Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 13
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Malbikun á miðsvæði Vaðlaheiðar- ganga hófst í fyrradag og mun standa fram á laugardag. Hlaðbær Colas sér um framkvæmd verksins, en verkið er talsvert frábrugðið öðr- um verkefnum sem fyrirtækið hefur tekið að sér. Sigþór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar Colas, segir að erf- iðar aðstæður séu til malbikunar í göngunum. „Það er mjög hár hiti í göngunum. Við erum að áætla að hitastigið sé í kringum 50 gráður á meðan malbikun fer fram,“ segir Sigþór og bætir við að af þeim sökum hafi þurft að útbúa sérstaka malbiks- blöndu sem þolir háan hita. „Við þurftum að setja sérstök íblöndunar- efni í malbikið og í raun hanna blöndu sem dugar í S-Afríku. Bæði til að þola hitann sem nú er og einnig þegar göngin verða tekin í notkun. Það er búist við því að hitastigið í göngunum verði í kringum 20 gráður allan ársins hring,“ segir Sigþór. Ráðgert er að um þrjú þúsund tonn af malbiki verði notuð til verks- ins nú í vikunni, en malbikinu er ætl- að að verja það framkvæmdasvæði í göngunum sem lengst er komið. Aðalmalbikun í göngunum mun hefjast í lok ágúst og er búist við að hún muni taka um tvær vikur. „Við höfum unnið sambærileg verk áður og þetta ætti ekki að taka langan tíma. Þá verður heildarmalbikun í göngunum endanlega lokið,“ segir Sigþór. Malbikun Vaðlaheiðarganga hafin  Aðstæður í göngunum eru afar erfiðar en hitastigið er í kringum 50 gráður  Útbúa þurfti malbiks- blöndu sem gæti nýst á götur S-Afríku  Heildarmalbikun hefst í lok ágúst og mun taka um tvær vikur Ljósmynd/Aðsend Malbikun Framkvæmdir við malbikun ganganna hófust í fyrradag en ráðgert er að þeim ljúki á laugardag. Fyrr á árinu bárust fréttir af því að Vaðlaheiðargöng hefðu ekki fengið greiddar tæpar 50 millj- ónir króna frá Isavia vegna flutninga á efni úr göngunum í flughlað á Akureyrarflugvelli. Í samtali við Morgunblaðið segja forsvarsmenn beggja að- ila að hvergi hafi komið fram í samningnum að greiða ætti fyr- ir flutning á efni umfram það sem samið hefði verið um. Það sé því ákvörðun ríkisins hvort greitt verði fyrir flutning á efni umfram samning aðila. Ríkið borgi flutninginn ISAVIA SKULDAR EKKI VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Ökumönnum ber samkvæmt lögum skylda til að hafa kveikt ökuljós á bílnum að aftan og framan við akst- ur. Margir bílar eru með sjálfvirkan búnað sem kveikir bara ljós að fram- an í dagsbirtu. Slíkur búnaður er gjaldgengur víða erlendis og má flytja þannig útbúna bíla til Íslands. Reglugerðin víkur hins vegar ekki burt ákvæði laga um að ökuljós skuli alltaf vera kveikt við akstur. „Ljósaskyldan hvílir á ökumann- inum en ekki á ökutækinu. Ökumað- urinn þarf að kveikja ljósin,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar LRH. Lög- reglan sektar séu ökuljós ekki kveikt, þótt það sé frekar gert í skammdeginu en yfir hásumarið. „Ef það vantar eitt ljós þá er öku- manninum bent á það. Hins vegar er miðað við að ef vantar öll ljós að framan eða aftan þá sé það kært,“ sagði Guðbrandur. Í sumum til- vikum kunna ökumenn ekki að kveikja ökuljósin og þá er hægt að leiðbeina þeim um að það. Öðrum finnst þeir ekki þurfa að kveikja ljós- in og þá megi þeir eiga von á kæru. Sekt fyrir að hafa ökuljósin ekki kveikt í dagsbirtu hækkaði 1. maí úr 5.000 kr. í 20.000 kr. gudni@mbl.is Skylt að aka með ljósin kveikt Morgunblaðið/Styrmir Kári Ökuljósin Dagljós að framan duga ekki samkvæmt íslenskum lögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.