Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 32

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 32
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það er ekkert drama hér“ má lesa margendurtekið í einu stóra mál- verkinu á sýningunni Sókrates sem verður opnuð í Listamenn gallerí á Skúlagötu 32 í dag, föstudag, klukkan 17. Textagrunnurinn í verkinu er eftir myndlistarmanninn Halldór Ragnarsson, sem vinnur iðulega með orð og texta í verkum sínum, en ofan á endurtekna setn- inguna hefur kollegi hans, Kristinn Már Pálmason, málað tákn eins og þau sem hann er kunnur fyrir að nota í sínum málverkum. Á þessari sýningu eru verk sem þeir hafa málað saman; strigarnir hafa síð- ustu misseri verið sendir milli vinnustofa þeirra, annarsvegar úti á Granda og hinsvegar í Garðabæ, og nú má sjá afraksturinn. En hvernig stendur á því að þeir fóru að skapa málverk saman, með þess- um hætti? „Halldór átti hugmyndina, fyrir þremur til fjórum árum,“ svarar Kristinn. „Við höfum lengi verið kunn- ingjar og svo var Kristinn kennari minn í Listaháskólanum á sínum tíma,“ segir Halldór. „Fyrir nokkr- um árum sá ég svo sýningu hjá honum þar sem verkin voru farin að þekja flötinn með öðrum hætti en áður“ – „það hefur verið 2015“ skýtur Kristinn inn í – „og ég stakk strax upp á samstarfi. Ég var svo ánægður með verkin hans og vildi einhvern veginn eiga hlut í þeim,“ segir Halldór og brosir. Spennandi samruni Listamönnunum þótti hugmyndin um samstarf áhugaverð og að því kom að þeir ákváðu að hefjast handa. „Þetta byrjaði reyndar brösuglega,“ segir Kristinn. „Ég var með stóran striga með svörtum bakgrunni, vann eitthvað á hann og kom honum svo til Halldórs. En hann fann enga tengingu og skilaði striganum loks til mín. Einhvern tímann seinna kom hann svo með annan striga til mín,“ – það er þessi þarna,“ segir hann og bendir á verkið með setningunni „Það er ekkert drama hér“ – „og á honum var bara texti. Þá komst ég á flug.“ „Svo ákváðum við að halda því formi,“ bætir Halldór við, „að ég byrjaði að mála og svo gengu verk- in fram og til baka.“ Kristinn er þekktur fyrir að þekja myndflötin með sínum per- sónulega táknheimi og Halldór með orðum; fundu þeir sameiginlega tenginu þar? „Í og með,“ svarar Kristinn. „Við sáum að samruninn gæti orðið spennandi.“ „Í okkar eigin verkum erum við báðir í flestum tilvikum að þekja flötinn en þegar við mætumst í þessum verkum þá er furðulega mikið rými í þeim,“ segir Halldór svo. „En þetta hefur verið ein- staklega flæðandi og óþvingað ferli allt saman.“ Áhætta en skemmtilegt Halldór er sá yngri, fæddur árið 1981 í Reykjavík. Hann lauk BA- gráðu frá LHÍ árið 2007 og MA- gráðu frá sama skóla árið 2014. Áð- ur hafði hann numið heimspeki við Háskóla Íslands. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Kristinn Már Pálmason er fædd- ur 1967 í Keflavík. Hann útskrifað- ist frá MHÍ árið 1994 og með MFA-gráðu frá The Slade School of Fine Art í London árið 1998. Hann á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann var einn af stofn- endum Kling & Bang gallerís. Listamennirnir segja að ýmislegt geti setið eftir í verklagi og nálgun eftir að hafa átt í samstarfi sem þessu og það sé líka skemmtileg til- breyting. „Það getur samt verið ákveðin áhætta fólgin í því að fara í svona samstarf,“ segir Kristinn og glottir. „En þetta var skemmti- legt,“ bætir Halldór við. „Þegar ég vann að þessum verkum, inni á milli annarra sem ég skoðaði einn, þá fannst mér oft gerast eitthvað skemmtilegt.“ Í öðrum fasa en venjulega En þurfa skapandi listamenn, sem eru vanir að vinna einir, ekki að bæla egóið á einhvern hátt í svona samstarfi? „Það þarf svolítið að setja egóið til hliðar,“ svarar Kristinn Már. „Og það er mögulega það besta við þetta, því maður nær að horfa á sjálfan sig með gagnrýnum augum. Maður þarf að fara í annan fasa en venjulega. Það verður að vera viss virðing fyrir hinum og hugmyndum hans …“ „… í mörgum tilvikum málaði ég bara yfir það sem Kristinn hafði gert,“ bætir Halldór við og hlær. „En auðvitað er virðingin til staðar, annars værum við ekki að vinna saman. Við fílum myndlist hvor annars, þótt við gerum ólík verk, en kannski eigum við það sameigin- legt hvað grípur oft athygli fólks í verkunum og þess vegna kann sam- starfið að hafa verið svona auðvelt. En maður þurfti stundum að hafa egó til að þora að mála yfir eitthvað sem Kristinn hafði gert. Því það myndi vonandi gera verkinu gott.“ Titill sýningarinnar, Sókrates, vísar í samtalið. „Sókrates var heimspekingur sem sagði allt koma út frá rökum, út frá samræðunni. Það er það sama hjá okkur, þegar við setjum þessi sameiginlegu verk okkar hér fram,“ segir Halldór. Kristinn bætir við að honum hafi þótt mikilvægt að leyfa verkunum bara að gerast, þetta var mjög sjálfsprottið samtal; þeir hafi aldrei unnið beinlínis saman í málverk- unum en hafi hinsvegar hist mikið og rætt saman. Og þeir sáu alltaf fyrir sér að samstarfinu lyki með þessari sýningu sem verður opnuð í dag. „Núna voru verkin tilbúin og þá var ekki eftir neinu að bíða, hér eru þau komin og fólk getur lagt sitt mat á þau. Þetta hefur verið gaman … og svo eigum við líka sama afmælisdag!“ segir Kristinn og brosir þegar þeir félagar taka að hengja verkin á veggina. „Flæðandi og óþvingað ferli“  Á sýningunni Sókrates sem verður opnuð í Listamenn gallerí í dag getur að líta málverk sem Kristinn Már Pálmason og Halldór Ragnarsson hafa málað saman  Þurftu að bæla egóið Morgunblaðið/Einar Falur Samstarfsverk „Auðvitað er virðingin til staðar, annars værum við ekki að vinna saman,“ segja Kristinn Már Pálmason og Halldór Ragnarsson um samvinnuverkin sem gengu milli vinnustofa þeirra síðustu misserin. Leikarar í söngleiknum Titanic the Musical, sem sýndur er í Theatre Royal í Nottingham, eru yfir sig hneykslaðir á tveimur konum sem mættu á sýningu í verkinu og fóru að horfa á vítaspyrnukeppni Eng- lands og Kólumbíu á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu, á þriðjudag- inn var, á meðan á sýningunni stóð. Og ekki nóg með það heldur létu þær í sér heyra eftir hverja spyrnu með því að hrópa „já!“ í hvert sinn sem Englendingar skoruðu. Kon- urnar sátu á fremsta bekk og fá að heyra það í færslu leikarans Niall Sheehy á Twitter en hann segir að konurnar séu þeir alheimskustu leikhúsgestir sem hann hafi nokk- urn tíma verið svo ógæfusamur að þurfa að leika fyrir. Englendingar báru sigurorð af Kólumbíu, eins og alþjóð veit. Sheehy segir einn leikaranna hafa gefið konunum merki um að hætta að horfa á leikinn í símanum og að þær hafi bara brosað yfir því og sagt honum að England hefði sigrað. Annar leikari í sýningunni, Kier- an Brown, tjáir sig um atvikið á Twitter og segist orðlaus yfir hegð- un kvennanna og tekur fram að önn- ur þeirra hafi verið eldri kona og hin miðaldra. Þær hafi greinilega verið að fylgjast með vítaspyrnu- keppninni á meðan farþegar Titanic hafi verið að flýja í björgunarbát- ana. Konurnar hafi fagnað og flissað eins og smástelpur og hann sé meira en ævareiður yfir hegðun þeirra. Fleiri leikarar í sýningunni hafa tjáð sig á Twitter um þennan dóna- skap kvennanna tveggja, eins og sjá má í frétt á vef BBC. Dónaskapur Konurnar sem trufluðu leikara Titanic söngleikjarins mega skammast sín. Horfðu á HM í miðri leiksýningu 10% afsláttur af Naim Muso og Naim Muso Qube laugardaginn 7. júlí í Hljóðfærahúsinu Síðumúla 20 ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.