Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 18
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018
Gúmmístígvélastund Hún lét kuldann ekki stoppa sig í því að sitja í brekkunni á Landsmóti hestamanna í gærkvöldi þessi unga dama með fallega rauða hárið sem fór svo vel við græna grasið.
Eggert
Sú var tíð í landi
hér að aðeins voru til
tvö efnahagsvanda-
mál. Annað var at-
vinnuleysi og hitt var
dýrtíð. Það var áður
en hagfræðingar fóru
að bólguvæða verð-
breytingar og kalla
þær verðbólgu. Dýrtíð
var orsök stjórnar-
skipta og afsagnar
ráðherra. Dýrtíðarráðstafanir voru
ráðstafanir í efnahagsmálum.
Lausnin á atvinnuleysi var at-
vinnubótavinna, helst var að kom-
ast í að vinna í grjótinu, en lausnin
á dýrtíðarvandanum var að niður-
greiða þær vörur sem voru fyrir-
ferðarmestar í neyslugrunni ís-
lenskrar alþýðu. Með því voru
slegnar tvær flugur í einu höggi,
landbúnaðarframleiðslunni varð
betur komið ofan í landann og
meira var framleitt af landbún-
aðarafurðum til þess að viðhalda
óbreyttu ástandi í sveitum.
Ástandið var þó svipult því síman-
um og útvarpinu fylgdi sá ókostur
að sveitafólkið komst að því að lífið
í bæjum og í borginni var alls ekki
eins háskalegt og rómantískir
sveitarithöfundar lýstu. Sama er
að gerast í Afríku með snjall-
símanum.
Þegar á reyndi var það svo að
fólk úr sveitum sá fyrst peninga til
frjálsra viðskipta þegar það komst
til vinnu á vertíð eða í aðra laun-
aða vinnu. Milliskriftin í kaupfélag-
inu var ekki hin endanlega hag-
fræði. Peningahagkerfi var
fylgifiskur þéttbýlis og sjávar-
útvegs.
Þessu til viðbótar er
nauðsynlegt að minna
einu sinni enn á lög-
gjöfina frá 1922 um
bann við innflutningi á
óþarfa.
Gengismál í
framleiðslu
Það er merkilegt að
kynna sér skrif og
álitsgerðir í efnahags-
málum frá fyrri hluta
síðustu aldar. Flestar
þeirra ganga út á einangr-
unarhyggju, að draga úr innflutn-
ingi og að auka útflutning, „hollur
er heimafenginn baggi“. Í útflutn-
ingi varð til merkileg hagfræði,
sem eimdi eftir af langt fram eftir
síðustu öld. Það var efnahagsfræð-
ingur á Austurlandi sem reiknaði
reglulega út hvað kostaði að fram-
leiða einn dollar á því landsvæði.
Með því að það var framleiðsluverð
þá var það rétt verð fyrir yfirstétt-
ina í Reykjavík, sem lifði í þjón-
ustuhagkerfi.
Fyrr á síðustu öld var útbúið
mjög flókið og viðamikið upp-
bótakerfi fyrir framleiðslu sjávar-
afurða, þar sem uppbætur voru
greiddar í hlutfalli af útflutnings-
verði. Nákvæmni var svo mikil að
notaðir voru þrír aukastafir. Því
óhagkvæmari sem framleiðslan
var, því meiri voru uppbæturnar.
Þannig varð til hvati til að leggja
stund á óhagkvæma framleiðslu á
vöru, sem enginn vildi kaupa,
nema á lágu verði.
Af þessu kom bátagjaldeyrir en
þeir sem fengu mest út úr þessu
voru þeir sem stunduðu nám í út-
löndum. Þeir fengu námsmanna-
gjaldeyri á skráðu gengi en fengu
launin í sumarvinnu í hvalnum
miðað við verð á gjaldeyri eftir all-
ar álögur.
Orsakir erfiðleikanna
Stundum finnst þeim er þetta
ritar að fyrsta hagfræðilega grein-
ingin á erfiðleikum kreppunnar á
Íslandi hafi komið í riti Benjamíns
Eiríkssonar, „Orsakir erfiðleikanna
í atvinnu- og gjaldeyrismálum“,
sem kom út 1938. Þessi bæklingur
kom algerlega þvert á alla hugsun
á Íslandi á þessum tíma.
Benjamín taldi að mikið af erfið-
leikum fyrir stríð mætti leysa með
frjálsum viðskiptum, og einnig að
hlutverk Landsbanka Íslands sem
seðlabanka og viðskiptabanka væri
ósamrýmanlegt.
Vissulega var Landsbanki Ís-
lands áhrifamikill og valdamikill á
þessum tíma. Þá sá bankinn um
lánamál ríkisins. Bankastjórinn tók
„drenginn“ í fjármálaráðuneytinu
með sér til London í sláttuleið-
angur. „Drengurinn“ sat fram á
gangi á meðan bankastjórinn
samdi við sjálfan Hambros, banka-
stjóra í Hambros banka.
Peningamál í opnu hagkerfi
Þegar Benjamín ritaði bækling
sinn var gjaldeyrir dýrmætur
vegna þess að gengi gjaldmiðla var
sennilega ávallt ranglega skráð,
lengst af of hátt skráð. Hið rétta
verð á gjaldeyri var það verð sem
leigubílstjórar í Keflavík skráðu.
Gjaldeyrir er ekki dýrmætur ef
gjaldmiðillinn gengur kaupum og
sölum í frjálsum viðskiptum.
Í opnu hagkerfi komu fram ný
vandamál. Með því að verðbólga í
öllum löndum er ekki sú sama og
vextir gjaldmiðla eru ekki þeir
sömu og að það er hægt að stunda
vélræn viðskipti á örskotsstundu.
Á gjaldeyrismarkaði er hægt að
stunda spákaupmennsku með
öruggum hagnaði ef gengi gjald-
miðla er haldið föstu. Íslenska
krónan þarf á vernd að halda til að
koma í veg fyrir svona viðskipti,
sem þó gætu leyst annað vanda-
mál, sem eru háir vextir. En þá
dregur úr biti peningamálastefnu
Seðlabankans fyrir utan það að
spákaupmenn hagnast áhættulaust.
Til þess var ekki stofnað með
stýrivöxtum Seðlabankans.
Peningamál mismunandi
framleiðslugreina
Ekki þróast allar atvinnugreinar
jafnt. Þannig finnst greinarhöfundi
að gengishækkunin 1924 hafi verið
staðfesting þess að framleiðni í
sjávarútvegi fór fram úr framleiðni
í landbúnaði. Víst er að eftir það
var landbúnaður aldrei samkeppn-
isfær um vinnuafl við sjávarútveg.
Það kann að vera að svo hafi einn-
ig verið allt frá dögum þilskipa-
útgerðar þegar hagvöxtur hefst.
Nú er birtingarmyndin önnur.
Þær tvær atvinnugreinar sem nú
eru í mestum blóma á Íslandi,
sjávarútvegur og ferðaþjónusta,
starfa alls ekki í sama gjaldeyris-
og peningamálaumhverfi og aðrar
atvinnugreinar. Flest sjávarútvegs-
fyrirtæki gera upp reikninga sína í
annarri mynt en íslenskum krón-
um. Rúmlega helmingur af ís-
lenskri ferðaþjónustu er ekki með
sína reikninga í íslenskum krónum.
Icelandair fjármagnar sín flugvéla-
kaup í Japan og í Kína í Banda-
ríkjadölum. Þessar greinar eru
taldar hafa náttúrulegar gengis-
varnir í tekjustreymi sínu.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands
hafa lítil áhrif á þessar greinar.
Aðrar atvinnugreinar, sem hér
starfa, keppa því ekki á sama
grunni og sjávarútvegur og ferða-
þjónusta að þessu leyti.
En hvers eiga þær atvinnugrein-
ar þá að gjalda þegar Seðlabank-
inn telur að framleiðsluspenna sé
mikil og hækkar sína stýrivexti?
Þegar Seðlabanki ákvað stýri-
vaxtabreytingu, þá var það einmitt
til að draga úr vexti þess sem ekki
bítur á!
Nýleg skýrsla um peningamál
fjallar lítt um þessa hlið opins haf-
kerfis, heldur einblínir um of á
hvort húsnæðiskostnaður eigi að
vera í vísitölu neysluverðs. Hús-
næði er þó fórnarkostnaður þess
að lifa af í þessu landi.
Hagfræði og leikrit
Það kann að vera að komið sé
fyrir hagfræðinni eins og mann-
inum sem sagði: „Hefur ekki verið
sagt að þegar manni þyki ekki
lengur skrítið að finna sjálfan sig
staddan í heiminum, þann dag sé
sá maður búinn að vera?“ Kannski
verður svo með hagfræðina!
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » „Hefur ekki verið
sagt að þegar manni
þyki ekki lengur skrítið
að finna sjálfan sig
staddan í heiminum,
þann dag sé sá maður
búinn að vera?“
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Af efnahagsmálum og peningamálum