Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 19
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018
Nú að afloknum sveitarstjórnarkosningum, eru stöður sveitar- og bæjar-
stjóra víða lausar og verið að auglýsa þær. Er þá ekki kjörið að stokka upp
kjör þeirra, enda komin víða út í algjöra vitleysu?
Þykir mér einsýnt að hægt sé að fá gott fólk í þessar stöður fyrir t.d. eina
til eina koma tvær milljónir og án allra sporslna, t.d. taka af bílastyrki, starfs-
lokasamninga, dagpeninga o.fl.
Reyna ætti að koma á þeirri reglu að sá sem hæst hefur laun hjá hverju
bæjar- eða sveitarfélagi sé ei með hærri laun en þrisvar sinnum lægstu laun.
Myndi þetta gagnast öllum og vera til þess fallið að auka samkennd og
virðingu í bæjar- og sveitarfélögum.
Ragna Garðarsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Laun bæjarstjóra
Skúli Jóhannsson
ritar í Morgunblaðið
23. júní sl. að Íslend-
ingar eigi að setja Evr-
ópusambandslög um
orkumál. Sendiherra
Evrópusambandsins
sargaði á svipaðan
streng í Fréttablaðinu
7. júní sl. en hann telur
farsælast fyrir Íslend-
inga að afhenda ríkja-
sambandi því, sem
hann sjálfur vinnur fyrir, meiri völd í
orkumálum. Rök þessara tveggja
heiðursmanna eru að nokkru ólík, en
lík að því leyti að þau eru mjög sér-
kennileg. Sendiherrann telur að Ís-
lendingum sé óhætt að framselja
valdið til útlanda vegna þess að stað-
an í Bretlandi sé um þessar mundir
með þeim hætti að ekki sé alveg víst
að framsalið gangi eftir. Skúli fer á
hinn bóginn ótalmörgum orðum um
ágæti markaðsbúskapar
í orkumálum og þess
vegna sé best að setja
lög sem hjálpi þess hátt-
ar búskap. Engin orð
hefur hann um valda-
framsal í orkumálum til
útlanda sem hann þó
mælir með í leiðinni.
Kannski finnst honum
það ekki skipta máli.
Kannski telur hann að
menn sem vinna fyrir
erlend ríki séu betur til
þess fallnir að stjórna á
Íslandi, en íslenskir
ráðamenn, því útlendingunum þyki
svo vænt um Íslendinga eða hugsi svo
skýrt.
Ekki verður fullyrt hér að loku sé
fyrir það skotið að Íslendingar geti
grætt á að viðhafa markaðsbúskap í
orkumálum, en ekki er heldur erfitt
að skilja sjónarmið þeirra sem full-
yrða að það kosti bara meiri umsýslu
og vesen. Fáir hafa að minnsta kosti
enn sem komið er misst nætursvefn
vegna sverðaglamurs í orkusölu-
samkeppni. Óháð öllum slíkum
vangaveltum er Íslendingum vita-
skuld í lófa lagið að stunda hverjar
þær markaðsæfingar sem þeim sýn-
ist í orkumálum án þess að afhenda
nein völd til erlendra aðila. Það er
deginum ljósara og þess vegna frá-
leitt að halda áfram undirbúningi fyr-
ir framsal valds í orkumálum í óþökk
yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Eftir Harald
Ólafsson
Haraldur
Ólafsson
» Íslendingum er vita-
skuld í lófa lagið að
stunda hverjar þær
markaðsæfingar sem
þeim sýnist í orku-
málum án þess að af-
henda nein völd til er-
lendra aðila.
Höfundur er formaður Heimssýnar
haraldur68@gmail.com
Hvers vegna vilja þeir að erlend
ríki stjórni orkumálum á Íslandi?
Öllum vinnustöðum
er hollt að hafa sam-
skiptareglur og á það
líka við um Ráðhúsið.
Nýlega tóku 23 borg-
arfulltrúar til starfa og
er ég einn af þeim. Í
Ráðhúsinu starfar auk
þess fjöldi starfsmanna
sem heldur utan um
borgarkerfið.
Ég tel mikilvægt að
settar verði samskiptareglur sem
gilda eiga á öllum fundum, í nefnd-
um, ráðum og samstarfshópum sem
borgarfulltrúar eiga samstarf í. Sam-
skiptareglum þarf að fylgja við-
bragðsáætlun gegn einelti og annarri
óæskilegri hegðun sem eineltisteymi
borgarinnar tekur til úrvinnslu, ber-
ist kvörtun um óæskilega hegðun eða
einelti.
Ástæðan fyrir mikilvægi sam-
skiptareglna fyrir borg-
arfulltrúa er sú að í
borgarstjórn eru eðli-
lega oft heitar umræður
og er gagnrýni og mót-
mæli algeng. Engu að
síður ætti það alltaf að
vera krafa að borgar-
fulltrúar séu kurteisir
og málefnalegir.
Borgarfulltrúum ber að
sýna gott fordæmi í
þessum efnum sem og
öðrum enda horfa marg-
ir þar með talið börn og
ungmenni til stjórnsýslunnar þegar
kemur að samskiptaháttum.
Í krafti valds síns ættu borgar-
stjóri, forseti borgarstjórnar og for-
maður borgarráðs að hvetja borgar-
fulltrúa til að viðhafa jákvæða sam-
skiptahætti. Mikilvægt er að þeir
sem leiða í borginni séu sjálfir góð
fyrirmynd og meðvitaðir og vakandi
á fundum og grípi strax inn í sé farið
á svig við samskiptareglur. Sama
ætti að gilda um borgarfulltrúana
sjálfa og umfram allt ber þeim að láta
vita verði þeir varir við óæskilega
hegðun eða dónalega framkomu.
Samskiptareglur
Til að skýra nánar hvað meint er
með góðum samskiptaháttum eru
hér nokkur dæmi um framkomu og
hegðun sem ætti hvorki að vera leyfð
né liðin í Ráðhúsinu:
– Hunsa eða baktala.
– Sýna persónulega vanvirðingu,
vera með dónaskap, hrakyrða eða
svívirða annan borgarfulltrúa.
– Spyrja spurninga sem eru til
þess ætlaðar að hæða eða niðra per-
sónu eða aðstæður annars borgar-
fulltrúa.
– Vera hrokafullur í framkomu,
sýna fyrirlitningu.
– Gera lítið úr skoðunum, við-
horfum, málflutningi eða verkum.
– Sýna vanvirðingu eða háð með
því að ranghvolfa augum, flissa,
gretta sig þegar borgarfulltrúi flytur
mál sitt eða talar á fundum.
– Vera með dylgjur eða aðdrótt-
anir í garð borgarfulltrúa.
– Ávíta eða skamma borgarfulltrúa
vegna skoðana eða viðhorfa.
– Nota blótsyrði um eða í garð
borgarfulltrúa.
– Reyna að láta borgarfulltrúa líta
illa út með því að gefa eitthvað í skyn
sem er líklegt að rýri traust í hans
garð eða geri hann tortryggilegan.
– Gagnrýna með niðrandi hætti
samskipti eða samvinnu borgarfull-
trúa við aðra borgarfulltrúa eða
stjórnmálaflokka.
– Framkoma á fundum sem ekki
ætti að vera leyfð:
– Vera með frammíköll/gjamm á
meðan borgarfulltrúi er að tala í
pontu eða á fundum.
– Að ganga úr sal sé verið að veita
viðkomandi andsvar.
Telji borgarfulltrúi sig verða fyrir
einhverju ofangreindu eða öðru of-
beldi ætti hann að eiga þess kost að
láta bóka það og óska eftir að það
væri rætt sérstaklega. Sé það mat og
upplifun borgarfulltrúa að hann sé
ítrekað að verða fyrir ofbeldi svo sem
einelti eða áreitni er mikilvægt að
hann geti lagt fram formlega kvörtun
til eineltisteymis borgarinnar sem
myndi þá taka málið til athugunar
samkvæmt ákveðinni viðbragðsáætl-
un.
Tillögu þessa efnis lagði ég fyrir á
fundi borgarráðs 28. júní síðastliðinn
ásamt viðbragðsáætlun.
Samskiptareglur fyrir borgarfulltrúa
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún Baldursdóttir
» Ástæðan fyrir mikil-
vægi samskipta-
reglna fyrir borgarfull-
trúa er sú að í borgar-
stjórn eru oft heitar
umræður og gagnrýni
og mótmæli algeng.
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi.
Það er ekki óalgengt
að spurt sé af hverju
við bindindisfólk séum
sífellt að agnúast út í
áfengið, það er meira
að segja næstum eins
og sagt sé: aumingja
áfengið, hvers á það að
gjalda? Af hverju ráð-
ist þið ekki á eiturlyfin
stórhættulegu þar sem
áhættan á skelfilegri
ánetjun er ennþá meiri og hefur enn
hræðilegri afleiðingar? Þessu er
sjálfsagt ágætt að halda fram til
varnar hinu „hættulausa“ áfengi
sem er laust við þessi skaðlegustu
áhrif eða hvað, en því miður er svo
alls ekki. Áhrif áfengis eru oft hræði-
leg og það á að viðurkenna það.
Það er líka alrangt að við berj-
umst ekki gegn eiturefnum öðrum,
því enginn fullvita maður neitar því
að áfengi geti fyllt flokk eiturefna,
ekki sízt þegar um ofnotkun er að
ræða. En svo sannarlega erum við
sem horfum algáðum augum á sam-
félagið vel vitandi einnig um óheilla-
vænleg áhrif áfengisins á svo ótal
vegu, þó við skelfumst sannarlega
hin ólöglegu eiturefni og drepandi
áhrif þeirra. Og er ekki óumdeilt að
áfengið er langoftast upphaf neyzlu?
Sláandi í hrikaleik sínum var
fregnin í blöðunum um daginn um
þau býsn af kókaíni sem í umferð eru
og þau á Vogi fá bærilega að finna
fyrir og er ekki einhver jafnvel á
æðri stöðum sem vill lögleiða þetta
eða eitthvert álíka efni, svo að sem
allra fæstir verði utan við dýrð
þeirra. En auðvitað sagði svo hinn
ágæti yfirlæknir, Valgerður Rúnars-
dóttir, í lokin svona til áherzlu fyrir
okkur öll: Áfengið er langmest mis-
notaða efnið sem við glímum við.
Þarf frekari vitna við eða eru ekki
nær daglega fregnir af voðaverkum
og slysum þar sem ölvun er sögð or-
sökin? Það dugar nefnilega engin
feimni eða vanmetakennd gagnvart
þessum vágesti, þó að löglegur sé,
gegn ofneyzlu áfengis er merkilegt
nokkuð aðeins ein
örugg leið og það er að
neyta þess aldrei.
Þegar ég einu sinni
sem oftar hélt þessu
fram þá fékk ég snörp
viðbrögð eins og svo oft
fyrr og síðar. Góður
kunningi varð fljótur til
varnar. Það er nú held-
ur betur harkaleg leið
gegn þessum sanna
gleðigjafa sagði þessi
ágæti maður, sem nú er
löngu liðinn, það á bara
að neyta áfengis í hófi, þá fer allt
mætavel.
Ég var þá enn sæmilega ungur
maður og ég spurði á móti hvort
hann þekkti ekkert nema kosti
áfengisins. Þarna þótti honum nærri
sér höggvið og brást hinn versti við,
en ég benti honum á að það vildi svo
til að áfengið færi ekki í manngrein-
arálit eða neyzla þess réði í engu
hvaða örlög fólki yrðu búin síðar
meir eða hvort og á hvaða stalli þau
þættust vera sem neyttu þessa
„gleðigjafa“.
Marga hefur þessi neyzla hitt í
hjartastað ef svo má segja um skelfi-
lega hluti sem áfengið hefur fram-
kallað. Og nóg um það. En þeir sem
halda fram skaðleysi áfengis ættu að
lesa sér til um nýlega vandaða
skýrslu um svokallaða áhættu-
drykkju sem sífellt fer vaxandi og
endar með ósköpum og þarna voru
færustu vísindamenn á ferð, engir
svona prédikarar eins og við bind-
indisfólkið erum stundum nefnd.
Henni verður gerð frekari grein fyr-
ir síðar. Þar fær „aumingja“ áfengið
útreið svo um munar.
Aumingja áfengið!
Eftir Helga
Seljan
Helgi Seljan
» Sláandi í hrikaleik
sínum var fregnin í
blöðunum um daginn
um þau býsn af kókaíni
sem í umferð eru.
Höfundur er form. fjölmiðlanefndar
IOGT
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.