Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 3

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 3
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Vandræði Borghildar Indriða- dóttur listakonu vegna fésbókar- síðu hennar virðast engan enda ætla að taka en nýlega var öllum vinum Borghild- ar, sem áður hafði verið eytt af síðu hennar, bætt aftur inn. Málið á rætur að rekja til þess þegar Borghild- ur deildi inter- net-hlekkjum á gjörning og sýn- ingu sína, Demoncrazy, á fésbókar- síðu sinni en á myndunum mátti sjá berbrjósta konur á ýmsum þekkt- um stöðum í Reykjavík. Slíkt myndefni er bannað samkvæmt notendaskilmálum Facebook en eins og Morgunblaðið greindi frá var öllum vinum borghildar, ásamt ummælum og öðrum færslum, eytt út af síðunni hennar, að henni for- spurðri. Skammir frá Facebook „Ég virkjaði síðuna mína aftur og þá birtist mér myndin sem auglýst var á listahátíð en það var risastórt logo yfir myndinni þar sem var búið að hylja geirvörturnar að mestu leyti. Svo kom texti þar sem stóð að ég mætti ekki láta svona efni frá mér á Facebook,“ segir Borghildur í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að hún hafi síðan orðið þess vör að vinir hennar, sem áður hafði verið eytt af síðunni, hafi aft- ur verið komnir í vinahóp hennar án þess að hún hafi verið látin vita af því. Borghildur hefur nú þegar haft samband við lögfræðinga vegna málsins og telur líklegt að á sér hafi verið brotið. „Ég er núna bara að athuga hvort það sé sniðugra að tala við lögfræðinga hér heima eða hvort ég eigi að fara með þetta út. Ég var að koma frá Bandaríkjunum og Facebook er með höfuðstöðvar í Kaliforníu.“ Borghildur segist ekki vita hver niðurstaðan muni verða í málinu en er búinn að gera fésbókaraðgang sinn óvirkan á nýjan leik vegna áhyggja um að meira verði átt við síðu hennar. teitur@mbl.is Facebook er enn að fikta í aðgangi Borghildar Borghildur Indriðadóttir Axel Helgi Ívarsson Lilja Hrund A. Lúðvíksdóttir Tvö af merkustu miðhaldahandrit- um Íslendinga, Ormsbók Snorra- Eddu og Reykjabók Njálu, komu til landsins í gær í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár, sem opnuð verður í Listasafni Íslands hinn 18. júlí. Guðrún Nordal, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, veitti þeim viðtöku í Árnastofnun í gær en þar verða handritin varðveitt þang- að til fullveldissýningin hefst. Sannkallaður hátíðisdagur „Þetta er hátíðisdagur, að hand- ritin fái að koma til Íslands. Þau hafa ekki komið síðan á tímum Árna Magnússonar eða í raun og veru fyrr því bæði handritin fóru úr landi á 17. öld þannig að það er langt síðan þessi handrit hafa verið hér í ein- hvern tíma og nú eru þau komin í heimsókn,“ sagði Guðrún Nordal við Morgunblaðið við tilefnið í Árna- stofnun í gær. Aðspurð hvort það hafi verið erfitt að fá handritin til landsins svaraði Guðrún að upphaflega hefðu þau ekki verið viss hvort það tækist. „Þetta eru dýrgripir sem er ekki ein- falt að fá lánaða en Danir voru fúsir til að lána okkur þessa gripi og glöddumst við mjög að það tókst af því þetta eru handrit sem skipta okkur sem þjóð miklu máli,“ sagði Guðrún um handritin og mikilvægi slíks menningararfs í fullveldisbar- áttu Íslendinga. Verða handritin hér á landi næstu fimm mánuði, eða til loka sýningarinnar Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár, sem lýkur 16. des- ember. Reykjabók er handrit frá upphafi 14. aldar sem geymir afar heillegan texta Brennu-Njáls sögu og er sér- staklega merkileg fyrir þær sakir að fleiri vísur koma fyrir í sögunni í Reykjabók en í öðrum útgáfum. Ormsbók Snorra-Eddu er frá miðri 14. öld og geymir Snorra-Eddu auk fjögurra málfræðiritgerða, þar ber helst að nefna fyrstu málfræðirit- gerðina, sem er frá 12. öld og ein- ungis varðveitt í Ormsbók. Einnig er vert að nefna Rígsþulu, eitt af eddu- kvæðum, en Rígsþula er aðeins varðveitt í Ormsbók. Á sýningunni Lífsblóminu er vísað í menningararf Íslands, s.s. hand- ritin tvö, tungumálið og þær áskor- anir sem urðu á vegi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. Morgunblaðið/Valli Öruggar hendur Guðrún Nordal ásamt Þórunni Sigurðardóttur og Guðvarði Má Gunnlaugs- syni, sem hafa handritin í hendi sér. Sérsveitin annaðist flutning handritanna frá flugvellinum. Morgunblaðið/Hari Handritin Guðrún Nordal var alsæl með komu Reykjabókar og Ormsbókar til landsins í gær. Verða handritin tvö varðveitt hjá Árnastofnun þar til sýningin Lífsblómið hefst hinn 18. júlí. Tvö merkustu handrit Íslands í heimsókn  Reykjabók Njálu og Ormsbók Snorra-Eddu komu með flugi til landsins í gær  Danir fúsir til að lána  Handritin verða í stóru hlutverki á sýningunni Lífsblómið vegna 100 ára fullveldisafmælisins Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ísland sker sig úr ef við miðum við beinan ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla á Norðurlöndum á íbúa.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menn- ingar- og menntamálaráðherra sem hefur nú undir höndum drög að áætlun um aðgerðir til að styrkja rekstrar- umhverfi einkarekinna fjölmiðla á Ís- landi. Tillögurnar verða þó ekki til- kynntar fyrr en í ágúst eða september, að sögn Lilju. Áætlunin er unnin með hliðsjón af skýrslu sem fjölmiðlanefnd lagði fram í febrúar sl. Í henni var rekstrar- umhverfi einkarekinna fjölmiðla greint og sjö tillögur að aðgerðum lagðar fram. Þær voru m.a. um að hluti kostn- aðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni yrði endurgreiddur, heimilun tóbaks- og áfengisauglýsinga og að RÚV færi af auglýsingamarkaði. Norðurlöndin auka stuðning Lilja segir Ísland ekki eina ríkið sem sé að endurskoða mál einkarek- inna fjölmiðla. „Noregur er að fara að auka stuðning sinn verulega við einka- rekna fjölmiðla og líka Svíþjóð. Hinar norrænu þjóðirnar hafa styrkt einka- rekna fjölmiðla undanfarna áratugi, í Svíþjóð er veittur rekstrarstuðningur sem má rekja til 1990 og í Noregi er fjölbreytt stuðningskerfi,“ segir Lilja. Þá náði danska ríkisstjórnin nýlega samkomulagi við Danska þjóðflokkinn um aðgerðir sem eiga að stuðla að bættu rekstrar- umhverfi fjölmiðla. Í því kemur m.a. fram að danska ríkisútvarpið skuli fara úr fjölmiðla- starfsemi á breið- um grunni í það að vera menningar- stofnun sem ein- beiti sér að fréttum, upplýsingum, menningu og fræðslu fyrir börn og ungt fólk. Þá þurfi netmiðlar ekki leng- ur að greiða virðisaukaskatt og stuðn- ingur við svæðisbundna fjölmiðla verði aukinn. Aukin umsvif alþjóðlegra sam- félags- og fréttamiðla hafa einnig breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjöl- miðla: „Samkeppnin um auglýsingar er að aukast verulega. Í þessari vinnu höfum við horft til þess hvað er að ger- ast alþjóðlega þannig að rekstrar- umhverfið geti tekið mið af því,“ segir Lilja. „Annað sem er athyglisvert er að auglýsingatekjur RÚV eru talsvert miklar í samanburði við aðra,“ segir Lilja en tekur einnig fram að reglu- gerðir hafi verið settar varðandi það. Aðspurð hvort áform séu uppi um að RÚV yfirgefi auglýsingamarkað segir Lilja: „Við förum mjög gaumgæfilega yfir hlutverk RÚV á auglýsingamark- aði, hver sé staða annarra miðla og hver þróunin hafi verið.“ Þurfum öfluga fjölmiðla Umsvif Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði hafa vakið athygli en í ársreikningi RÚV fyrir árið 2017 fékk stofnunin 4,1 milljarð króna í beint framlag frá ríkinu og 2,3 milljarða króna í auglýsingatekjur. Í samtali við Morgunblaðið hinn 18. júní gagnrýndi Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri Hring- brautar, ójafna samkeppni á auglýs- ingamarkaði í aðdraganda HM. Lilja segir að aðgerðir ríkisins verði að gæta jafnræðis á fjölmiðlamarkaði. „Þær mega ekki raska markaðnum. Mín sýn er að við þurfum að hafa öfl- ugt ríkisútvarp og líka öfluga einka- rekna fjölmiðla.“ Íslenskir fjölmiðlar fá minni stuðning  Meiri stuðningur við einkarekna fjölmiðla erlendis en hér  Tillögur koma í ágúst eða september Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.