Morgunblaðið - 25.06.2018, Side 1

Morgunblaðið - 25.06.2018, Side 1
Einn ástsælasti handknattleiksmaður Íslendinga, Ólafur Stefánsson, sá um sagnareit í um klukkutíma í Hafnafirði í gær. Tilefnið var álfahátíðin í Hellisgerði en hátíðin hefur verið hald- in árlega frá árinu 2012. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan túlkaði Ólafur hlutverk álfsins af mikilli innlifun en hann er í góðri þjálfun þar sem hann hefur sinnt kennslu í grunnskólum í nokkur ár og er að eigin sögn farinn að leggja fyrir sig sagnamennsku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfar vöknuðu til lífsins í Hellisgerði M Á N U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  147. tölublað  106. árgangur  BYRJAÐI SJÖTUG AÐ STARFA Á NÝJUM VETTVANGI Á LÖDU Í FÁNALITUNUM BÓKAÚTGÁFAN PARTUS SEM LIST- RÆNT VERKEFNI HM Í RÚSSLANDI 4 VALGERÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR 26ELSA ÞÓRÐARDÓTTIR LÖVDAL 12 Morgunblaðið/Eggert Mættur Birkir Bjarnason kominn í liðsrútuna á flugvellinum í Rostov. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu kom til rússnesku borgar- innar Rostov-na-Donu síðdegis í gær eftir 50 mínútna flugferð frá Gelendzhik við Svartahaf. Í Rostov mætir íslenska liðið Króatíu í loka- umferð D-riðils heimsmeistara- keppninnar annað kvöld. Liðið æfir á glænýjum leikvangi, Rostov Arena, í dag en hann er jafnframt nýr heimavöllur þriggja af íslensku landsliðsmönnunum sem leika með liði borgarinnar. Gríðarleg spenna er fyrir loka- umferðina en þar berjast Ísland, Argentína og Nígería um hvert lið- anna fylgir Króötum áfram í sextán liða úrslitin. Króatar ætla að hvíla leikmenn gegn Íslandi en það veit ekki endilega á gott. » Íþróttir Íslenska lið- ið er komið til Rostov Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is 22,4% aðspurðra tíundubekkinga kváðust hafa notað rafrettur a.m.k. einu sinni síðastliðna þrjátíu daga, samkvæmt lýðheilsuvísi Embættis landlæknis fyrir árið 2018, en rafsíga- rettunotkun er nú í fyrsta sinn einn af lýðheilsuvísunum sem alls eru 44 tals- ins. Lýðheilsuvísarnir eru safn mæli- kvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Markmið- ið með þeim er að gefa yfirsýn um lýð- heilsu í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig þannig að bera megi saman við landið í heild. Nokkur munur á umdæmunum Samkvæmt lýðheilsuvísunum er nokkur munur milli umdæmanna á tilteknum þáttum lýðheilsu. Á höfuð- borgarsvæðinu meta þannig hlutfalls- lega fæstir líkamlega heilsu sína slæma og fæstar fæðingar mæðra undir 20 ára aldri eru á höfuðborgar- svæðinu. Þar er þátttaka barna í skipulögðu íþróttastarfi mest og flest- ar sérfræðingsheimsóknir á íbúa. Á Suðurnesjum er gosdrykkja- neysla bæði barna og fullorðinna mest á landsvísu og fjölgun íbúa yfir landsmeðaltali. Dánartíðni kvenna vegna hjarta- og æðasjúkdóma er hæst á Suðurnesjum og þátttaka í skimun fyrir legháls- og brjósta- krabbameini minnst. Á Vesturlandi er hlutfall þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman hæst og streita fullorðinna minnst á landinu. Þátt- taka barna í skipulögðu íþróttastarfi er undir landsmeðaltali á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er einmanaleiki barna yfir landsmeðaltali og færri börn sem geta lesið sér til gagns en annars staðar. Fleiri fullorðnir sofa stutt á Vestfjörðum en annars staðar á land- inu. Á Norðurlandi eru flestir sem meta líkamlega heilsu sína slæma miðað við aðra landshluta og flestir á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu. Áhættudrykkja fullorðinna er undir landsmeðaltali. Á Austurlandi er hún minnst á landinu, hlutallslega flestir sem meta andlega heilsu sína slæma og þunglyndislyfjanotkun kvenna yfir landsmeðaltali. Á Suðurlandi er streita fullorðinna undir landsmeðaltali og nýgengi krabbameina karla einnig. Kannabis- neysla fullorðinna er yfir landsmeð- altali. Taka nú rafrettur með í reikninginn  22,4% tíundubekkinga notuðu rafrettur í mánuðinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rafrettur Nú er rafrettunotkun könnuð með tilliti til lýðheilsu. MKanna lýðheilsu um land allt »9  Að mati Ólafs Ragnars Gríms- sonar ættu ís- lensk fyrirtæki að njóta góðs af vaxandi áhuga stjórnvalda og stórfyrirtækja um allan heim á sjálfbærni, um- hverfisvernd og endurnýjanlegri orku. Aðrar þjóðir horfi til árang- urs Íslands og vilji læra af okkur. Sem dæmi um það sem koma skal nefnir Ólafur hvernig um þessar mundir er verið að nota íslenskt hugvit til að byggja upp risavaxið hitaveitukerfi í Kína með stuðningi Þróunarbanka Asíu. »14 Skapar mörg og verðmæt tækifæri Ólafur Ragnar Grímsson  Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var endurkjörinn í for- setakosningum sem fram fóru í landinu í gær. Hlaut hann um 53% atkvæða. Þar sem hann hlaut meiri- hlutastuðning þarf ekki að ganga til kosninga milli tveggja efstu frambjóðenda en helsti keppinaut- ur hans hlaut 31%. Kosningaþátt- taka reyndist mikil eða um 88%. Á sama tíma var kosið til þings og hélt stjórnarmeirihlutinn með 54% atkvæða á bak við sig. »15 og 16 Erdogan endurkjör- inn í fyrstu umferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.