Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Rússlandi sökuðu í gær Breta um pólitískan skollaleik eftir að breska stjórnin krafðist svara frá Rússum við því hvernig tveir Bretar urðu fyrir sama eitri og not- að var gegn fyrrverandi rússnesk- um njósnara, Sergej Skrípal, og dóttur hans. Hálffimmtugt par veiktist á laugardag í bænum Amesbury, um 13 km frá Salisbury þar sem Skríp- al og dóttir hans fundust meðvit- undarlaus á bekk í almenningsgarði 4. mars. Veikindi parsins hafa vakið ugg meðal íbúa bæjanna sem óttast að almenningi geti enn stafað hætta af eitrinu sem var notað gegn Skrípal-fegðininum. Taugaeitrið hvorki gufar né leysist upp hratt, þannig að hætta getur stafað af því í marga mánuði, að því er frétta- veitan AFP hefur eftir sérfræðing- um. Talið að málin tengist Sergej Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður og dæmdur í fangelsi í Rússlandi fyrir njósnir í þágu bresku leyniþjónustunnar MI6 en síðar framseldur til Bret- lands. Bresk stjórnvöld segja að eitrað hafi verið fyrir hann og dótt- ur hans með rússneska taugaeitrinu novítsjok. Leiðtogar Bandaríkj- anna, Frakklands, Þýskalands og fleiri ríkja hafa tekið undir ásakanir Breta um að rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni og sagt að „engin önnur trúverðug skýring“ sé á málinu. Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar sagt að ekkert sé hæft í ásökuninni. Breska lögreglan sagði að við rannsóknina á máli parsins í Ames- bury væri gengið út frá því að það gæti tengst árásinni á Skrípal-feðg- inin með einhverjum hætti. Að svo stöddu benti ekkert til þess að eitr- að hefði verið fyrir parið af ásettu ráði. Bretar biðjist afsökunar Ben Wallace, aðstoðarráðherra öryggismála í breska innanríkis- ráðuneytinu, ítrekaði ásökunina um að Rússar hefðu staðið á bak við árásina á Skrípal-feðginin. Hann sagði að Rússar byggju yfir upplýs- ingum um eiturárásina og hvatti þá til að láta þær af hendi til að hægt yrði að tryggja öryggi íbúa Salis- bury. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu á breska þinginu og krafðist skýr- inga frá Rússum á eitruninni. „Það er algerlega óviðunandi að lífi íbúa Bretlands sé stefnt í hættu, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða óviljandi, eða að göturnar okkar, al- menningsgarðarnir og bæirnir okk- ar séu gerðir að losunarstað fyrir eitur.“ Talsmaður forseta Rússlands sagði að mál breska parsins væri „mikið áhyggjuefni“ en Rússar hefðu engar upplýsingar um „hvaða efni voru notuð og með hvaða hætti“. Talsmaður rússneska utan- ríkisráðuneytisins var hvassyrtari og krafðist þess að bresk stjórnvöld bæðust afsökunar á ásökuninni. „Við hvetjum bresku lögregluna til að taka ekki þátt í pólitískum skollaleik sem ákveðnir ráðamenn í London hafa þegar hafið,“ sagði hann. Sú deild lögreglunnar sem rann- sakar hryðjuverkastarfsemi stjórn- ar rannsókninni á máli parsins, eins og árásinni á Skrípal-feðginin. Neil Basu, yfirmaður deildarinnar, sagði að enn væri talið að almenningi í Salisbury stafaði lítil hætta af taugaeitrinu. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað, meðal annars um hvar breska parið varð fyrir eitrinu og hvers vegna taugaeit- ursrannsókn hófst ekki fyrr en á mánudag, tveimur dögum eftir að parið veiktist. Stöðum lokað Lögreglan taldi í fyrstu að parið hefði veikst af völdum eiturlyfja. Ástand þess er alvarlegt og það er á sjúkrahúsi í Salisury þar sem Skrípal-feðginin lágu vikum saman þar til þau útskrifuðust. Parið hafði verið í Salisbury síð- degis á föstudag. Lögreglan hefur lokað fimm stöðum sem það fór á þann dag; almenningsgarði, gisti- húsi fyrir heimilslaust fólk, lyfja- verslun, kirkju og íbúðarhúsi. Lög- reglan hefur hvatt alla, sem hafa verið á þessum stöðum nýlega, að þvo föt sín og hluti sem þeir voru með, að sögn AFP. Hermt er að parið hafi einnig farið í nokkrar verslanir í Salisbury. Rússar krafðir skýr- inga vegna eitrunar  Stjórnvöld í Moskvu saka Breta um pólitískan skollaleik Tveir Bretar, sem veiktust alvarlega í bænum Amesbury, höfðu orðið fyrir rússneska taugaeitrinu novítsjok, að sögn breskra yfirvalda Veiktust af völdum taugaeiturs Heimild: Breska lögreglan/breskir fjölmiðlar/maps4news.com LONDON BRETLAND Salisbury Salisbury District Hospital Almenningsgarður kenndur við Elísabetu drottningu Salisbury Amesbury 1 km Stonehenge Boots- lyfjaverslun Baptistakirkja Muggleton Road Staðir sem hafa verið lokaðir vegna málsins 30. júní Ástand Bretanna tveggja er alvarlegt 44 ára kona hneig niður og sjúkrabíll kom á staðinn kl. 09.15 að ísl. tíma Sjúkrabíll kom á sama stað klukkan 14.30 eftir að 45 ára maður veiktist Eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskan njósnara, Sergej Skrípal, og dóttur hans með novítsjok 4. mars Hættulegt eitur » Taugaeitrið novítsjok var framleitt í Sovétríkjunum til notkunar í efnavopn fyrir lok kalda stríðsins. Það mun aldrei hafa verið notað í hernaði. » Breskir eiturefnasérfræð- ingar segja að novítsjok sé miklu öflugra en þekktara taugaeitur á borð við VX og sarín. Einnig sé erfiðara að bera kennsl á það. Björgunarmenn í Taílandi lögðu í gær kapp á að dæla vatni úr löngum helli, þar sem tólf piltar og fótbolta- þjálfari þeirra urðu innlyksa, í von um að hægt yrði að bjarga þeim áð- ur en miklar rigningar hefjast. Um 128 milljónum lítra af vatni hafði verið dælt úr hellinum í gær og vatnshæðin hafði lækkað um 1,5 cm á klukkustund að meðaltali. Björg- unarmenn geta nú gengið um 1,5 km inn í hellinn frá innganginum. Spáð er miklum monsúnrign- ingum á svæðinu á sunnudaginn kemur og óttast er að vatn streymi þá aftur í hellinn. Hann fyllist yfir- leitt að mestu af vatni á monsún- regntímabilinu þar til í september eða október. Óttast er því að pilt- arnir geti þurft að vera í hellinum mánuðum saman ef ekki tekst að bjarga þeim áður en rigningarnar hefjast. Björgunarmenn eru að flytja matvæli og lyf í hellinn handa drengjunum til að þeir geti lifað af nokkurra mánaða bið. Kafarar taílenska sjóhersins eru einnig að kenna piltunum grund- vallaratriði köfunar til að kanna hvort þeir geti kafað út úr hellinum. Þeirri björgunaraðferð fylgir mikil áhætta því aðstæður til köfunar í hellinum eru mjög erfiðar, jafnvel fyrir þaulreynda kafara. Dælt í kappi við rigninguna AFP Fyrirbænir Ættingjar piltanna biðja fyrir þeim í grennd við hellinn. VINNINGASKRÁ 10. útdráttur 5. júlí 2018 326 10135 20788 30840 42458 49436 61005 70497 451 10475 21418 31444 42477 49675 61022 70538 815 10738 21518 31556 42566 49883 61059 70707 1058 11070 21544 31588 42669 50118 61803 71442 1087 11465 21560 31828 42847 50443 61981 71527 1513 11617 21890 32134 42919 50535 62938 71727 1913 11845 22052 32196 43113 51044 63077 72256 2877 12341 22198 32447 43498 51790 63779 72579 2941 12489 22502 32685 44168 52463 64066 72988 3130 12873 22554 32865 44754 52866 64118 73372 3305 13069 22631 33245 44770 53466 64856 73861 4208 13101 22930 33467 44835 53637 65441 73923 4279 13611 23058 33580 45097 53717 65895 74315 4346 13713 23301 33646 45186 53832 66119 75021 4570 13792 23362 33962 45470 53935 66223 75144 4601 13805 23676 35331 45557 54159 66463 75272 4674 14256 23847 35431 45563 54256 66553 75367 4945 14454 25151 35980 45728 55199 66607 75470 4965 14544 25154 36061 45764 55257 66616 75613 5113 14974 25184 36828 45834 55510 66841 75692 6015 15651 25676 36902 45907 55538 67085 75796 6076 15919 26166 37158 45978 56185 67285 75802 6132 16094 26778 37351 46097 56229 67301 76083 6382 16211 26782 37469 46117 56311 67694 77640 6439 16951 26862 38012 46217 56514 67800 77773 6544 17442 28451 38560 46450 56659 67897 78342 6637 18010 28788 38687 46882 56748 68481 78438 6868 18131 28792 40453 46974 58016 69423 78671 8240 18171 28806 40784 47442 58249 69477 78891 8354 18205 29021 40969 47784 58418 69599 79481 8873 18451 29046 41566 48122 58809 69888 79910 8916 18510 29088 41627 48200 58986 69981 9253 18674 29164 41840 48209 59796 69996 9394 19137 29182 41863 48759 60028 70030 9604 19264 29245 42019 48880 60259 70112 9743 20037 29502 42094 49000 60451 70179 9842 20654 30709 42260 49169 60708 70459 1075 12758 23361 30877 40683 55433 66209 75893 2600 13413 23365 31700 41232 57218 67804 76191 2781 14368 23687 32061 42055 57419 69496 76524 3794 15644 24058 32720 44501 57437 69621 76671 5134 16690 24700 33148 45999 58879 70688 77100 5302 18326 24775 35380 46589 59190 70713 78193 6685 18721 25346 35909 47048 60913 71752 78370 7543 19393 26200 35953 49497 62562 72575 78799 7674 19908 27818 38493 50672 63281 73449 78911 8976 20881 28146 38672 51438 63978 73908 9617 21103 29895 39633 51916 64319 74798 11061 21290 30101 39724 54875 64387 74991 11101 22853 30723 40063 55137 65170 75319 Næstu útdráttir fara fram 12., 19., 26. júlí & 2. ágúst 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 17154 56332 66297 67127 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 175 20581 37438 43086 47522 68725 6255 28852 40346 45128 55232 72504 7453 34127 40654 45441 58692 73634 9872 35387 41067 46977 68393 76545 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 4 7 4 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.