Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 1

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  157. tölublað  106. árgangur  SÝNIR Í FJÓSI, FJÓSHLÖÐU OG SKÚR Á KLEIFUM ÁSTRÍÐAN Í KAFFIRÆKT JAKOB AFTUR MÆTTUR MEÐ NÖKKVA VALA Í KÓLUMBÍU 12 LANDSMÓT 11SIGURÐUR GUÐJÓNSSON 30 Formaður samninganefndar ljós- mæðra er bjartsýnni nú en þegar hún kom til fundar við samninga- nefnd ríkisins í gærmorgun. Þetta kom fram í samtali hennar við mbl.is í gær. Fundi samninganefndar ljós- mæðra og samninganefndar ríkisins lauk án niðurstöðu klukkan 17 í gær og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku, eftir fimm daga. Samninganefnd ljós- mæðra lagði fram tilboð á fundinum í gær en samninganefnd ríkisins gekk ekki að því. Ætlar samninganefnd ríkisins að gera tilboð í öðru formi og leggja fram á næsta fundi, að sögn formanns samninganefndar ljós- mæðra. Margir sóttu samstöðufund með ljósmæðrum sem haldinn var við húsnæði ríkissáttasemjara í gær- morgun. Formaður samninganefnd- ar ljósmæðra segir að ljósmæður finni fyrir miklum stuðningi og stuðningur frá almenningi hafi kom- ið þeim til hjálpar í deilunni. Bjartsýnni en áður á lausn  Fimm dagar í næsta fund  Margir sýndu ljósmæðrum samstöðu á útifundi Morgunblaðið/Hari Deila Margir komu á samstöðufund með ljósmæðrum í Borgartúni í gær. MSumarfrí koma í veg fyrir … »2 Tvö af merkustu handritum Íslendinga, Ormsbók og Reykjabók Njálu, voru flutt til landsins frá Kaupmannahöfn í gær. Verða handritin í fyrir- rúmi næstu mánuði á Listasafni Íslands en þar hefst fljótlega sýningin Lífs- blómið – Fullveldi í 100 ár. Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, og Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent hjá Árnastofnun, ferðuðust með handritin til Keflavíkur þar sem sérsveit Rík- islögreglustjóra tók við þeim og flutti í Árnastofnun. Guðrún Nordal, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veitti handritunum svo viðtöku í Árnastofnun síðdegis í gær. Flaggað var við stofnunina enda mikill hátíðisdagur að fá slíkan menningararf til landsins. Að mati Guðrúnar Nordal eru handritin tvö, ásamt Flateyjarbók og Kon- ungsbók eddukvæða, táknmyndir fyrir handritamálið milli Íslendinga og Dana. „Nú fá Ormsbók og Reykjabók að koma til landsins og við erum al- veg einstaklega glöð yfir því,“ sagði Guðrún glöð í bragði í gær. »4 Menningarger- semar í heimsókn Mikil öryggisgæsla var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna komu Ormsbókar og Reykjabókar Njálu til landsins Morgunblaðið/Valli Heimkoma Guðvarður Már Gunnlaugsson, með annað handritið í tösku í vinstri hendi, og Guðrún Nordal í lögreglufylgd í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Morgunblaðið/Hari Menningararfur Ormsbók og Reykjabók eru frá 14. öld. Handritin komust í eigu Árna Magnússonar, handritasafnara og fræðimanns, í byrjun 18. aldar. Ákvörðun Haf- rannsóknastofn- unar um að end- urskoða ekki áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Ís- landi er byggðum í landinu gríðar- legt áfall að sögn Einars K. Guð- finnssonar, formanns Lands- sambands fiskeldisstöðva. Ákvörðunin kom honum í opna skjöldu, en hann taldi allar efnis- legar forsendur standa til þess að endurskoðun yrði gerð. „Við höfðum unnið í góðri trú með Hafrannsóknastofnun í hér um bil eitt ár þar sem settar voru fram hugmyndir sem gætu leitt til þess að endurskoða áhættumatið þannig að það gæti leitt til aukinna fram- leiðsluheimilda,“ segir Einar sem er ósammála röksemdafærslu að baki ákvörðuninni. »2 Kemur illa við íbúana  Áhætta af fiskeldi ekki endurskoðuð Einar K. Guðfinnsson  Dæmi eru um að nýjar meng- unarreglur gætu hækkað opinber gjöld á nýjar bif- reiðar úr 1,75 milljónum í tæp- ar 2,6 milljónir. Þetta má lesa úr útreikningum Bílgreinasambandsins. Tilefnið er nýjar mengunar- reglur í ESB. Þær byggjast á nýjum mælingum á mengun. María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir breytingarnar geta fært bifreiðar upp um tollflokka. »16 Gæti hækkað verðið um 850 þúsund  Máli Fjöreggs og Landverndar gegn íslenska ríkinu þar sem krafist var friðlýsingar ellefu nánar tiltek- inna landsvæða í Skútustaðahreppi (við Mývatn) var vísað frá dómi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Eigendur meirihluta jarðarinnar Reykjahlíðar höfðuðu meðalgöngusök í málinu á hendur íslenska ríkinu og Fjöreggi og Landvernd. Ríkið og landeigend- urnir gerðu kröfu um frávísun máls- ins og varð dómurinn við því. Land- eigendur telja niðurstöðuna hafa fordæmisgildi gagnvart aðild Land- verndar að fleiri málum. »6 Landeigendur fagna frávísun máls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.