Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 19

Morgunblaðið - 25.06.2018, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2018 ✝ Sigurbjörn Ó.Kristinsson fæddist í Reykja- vík 12. júlí 1927. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. júní 2018. Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson símamað- ur, f. 7. febrúar 1889, d. 20. sept- ember 1949 og Álfheiður Jóna Jónsdóttir, hús- móðir, f. 24. desember 1903, d. 22. desember 1982. Systkini Sigurbjörns eru Sigurbjörg Lilja, Jóna Guðrún, Guðbjartur og Einar. Jóna Guðrún lifir systkini sín. Sigurbjörn kvænt- ist Fanneyju Ernu Magn- úsdóttur húsmóður, f. 14. nóv- ember 1929. Foreldrar hennar eru Magnús Blöndal Jóhann- esson, f. 26. nóvember 1902, d. 9. október 1973 og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 21. júní 1909, d. 13. febrúar 1990. Börn Sig- urbjörns og Ernu eru: 1) Ósk, andvana f. 1958. 2) Magnhildur Sigurbjörnsdóttir viðskipta- fræðingur, f. 1960, maki Þór Hauksson sóknarprestur, f. 1959. Börn: a) Sigurbjörn Þór Þórsson læknir, f. 1984, unn- usta Edda Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1984, dóttir þeirra er Una Dögg, f. 2016. b) Magnús Örn Þórsson hagfræðingur, f. 1991, kærasta Andrea Vestmann hagfræð- ingur, f. 1992. c) Guðmundur Már Þórsson viðskiptafræð- ingur, f. 1994. 3) Magnús Blön- dal Sigurbjörnsson, f. 6. sept- ember 1965, d. 12. desember 1989, unnusta hans var Margrét Tóm- asdóttir kennari, f. 1965. Hann stundaði nám í Kennarahá- skóla Íslands og var þjálfari hjá knattspyrnufélag- inu Val, í hand- knattleik. Sigurbjörn og Erna hófu bú- skap í Nökkvavoginum og síð- an Sigtúni, en hafa búið í Stigahlíðinni frá seinni hluta 7. áratugar. Sigurbjörn ólst upp í Reykjavík í stórum systk- inahóp og í faðmi skyldfólks. Hann stundaði nám við Iðn- skólann v/Tjörnina í Reykja- vík, þar sem hann lauk sveins- prófi 1951 á aðeins tveim árum. Hann lærði og starfaði hjá Guðmundi Þorsteinssyni gullsmið sem var kvæntur frænku Sigurbjörns, Ólafíu Jónsdóttur. Auk þess starfaði Sigurbjörn við verslunar- og sölustörf, þ. á m. hjá Ó. John- son & Kaaber, Osta- og smjör- sölunni og Verslunarsamband- inu. Þá vann hann mörg ár hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Síðustu árin vann Sigurbjörn við innflutning á vörum allt til tíræðisaldurs með dóttur sinni Magnhildi. Hann var félagi í frímúrarareglunni í áratugi. Útför Sigurbjörns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 25. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdafaðir minn Sigurbjörn Ólafur Kristinsson, almennt kallaður Siddi, lést 17. júní sl., rétt tæplega 91 árs gamall. Leiðir hans og undirritaðs lágu saman fyrir þrjátíu og eitthvað árum. Eftir gott „frumsýning- arkvöld“ heima í Stigahlíðinni úti við útidyrnar kvaddi hann mig og sagði: „Komdu sem oft- ast“ og bætti við er hann lokaði dyrunum á eftir mér: „Það er svo gaman þegar þú ferð.“ Þar sem ég stóð úti á tröppum húss- ins með lokaðar dyr að baki fannst mér heimurinn sem tók á móti mér klökkna að geta ekk- ert að gert. „Það er svo gaman þegar þú ferð“ sagði sá, sem ég lagði mig fram við eina kvöld- stund að heilla og sannfæra um að vera verðugur dóttur hans. Með þá hugsun gekk ég út í nóttina. Nóttin með alla sína drauma í fanginu og dreifir eins og blaðburðarmanneskja morg- undagsins inn um lúgu væntinga þeirra sem sofa til að mæta deg- inum, en þá nóttina lá henni á að fara eitthvað annað og mæta öðrum en mér, andvaka ástsjúk- um piltinum. Ég nam fljótt og lærði eftir sem árin liðu að tengdaföður minn, föður eiginkonu minnar, afa strákanna minna þriggja og langafa sonardóttur prýddi allt það sem prýðir góðan mann. Traustur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi og vinur. Það þurfti ekki löng kynni okkar á milli til að sjá og skynja að hann var léttur í lund og með afbrigðum gamansamur án kerskni. Hvað sem öðru leið varð honum oft að orði það sem hann sagði við mig við fyrstu kynni, að það gleddi hann ætíð þegar ég færi – því þá væri stutt í næstu heimsókn. Siddi kunni ógrynni af ljóðum og vísum. Var vel lesinn í forn- sögunum. Hann lagði sig fram við að kenna ungum dótturson- um sínum; ekki við eins mikla hrifningu eftirlifandi eiginkonu sinnar Fanneyjar Ernu Magn- úsdóttur (Eddu) og dóttur, Magnhildar, vísur og ljóð. Vísur eða ljóð sem sum hver voru ekki neinar vögguvísur, sem aftur olli áhyggjum móður þeirra og ömmu því strákarnir áttu til við ýmis tækifæri að fara með ný- lærðar vísurnar fyrir hvern þann sem hallaði að þeim eyra og vildi heyra eða bara þegar síst skyldi í fjölskylduboðum og öðrum mannfögnuðum. Erfiðleikar eru óhjákvæmi- legir í lífinu, svo og mátturinn til að sigrast á þeim. Hvort tveggja varð raunin í lífi Sigurbjörns. Þau hjónin misstu son sinn, Magnús Blöndal, 24 ára gamlan úr krabbameini. Blessunarlega höfðu þau máttinn til að sigrast á og læra að lifa með þeim missi. Missir Eddu er mikill en huggun harmi gegn að Siddi fékk ósk sína uppfyllta að vera heima í Stigahlíðinni með hjálp eiginkonu sinnar og dóttur og annars góðs fólks. Minnugur orða Sigurbjörns við fyrstu kynni lærði ég samhliða árunum sem liðu og við áttum saman að dyrunum lokaði hann aldrei á mig eða hvern þann sem til hans leitaði. Fyrir það er ég eilíflega þakklátur og minnist með þökk. Far þú í Guðs friði, kæri tengdafaðir, Sigurbjörn Ólafur Kristinsson. Minning þín lifir. Þór Hauksson. Elsku afi okkar. Það er skrítið að hugsa til þess að koma í Stigahlíðina og þú ert ekki þar að taka á móti okkur. Stundirnar sem við átt- um með þér voru margar og ómetanlegar. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur bræðurna; hvort sem það var að spila fót- bolta á ganginum með bleika boltanum góða, kenna okkur að tefla og spila, segja okkur fyndnar sögur, kenna okkur vísur eða grípa í hvaða hljóð- færi sem er. Það var alltaf heimilislegt að koma heim til þín og ömmu, fá okkur rista- brauð og kókómalt eða jafnvel uppáhalds drykkinn þinn; heitt súkkulaði. Það var svo gaman að eyða tíma með þér og það var alltaf stutt í grínið, enda hafðirðu alltaf svör við öllu. Sama hvað var í gangi, þá gafstu þér alltaf tíma til að hringja í okkur og heyra hvern- ig okkur bræðrunum gengi. Við fundum hversu mikið þú hugs- aðir til okkar og elskaðir okkur. Minningarnar um ferðir okkar saman erlendis munu ætíð lifa með okkur, enda varstu vanur að slá í gegn með bæði söng og dansi. Þá ber að nefna ferð okk- ar til Grikklands, þar sem þú fékkst draum þinn uppfylltan að dansa Zorba, jafnvel þótt þú hafir dansað í lausu lofti í lok lags. Það er ótal margt í þínu fari sem við bræðurnir munum geyma og tileinka okkur. Húm- or þinn, viska, umhyggja og samband þitt við ömmu var ein- stakt. Við gætum talið enda- laust upp þær frábæru minn- ingar sem við áttum með þér, og það verður tómlegt að fara í okkar árlegu innkaupaferð fyrir jólin án þín. Við erum ævinlega þakklátir fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur og allar þær stundir sem við áttum saman. Minning okkar um þig munu ætíð lifa með okkur og þær gleðistundir sem þú færðir okk- ur munu ávallt lifa í brjósti okk- ar. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Sigurbjörn Þór Þórsson, Magnús Örn Þórsson og Guðmundur Már Þórsson. Fallinn er frá svili minn, Sig- urbjörn Kristinsson, rúmlega níræður að aldri. Hann var kvæntur Fanneyju Ernu (Eddu) Magnúsdóttur, sem er sammæðra við konu mína, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og voru þau Edda gift í kærleiks- ríku hjónabandi í nær 63 ár. Sigurbjörn var verslunarmaður í húð og hár. Hann hóf sinn feril innanbúðar í reykvískum mat- vöruverslunum fyrri ára, varð síðan sölumaður hjá nokkrum þekktustu heildverslunum landsins og að lokum umboðs- maður erlendra fyrirtækja og innflytjandi ýmissa vara í smáum stíl. Sigurbjörn var alla tíð léttur í lund, gamansamur án kerskni, fylgdist vel með íþróttum og þjóðþrifamálum, minnið gott með afbrigðum, og þá sérstaklega á þarfir við- skiptavina hans og á símanúmer þeirra. Allt voru þetta hans eðliskostir, sem gerðu hann að vinsælum og traustvekjandi sölumanni. Á síðustu árum gerði ég mér þann leik að spyrja Sigurbjörn um símanúm- er og nöfn verslunarstjóra hjá ýmsum búðum, sem nú eru allar löngu horfnar, svo sem hjá Halla Þórarins á Vesturgötu, Kiddabúð á Njálsgötu, Silla og Valda í Aðalstræti, og svo fram- vegis. Alltaf hafði hann rétt svör á reiðum höndum. Sigurbjörn og Edda eignuð- ust tvö fyrirmyndarbörn, Magn- hildi og Magnús, en þau urðu fyrir þeirri ólýsanlegu sorg að missa Magnús úr krabbameini, liðlega tvítugan að aldri, hvers manns hugljúfi og nýlega trúlof- aður hinni ágætustu konu. Það hefur vafalaust sefað sorg þeirra eitthvað hve vinir Magn- úsar og heitkona hafa haldið góðu sambandi við Sigurbjörn og Eddu, og mikil var gleði þeirra þegar Magnhildur varð viðskiptafræðingur og giftist úr- valsmanni, Þór Haukssyni, nú presti í Árbæjarkirkju, og þegar þau hjónin eignuðust þrjá mann- vænlega syni, Sigurbjörn, Magnús og Guðmund. Þau öll syrgja nú góðan föður og afa. Samband Magnhildar, Þórs og sona þeirra við Sigurbjörn og Eddu hefur verið einkar náið og með þeirra og Eddu hjálp gat Sigurbjörn dvalist á sínu eigin heimili þrátt fyrir versnandi heilsu, uns yfir lauk. Við hjónin, dætur okkar fjór- ar og þeirra fjölskyldur höfum öll ríkulega notið gestrisni og góðra veitinga á heimili Eddu og Sigurbjörns í hverri einustu ferð okkar til Íslands frá heimili okk- ar í Bandaríkjunum. Við erum ekki þau einu, sem hafa notið gestrisni og góðgerða þeirra hjóna, því allt frá okkar fyrstu kynnum hafa stöðugt verið á heimili þeirra einhverjir gest- komandi, sem á sama hátt og við nutu hlýju Sigurbjörns og Eddu, kaffisopa og góðs matar. Okkar missir er sár, en mestur er missir Eddu, Magnhildar, Þórs og dóttursonanna þriggja. Ég og fjölskylda mín erum meðal margra, sem kveðja Sigurbjörn Kristinsson með djúpu þakklæti og söknuði. Kristján Tómas Ragnarsson. Sigurbjörn Ó. Kristinsson ✝ Rósa Magn-úsdóttir fædd- ist 13. apríl 1932 í Lágu-Kotey, Með- allandi. Hún lést 15. júní 2018 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Jónína Margrét Egils- dóttir f. 26. maí 1903, d. 26. júlí 2000 og Magnús Sigurðsson f. 7. maí 1901, d. 18. desember 1983. Systkini hennar eru Ing- ólfur Kristinn f. 1926, Ingi- mundur f. 1927, d. 1970, Sig- ríður Sóley f. 1929, Björgvin Ólafur f. 1930, Guðfinnur f. 1934, Einar f. 1936, Bjarni f. 1938, Jóhanna f. 1940, d. 1997, stúlka f. 1942, lést sama ár, Þórir f. 1944 og Guðgeir Ellert f. 1947. 10. janúar 1956 giftist Rósa Bárði Brynjólfssyni f. 10. jan- úar 1928, d. 14. janúar 2010. Þau eignuðust þrjár dætur. Margrét f. 30. apríl 1957, d. 17. ágúst 2005. Maki, Bjarni Áskelsson. Þau áttu tvo syni: Ágúst Elvar f. 1979 og Áskell Fannar f. 1986. Þau eiga þrjú barnabörn. Guðrún Brynja Bárðardóttir f. 31. október 1960. Maki Rúnar Ás- bergsson. Þau eiga tvö börn: Tinna Berg f. 1984 og Ómar Berg f. 1988. Þau eiga eitt barna- barn. Ágústa Bárðardóttir f. 13. apríl 1967. Maki Einar Jónsson. Þau eiga tvö börn: Sveinn f. 1990 og Ástrós f. 1994. Rósa sleit barnsskónum í Lágu-Kotey. Hún flutti til Vestmannaeyja með eig- inmanni sínum árið 1956. Ár- ið 1967 fluttu þau til Þor- lákshafnar. Þar var hún lengst af fiskverkakona. Árið 1999 fluttu þau hjónin á Dal- braut 16, Reykjavík, þar sem hún átti heima til dauðadags. Rósa var alla tíð mjög hand- lagin og liggur eftir hana fjöldinn allur af handavinnu. Rúmlega sjötug hóf hún að mála olíumálverk og hélt hún einkasýningu í janúar 2012. Rósa verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 25. júní 2018, klukkan 13. Í dag fylgjum við mömmu í sína hinstu ferð. Mamma var einstök kona. Árið 1956 hófu hún og pabbi búskap í Eyjum. Þar fæddumst við allar systurn- ar. Þegar ég kom í heiminn var stefnan tekin upp á land og árið 1967 fluttu þau til Þorlákshafn- ar. Mamma var verkakona allan sinn starfsaldur. Hún skúraði, skar af netum og vann við fisk- vinnslu. Í apríl 1999, þegar hún varð 67 ára, hætti hún að vinna og þau pabbi fluttu til Reykja- víkur, að Dalbraut 16, þar sem hún bjó til dánardags. Mamma eignaðist sex barnabörn og fjög- ur barnabarnabörn. Hún fylgd- ist alla tíð með ríkidæminu sínu. Á Þorláksmessu var það venja að hittast hjá mömmu og pabba og borða hangikjöt. Þeg- ar pabbi dó, ákvað mamma að hætta þessu. Á síðustu Þorláks- messu var þetta endurvakið þegar eitt af barnabörnum hennar hjálpaði ömmu sinni að galdra fram veislu. Þessi kvöld- stund var mikið skemmtileg og gaman var að stórfjölskyldan skyldi hittast. Þessum stundum gleymum við aldrei. Mamma var mikil hannyrða- kona. Hún saumaði á okkur systurnar þegar við vorum yngri og prjónaði. Seinni árin prjónaði hún á barnabörnin og lang- ömmubörnin. Það var ósjaldan sem kíkt var í prjónakassann hennar þegar komið var í heim- sókn og athugað hvort ekki leyndust þar sokkar eða vett- lingar. Mörg barnabarnanna kúra undir teppum sem hún heklaði. Þegar mamma var komin yfir sjötugt byrjaði hún að mála. Hún málaði á postulín og með olíulitum. Hún hafði mikið gam- an af þessu og ófá verk liggja eftir hana. Árið 2012 hélt hún einkasýningu á olíumálverkum sínum. Hún hafði næmt auga fyrir fegurðinni í landslaginu og var það oft viðfangsefni verka hennar. Það var alltaf hægt að leita til mömmu. Hún hlustaði, gaf ráð og reyndi að styðja við sína. Hún var góð mamma, amma og langamma. Það verður skrítið að koma ekki lengur við á Dal- brautinni eða heyra í henni í síma. Elsku mamma, nú er þú kom- in í sumarlandið. Þar hefur þú hitt fyrir pabba og Margréti systur. Þín verður sárt saknað en við sem eftir sitjum yljum okkur við góðar minningar um einstaka mömmu, ömmu og langömmu. Nú ert þú leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar átt þú hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Ágústa. Rósa Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurbjörn Ó. Krist- insson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæra GUÐRÚN GARÐARSDÓTTIR, Langagerði 7, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 4. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. júní klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Bjarni Kristinsson Erlín Guðbjörg Bjarnadóttir Guðmundur Torfason Ásta Bjarnadóttir Brynjólfur Gunnarsson Kristinn Bjarnason Anna Sigríður Blöndal Bjarney Bjarnadóttir Bjarki Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, KATLA ÓLAFSDÓTTIR, lést sunnudaginn 17. júní. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. júní klukkan 11. Ólöf, Ólafur, Sigrún, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi KRISTJÁN H. ÞÓRÐARSON Ytra-Krossanesi lést fimmtudaginn 21. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. júlí klukkan 13.30 Guðmundur Kristjánsson Manevan Yothakong Laufey Kristjánsdóttir Jósep Hallsson Ingvar Kristjánsson Sigurlaug Stefánsdóttir Arnar Kristjánsson Katrín Eiðsdóttir Brynjar Kristjánsson Freydís Gunnarsdóttir barnabörn og barna-barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.