Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 29
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sigurður Guðjónsson myndlistar- maður þarf ekki að naga sig í hand- arbökin fyrir að hafa orðið við óvenju- legri ósk Listasafns ASÍ um að vinna fyrir það verk og setja upp á sýningu áður en búið var að velja henni stað. „Áskorun og vissulega svolítil áhætta að taka sénsinn á að allt gengi upp,“ eins og hann segir sjálfur. Beiðnin kom í maí og í september setti hann upp sýninguna Innljós í líkhúsi og kapellu St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Til greina komu líka frystiklefar og elliheimili. Fyrir sýninguna hlaut Sig- urður Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 þegar þau voru veitt í fyrsta sinn í febrúar síðastliðnum. Verkið er inn- setning sem samanstendur af þremur vídeóverkum; Scanner, Fuser og Mir- ror Projector eða Skanna, Bræðingi og Spegilvarpa. Enn dregur til tíðinda hjá Sigurði því kl. 15 á morgun opnar hann sýn- inguna Innljós á öðrum stað. Að þessu sinni í fjósi, fjóshlöðu og skúr á Kleif- um rétt hjá Blönduósi. „Rýmið og staðsetningin kalla á öðruvísi nálgun og því umbreytist sýningin óhjá- kvæmilega, enda ekki hægt að endur- gera hana nákvæmlega eins í svona ólíku umhverfi. Vídeóverkin eru þau sömu, en umgjörðin er ný. Mér finnst áhugavert að velta því fyrir mér hvernig merking þeirra breytist við umskiptin. Ég horfi á þessi þrjú sam- byggðu útihús eins og skúlptúr sem gestir ganga inn í og upplifa verkin. Hljóðið á stóran þátt í upplifuninni því það leikur um öll rýmin og myndar einhvers konar tónverk. Bak við húsin streymir svo áin Blanda og þá er kom- in tengingin við náttúruna,“ segir Sig- urður. Innljós hluti af safneigninni Sýningarsalur Listasafns ASÍ var seldur fyrir tveimur árum og unnið er að því að koma upp nýjum sal. Á með- an eru sýningar haldnar víða um land í samstarfi við stofnanir og samtök og listamenn sem hlut eiga að máli hverju sinni. Samhliða sýningum á nýjustu verkum í eigu safnsins verða haldin námskeið í hreyfimyndagerð fyrir grunnskólabörn þar sem unnið er með elstu verkin í safneigninni. Innljós er fyrst í sýningaröðinni og um leið menntunar- og kynningar- átaki safnsins næstu árin, en listráð þess valdi Sigurð úr hópi listamanna til samvinnu um innkaup og sýningar- hald. Þar sem Innljós er hluti af safn- eigninni segir hann að safninu sé í sjálfsvald sett að setja verkið upp í þeirri mynd sem hentar hverju sinni. „Þótt með því sé leiðarvísir eins og tíðkast þegar söfnum eru afhent verk, mun ég trúlega fylgja því eftir að ein- hverju leyti. Annars geng ég út frá að í framtíðinni verði farið eftir leiðarvís- inum og hef engar áhyggjur,“ segir Sigurður, sem síðustu dagana hefur ásamt Finni Arnari Arnarsyni leik- myndahönnuði, einum húsráðand- anna á Kleifum, verið önnum kafinn við uppsetningu Innljóss. „Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius sáu Inn- ljós í kapellunni í Hafnarfirði og vissu að til stóð að sýna verkið einnig fyrir norðan. Þau voru svo höfðingleg að bjóða mér og sýningarstjóranum El- ísabetu Gunnarsdóttur upp á sýning- araðstöðu á Blönduósi og við hlökkum til að sjá verkin í nýjum heimkynn- um.“ Hljóð, hreyfimyndir og ljós Spurður um stærð og lögun inn- setningarverkanna segir Sigurður hvort tveggja fremur afstætt enda séu þau samsett úr hljóði, hreyfimyndum og ljósi og því alltaf hægt að laga þau að aðstæðum og umhverfinu. Því má skjóta hér inn í að verk hans hafa á stundum verið skilgreind sem tónlist, enda notar hann vídeó og lifandi myndir sem fanga áhorfandann gegn- um ryþma og endurtekningu. Þá tengir hann mynd og hljóð þannig að þau virðast víkka skynsvið áhorfand- ans og vekja með honum nýjar kennd- ir. Á þessum nótum er einnig umsögn dómnefndar Íslensku myndlistarverð- launanna 2018. Auk þess sem fram kemur að Sigurður hafi verið til- nefndur fyrir ákaflega sterkar og heil- steyptar innsetningar á óvenjulegu sýningarsvæði, segir: „Sýningin er sjónræn upplifun þar sem áhorfand- inn verður meðvitaður um eigin tilvist og líkama. Verkin Fuser, Scanner, og Mirror Projector eru dularfull og voldug í senn og kalla fram óræða skynjun sem þó er full af vísunum í vélræna virkni.“ Víkur nú sögunni aftur norður fyrir heiðar. Spurningin hér á undan um stærð verkanna liggur enn í loftinu. „Á sýningunni á Kleifum eru verkin nokkrir metrar á kant, enda nóg plássið,“ svarar Sigurður og lýsir stuttlega verkunum sjálfum og upp- byggingu sýningarinnar. „Fyrsta verkið sem tekur á móti gestum er Scanner. Það er í fjósinu og sýnir lóð- rétt rauða línu sem rennur í sífellu eft- ir myndfletinum. Síðan ferðast gestir áfram og ganga til móts við Fuser í af- skaplega fallegri fjóshlöðu. Þar er verkinu varpað á gólfið og því hægt að horfa á það ofan frá sem og vitaskuld frá öllum hliðum. Sívalningur keyrir endurtekið yfir mynstraðan myndflöt- inn og úr samspilinu framkallast síðan alls konar hillingar og effektar.“ Neistar og upplifun í tímarúmi Sigurður er kominn að þriðja verk- inu, Mirror Projector, speglavarp- anum, sem hann segir sóma sér ein- staklega vel í gömlum bíl- og verk- færaskúr þar sem ægir saman alls konar dóti. Og listamaðurinn hefur orðið: „Gestir horfa inn í glæruvarpa eins og flestir þekkja úr skólastofunni í gamla daga. Smátt og smátt breytist ljósopið og alls konar mynstur og myndir birtast og um leið umbreytist sýningarrýmið í skúrnum. Ferðalagið í gegnum fjósið, fjóshlöðuna og skúr- inn eru ákveðin element í sýningunni, enda er mikilvægt að neisti á milli verkanna og rýmisins sem þau eru sett í. Sýningarrýmið er að stórum hluta verkið sjálft, “ segir Sigurður. Eins verður með fjárhúsið því þar Úr líkhúsi og kapellu í fjós  Sigurður Guðjónsson opnar sýninguna Innljós á morgun í fjósi, fjóshlöðu og skúr á Kleifum rétt hjá Blönduósi  Innsetningarverk; hljóð, ljós og hreyfimyndir  Leynigestur í fjárhúsinu Fuser Verkinu Fuser eða Bræðingi er varpað á gólfið í fjóshlöðunni. Listamaðurinn Sigurður Guðjóns- son segir sýningarrýmið að stórum hluta verkið sjálft. Hljómsveitin Kælan mikla mun á morgun, laugardag, leika á tón- leikum í Hyde Park í London en hin víðfræga hljómsveit The Cure mun loka kvöldinu fyrir gesti garðsins. Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Dóru-Harrysdóttir og Laufey Soffía mynda hljómsveit- ina Kæluna miklu en sveitin var stofnuð áruð 2013 og leikur dark- wave-tónlist, sem reiðir sig m.a. að miklu leyti á hljóðgervla og er und- ir áhrifum frá pönk- og „post-pönk“ tónlist. Sögu Kælunnar miklu má rekja til þess þegar liðskonur sveitar- innar tóku þátt í Ljóðaslamminu 2013 þar sem þær fluttu ljóðapönk og stofnuðu í kjölfarið hljómsveit. Tónleikarnir sem fram fara í Hyde Park á morgun eru hluti af breska sumartímanum í garðinum (e. British summer time) en það er röð stórtónleika sem haldnir eru nú um helgina og um þarnæstu helgi. Eins og áður segir er ein ástsæl- asta hljómsveit níunda og tíunda áratugarins, The Cure, aðalatriði kvöldsins en í kvöld mun Roger Waters úr Pink Floyd stíga á svið og á sunnudag mun Eric Clapton gera slíkt hið sama. Tónlistarmenn- irnir Michael Buble, Bruno Mars og Paul Simon munu svo þenja radd- böndin fyrir gesti garðsins um þar- næstu helgi. teitur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Á Airwaves Kælan mikla á Iceland Airwaves í fyrra. Hún verður í Hyde Park á morgun. Kælan mikla á tónleikum í Hyde Park SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.