Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 2

Morgunblaðið - 23.06.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 K L A P P A R S T Í G 4 4 Vinsælu mjúku mokkasínurnar komnar aftur... stærðir 36–42. Dökkblátt - Svart - Kakhi grænn Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jakob Frímann Magnússon, tónlist- ar- og athafnamaður, mun veita nýju þróunarfélagi forstöðu. Félagið hyggst fjárfesta í afþreyingu, upplif- unar- og ferðaþjónustu fyrir milljarða króna á næstu árum. „Eftir tíu stórskemmtileg ár á vett- vangi miðborgarinnar, þar sem orðið hafa ótrúlegar breytingar og flestar til hins betra, hefur mér boðist nýtt og spennandi hlutverk á nýjum vett- vangi, sem ég gat ekki hafnað. Ég hef því tilkynnt stjórn Miðborgarinnar okkar og borgarstjóra að ég muni skipta um vettvang í sumar,“ segir Jakob Frímann sem hefur verið fram- kvæmdastjóri miðborgarmála og síð- an Miðborgarinnar okkar frá 2008. Áslaug Magnúsdóttir, athafnamað- ur í New York, er stofnandi nýja þró- unarfélagsins, ásamt bandaríska arkitektinum John Brevard o.fl. Stofnaði stórfyrirtæki Áslaug starfaði um hríð sem fyrir- sæta og rak síðan Icelandic Models ásamt Hendrikku Waage. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Duke-há- skólanum og MBA-námi frá Harvard- háskóla. Hún stofnaði fyrirtækið Moda Operandi árið 2010 í félagi við Lauren Santo Domingo. Það selur meðal annars hátískuvarning á netinu og er metið á um 70 milljarða króna. „Áslaug er, að Ólafi Ragnari Grímssyni frátöldum, sá Íslendingur sem er að líkindum best tengdur á al- þjóðavettvangi. Hún er gríðarlega skipulögð, öguð og eldklár. Við hjónin áttum þess nokkrum sinnum kost að heimsækja Áslaugu í New York. Það var lyginni líkast að allir helstu forkólfar tískuheimsins féllu að fótum hennar, líkt og drottn- ing væri á ferð. Auðvitað hefur hún mjög næmt auga og skynbragð. Og er óvenjulegum hæfileikum gædd. Hún er glögg á fólk sem hún velur til sam- starfs og John Brevard er í hópi allra fremstu núlifandi arkitekta og með þeim frumlegustu. Það er mikil gæfa fyrir okkar samfélag að fá svo flinka framtíðarþenkjandi einstaklinga til atfylgis við að byggja upp ný mann- virki og nýja möguleika á Íslandi,“ segir Jakob Frímann. Keyptu Össurárdal Jakob Frímann segir aðspurður að trúnaður gildi um suma áfanga fyrir- hugaðrar uppbyggingar. Greint verði frá þeim síðar. Hann staðfestir hins vegar að þau Áslaug og Brevard hafi keypt Össurárdal, rétt norðan við Höfn í Hornafirði, árið 2016. Svæðið sé milli Eystrahorns og Vestrahorns þar sem Hrafna-Flóki nam Íslands- strendur forðum. Svæðið er austur af Jökulsárlóni. „Hugmyndin er að byggja áður óþekkta tegund af upplifunarmögu- leikum á Íslandi. Í umhverfi sem er guðdómlegt og í byggingarstíl sem hefur ekki sést hér áður og með möguleikum sem hafa til þessa ekki staðið til boða á landsbyggðinni. Fyrsti áfangi er nefndur Álfaland. Þar á að skapa gríðarlega fallega og framtíðarlega aðstöðu, heilsu- og upplifunartengda. Allt miðast við að göfga líkama og sál. Síðan tengjast inn í þetta hugmyndir um hátækni- samfélag. Þar eru með í spilinu helstu forvígismenn bálkakeðjutækninnar, eins lykilþátta fjórðu iðnbyltingarinn- ar svonefndu. Þarna er horft til þekk- ingar- og menntaseturs og framtíðar- tónlistar,“ segir Jakob Frímann. Hann upplýsir að fyrstu verkefnin séu ráðgerð í Össurárdal en stefnt sé á frekari uppbyggingu á öðrum stöð- um á landsbyggðinni og á höfuðborg- arsvæðinu. Spurður um kostnað segir Jakob Frímann áætlað að fyrsti áfangi muni kosta tæpa fimm milljarða, þ.e.a.s. Álfalandið og svæðið í kring. Byrjaði sem hugljómun Fjármunirnir komi frá innlendum og erlendum fjárfestum. Jakob Frímann segir hugmyndina hafa kviknað 17. júní 2016. „Þetta byrjaði með eins konar hug- ljómun sem John Brevard fékk. Við Áslaug vorum viðstödd. Hún átti sér stað 17. júní 2016. Í kjölfarið var farið á fullt. Þetta var svo sterk sýn og svo nákvæm lýsing á því sem verða vildi að í kjölfarið var hafist handa við að raungera þessar hugmyndir. Við vor- um bæði í einhvers konar ljósmóður- hlutverki að leyfa þessari fæðingu að eiga sér stað.“ Fimm milljarðar í 1. áfanga Álfalands  Þróunarfélag áformar uppbyggingu nærri Höfn  Áslaug Magnúsdóttir er hvatamaður félagsins  Miðborgarstjóri kveður og verður í forystu í þróunarfélaginu  Innlendir og erlendir fjárfestar á ferð Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Athafnamaður Jakob Frímann Magnússon hefur haft mörg járn í eldinum. Þótt Ísland sé kannski ekki meðal fyrstu staðanna sem koma til hugar þegar hugsað er um köfun eða snorklun (gljúfurköfun) er enginn vafi á að landið verður æ vinsælla meðal snorklara og kafara. Hér á myndinni sjást snorklarar njóta vatnsins í Silfru á Þingvöllum, sem þykir einn besti köfunarstaður á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Mik- ið skyggni er í tæru vatninu í Silfru og umhverfið stórbrotið jafnt undir vatnsborðinu sem ofar. Þar má líta ægifagrar hraunmyndanir í sprungunni sem aðskilur jarð- skorpu Ameríku og Evrópu. Vegna staðsetningarinnar hjá flekaskil- unum er Silfra líklega eini stað- urinn í heiminum þar sem jafnvel óreyndur sundmaður getur synt milli tveggja heimsálfa. Köfun á Þingvöllum æ vinsælli enda þykir Silfra einn besti köfunarstaðurinn Snorklað milli Evrópu og Ameríku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gylfi Ólafsson hefur verið skip- aður forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestfjarða. Þetta kom fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Svandís Svav- arsdóttir heil- brigðisráðherra skipaði Gylfa í embættið í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem mat hæfni umsækjendanna, en alls höfðu þrír sótt um forstjóraemb- ættið eftir að það var auglýst laust til umsóknar sl. apríl. Gylfi er heilsuhagfræðingur og var aðstoð- armaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra árið 2017. Hann útskrifaðist með B.Ed.-gráðu sem grunnskólakennari úr Háskólanum úr Akureyri, með mastersgráðu í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur stundað doktorsnám í heilsuhagfræði í Karolinska í Stokkhólmi. Gylfi forstjóri heil- brigðisstofnunar Gylfi Ólafsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna. EBITDA, eða hagnaður fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta, nam 39,3 milljónum evra, jafnvirði ríflega 4,9 milljarða króna og hefur nær tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Í fyrra nam EBITDA-fram- legðin 28,2 milljónum evra. Rekstrartekjur Bláa lónsins námu 102,3 milljónum evra í fyrra en það jafngildir tæpum 12,9 millj- örðum króna á núverandi gengi. Jukust tekjurnar um 32,4% frá fyrra ári þegar þær námu 77,2 milljónum evra. Rekstrarkostnaður jókst úr 26,2 milljónum evra í 36,6 milljónir sem er jafnvirði 4,6 millj- arða króna. Eignir fyrirtækisins eru 138,7 milljónir evra, jafnvirði 17,5 millj- arða króna, og er eiginfjárhlutfall þess 55,8%. Aðalfundur fyrirtækisins sam- þykkti 20. júní að greiða rétt ríflega helming hagnaðar síðasta árs í arð til hluthafa eða 16 milljónir evra. Jafngildir það rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Líkt og fram kom í frétt Morgun- blaðsins 2. janúar síðastliðinn sóttu 1,3 milljónir gesta lónið heim á síð- astliðnu ári og fjölgaði um 16% frá fyrra ári. Í tilkynningu sem fyrir- tækið hefur nú sent frá sér bendir Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrir- tækisins, á að nú hafi dregið úr fjölgun ferðmanna til landsins. „Nú reynir á að fyrirtækin sýni ábyrgð og aðlagi sig að breyttum aðstæðum. Mikilvægt er að hvergi verði slakað á í gæðum upplifunar- innar né öryggi gesta. Þar þurfa allir hagsmunaaðilar að axla ábyrgð, bæði þjónustuaðilar og stjórnvöld.“ Bláa lónið hagnast vel  Gestum fjölgar milli ára  Munu greiða tvo milljarða í arð Morgunblaðið/Ófeigur Mikill vöxtur Hagnaðurinn hefur aukist til mikilla muna frá fyrra ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.