt líf »12