Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 30
Ljósmynd/Sebastiaan ter Burg
A.J. Finn Tengir vel saman raunveruleika, það sem sýnist og það sem birtist
í völdum kvikmyndum með þeim árangri að úr verður hin besta glæpasaga.
Endalok í glæpasögum eruoft fyrirsjáanleg, en Kon-an í glugganum er marg-slungin og
leynir á sér. Höfundur
tengir vel saman raun-
veruleika, það sem sýn-
ist og það sem birtist í
völdum kvikmyndum
með þeim árangri að úr
verður hin besta glæpa-
saga.
Sálfræðingurinn
Anna Fox er konan í
glugganum. Hún varð
fyrir áfalli, hefur ekki
farið út úr húsi í Harlem
í marga mánuði, en fylg-
ist með nágrönnum í
gegnum linsu mynda-
vélar, sér ýmislegt sem hún á ekki
að sjá og reynir að vekja athygli á
aðstæðum, en nær ekki eyrum ann-
arra. Á sama tíma aðstoðar hún fólk
í vanda á netinu og virðist þar vera á
réttri hillu. Þess á milli linar hún
þjáningarnar með víndrykkju og
horfir á gamlar kvikmyndir sem hún
vitnar stöðugt í, einkum í netsam-
skiptum.
Sagan gerist einkum á innan við
mánuði, frá því í lok október fram í
miðjan nóvember. Anna Fox ræður
illa við lífið og utanaðkomandi áhrif
gera illt verra. Þetta er fyrst og
fremst saga hennar en gæti verið
saga hvers sem er. Snilldarlega góð
uppbygging og frábær útfærsla.
Höfundur tekur á mörgum vanda-
málum líðandi stundar og hvernig
brugðist er við þeim. Víðáttufælni er
útgangspunkturinn,
en við hana bætast
meðal annars kvíða-
röskun, þunglyndi,
áfallastreita og of-
skynjun. Auk þess má
einnig nefna athygl-
issýki, ofskynjun, af-
neitun og baráttu við
Bakkus. Þegar þessu
er öllu hrært saman
verður til illskusaga,
þar sem farið er til
helvítis og aftur til
baka.
Þar sem sagan á
sér nokkrar hliðar er
erfitt að hætta lestrinum fyrr en frá-
sögnin er á enda komin. Veröldin,
sem sést út um gluggann í byrjun, er
flóknari en svo og það skýrist vel og
rækilega eftir því sem á líður. Sann-
kallaður sálfræðitryllir sem best er
að lesa í björtu.
Sálfræðitryllir af bestu gerð
Konan í glugganum bbbbn
Eftir A.J. Finn.
Íslensk þýðing: Friðrika Benónýsdóttir.
Kilja. 457 bls. JPV útgáfa 2018.
STEINÞÓR GUÐ-
BJARTSSON
BÆKUR
verður fjórða verkinu komið fyrir,
hálfgerðum leynigesti. „Glænýtt verk
sem kallast Lightroom eða Ljósrými
og er smábónus fyrir sýningargesti,“
segir Sigurður.
Verkin þrjú sem mynda Innljós
geta að hans sögn líka staðið sem
sjálfstæð verk. Rauði þráðurinn í
þeim og raunar í öllum hans verkum
eru hreyfingin og tíminn. Hann
kveðst alltaf vera að fást við tímalín-
una og markmiðið sé að áhorfendur
upplifi verkin jafnt í tíma og rúmi.
Vídeóverkin með sínum hægu vél-
rænu endurtekningum eru til þess
fallin að skapa slík hughrif. „Ég hanna
innsetningarnar þannig að áhorfand-
inn geti gengið inn í þau, ef svo má
segja, á hvaða tíma sem er. Þeir þurfa
ekki að horfa til dæmis á 40 mínútna
verk frá upphafi til enda.“
Áhrif frá dauðarokki
Sigurður stundaði listnám í Vín,
Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hann
sýndi fyrst í galleríum í Reykjavík um
aldamótin og vöktu myrk vídeóverk
hans þá töluverða athygli og síðar alls
staðar sem þau voru sýnd utan land-
steinanna.
„Ég var bara búinn að vera nokkra
mánuði í Listaháskóla Íslands þegar
ég datt á kaf í innsetningar og vídeó-
verk með alls konar tæknilega út-
færðum hljóðum og hef ekki komið
mér út úr þeim síðan – kannski sem
betur fer.“
Upp úr dúrnum kemur að Sigurður
spilaði í nokkrum hljómsveitum á tí-
unda áratugnum. Þar á meðal Crani-
um, svakalega þungri dauðarokks-
sveit, svo notuð séu hans orð. Hann
tengir áhuga sinn á innsetningum úr
hljóði, ljósi og hreyfimyndum m.a. við
hljómsveitarstússið. „Maður hleður á
sig reynslu og svo brýst hún einhvern
veginn út,“ segir handhafi Íslensku
myndlistarverðlaunanna 2018, stadd-
ur á Kleifum þar sem hann býður
gestum að ganga inn í verk sín.
» „Ferðalagið í gegn-um fjósið, fjóshlöð-
una og skúrinn er
ákveðin element í sýn-
ingunni, enda er mikil-
vægt að neisti á milli
verkanna og rýmisins
sem þau eru sett í. Sýn-
ingarrýmið er að stórum
hluta verkið sjálft.“
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018
Hjónin og myndlistarmennirnir Ás-
laug Thorlacius, skólastjóri Mynd-
listaskólans í Reykjavík, og Finnur
Arnar Arnarson, opnuðu gömlu
fjárhúsin á Kleifum við Blönduós
fyrir listamönnum síðastliðið sum-
ar. Fimm „kanónur“ eins og Finn-
ur Arnar kallar listamennina, voru
með sýningu í rúma viku í lok júlí
og vakti framtakið mikla lukku
meðal sveitunganna sem og ferða-
langa. Og nú ætla þau hjónin að
endurtaka leikinn og sýna verkið
Innljós eftir enn eina „kanónuna“,
hann Sigurð Guðjónsson. Sýningin
er samstarfsverkefni ábúenda og
Listasafns ASÍ.
„Siggi ætlar að leggja undir sig
fjósið og fleiri útihús svo ég hef
verið að þrífa, smíða skjái og
tröppur til að bæta aðgengið og
gera allt boðlegt fyrir hann, verkin
hans sem og almenning,“ segir
Finnur Arnar.
Móðurafi og amma Áslaugar
byggðu bæinn Kleifar á sínum tíma
og sjálf fæddist Áslaug á Hælinu,
eins og Sjúkrahúsið á Blönduósi
var kallað. Hún fór öll sumir í sveit
til ömmu sinnar og afa ásamt
systrum sínum og er því að miklu
leyti alin þar upp.
„Þótt við búum í Reykjavík, höf-
um við öll sterkar taugar hingað
norður,“ segir Finnur Arnar. „Hér
erum við mjög vel í sveit sett,
steinsnar frá þjóðveginum og upp-
lagt fyrir þá sem eru á ferðinni að
staldra við, skoða sýninguna, fá sér
kannski kaffi og kleinur og kíkja
svo niður í gamla bæ. Hér er alltaf
bongóblíða og yndislegt að sitja úti
við langborð, hlusta á fuglasönginn
og tala við gesti.“
Slíkar trakteringar eru í boði frá
kl. 10 til 22 alla daga, en sýningin
Innljós er opin frá 7. til 22. júlí. „Í
tengslum við sýninguna verður
haldið myndlistarnámskeið fyrir
unglinga undir stjórn Kolbeins
Huga Höskuldssonar myndlistar-
manns og krökkunum boðið að
skoða sýninguna. Markmiðið okkar
er að leggja eitthvað skemmtilegt
og uppbyggilegt til samfélagsins
hér fyrir norðan,“ segir Finnur
Arnar.
Honum finnst merkilegt hversu
útihús eins og á Kleifum henti vel
fyrir myndlistarsýningar. Miklu
meiri stemning en í hvítum gall-
eríum í miðborginni, að hans mati.
Aðspurður segir hann ekki í bígerð
að setja upp fleiri sýningar en
þessa einu á Kleifum í sumar. „En
við erum náttúrlega strax farin að
velta fyrir okkur hvað við gerum
næsta sumar. Viðburðirnir þurfa
ekki endilega að tengjast myndlist,
hér geta líka verið tónleikar eða
leikhús. Möguleikarnir eru óþrjót-
andi.“
Menningarbúskapur
á ættaróðalinu
Kleifar Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson opnuðu gömlu fjár-
húsin á Kleifum við Blönduós fyrir listamönnum síðastliðið sumar.
Næsta verkefni Sacha Baron
Cohens, mannsins á bak við Ali-G og
Borat, mun mögulega snúast um
Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Þetta kemur fram á síðu Huffington
Post en þar segir frá Twitter-færslu
Cohens, þar sem hann deilir mynd-
bandi sem inniheldur ummæli
Trumps í garð Cohens klippt saman
við andlitið á Cohen og yfirlýsingar
líkt og „Hann er kominn aftur eins
og þú hefur aldrei séð hann áður.“
Ummælin í garð Cohens lét forset-
inn falla eftir að Cohen, í líki Ein-
ræðisherrans, sturtaði úr öskukeri
yfir sjónvarpsmanninn Ryan Seac-
rest. Meðal ummælanna sem Trump
lét í kjölfarið frá sér var að kýla
hefði átt Cohen í andlitið og að hann
ætti að fara í skóla til að læra að
vera fyndinn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir
félagar eigast við en árið 2003 gekk
Trump út úr viðtali hjá Cohen í
þættinum Da Ali G show.
Kvikmynd
um Trump?
Donald
Trump
Sacha Baron
Cohen
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////