Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 7

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 7
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Fréttir hafa borist af því aðstjórnvöld í Svíþjóð hafi tekið upp tímabundnar reglur um herta landamæragæslu. Þetta felur svo sem ekki í sér mjög harkalega landamæragæslu og tímabundna sænska gæslan þætti til dæmis lausatök sem ekki yrðu liðin í Bandaríkj- unum.    Og svo eróvíst að gæslan skili miklu til að leysa þann vanda sem við er að glíma nú. Gústaf A. Skúlason seg- ir til dæmis frá því á blog.is að vegabréfagæslan muni ekki stöðva þá íslömsku vígamenn sem þegar hafi hreiðrað um sig í Sví- þjóð. Og hann lýsir því hvernig of- beldið aukist í landinu, í ár sé til dæmis þegar búið að vega fleiri í Malmö en allt árið í fyrra.    Aukna gæslan í Svíþjóð snýstum að skoða vegabréf fólks, sem ætti ekki að þykja frásagnar- vert enda bendir utanríkisráðu- neytið íslenska á í þessu sambandi að vegabréf séu einu gildu ís- lensku ferðaskilríkin, einnig inn- an Norðurlandanna.    Það er ekki mikið tiltökumál aðhafa vegabéf meðferðis á ferðum erlendis og líklega gera það flestallir, líka innan Norður- landanna. Þó ekki væri nema til að sýna fram á að þeir þurfi ekki að sýna vegabréf.    Hitt er mikið áhyggjuefnihvers vegna Svíar taka þá ákvörðun að auka landamæraeft- irlit sitt. Þeir segja öryggi al- mennings ógnað og benda á alvar- lega bresti í eftirliti með ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þeir brestir snerta okkur ekki síð- ur en Svía. Brestir gagnvart fleirum en Svíum STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 3 alskýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 alskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 18 rigning Lúxemborg 20 súld Brussel 25 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 19 heiðskírt London 27 skýjað París 26 rigning Amsterdam 19 léttskýjað Hamborg 19 skýjað Berlín 30 heiðskírt Vín 27 þrumuveður Moskva 19 léttskýjað Algarve 25 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 29 skýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 29 léttskýjað New York 27 skýjað Chicago 30 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:17 23:49 ÍSAFJÖRÐUR 2:23 24:53 SIGLUFJÖRÐUR 2:02 24:39 DJÚPIVOGUR 2:35 23:30 Hrina skemmd- arverka stendur nú yfir í hverfum 105, 107 og 108 í Reykjavík en lög- reglunni hefur borist fjöldi til- kynninga um brotnar rúður á bílum og strætó- skýlum í hverf- unum undanfarnar vikur. „Það er orðrómur um að tveir pjakkar á einhverri vespu aki um og séu að brjóta rúður á bílum sem þeir keyra fram hjá og strætó- skýlum,“ sagði Jóhann Karl Þóris- son aðstoðaryfirlögregluþjónn um málið. Lögregla hafði áður beðið íbúa þessara hverfa að senda sér upplýs- ingar um skemmdir, staðsetningu þeirra og tímasetningu til að hægt yrði að kortleggja skemmdarverkin. Að sögn Jóhanns Karls vantaði ekk- ert í bifreiðirnar sem höfðu orðið fyrir hnjaski og virðist því ekki vera um þjófa að ræða. „Þetta kemur í bylgjum,“ sagði hann um tíðni skemmdarverka. „Tveir svona gaur- ar geta hleypt hellingi upp.“ Skemmd- arverk í Austurbæ  Tveir drengir á vespu grunaðir Skemmd Bílrúður hafa verið brotnar. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tillögu stjórnarandstöðunnar í borgarráði um að dagskrá í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar yrði gerð aðgengileg á vef Reykja- víkurborgar fyrir fundi var frestað á fundi ráðsins í gær. Fram kom í tillögunni að dagskrá hefði fram til þessa aðeins verið send á ráðsmenn og starfsmenn ráða og nefnda en ekki verið aðgengileg al- menningi. Almenningur geti fylgst með „Það að dagskráin er ekki auglýst fyrirfram gerir það að verkum að fólk getur ekki fylgst með. Í þinginu er dagskrá auglýst fyrirfram og í öðrum löndum líka,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. „Þessu var frestað eins og mörg- um öðrum málum á fundinum. Ég tel sérstakt ef þetta yrði ekki sam- þykkt að lokum. Það væri allavega í andstöðu við gagnsæi og lýðræði. Við munum fylgja þessu hart eftir,“ segir hann. Tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, um setningu sam- skiptareglna borgarfulltrúa var hafnað af borgarmeirihlutanum með þeim rökum að siðareglur borgar- fulltrúa tækju til samskipta fulltrú- anna. Tillögu um auglýsta dagskrá frestað  Fylgja málinu eftir í borgarráði  Meirihlutinn hafnaði samskiptareglum Morgunblaðið/Valli Ráðhúsið Nýkjörnir borgar- fulltrúar á námskeiði í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.