Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 9
Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Verksmiðja Lýsis í Þorlákshöfn verður flutt. Íbúar höfðu kvartað undan lyktarmengun frá henni. Til stendur að flytja hausþurrkunar- verksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn úr bænum og yfir á svæði fyrir lykt- armengandi starfsemi. Ráðgert er að flutningurinn eigi sér stað á næstu sex mánuðum en ný bæjar- stjórn samþykkti í vikunni að fram- lengja starfsleyfi verksmiðjunnar til febrúarloka á næsta ári. Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi, segir að gerð- ur hafi verið samningur við Lýsi fyr- ir tveimur árum. Þá var samþykkt að útvega fyrirtækinu lóð undir nýja verksmiðju. „Síðasta bæjarstjórn gerði með þeim tveggja ára áætlun um flutn- ing. Það var samningur um að Lýsi fengi lóð á svæði fyrir lyktarmeng- andi starfsemi gegn því að flytja,“ segir Gestur, Slæm lykt hefur borist frá verk- smiðjunni undanfarin ár og hafa fjöl- margir íbúar bæjarins kvartað vegna þessa. „Það hefur verið mikil óánægja með lyktina í mörg ár enda á þessi verksmiðja ekki heima í þéttbýli. Þetta er hins vegar í ferli og vonir standa til að Lýsi verði komið í nýja og flotta verksmiðju í byrjun næsta árs,“ segir Gestur. aronthordur@mbl.is Verksmiðja Lýsis brátt flutt  Verksmiðjan í Þorlákshöfn fer á lyktarmengandi svæði 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 AKUREYRI Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sextán sóttu um starf bæjarstjóra á Akureyri, þar af þrír fyrrverandi bæjarstjórar og einn sveitarstjóri. Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sinnt hafði starfinu í átta ár, til- kynnti fyrir kosningarnar í vor að hann hygðist láta staðar numið og nýr meirihluti auglýsti starfið laust til umsóknar. Umsækjendur eru þessir:  Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norð- urlands.  Árni Helgason, löggiltur fast- eignasali.  Ásthildur Sturludóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri í Vesturbyggð.  Brynja Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri.  Davíð Stefánsson, sem um árabil hefur rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki í orkumálum.  Eiríkur H. Hauksson, sveitar- stjóri Svalbarðsstrandarhrepps.  Eva Reykjalín Elvarsdóttir, þjónustufulltrúi hjá World Class á Akureyri.  Finnur Yngvi Kristinsson, hót- elstjóri Sigló hótels á Siglufirði.  Gísli Halldór Halldórsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Ísafirði.  Guðmundur Steingrímsson, rit- stjóri og fyrrverandi alþingismaður.  Gunnar Kristjánsson, verk- efnastjóri.  Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri hjá Akureyrarbæ.  Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og fyrrverandi aðstoðarmaður bæj- arstjóra á Akureyri.  Linda Björk Hávarðardóttir, framkvæmdastjóri.  Páll Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjarða- byggð.  Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Ráðhúsið, efst til hægri; þar er skrifstofa bæjarstjóra en fundir bæjarstjórnar eru nú orðið í menningarhúsinu Hofi, neðst á myndinni. Sextán vilja stýra Akureyrarbæ Ópólitískur stjóri » Bæjarstjóri á Akureyri hefur undanfarin átta ár ekki verið einn af frambjóðendum til bæjarstjórnar eins og lengi tíðkaðist. Haldið er áfram á þeirri braut. » Framsóknarflokkur, Sam- fylking og Listi fólksins mynda meirihluta í bæjarstjórn Akur- eyrar eins og á síðasta kjör- tímabili. Hafa sex bæjarfulltrúa af ellefu. Vantar þig pípara? FINNA.is GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? HLUTHAFAFUNDUR Dagskrá 1. Kjör tveggja stjórnarmanna 2. Önnurmál Hluthafafundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 27. júlí 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 15:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Aðrar upplýsingar Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið hluthafafundur@hbgrandi.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 17. júlí 2018, þ.e. tíu dögum fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu HB Granda Norðurgarði 1 eða á netfangið hluthafafundur@hbgrandi.is Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 88 94 6 07 /1 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.