Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 17
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinn 1. júlívar hálföld liðin frá því að samning- urinn um bann við útbreiðslu kjarnavopna var undirritaður. Grunnhugsunin að baki samningnum var sú að koma í veg fyrir að fleiri ríki en þau fimm sem þá þegar höfðu komið sér upp kjarnorkuvopn- um myndu bætast í „kjarn- orkuklúbbinn“, en á sama tíma veita þeim ríkjum sem ekki vildu þróa slík vopn réttinn á að nýta sér kjarnorku í frið- samlegum tilgangi. Samningurinn hefur nýst vel að mörgu leyti, og vekur at- hygli að nánast öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru aðilar að honum, sem er fáheyrt. Þá er grunnstef samkomulagsins það að á endanum verði stefnt að algjörri eyðingu allra kjarn- orkuvopna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti fram í maí síð- astliðnum nýtt stefnuplagg þar sem því var heitið að alþjóða- samfélagið beitti sér enn frek- ar fyrir afvopnunarsamningum um kjarnorkuvopn, og hétu Bandaríkin, Bretland og Rúss- land öll í kjölfarið að þau stæðu enn að baki samningnum og lokatakmarki hans um kjarn- orkuvopnalausan heim. Enn er þó mjög langt í land áður en sú draumsýn getur orðið að veruleika. Samningur- inn hefur til dæmis ekki náð að veita fullkomna trygg- ingu gegn frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Fjögur ríki, Ind- land, Pakistan, Ísrael og Norð- ur-Kórea, hafa bæst í hóp kjarnorkuríkjanna í trássi við samkomulagið og Íranar hafa undanfarinn áratug gert sig líklega til þess að bæta sér einnig í þann hóp. Framganga þessara ríkja, einkum og sér í lagi Norður-Kóreu og Írans, eykur ekki á bjartsýnina um að markmið samkomulagsins um kjarnorkuafvopnun muni nokk- urn tímann ná fram að ganga. Tilfelli Írans er sérstaklega varasamt. Nái Íranar að koma sér upp kjarnorkuvopnum bendir ýmislegt til að vígbún- aðarkapphlaup gæti hafist í Mið-Austurlöndum. Þá má læra ýmislegt af því hvernig Norður-Kórea náði að koma sér upp kjarnorkuvopnum með því að ganga á bak þeim samn- ingum og loforðum sem ríkið veitti umheiminum. Í alþjóðamálum ríkir um margt meiri óvissa en árið 1968, í miðju kalda stríðsins þegar óttinn við að endalok mannkyns væru á næsta leiti var alltumlykjandi. Því er jafn- vel enn brýnna en þá að ríki heimsins nái að standa vörð saman um samkomulagið og endanleg markmið þess. Hálf öld frá kjarn- orkusamkomulaginu}Er afvopnun möguleg? Fyrir skömmustaðfesti Hæstiréttur dóm undirréttar í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum blaða- og fréttamönnum þeirra. Þetta var vegna umfjöllunar um svonefnt Hlíðamál. Iðulega er eins og gengið sé út frá því að talsmenn fjölmiðla taki illa sér- hverri ofanígjöf sem starfs- menn þeirra verða fyrir, og engu skipti hvort tilefni hafi verið til hennar eða ekki. Brugðið er skildi fyrir í nafni málfrelsisins. Allir viðurkenna þó að málfrelsið hafi sín tak- mörk og þau eru í þágu þess. Glórulaus ósannindi og óþörf og meiðandi stóryrði hafa ekkert með málfrelsi að gera. Dóma- framkvæmd hér á landi sýnir að mönnum er nú gert að umbera margt það sem áður hefði verið dæmt fyrir. Sú þróun er jákvæð um flest. Mestu mannorðsatlög- ur og skítugasti skætingurinn eru nú á netinu. Þar þekkjast fá mörk og nöfn skítmennanna gjarnan falin. Á hefðbundnum fjölmiðlum sjá flestir og eins og ósjálfrátt um þau takmörk sem mál- frelsið býr við, í þágu þess og ann- arra. Fyrrnefndir dómar voru mjög alvarlegir, en mesta al- vörumálið var þó það að dóm- arnir voru réttir og sann- gjarnir. Þess vegna voru viðbrögð stjórnenda fjöl- miðlanna dapurleg. Eins og fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðs- ins benti á fóru „Fréttablaðið (og aðrir miðlar í fjölmiðla- samsteypunni, sem þá hét 365) yfir margvísleg mörk í fréttum sínum“. Og síðar: „Þegar á frumstigi fréttanna var ljóst að það var eitthvað bogið við þær. Fréttin breytti um stefnu, frásagnir mjög gildishlaðnar og þótt stundum væri vísað til heimilda virtist hún aðeins ein. Allt þetta hefði átt að vera fréttastjóra og/eða ritstjóra tilefni til þess að grennslast betur fyrir um vinnubrögðin, efnistök og fram- setningu.“ Sök yfirstjórnar fjöl- miðlanna er skýr- ingin á furðulegum viðbrögðum þeirra} Röng viðbrögð Þ að er nauðsynlegt að hugsa reglulega um hlutverk stofnana ríkisins, hvort fjármagn sé vel nýtt og hvort starf- semin eigi yfir höfuð að eiga vera á vegum ríkisins. Ríkisútvarpið er ein þessara stofnana. Sam- kvæmt lögum er markmið þess að stuðla að lýð- ræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Því er ætlað að leggja rækt við íslenska tungu, menn- ingu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Það er ljóst að Ríkisútvarpið sinnir þessu hlut- verki skv. lögum. En það gera aðrir fjölmiðlar einnig. Aðrar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, stórar og smáar, framleiða vandað íslenskt efni, miðla upplýsingum, sinna afþreyingarhlutverki og þannig mætti áfram telja. Það sama gildir um prent- og vefmiðla. Hraðar tæknibreytingar gefa okkur enn meiri ástæðu til að endurskoða hlutverk ríkisfjölmiðils. Starfsemi Ríkisútvarpsins, líkt og annarra, þarf að breytast í takt við þær. Aðrir fjölmiðlar, sem ekki eru kostaðir af ríkinu, hafa í lengri tíma bent á erfitt rekstrarumhverfi. Samkeppnis- staðan verður ekki betri þegar ríkisfjölmiðillinn fær um fjóra milljarða króna á ári í útvarpsgjald og rúma tvo millj- arða í auglýsingatekjur. Frjálsir fjölmiðlar eru að keppa um sömu auglýsingatekjur við Ríkisútvarpið, sem er þó með fjögurra milljarða króna forskot frá skattgreiðendum. Nýlega var fjallað um framgöngu ríkisfjölmiðilsins á aug- lýsingamarkaði í aðdraganda HM í knatt- spyrnu. Það er ljóst að fjölmiðlar í einkarekstri hafa ekki sömu burði til að keppa á þeim mark- aði óbreyttum. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvöllur fjöl- breyttrar og gagnrýninnar umræðu í samfélag- inu. Þeir eru vettvangur skoðanaskipta, miðlun upplýsinga og fjölbreytt flóra íslenskra fjöl- miðla sem sinnir einnig því mikilvæga hlutverki að vernda íslenska tungu. Nefnd um rekstrar- umhverfi einkarekinna fjölmiðla skilaði í byrjun þessa árs tillögum um það hvernig bæta megi rekstrarumhverfi fjölmiðla þannig að þeir geti sinnt hlutverki sínu með öflugri hætti. Ein af þessum tillögum var sú að Ríkisútvarpið myndi víkja af auglýsingamarkaði. Það er tillaga sem þarf að skoða af fullri alvöru. Allir ofangreindir þættir leiða til þess að rétt er að ræða af yfirvegun starfsemi og rekstur Ríkisútvarpsins. Það er hægt að gera án þess að leggjast í skotgrafir og stjórnmálamenn eiga líka að geta haft skoð- un á rekstri félagsins án þess að verða teknir sérstaklega fyrir. Hér er ekki lagt til að RÚV verði lagt niður í núver- andi mynd, en það má vel velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að reka öflugan fjölmiðil fyrir fjóra milljarða á ári og leyfa einkareknum fjölmiðlum að keppa um auglýsinga- tekjur á sanngjörnum og eðlilegum markaði. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Fjögurra milljarða króna forskot Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Embætti ríkislögreglustjórahefur ekki komið sím-hlustunum lögreglu í þaðfyrirkomulag sem ríkis- saksóknari hefur sett embættinu eft- ir lagabreytingu sem tók gildi 1. jan- úar 2017. Til stendur eftir breyting- una að gögn sem verða til vegna símhlustana eða annarra sambæri- legra úrræða verði vistuð í málaskrá lögreglu, LÖKE, en upptökur hler- aðra símtala eru nú varðveittar í hug- búnaði sem gengur undir heitinu Hlerinn. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er aðgangur rann- sakenda að upptökum með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að upplýsa eftir á hverjir hafa hlustað á upptökurnar en í lögum um meðferð sakamála segir eftir breytingu að í reglum sem ríkissaksóknari setji rík- islögreglustjóra um símhlustanir skuli koma fram hvernig tryggt verði að unnt sé að upplýsa eftir á hver eða hverjir hafi haft aðgang að upplýs- ingum sem aflað hefur verið með símhlustun eða sambærilegum að- gerðum. Í nýlegri skýrslu ríkissaksókn- ara um eftirlit með símhlustunum fyrir árið 2017 segir að núverandi utanumhald í Hleranum bjóði ekki upp á þessa skráningu og þar sem ekki sé hægt að veita skoðunar- aðgang verði að afrita upptökur af símtölum á disk eða USB-lykil og af- henda þannig afrit af öllu efninu til rannsakenda málsins. Bendir ríkis- saksóknari á að afritagerð af upptök- unum hafi ekki verið miklum tak- mörkunum háð. „Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upp- tökunum eða hver hlustar á þær, sé slíkt ekki skráð með skipulegum og rafrænum hætti,“ segir í skýrslu rík- issaksóknara. Fengu fjárveitingu 2017 Með því að aðlaga LÖKE er ætl- unin að stýra aðgangi að gögnunum þannig að eingöngu verði veittur hlustunaraðgangur fyrir skilgreinda rannsakendur. Auk þess yrði skráð hverjir hlustuðu og hvenær og kerfið héldi utan um eyðingu þegar hún á að fara fram án tafar, s.s. ef samtöl sak- bornings við verjanda hafa verið tek- in upp. Á fjárlögum 2017 fékk ríkis- lögreglustjóri fjárveitingu upp á níu milljónir króna vegna vistunar hlust- unargagna. Skiptist fjárveitingin í fjórar milljónir til tækjakaupa og fimm milljónir í hugbúnaðarþróun og aðlögun á LÖKE. Slík upphæð er í samræmi við kostnaðargreiningu frumvarpsins sem varð að lögum 2017 en að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara var óskað eftir upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra um hvað embættið taldi breytinguna kosta. Í byrjun árs 2018 athugaði ríkis- saksóknari hvernig háttaði til með forritun þessa og flutning gagnanna inn í LÖKE og segir embættið í skýrslu sinni að samkvæmt upplýs- ingum frá ríkislögreglustjóra sé vinna hafin. Ekki fengust þó svör við því hvenær kerfið yrði tekið í notkun. „Ríkissaksóknari hefur áhyggjur af að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE getur uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögunum frá 2016,“ segir í skýrslunni. Millibilsákvörðun í gildi Helgi segir að nú sé skráning með þeim hætti að lögreglustjórar skrá niður í excel-skjal hverjir hafa aðgang að símhlustunum eða fengið afrit af þeim. „Það eru fyrirmæli frá ríkissaksóknara, sem eru í gildi núna, þar sem við leggjum fyrir lögreglu- stjórana að halda skriflega skrá í hverju máli: Hverjir hafa aðgang, hvaða afritanir eru gerðar af hlust- unargögnum og hverjir hafa fengið afrit svo hægt sé að eyða þeim eftir á,“ segir Helgi. „Þetta er ekki eins fullkomið en þetta er svona millibils- ákvörðun svo að þeir haldi utan um það þannig að þeir viti sjálfir hvaða afrit voru gerð og hverjir fengu að- gang að því.“ Spurður hvað valdi töfum á því að færa símhlustanir úr Hleranum í LÖKE segist Helgi ekki geta svarað því nákvæmlega en telur manneklu eiga þátt í því. „Þeir voru að koma sér upp gagnagrunni í LÖKE til að varðveita rafræn sönnunargögn, þar á meðal þessi gögn, en svo á eftir að skrifa forritið þannig að það uppfylli þessi skilyrði. Bæði um að hægt sé að eyða samtölum sakborninga við verj- endur sína, þannig að það sé einhvers konar búnaður í kringum það, og að það sé hægt að skrá að það eigi að eyðast. Það er ekki nóg að varðveita þetta til eilífðarnóns inni í LÖKE.“ Ríkissaksóknari gaf fyrirmæli um eftirlit ríkissaksóknara með sím- hlustunum og skyldum úrræðum hinn 6. mars 2017, vitandi að þá hefði sú breyting á LÖKE ekki orðið. „Var þetta fyrirkomulag hugsað til bráða- birgða en stafræn varsla og sjálfvirk skráning á aðgangsupplýsingum í LÖKE er nauðsynleg til að unnt sé að rekja með öruggum hætti meðferð gagnanna,“ segir ennfremur í skýrslu ríkissaksóknara sem hefur kallað eftir upplýsingum frá lög- reglustjórum og héraðssaksóknara um hvernig þeir hyggjast haga skráningunni. Embætti ríkislög- reglustjóra hefur móttekið fyrir- spurn blaðamanns um hvað valdi töf- um á þessu ferli en svör hafa ekki borist. Skráningu símhlust- ana lögreglu ábótavant Fjöldi úrskurða um beitingu símahlustana Eftir embætti og tegund brots árið 2017* Auðgunar- brot Fíkniefna- brot Kynferðis- brot Leit að fólki Ofbeldis- brot Annað Alls Héraðssaksóknari 1 1 Lögreglustjóraembættin: Austurlandi 2 1 3 Höfuðborgarsvæðinu 4 90 5 6 4 38 147 Suðurnesjum 1 49 2 2 1 55 Norðurlandi eystra 1 2 3 Suðurlandi 1 1 Vestfjörðum 6 6 Vesturlandi 2 2 Alls 8 147 9 8 5 41 218 *Heildarfjöldi úrskurða óháð því hvort heimild var nýtt. Heimild: Ríkissaksóknari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.