Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 21

Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 21
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 ✝ Sverrir Björg-vin Valdemars- son fæddist þann 9. júlí 1932 og ólst upp í stórum systk- inahópi á Dalvík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 25. júní 2018. Foreldrar hans voru Árný Ingi- björg Guðjóns- dóttir, f. 28. janúar 1892, d. 21. apríl 1968, og Valdemar Krist- jánsson, bóndi í Móskógum, f. 27. september 1892, d. 6. maí 1983. Systkini Sverris voru fimm: Ríkharður, f. 1916, d. 1975, Ingibjörg, f. 1918, d. 1995, Snjólaug, f. 1922, d. 1995, Guð- jón, f. 1924, d. 2009, og Guð- björg, f. 1926, d. 2008 . Sverrir kvæntist Þórlaugu Júlíusdóttur, f. 13. janúar 1932, d. 3. janúar 2013, þann 2. jan- úar 1955. Dóttir Sverris og Þórlaugar er Brynhildur Sverr- isdóttir, f. 1953, gift Atla Guð- mundssyni, f.1949. Þau eiga tvö börn. Júlíus, f.1975, gift- ur Lilju Björk Ein- arsdóttir, f 1973, börn þeirra eru: Sóley Birna, Björg- vin Atli og Dagur Snær. Jórunn, f. 1977, gift Alberti Steini Guðjónssyni, f. 1974, börn þeirra eru: Bjarki Marinó og Gabríela. Sverrir og Þórlaug bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Sverrir var verslunarstjóri hjá ÁTVR og Þórlaug var hárgreiðslu- kona, síðar starfsmaður í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Sverrir var mikill skíðamaður og setti upp skíðalyftur í Eldborgargili í Bláfjöllum ásamt félögum í skíðafélaginu Eldborg. Útför Sverris fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkjugarði. Elsku pabbi. Góður maður er genginn. Ef eitthvert lýsingarorð á við pabba, þá er það góður. Pabbi var ein- staklega góður og ljúfur maður, viðkvæm sál sem mátti ekkert aumt sjá, en jafnframt grjótharð- ur nagli sem aldrei hlífði sér. Mamma og hann voru ákaflega samhent. Sumrin okkar ein- kenndust af ferðalögum um land allt. Mamma saumaði svefnpok- ana og pabbi smíðaði útileguhús- gögnin. Síðan voru útilegur allar helgar, sumarfrí um allt land, og alltaf var farið norður á Dalvík í heimahagana. Pabbi var sérstakur náttúru- unnandi, skotveiði, silungsveiði, skíði, allt þetta var honum hug- leikið og stundaði hann þetta af kappi. Hann leitaði lengi að heppilegu skíðasvæði „fyrir sunnan“ og eftir að hafa prófað ýmsa staði, endaði hann með traktorslyftuna sína í Eldborgargili í Bláfjöllum, þar sem skíðafélagið Eldborg varð til og var það stór hluti af lífi hans í yfir 20 ár. Mjög góð vinátta hóps- ins sem stóð að skíðafélaginu Eld- borg var kjölfesta í lífi pabba og mömmu á þeim árum. Þegar hann renndi fyrir fiski, þá stóð hann sjaldan lengi á bakk- anum án þess að verða var. Hann las ána eða vatnið, vissi hvar fisk- urinn lá og hvenær dagsins hann tók. Hann var sannkallað nátt- úrubarn. Aldrei var veitt meira en við fjölskyldan gátum borðað, hvort sem var fiskur eða fugl. Græðgi var ekki til í hans huga. Pabbi vann mestallan sinn starfsaldur í ÁTVR. Að kvöldi dags fór hann með sölu dagsins í bankann. Eitt kvöldið beið óbóta- maður og lamdi hann illilega aft- an frá, en pabbi barðist eins og sú hetja sem hann var, hélt pening- unum og „þjófurinn“ flúði tóm- hentur. Sumarbústaðurinn í Reykholti, sem hann eyddi ófáum stundum í að nostra við, er nú griðastaður allrar fjölskyldunnar. Barna- börnin hans kæru, Júlíus og Jór- unn og börnin þeirra, langafa- börnin fimm njóta þess að vera þar og eiga eftir að njóta afrakst- urs vinnu pabba og mömmu við bústaðinn um ókomna framtíð. Í dag kveðjum við góðan föður, eiginmann, afa og langafa. Ég kveð hann með þessu fallega ljóði, sem lýsir svo vel hinum marg- brotna, fjölhæfa og kærleiksríka manni sem hann var. Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Frá því marki manninn þann ég menntaðastan dæmdi, flest og best sem var og vann, það vönduðum manni sæmdi. (Stephan G. Stephansson) Brynhildur Sverrisdóttir. Nú hefur hann Sverrir tengda- pabbi kvatt okkur. Hann ólst upp á Dalvík. Á unga aldri dró hann björg í bú. Hann var náttúrubarn af guðs náð. Mér skilst að á unga aldri hafi hann oft róið einn á trillu út á Eyjafjörðinn og sótt bæði fisk og sjófugl í matinn. Hann naut þess líka að vera í ná- vígi við fjöllin á vetrum, stundaði skíðamennsku og var góður skíðamaður og stökkvari. Æskan mótaði afstöðu hans til lífsins og lífsins gæða þegar hann seinna flutti suður á mölina. Alla tíð var náttúra landsins miðsviðs hjá honum. Hann fór ungur á vertíð í Sandgerði, og stofnaði heimili þar með konu sinni Þórlaugu og Baddý, dóttur þeirra. Hann tók meirapróf og keyrði fisk fyrir Miðnes. Seinna fluttu þau til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu svo alla sína tíð. Sverrir vann við járnsmíðar til að byrja með, en fékk svo vinnu í vínbúð- inni í Laugarási, og varð síðar verslunarstjóri í Hafnarfirði. Var hann vel liðinn af samstarfsfólki enda mikið ljúfmenni og ósérhlíf- inn. Í frístundum leitaði hann út í náttúruna, á sumrin, helst til að veiða bleikju og oft með æskuvini sínum Krilla, sem einnig var frá Dalvík. Auk þess sem hann fór flest sumarkvöld eftir vinnu til veiða í vötnin í nágrenni Hafnar- fjarðar, notuðu hann og Þórlaug flest frí til að ferðast um landið. Í fyrstu lét Sverrir sér nægja Moskowitz og fór á honum um allt land, um hálendið og víðar. Hann var galdramaður á vélar, og gat lagað allt sem bilaði. Þá var ekki mikið um útilegubúnað, en þau hjónin sáu við því. Hann smíðaði útilegustóla, borð og tjöld, hún saumaði svefnpoka og sólskýli og hvaðeina. Á vetrum var hann uppi um fjöll í nágrenninu, leitaði að stöð- um til að æfa skíðastökk, en seinna að ákjósanlegu skíða- svæði. Þetta var mikið áhugamál þeirra vina, hans og Krilla. Þeir könnuðu Bláfjöllin, og urðu með þeim fyrstu til að setja upp skíða- lyftur þar. Safnaðist um þetta hópur vina og kunningja sem höfðu áhuga á skíðamennsku og útiveru, Skíðafélagið Eldborg. Byggð var aðstaða í Eldborgar- gili til skíðaiðkunar í um aldar- fjórðung. Settir voru upp traktor- ar, rafmagnsstaurar, blokkir, gálgar og annað sem Sverrir smíðaði sjálfur ef það var ekki fá- anlegt. Sverrir galdraði svo trak- torana í gang við ýmsar aðstæð- ur. Þarna lærðum við afkomendur Sverris á skíði. Þessi vinahópur átti líka margar skemmtilegar stundir í skíðaferð- um til útlanda, einkum til Lech í Austurríki. Þau hjónin byggðu sér sumar- bústað í Biskupstungum, þar sem þau hófu mikla skógrækt. Undu þau sér þar í mörg ár, þar til að Þórlaug veiktist. Var það erfitt fyrir þau að geta ekki sinnt leng- ur sínum áhugamálum, bústaðn- um og ferðalögum í hópi vina. Nú þegar við kveðjum þennan góða mann, þökkum við fjölskyld- an fyrir að hafa verið honum sam- ferða og notið hlýju hans og um- hyggju. Sverrir dýpkaði skynjun mína á náttúru landsins og sýndi með endalausum dæmum að ef hlutir bila, þá er hægt að laga. Þau hjónin kenndu okkur líka að njóta dagsins á meðan hann gefst. Hvíl þú nú í friði, elsku tengda- pabbi, og skilaðu kveðju til ást- vinanna sem fóru á undan. Atli. Elsku afi minn. Í dag kveðjum við þig þegar þú heldur áfram til Þórlaugar þinnar á vit nýrra ævintýra. Mér er þakklæti efst í huga. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem afa. Þú varst svo ótrúlega góður, fallegur og duglegur afi. Við systkinin tvö vorum einu barnabörnin þín og fundum endalaust fyrir væntum- þykju þinni. Ég var bara pínulítil stelpa þegar þú byrjaðir að kenna mér á skíði, rétt tveggja ára, og þú hélst því áfram langt fram á fullorðinsár. Þær eru margar skíðaferðirnar sem við fórum saman. Þið amma tókuð mig, 14 ára unglinginn, með ykkur í Alp- anna – þar sem þið nutuð ykkar svo vel. Mér þykir alltaf svo vænt um þessa ferð og einnig síðustu skíðaferðina þína þegar við fórum til Ítalíu saman, þótt það væri orðið erfiðara fyrir ykkur að kom- ast í fjallið. Fyrsta alvöru vinnan mín var hjá þér og þú lést mig sko ekkert finna fyrir því í búðinni að ég væri bara smástelpa. Þar sá ég hvað þú varst góður við starfsfólkið þitt og líka frábær við viðskipta- vinina. Þú leiðbeindir mér svo vel með það sem ég þurfti að læra á meðan þú auðvitað passaðir vel uppá mig. Svo fékk ég að koma í kótelettur til þín eftir vinnu, í raspi með miklu smjörlíki – al- gjört sælgæti – sem er líka það sem þú kallaðir súran hákarl, en ég var nú ekki alveg sammála þér þar. Þú varst afinn sem lék við barnabörnin og barnabarnabörn- in, byggðir handa okkur bústað, kenndir okkur á skíði, skaust upp rakettum, kenndir okkur að veiða og ferðaðist með okkur til út- landa. Þú eldaðir mat, varst alltaf að stússast, byggja og bæta. Þú passaðir meira að segja langafa- börnin þín meðan þú hafðir heilsu til og þau eiga margar góðar og fallegar minningar um þig. Þú varst óendanlega ástfanginn af henni Þórlaugu ömmu minni og alltaf svo góður við hana, enda var það þér mjög sárt þegar hún kvaddi okkur fyrir 5 árum. Þú varst svo falleg fyrirmynd og ég mun alltaf sakna þín. Knús- aðu ömmu frá mér. Þín Jórunn. Elsku afi minn. Ég kveð þig með söknuði en er þakklátur fyrir allar góðu minn- ingarnar sem þú skilur eftir. Þú kenndir mér á skíði í Eldborgar- gilinu í Bláfjöllum þar sem þú settir upp kaðlalyftur og stofnað- ir skíðafélag með vinum þínum. Þú varst alltaf með veiðistöngina klára í bílnum og naskari veiði- maður en þú er vandfundinn. Einn daginn sögðum við ömmu að við ætluðum að skreppa aðeins út að Kleifarvatni og komum til baka tæpum tveimur tímum seinna með 33 bleikjur. Aðfanga- dagskvöldin á Suðurbrautinni, rjúpurnar sem þú skaust sjálfur, verkaðir og eldaðir voru algjört lostæti. Vinnan hjá þér í vínbúð- inni í Hafnarfirði og svo hvers- dagslegu hlutirnir eins og góm- sæti steikti fiskurinn og lambakóteletturnar og svo auð- vitað stundirnar við eldhúsborðið með kaldri mjólk og kexi sem krakkarnir muna svo vel eftir. Allar góðu stundirnar í bústaðn- um í Biskupstungum þar sem dugnaður þinn, handlagni og út- sjónarsemi fengu að njóta sín. Það er staðurinn ykkar ömmu. Það sem stendur upp úr er um- hyggja þín fyrir ástvinum. Þú helgaðir þig umönnun ömmu síð- ustu ár ævi ykkar saman. Ást þín á okkur Jórunni og langafabörn- um var auðsýnd, þú vildir ævin- lega allt fyrir okkur gera og þér var umhugað um að við fengjum að njóta afraksturs atorku þinnar sem best. Ég elska þig. Júlíus. Elsku Sverrir frændi. Nú er komið að kveðjustund. Tilveru þinni er lokið hér í þessu jarðlífi og okkur sem eftir sitjum er hulin ráðgáta hvað við tekur. Bernskuminningar mínar um þig eru um fallega frændann, föð- urbróðurinn sem bjó fyrir sunn- an. Frændann sem átti fallegu konuna, hana Þórlaugu. Þegar ég fór að stálpast og ég kynntist ykkur varð myndin af þér og ykk- ur raunverulegri en hún breyttist ekkert. Þú varst yngstur í röð sex syst- kina sem komust til manns og pabbi var elstur. Hann fór fyrstur og þú síðastur. Það er merkilegt. Þið fóruð nánast í þeirri röð sem þið komuð í heiminn nema að Gugga skaust fram úr Gauja. Mér fannst þú alltaf glæsileg- ur, föðurbróðirinn með dökka yf- irbragðið. Og þú hélst áfram að vera glæsilegur, þó hárið lýstist með árunum. Ég upplifði að á milli okkar hafi alltaf verið ein- hver strengur, þó sérstaklega síðustu árin og mikið óendanlega hefur mér alltaf þótt vænt um þig. Kannski má segja um þig, eins og fleiri stráka í ættinni, að þú hafir nánast fæðst með skíði á fótunum. Þú elskaðir að vera á skíðum og stundaðir þau svo lengi sem þú gast. Ég man eftir einu vori á Dalvík þegar ég var krakki. Það var snjólétt og eng- inn skíðasnjór í Löngulautinni eða í Böggvisstaðafjallinu yfir- leitt. Þá fóruð þið stóru strák- arnir, þú, Rikki frændi, Nonni frændi örugglega líka, Krilli vin- ur þinn og fleiri, upp í Bæjarfjall- ið og rennduð ykkur þar. Mér fannst þið ótrúlega kaldir því brekkan var brött. Elsku Sverrir, nú skiljast leið- ir. Þú ert farinn héðan á annað til- verustig. Einhvers staðar, einhvern tíma mun slóð mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum. (Þóra Jónsdóttir) Elsku Baddý, Atli og fjölskyld- an öll. Ykkur sendi ég mína dýpstu samúð. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja á erfiðum tímum. Kæri Sverrir, í hjarta mínu geymi ég minningu um þig, fal- legan og frískan. Megi almættið geyma þig. Hafðu þökk fyrir allt. Þín bróðurdóttir, Margrét (Magga hans Rikka) Sverrir Björgvin Valdemarsson Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGHVATSDÓTTIR, áður til heimilis að Árskógum 6, Reykjavík, lést mánudaginn 25. júní á Hrafnistu, Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 10. júlí klukkan 13. Karl Örn Karlsson Kristín Blöndal María Karlsdóttir Sigurbjörn Skarphéðinsson Sighvatur Karlsson Auður Björk Ásmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn HELENA KADEČKOVÁ lést í Prag laugardaginn 30. júní. Helena fæddist 14. ágúst 1932. Hún þýddi fjölda íslenskra bóka á tékknesku og samdi og birti margar ritsmíðar um íslensk málefni í Tékkóslóvakíu og síðar Tékklandi. Vinir á Íslandi Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTÞÓR YNGVI EINARSSON, frá Vestmannaeyjum, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhildur Ástþórsdóttir Ingvi Þór Ástþórsson Arndís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA Þ. SIGURJÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Suðurtúni 17, Álftanesi, lést miðvikudaginn 4. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Ingibjörg Sigmundsdóttir Valdemar Pálsson Helga Sigmundsdóttir Jóhann K. Torfason Helgi Kr. Sigmundsson Kristín Örnólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Borgartúni 30A, lést miðvikudaginn 4. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 11. júlí klukkan 13. Þóra Hrólfsdóttir Tómas Kristjánsson Halldóra Hrólfsdóttir Pétur Waldorff Gunnar Sverrisson barnabörn og aðrir aðstandendur Elsku langamma mín, ég á eftir að sakna þín. Ég man kannski ekki eftir miklu nema bara þessum seinustu árum. En í hvert sinn sem ég hitti þig þá Anna Dagrún Magnúsdóttir ✝ Anna DagrúnMagnúsdóttir fæddist 21. ágúst 1919. Hún lést 15. maí 2018. Útför hennar fór fram 28. maí 2018. sagðir þú alltaf það sama: „Svo munum við Valli minn leið- ast um í himnaríki.“ Þú varst alltaf ynd- isleg og góð og þótt þú værir veik varstu samt alltaf hamingjusöm og já- kvæð og það mun ég muna það sem er eftir er. Ég er þakklát fyrir þessi ár. Elska þig. Saga Rún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.