Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 15
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 6. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.51 107.01 106.76 Sterlingspund 141.12 141.8 141.46 Kanadadalur 80.97 81.45 81.21 Dönsk króna 16.702 16.8 16.751 Norsk króna 13.187 13.265 13.226 Sænsk króna 12.181 12.253 12.217 Svissn. franki 107.29 107.89 107.59 Japanskt jen 0.9621 0.9677 0.9649 SDR 150.0 150.9 150.45 Evra 124.45 125.15 124.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.352 Hrávöruverð Gull 1256.9 ($/únsa) Ál 2163.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.89 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Flutningar Sam- skipa munu fara um Hull í stað Immingham á Bret- landseyjum frá 16. júlí. Samskip eru stærsti viðskipta- vinur hafnarinnar í Hull, en þar munu nú mætast sigl- ingar til og frá Ís- landi og flutningskerfi Samskipa í Evr- ópu. Samskip flytja á hverju ári um 100 þúsund gámaeiningar um höfnina í Hull, sem gerir hana næstumsvifamestu höfn Samskipa á eftir Rotterdam, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Engin breyting verður á móttöku lausavöru enda skammt á milli hafn- anna í Hull og Immingham. Vöruhús Samskipa verður því áfram á sama stað. Um höfnina í Hull fara 9,3 milljónir tonna af varningi á hverju ári. Samskip munu sigla til Hull í stað Immingham Höfn Samskip munu sigla á Hull. STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýjar mengunarreglur gætu hækkað opinber gjöld á nýjar bifreiðar um tugi prósenta. Til dæmis gætu opin- ber gjöld á nýja og mikið selda bifreið hjá einu umboðanna hækkað úr 1,75 milljónum í tæpar 2,6 milljónir króna. Þetta má lesa úr útreikningum Bíl- greinasambandsins. Tilefnið er að nýjar mengunarmæl- ingar eru að taka gildi í ESB. Þær eiga að endurspegla betur en núverandi reglur hvað bílar menga í raun með því að byggja á raunhæfari aðstæðum við akstursprófanir. Með því eykst mæld eldsneytisnotkun og þar með losun koldíoxíðs. Reglurnar munu að óbreyttu taka gildi á Íslandi. Fram kom í Morgun- blaðinu í júní að starfshópur í fjár- málaráðuneytinu er að skoða málið. Bílgreinasambandið hefur stillt upp tíu dæmum um áhrif þessara breytinga á opinber gjöld á nýjar bif- reiðar. Annað dæmi bendir til að opin- ber gjöld á tiltekna nýja bifreið muni hækka úr 1,059 milljónum í 1,518 milljónir. Hækkunin er rúm 43%. Mengunargildin hækka Þriðja dæmið er að opinber gjöld á nýja bifreið hækka úr 950 þúsund í 1.300 þúsund. Sú bifreið mengaði samkvæmt gömlu skilgreiningunni 119 grömm af CO2 á km en 139 grömm með nýju aðferðinni. Gildin geta því breyst mikið og gjöldin þar með. Frá 2011 hafa vörugjöld á bíla á Ís- landi tekið mið af losun koldíoxíðs. Sama gildir um bifreiðagjöld. María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir breytingarnar geta fært bifreið- ar upp um tollflokka. Útreikningar sambandsins bendi til að í einhverjum dæmum geti vörugjöld hækkað um 90% á dæmigerðum fjölskyldubíl. María segir rannsóknarskýrslur ESB benda til að sparneytnari bif- reiðar með minni vélar muni frekar mælast með hærra gildi en eyðslu- frekari bílar með stórar vélar. Að óbreyttu muni hækkun mælds út- blásturs leiða til þess að bílar hækki í verði, einkum þeir sparneytnustu. María bendir jafnframt á að verð á bílum hafi farið lækkandi. Það hafi átt þátt í að halda niðri verðbólgu. Árið 2017 var metár í sölu nýrra bifreiða á Íslandi. Sala til bílaleiga vó þungt. Fyrir vikið hefur meðalaldur bílaflotans farið lækkandi. María segir að ef nýju reglurnar taka gildi á Íslandi án mótvægis- aðgerða geti bílverð hækkað um tugi prósenta. Sagan sýni að slíkar hækk- anir dragi verulega úr sölu. Afleiðing- in verði sú að það hægi á endurnýjun bílaflotans. Með því muni flotinn menga meira en ella. „Með yngri bíl- um á götunni erum við ekki aðeins að færast nær markmiðum okkar um að draga úr útblæstri heldur fáum við einnig bíla á götuna sem búa yfir öfl- ugri öryggisbúnaði,“ segir María. „Bílgreinasambandið hefur fulla trú á að íslensk stjórnvöld séu tilbúin til að fara í mótvægisaðgerðir svo inn- flutningstollarnir haldist sambæri- legir. Ef ekkert er gert má reikna með að verð á bílum hækki mikið í haust og í vetur. Þetta mun ekki ein- ungis bitna á fyrirtækjum og einstak- lingum, því einnig munu bílaleigubílar hækka mikið í verði sem getur aftur dregið úr eftirspurn í ferðaþjónustu.“ Ný viðmið gætu hækkað bílverð um tugi prósenta Áhrif breyttrar skráningar mengunargilda Hærra innkaupsverð Orðabókin EURO 6 mengunarstaðall Fyrst settur árið 1992 (EURO 1). Núver- andi staðall EURO 6c tekur gildi 1. september 2018 en hann notast við WLDC og RDC mæliaðferðir í stað NEDC. NEDC (New European Driving Cycle) Stöðluð mæliaðferð á eldsneytiseyðslu og CO2 útblæstri bifreiða. Staðallinn var síðast uppfærður árið 1997. WLTP (Worldwide harmonized Light vehicles Test Procedure) er ný mæliaðferð sem er ýtarlegri en NEDC, tekur mið af fleiri tegundum orkugjafa og er ætlað að nálgast betur hversdagslega notkun. NEDC BT (NEDC Back Translated) eru NEDC mengunargildi sem eru umreiknuð frá WLTP mælingum. RDC (Real-world Driving Conditions) Mengunarmælingar sem fram- kvæmdar eru við akstur bifreiða í stað mælinga í rannsóknarstofu. Hækkun á skráðu CO2 gildi eftir 1. sept. 2018 Nýjar mæliaðferðir hækka skráð CO2 gildi bifreiða umfram núverandi gildi þótt útblástur á CO2 aukist ekki Hlutfallsleg hækkun miðað við NEDC gildi Forskráning á bílum krefst þess að EURO 6c sé uppfyllt Allar bifreiðar eru skráðar með bæði WLTP og NEDC BT mengunargildi EURO 6d tekur gildi Möguleg hækkun á opinberum gjöldum Hærri mengunargildi geta hækkað bæði álögð gjöld og virðisaukaskatt á bifreiðum um alls 11-18%* 15% Auknar mengunarkröfur með tilkomu EURO 6c og EURO 6d leiða til 10-15% hærri framleiðslukostnaðar og innkaupsverðs *Tolurnar eru meðaltal 10 bíla sem valdir voru af handahófi Heimild: Bílgreinasambandið NEDC BT mæligildi WLTP mæliaðferð Opinber gjöld Virðisaukaskattur 10-15% 25-30% 1.169.000 kr. 1.432.000 kr. 1.659.000 kr. Núverandi gjöld NEDC BT WLTP 1. september 2018 1.9. 2019  Útreikningar Bílgreinasambandsins benda til að opinber gjöld hækki mikið Vöruviðskiptin í júní voru óhagstæð um 20,9 milljarða króna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir júnímánuð nam verðmæti vöru- útflutnings 50,7 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 71,6 milljörðum króna. Vöruútflutningur í júní í ár var 5,9 milljörðum króna meiri en í sama mánuði í fyrra. Hækkunina má að mestu rekja til aukins útflutnings á iðnaðarvörum. Vöruinnflutningur var 11,9 millj- örðum króna meiri í júní í ár en júní í fyrra. Munurinn á milli ára skýrist aðallega af auknum innflutningi á eldsneyti, hrávörum og rekstrarvör- um. 84,1 milljarðs halli hingað til Vöruviðskiptin hafa ekki verið jafn óhagstæð síðan í desember 2017, en þá voru þau óhagstæð um 26,6 milljarða króna. Á fyrri helmingi ársins voru vöru- viðskiptin samtals óhagstæð um 84,1 milljarð króna samanborið við 86,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Vöruútflutningur fyrstu sex mán- uði ársins var samtals 287,1 milljarð- ur króna en var 244,2 milljarðar í fyrra. Vöruinnflutningur var samtals 371,1 milljarður króna á fyrri helm- ingi ársins en 330,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. steingrimur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Útflutningur Óhagstæðustu vöru- viðskipti síðan í desember 2017. Halli á vöruvið- skiptum í júní  Vöruútflutningur í júní 5,9 milljörðum meiri en í sama mánuði í fyrra Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.