Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 23
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Sigurjón Valgeir er fæddur á öðrum degi ársins 1983. Hæglátur en þó kappsamur og fylginn sér varð hann strax. Vinnusemi var honum í blóð bor- in og sem ungur drengur sótti hann mjög í að taka þátt í dag- legu amstri okkar og vildi þá ávallt rétta fram hjálparhönd. Sigurjón Valgeir var um svo margt líkur móður sinni, einstak- lega ljúfur og ávallt tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum ef það mætti verða til þess að bæta hag okkar hinna. Snemma komu listrænir hæfileikar Sigurjóns Valgeirs í ljós sem og áhugi hans fyrir náttúru Íslands. Hann átti afar gott með að læra og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands og í framhaldi af því prófi sem jarðfræðingur. Eftir útskrift úr Háskóla Íslands hóf hann störf sem jarðfræðing- ur við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka. Nokkrum mánuð- um frá útskrift hans úr HÍ skip- uðust skjótt veður í lofti, hann veiktist, fékk heilahimnubólgu og lá meðvitundarlaus á spítala í marga daga. Honum var ekki hugað líf. Hann barðist hetjulega og virtist ná að sigra þann sjúk- dóm. Svo reyndist hins vegar ekki, því uppfrá því þjáðist hann af flogaveiki. Veikindin breyttu í raun allri hans tilveru. Þessi stóru högg á heilsu ungs manns reyndust honum afar erfið. Hann varð óvinnufær og átti uppfrá því ekki sömu tækifæri til daglegs lífs sem jafnaldrar hans upplifðu og allir stefna að. Fyrstu árin Sigurjón Valgeir Hafsteinsson ✝ Sigurjón Val-geir Hafsteins- son fæddist 2. jan- úar 1983. Hann lést 20. maí 2018. Útför hans fór fram 2. júlí 2018. neitaði hann þó að gefast upp og bar- áttugleðin bar hann áfram. En áföllin urðu einungis stærri og erfiðari, heilsunni hrakaði stöðugt. Í þessari erfiðu stöðu fann Sigurjón Valgeir sér þó önnur við- fangsefni, hann nýtti sína listrænu hæfileika til hins ýtrasta. Eftir hann liggja mörg glerlistaverk, hann hnýtti veiðiflugur af mikilli snilld og varð listakokkur. Erfið veikindi urðu til þess að hann einangraðist en hann bar það ekki utan á sér dagsdaglega. Hann átti góða vini sem hann mat mikils, náið og gott samband átti hann við foreldra sína og oft hugsuðum við hve einstakt sam- band þeirra í raun var. Sigurjón Valgeir starfaði síðustu árin sín mikið með Rauða krossi Íslands, sem sjálfboðaliði. Hann átti þátt í að stofna Strákakaffi á Selfossi en þar hittast strákar í hverri viku til að rjúfa félagslega ein- angrun og byggja sig upp. Strákakaffinu stjórnaði Sigurjón Valgeir af miklum myndarskap. Þrátt fyrir óeigngjarnt starf við að byggja upp andlegt og fé- lagslegt atgervi annarra þá náði hann ekki að sigrast á fylgifisk- um síns erfiða sjúkdóms. Stöðugt hallaði undan fæti og sjúkdóm- urinn sótti á, allt þar til hann ákvað að þessari jarðvist væri lokið. Eftir sitjum við og veltum því fyrir okkur hvort einhverju hefði mátt breyta eða eitthvað hefði mátt öðruvísi fara. Niður- staðan er ætíð sú sama, svo er því miður ekki. Það er sárt að sjá á eftir ungum frænda sem farinn er svo allt of fljótt, en minningin um góðan dreng lifir. Sigurður Sigurjónsson og Svandís Ragnarsdóttir. Nú þegar Sigurjón minn er farinn frá okkur eftir langt og strangt veikindastríð langar mig að setja á blað nokkur orð. Ein minning sem mér finnst alltaf jafn skemmtileg og eftir- minnileg er þegar við fórum til Reykjavíkur, Erla, Sigurjón Valgeir og ég, þau buðu mér oft með þegar þau voru að fara í læknisheimsóknir til Reykjavík- ur. Eitt sinn vorum við að fara upp í Mosfellsbæ og þá fór Sig- urjón að tala um að hringtorgin væru svolítið eins og klukka, við færum inn í hringtorgið t.d. kl. 6 og út kl. 12. Eins og flestir vita þá eru mörg hringtorg á þessari leið og okkur Erlu fannst þetta rökrétt. Síðan spurði ég Sigur- jón, en hann varð eftir í Mos- fellsbæ, hvort við færum þá, á bakaleiðinni, inn kl. 12 og út kl. 6. Hann horfði bara á mig og hló. Þegar hann kom svo í bílinn aftur og við fórum til baka þá fórum við að tala um þetta aftur og það var sko ekkert smá fynd- ið, hann skellihló svo mikið að því hvað við værum vitlausar. Við áttum eftir að hlæja að þessu í hverri Reykjavíkurferð eftir þetta. Það var eitt og annað sem við brölluðum saman í þessum ferð- um okkar, yfirleitt var farið eitt- hvað að borða og valdi Sigurjón yfirleitt matsölustaðina því eins og allir vita kunni hann vel að meta góðan mat. Það var svo gaman að fylgjast með honum borða því hann naut þess svo innilega og nuddaði saman hönd- um þegar hann var búinn, sadd- ur og sæll. Á tímabili fórum við Sigurjón, Erla og ég út að borða á Kaffi krús síðasta föstudag í mánuði. Það voru ekki margir sem vissu af þessum ferðum okkar, þetta voru leyniferðir! og meira að segja átti þessi félagsskapur nafn sem ég segi ekki upphátt. Þetta voru alltaf skemmtilegar stundir og ég var oft hissa á hvernig hann nennti að þvælast með móðursystur sína með sér en hann Sigurjón minn var svo- lítið gömul sál og þetta vafðist ekkert fyrir honum. Sigurjón kom stundum í kaffi- sopa til mín (en hann drakk ekki kaffi) og voru það góðar stundir. Hann var alltaf svo rólegur, yf- irvegaður og skemmtilegur. Ég sagði stundum við hann að mér fyndist ég vera frekar mamma hans því við vorum lík í skapi, held ég, t.d. urðum ekki oft reið en þegar við urðum reið var betra fyrir aðra að forða sér og bæði vorum við ótrúlega þolin- móð. Það er mikið sem ég sakna Sigurjóns, ég er ekki enn búin að meðtaka það að hann sé farinn frá okkur. Hann var svo hæfi- leikaríkur, skemmtilegur, barn- góður og hafði endalaust marga hæfileika. En lífið heldur áfram og við verðum með tímanum að sætta okkur við að þetta var þín ákvörðun eftir langt og strangt veikindastríð, ég held að fáir hafi gert sér ljóst hversu erfitt þetta var þér og þínum. Ég segi eins og afi sagði alltaf við okkur barnabörnin þegar við kvöddum hann: „Megi guð og góðu englarnir vera með þér.“ Þín móðursystir, Ingunn. Árla morguns þann 20. maí sl. bárust mér þau þungbæru tíð- indi að Sigurjón Valgeir vinur minn og jafnaldri væri fallinn frá. Þessar fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Okkar vinskapur hófst fyrir um 30 ár- um þegar við 5 ára guttar urðum nágrannar i Gauksrimanum. Það var mikið brallað og brasað, renndum okkur á stóra hól, unn- um af kappi við snjóhúsagerð, drógum á eftir okkur spýtubíla og lögðum vegi fyrir þá, tókum þátt í útileikjum o.fl. En sjaldan vorum við aðgerðalausir. Eitt sumarkvöld fengum við að tjalda úti garði og ætlunin var að sofa í tjaldinu um nóttina ásamt vin- konu okkar sem oft var með okkur. Þetta var spennandi hjá okkur og ætluðum við Sigurjón að vera miklar hetjur og segja henni nokkrar draugasögur fyr- ir svefninn, en það vildi nú ekki betur til en það að við urðum sjálfir svo hræddir að við flúðum öll inn til Sigurjóns og gistum þar. Sigurjón var mikill veiði- maður og fróður um lífríkið í vötnum og ám og var duglegur að fræða mig um allt sem tengd- ist veiðinni, það var stutt í húm- orinn hjá honum og gott að vera í hans félagsskap. Sigurjón var mjög greiðagóður og vildi allt fyrir alla gera, hann var vinur vina sinna. Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar um Sigurjón vin minn. Að leiðarlok- um vil ég þakka fyrir góða vin- áttu og góðar stundir, minningin lifir um góðan dreng. Elsku Erla og Hafsteinn og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna (Guðrún V. Gísladóttir) Þinn vinur, Jóhann Ingi Pétursson. Það er erfitt og óraunverulegt að setjast niður og skrifa örfá minningarorð um svo ungan mann eins og elsku Sigurjón Val- geir var, sem rétt var að hefja sína lífsgöngu, en samt búinn að reyna svo margt. Mikið var á hann lagt, þegar hann veiktist af ömurlegum sjúkdómi fyrir tíu ár- um sem lítil lækning var við. Fyrst man ég eftir Sigurjóni Val- geiri sem litlum dreng, það vakti athygli mína hvað hann var með sérstaklega falleg augu og löng augnhár. Í mörg ár höfum við verið ná- grannar í Lambhaganum, þar sem hann bjó hjá foreldrum sín- um. Það voru haldin mörg pal- lapartíin sem voru mjög skemmtileg, oft var farið í hina ýmsu leiki. Einn dag á ári áttum við Sigurjón sem algjört leynd- armál, hann átti það til að færa mér rós eða senda mér skilaboð. Honum fannst þessi dagur stór- merkilegur. Sigurjón Valgeir var listakokkur. Það var ósjaldan sem hann stóð við eldavélina að elda eitthvað gott þegar ég kíkti yfir til þeirra í kaffisopa. Þeir feðgar hann og pabbi hans Haf- steinn reiddu fram margar veisl- urnar með þvílíkum sóma. Hann var einnig listamaður í glervinnu, bjó til allskyns diska, kertastjaka og fleira. Eina nýársnótt fyrir ekki svo löngu sátum við á spjalli í bíl- skúrnum hjá mér, þar sem við ræddum lífið og dauðann. Hann var aðframkominn, gat ekki hugsað sér að lifa svona og fá ekki lækningu. Hann hafði líka áhyggjur af því að leggja þetta á fólkið sitt og vera svona háður því. Það var aðdáunarvert hvað sambandið á milli Sigurjóns og foreldra hans var gott. Þeir feðg- ar fóru mikið að veiða saman, þá oftast í Ölfusá. Og það var ósjald- an sem maður sá hann í bílnum með mömmu sinni, sem studdi hann í öllum læknaheimsóknum hér á landi og erlendis. Sigurjón var virkur félagi í Rauða kross- inum á Selfossi, hann var m.a. umsjónarmaður neyðarvarna. Hann hafði mikinn áhuga á alls- konar garðyrkju. Sigurjón var jarðfræðingur að mennt og hafði sérstakan áhuga á að fylgjast með jarðskjálftamælum og öllu sem því tengdist. Hann var sann- kallað náttúrubarn. Það er ósanngjarnt að svo ungur maður sem átti allt lífið framundan skuli hafa þurft að berjast við þennan sjúkdóm sem virtist vera ólæknanlegur. Að leiðarlokum vil ég þakka Sigurjóni Valgeiri allar góðar stundir sem við áttum og sendi um leið innilegar samúðarkveðj- ur vegna ótímabærs andláts hans til elsku Erlu, Hafsteins, Stein- ars, Kristrúnar, Önnu Rakelar, Guðlaugar Stellu, Sigurjóns Þórs, ömmu Gullu og Sigurjóns afa, alls frændfólks og vina Sig- urjóns Valgeirs. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og erfiða tíma sem framundan eru. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, kæri vinur. Lilja Smára. Sigurjón, þú hefur verið besti vinur minn í ansi mörg ár. Ég veit að einhverjum þótti það nokkuð skrítin vinátta svona til þess að byrja með. Þú ert nátt- úrlega tveimur árum yngri en ég og það er frekar mikið þegar maður er 13 og 11. Við vorum náttúrlega fljótir að átta okkur á því að þetta var ekki nema eitt og hálft ár þar sem þú ert fædd- ur svo snemma í árinu en ég sumarbarn. Við kynntumst fyrst í gegnum handboltann því þú spilaðir upp fyrir þig, eins stór og sterkur og þú ert. Vegna ald- ursbilsins gengum við ávallt und- ir nafninu Birgir og barnið og okkur fannst bara ekkert að því enda sjaldan verið að spá of mik- ið í því hvað öðrum finnst. Við höfum brallað svo ótrúlega margt saman að heilt Morgun- blað myndi ekki duga til þess að segja frá því öllu. Þess vegna ætla ég að segja þér hversu mik- ið vinátta okkar hefur gert fyrir mig og mína. Þú varst alltaf til staðar, duglegur, hjálpsamur, ró- legur og gömul sál eins og ég sjálfur, félagslyndur, ótrúlegur veiðimaður (flestallt sem ég kann í veiði í dag á ég þér að þakka), traustur, trúnaðarvinur (það er ýmislegt sem við vitum hvor um annan sem enginn annar veit). Allt þetta og mikið meira til er það sem ég sakna og mun sakna allt til enda. Það er erfitt að geta ekki tekið upp símtólið og tékkað hvort þú sért ekki til í að koma í veiði, kíkja í einn öl eða skella sér á tónleika, horfa á boltann eða bara sitja í þögninni sem er ein- mitt það sem bestu vinir gera. Ég ætla samt að halda áfram að taka þig með í þetta allt saman, þú verður með í hjartanu og hug- anum og það er einmitt það sem þú sagðir við mig í draumnum um daginn, þú ætlar að halda áfram að vera með og þú verður með. Þú sagðir mér einhvern tím- ann að maður vissi hverjir væru vinir sínir eftir að þú lentir í þessum afar erfiðu og ósann- gjörnu veikindum. Bestu vinir halda áfram að vera vinir þó ann- ar veikist, það var stundum erfitt að sætta sig við að þú varst breyttur maður eftir þau og við tókum það spjall eins og öll hin. Erfitt fyrir mig en kallinn minn, enn erfiðara fyrir þig. Við sætt- um okkur við það. Minningarnar koma til með að ylja mér alla tíð. Sú nýjasta er bara eins og svo margar aðrar. Við hittumst í góðra vina hópi. Skemmtum okkur, skemmtum okkur mjög vel. Tókum samt spjallið undir fjögur augu þegar leið á kvöldið eins og svo oft áð- ur, ræddum málin af einlægni og ákveðni. Skelltum okkur svo á ball og vorum glaðir. Í síðasta skiptið sem ég sá þig, elsku Sig- urjón minn, brostir þú með öllu andlitinu. Það er mikilvægt. Elsku besti vinur minn, hvíldu í friði. Þú heldur áfram að vera með. Alltaf. Birgir Aðalbjarnarson og fjölskylda. Nú kveðjum við góðan vin og skólafélaga. Við vorum svo lánsamar að vera í bekk með Sigurjóni Val- geiri í gegnum grunnskólagöng- una. Minningarnar staldra við brosmildan glókoll, stóran og stæðilegan strák sem var alla tíð mikið ljúfmenni. Hann hafði áhuga á öllu mögulegu og það var sama hvort það var náttúru- fræði, handavinna, smíði eða leikfimi, Sigurjón stóð sig alltaf vel. Sigurjón var góður félagi, hann var ljúfur og skemmtilegur og hafði alveg ótrúlega smitandi hlátur. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að bindast sterkum böndum strax í barnæsku og að hafa notið vináttu Sigurjóns á uppvaxtarárunum. Síðastliðin ár höfum við farið hvert í sína átt- ina. Við búum ekki öll á æsku- slóðum, sumir fóru í háskóla, aðrir fluttu til annarra landa en eitt eigum við og það eru ræt- urnar sem tengja okkur saman. „Að vaxa sitt í hvora áttina breytir ekki þeirri staðreynd að við uxum og þroskuðumst saman hlið við hlið í langan tíma. Rætur okkar verða alltaf bundnar saman og við erum þakklát fyrir það.“ (Ally Condie) Elsku Hafsteinn, Erla, Stein- ar, Guðlaug Stella og fjölskylda, megið þið finna styrk hvert í öðru á þessum erfiðu tímum. Elsku Sigurjón Valgeir, þín verður sárt saknað. Nú er komið stórt skarð í ár- ganginn okkar en við hlýjum okkur við það að þú ert kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Þínar vinkonur, Auður, Sigrún, Harpa Rut, Arndís Ey og Lena. Mánudaginn 2. júlí kvöddum við Sigurjón Valgeir sem lést langt fyrir aldur fram. Það er stundum erfitt að sætta sig við örlögin sem okkur eru ásköpuð og við verðum að lúta. Það er samt alltaf jafn sárt þegar ungu og efnilegu fólki í blóma lífsins er kippt frá okkur vegna veikinda eða slysa. Sigurjón Valgeir tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og yfirvegun. Vegna veikindanna þurfti Sigurjón að kveðja starfið sem hann unni og hafði menntað sig til. Hann lét það þó ekki buga sig og var duglegur að finna sér ný verkefni sem hann sinnti af mikilli fagmennsku. Sigurjón sinnti sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossinum og fékkst við listsköpun. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason.) Elsku Erla og Hafsteinn, á þessum sorgartímum hugsa ég til orða Kahlils Gibran í „Spá- manninum“ en þar segir hann m.a. um sorgina: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín …“ Þið voruð öll svo miklir fé- lagar og gerðuð svo margt sam- an. Frábæra fjölskylda, megi all- ar dásamlegar minningar um ykkar einstaka Sigurjón Valgeir verða huggun á þessum erfiðu tímum. Ykkar Jóhanna. ✝ Björk Björg-vinsdóttir fæddist á Djúpa- vogi 29. september 1942. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 8. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- gerður Péturs- dóttir, f. 2.8. 1913, d. 3.7. 1997, og Halldór Björgvin Ívarsson, f. 18.12. 1904, d. 7.12. 1988. Systkini Bjarkar voru: 1) Una Stefanía, f. 1931, d. 1995, 2) Anna Margrét, f. 1934, d. 1951, 3) Haukur, f. 1935, 4) Fjóla, f. 1937, d. 2017, 5) Ragna, f. 1938, 6) Berta, f. 1939, 7) Ívar, f. 1941, 8) Pétur, f. 1944, 9) óskírð stúlka, f. og d. 1945, 10) Hrafn- hildur, f. 1947, 11) Pálmar, f. 1949, og 12) Anna Margrét, f. 1951. Björk var gift Bergvini Svav- arssyni, f. 1937, d. 2010. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi eig- inmaður Bjarkar er Albert Ólafsson, f. 1936, búsettur á Akureyri. Börn Bjarkar eru: 1) Guðný Bergvins- dóttir, eiginmaður hennar er Stefán Arnaldsson, 2) Borghildur María Bergvinsdóttir, 3) Þorgerður Berg- vinsdóttir, eiginmaður hennar er Valdimar Björn Davíðsson. Ömmubörn Bjarkar eru: Bergvin Stefánsson, Sara Björk Sigurðardóttir, Guðný Ósk Sigurðardóttir, Guðbjartur Kristinn Kristinsson, Björk Guðnadóttir og Arndís Guðna- dóttir. Björk eignaðist sex lang- ömmubörn en þau eru: Karítas Von, Una Rakel, Maren Dögg, Alexander Guðni, Aníta Rán og Natan Breki. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku tengdó, kærar þakkir fyrir að hafa verið mér tengda- móðir og móðir í senn. Hafðu þökk, mín kæra, fyrir allt og allt. Þinn tengdasonur, Stefán Arnaldsson. Björk Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.