Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 28
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þessi tími er þér gagnlegur til
sköpunar svo þú skalt reyna að fá sem
mest tóm til þeirra starfa. Hættu að láta
reka á reiðanum.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú og félagi þinn eruð ósammála
um hvernig eyða eigi peningunum, skulið
þið ræða málin til hlítar. Hlustaðu á það
sem aðrir hafa að segja.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Orðum þarf að fylgja einhver
athöfn því annars missa þau marks. En
mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara
og því er betra að gæta orða sinna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það mun hjálpa þér að ræða mál-
in við vinkonu þína í dag. Breytingar á
nánum samböndum neyða þig til að að-
lagast breyttum aðstæðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjárhagsvandræði breiða yfir önnur
vandamál. Reyndu þó að líta á björtu
hliðarnar á hlutunum og halda þínu
striki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dirfska þín í verkefnavali vekur
aðdáun annarra. Auðvitað líður þér frá-
bærlega þegar þú ert búin/n að skila og
málið er úr þínum höndum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú sérð hvernig þú getur auðveld-
lega öðlast meiri áhrif í vissum aðstæður.
Það fer ekki alltaf saman að það sem
mann langar til sé það sem manni er fyr-
ir bestu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hættan á misskilningi er
alltaf fyrir hendi og hann getur leitt til
óskapa. Einhver mun koma þér til bjargar
á elleftu stundu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst þú ekki í stakk bú-
in/n til að taka á þig aukna ábyrgð en í
raun og veru ertu það. Hugsaðu vandlega
áður en þú talar, það er hlustað á þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Dagurinn í dag er góður til
þess að sannfæra vini um hvaðeina sem
þér er mikilvægt. Fólki þykir mikið til þín
koma í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Áður en þú verðlaunar sjálfan
þig með einhverju uppátæki skaltu ganga
úr skugga um að öllum skyldustörfum sé
lokið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn einkennist af glaðlegu
spjalli við vini en gættu þess að taka ekki
þátt í mikilvægum samningum af neinu
tagi.
Sigrún Haraldsdóttir skrifaði áþriðjudag:
Ég fagnandi uni í frábæru teiti
í félagsskap vina og granna.
Í laufgrænni brekku hef ég legið í bleyti
á Landsmóti hestamanna.
Páll Imsland segist ekki hafa sést
á landsmóti enn sem komið er en
verið hvattur, meðal annars með
gyllandi vísu Sigrúnar. – „En er
það þetta sem á að draga mig þang-
að?“ spyr hann:
Á landsmóti gengur á látlaust með regn
og lítið um sólina’ og hlýju.
Böðla menn hrossunum brautina’ í
gegn,
til baka, svo aftur að nýju.
Fía á Sandi svarar: „Það hlýtur
að vaðast upp jörðin á móti í svona
tíðarfari. Svona sé ég þetta:“
Á landsmóti hrossa er látlaust regn
en liðið samt keppir á fullu.
Böðlast þar skjálfandi og blautir í gegn
og baða hrossin í drullu.
Sigrún Haraldsdóttir gat ekki
látið þessu ósvarað: Láttu nú ekki
svona, Fía mín. Ég var að enda við
að ráðleggja Páli vini mínum um
heppilegan klæðnað til að klæðast á
landsmóti:
Hér er fremur venju vott
og við því lítt að gera
en í brekkunni er býsna gott
í bikiníi að vera.
Hjálmar Freysteinsson segir
„Ferðasögu“ á heimasíðu sinni:
Bíllinn hristist sundur senn,
Súbarúinn frækni.
Vegurinn hefur versnað enn,
vantar dýralækni.
Jón Atli Játvarðarson bætti við:
Stjórnvöld eru stórkostleg
en strembin okkar mæða.
Dýralæknir lagar veg,
sem löngum vildi blæða.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði:
„Bumba mín stöðugt stækkar,
á stundaglasinu lækkar,
en sí hrakar sjón“,
segir hann Jón,
„og dögunum fjölgar og fækkar“.
Úr eftirmælum eftir Erlend Gott-
skálksson:
Eitrið fló í unglings barm,
ama dró að kjörum,
breyttist ró í beiskan harm,
brosið dó á vörum.
Erlendur orti í leiðindum:
Dofnar hugur, dvínar fjör,
dimmir heims á línu,
stendur leiðans eitruð ör
innst í hjarta mínu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Landsmót hestamanna
og dýralækningar
Í klípu
„RAMPURINN ER SELDUR SÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VARÐ AÐ NOTA SLÖKKVITÆKIÐ Á
PYLSURNAR ÞÍNAR. VILTU ENN BORÐA
ÞÆR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eins og að kveikja í
flugeldum!
ERTU ENN
REIÐ?
…NÚNA?
JÁ
EN NÚNA?…
ÉG ÆTLA AÐ
STANDA Í
ÖRUGGRI
FJARLÆGÐ
JÁ!
JÁ!!!
HEFURÐU TEKIÐ EFTIR ÞVÍ
HVAÐ ÞAÐ VERÐUR SNEMMA
DIMMT AÐ UNDANFÖRNU?
JÁ!
ÉG MAN EKKI EFTIR ÞVÍ
AÐ HAFA FENGIÐ SVONA
HUGSANIR SVONA SNEMMA!
Íslenskar sundlaugar eru merkilegfyrirbæri. Til dæmis vegna þess að
hér á landi kostar nokkur hundruð
krónur að fara í stórglæsilegar og vel
búnar sundlaugar sem líklega væru
skilgreindar sem lúxus-heilsulindir í
mörgum öðrum löndum og aðgangs-
eyririnn væri eftir því.
Hegðun á sundstöðunum er ekki
síður merkilegt fyrirbæri. Íslend-
ingar vita að maður baðar sig áður en
maður fer ofan í sundlaug. Og, eins
og með aðrar baðferðir þarf það að
vera án fata, eigi það að bera tilætl-
aðan árangur.
x x x
Þekkt er að erlenda ferðamenn semhingað koma rekur í rogastans
þegar þeir verða þess áskynja að í ís-
lenskum sundlaugum er þess krafist
að baða sig án fata fyrir laugarferð.
Fyrir fólk, sem finnst nekt í öllum að-
stæðum dónaleg, jafnvel klámfengin,
er þetta óskiljanleg krafa.
Víkverji hefur séð fullorðna útlend-
inga bresta í háværan grát í búnings-
klefa þegar sundlaugarvörður hefur
sagt viðkomandi að baða sig án sund-
fata eða að öðrum kosti sleppa því að
fara í sund. Oftar en ekki hefur síðari
kosturinn orðið ofan á.
x x x
Á Facebook er síða þar sem fólksem hyggur á Íslandsför spyr
ýmissa spurninga um land og þjóð.
Margir spyrja um veðrið, sumir velta
vöngum yfir því hvar líklegast sé að
sjá hvali og aðrir hafa áhyggjur af
háu áfengisverði. Svo spyrja margir
um hvort það sé virkilega satt að þess
sé krafist á íslenskum sundstöðum að
fara nakinn í sturtu með öðru fólki af
sama kyni. Hvort ekki sé hægt að
komast hjá því með einhverju móti.
Margir vísa þar til þess að þeir ætli
að sækja Bláa lónið heim í Íslands-
ferð sinni en geti ekki hugsað sér
„þennan viðbjóðslega sturtugjörn-
ing“, eins og Bandaríkjamaður nokk-
ur orðaði það á síðunni.
x x x
Algengt svar við þeirri spurninguer: Það er vel hægt að sleppa því
að fara nakinn í sturtu á sundstað. En
þá ertu heldur ekki að fara í Bláa lón-
ið eða á nokkurn annan sundstað.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur
til föðurins, nema fyrir mig
(Jóh: 14.6)
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
ALLT Í BAÐHERBERGIÐ
Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain.
Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun.