Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 22
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 ✝ Helga Valdi-marsdóttir fæddist 15. júlí 1934. Hún lést 29. júní 2018. Foreldrar Helgu voru Valdimar Vet- urliðason, bóndi og sjómaður, og Guð- rún Kristjánsdóttir, húsfreyja, sem lengst af bjuggu á Hlíð í Álftafirði við Suðavík. Þar fæddist Helga og ólst upp ásamt átta systkinum. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Haukur Benedikt Ólafsson Schram, bílasmiður, f. 12. júní 1934. Saman áttu þau tvö börn, Ólaf Stef- án Schram, f. 24. des. 1956, og Lindu Schram Lidén, f. 11. nóv. 1958, en áður átti Helga eina dóttur, Guð- rúnu Rögnu Krü- ger, f. 4. júní 1954. Auk húsfreyju- starfa vann Helga áður við fram- reiðslu og síðar á ævinni starfaði hún um árabil hjá Morgunblaðinu og Póst- inum. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 6. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Ég sit inni í herbergi heima hjá mömmu og pabba í Sæviðasundi. Ég heyri mömmu hvísla að pabba: „Haukur, það situr kona þarna inni í litla herberginu. Þekkjum við hana?“ „Já já, Helga mín. Þetta er hún Linda, dóttir okkar.“ „Dóttir okkar? Eigum við dóttur saman?“ „Já já. Við eigum tvö börn saman. Óla, sem býr í Noregi, og svo Lindu sem býr í Svíþjóð.“ „Kíktu nú inn og spjall- aðu við hana.“ Þessi orðaskipti milli mömmu og pabba hef ég heyrt mörgu sinn- um á dag, síðustu árin, þegar ég hef heimsótt þau eina viku, tvisvar á ári. Já, síðan þessi grimmi alzheim- ers- sjúkdómur tók mömmu á sitt vald. Það var afskaplega sorglegt og sárt fyrstu skiptin sem mamma ekki þekkti mig, né mundi nafnið mitt. Það var erfitt, en það vandist. Nú er hún farin, það er mjög sorglegt og samtímis mikill léttir. Þvi henni hrakað mjög hratt síð- ustu sex mánuðina. Ég er búin að syrgja hana og sakna sárt í svo mörg ár. Sakna þess mikið að geta ekki hringt og talað um sitt lítið af hvoru; Um börnin og barnabörn- in, ferðalög, kökuuppskriftir, gardínur, gamla vini og kunn- ingja, dansiböll hér og þar. Og allt annað sem við spjölluðum um. Ó hvað ég sakna þess. En í staðinn höfum við pabbi talað saman, meira en nokkru sinni áður. Já, hann pabbi er algjör hetja. Hann hefur hugsað svo vel um mömmu öll þessi ár eftir að hún greindist með alzheimers. Um- hyggja hans, kærleikur og þolin- mæði var alveg einstök. Ég er svo heppin og svo stolt að eiga svona frábæran pabba. Ástarþakkir pabbi minn. Nú er hún mamma komin á góðan stað og fær að hitta for- eldra sína og bræður sína fimm sem fóru á undan. Hún elskaði að dansa, svo nú getur hún dansað um og rifjað upp allt gamalt og gott sem hefur gerst á hennar ævi. Allt það sem hún var búin að gleyma. Hafðu það gott mamma mín. Ég elska þig. Þín dóttir, Linda. Það var alltaf gott að koma á heimili Helgu og Hauks, bróður míns, hvort sem var á Ránargöt- unni, Sólheimunum eða í Sævið- arsundinu þar sem þau bjuggu síðast. Þar mætti manni ætíð hlýja og vinsemd. Helga kunni að taka á móti gestum og veita þeim beina. Sem ung kona hafði hún unnið við framreiðslustörf og vissi um mikilvægi þess að taka vel á móti fólki og gera vel við það. Helga lagði sig fram við að sinna fjölskyldu sinni, eiginmanni og börnunum þrem, Rúnu, Óla og Lindu, af dugnaði og kærleika og á heimilinu ríkti vinátta og gleði. Stundum var þröngt í búi til að byrja með en Helga var iðin við að sauma og vinna ýmsa handavinnu enda bar fatnaður barnanna vott um góðan smekk hennar. Eins kunni hún að búa til góðan mat og bragðgott meðlæti. Í minningu minni var Helga glaðlynd kona og félagslynd. Þau hjónin voru virk í ýmsu fé- lagsstarfi, einkum eftir að börnin voru vaxin úr grasi. Þau nutu þess að vera í góðra vina hópi, ferðast og njóta lífsins á jákvæðan og heil- brigðan hátt. Þegar aðstæður leyfðu keyptu þau sér hjólhýsi við Laugarvatn og þar dvöldu þau oft og löngum stundum. Bæði höfðu þau Helga og Haukur unun af að rækta blóm og gróðursetja um- hverfis hjólhýsið og skapa sér þar yndisreit sem veitti þeim mikla gleði og stytti þeim stundir. Þang- að var gott að koma og drekka með þeim kaffi á pallinum á góð- viðrisdegi. Ég minnist sérstak- lega hrútaberjahlaupsins sem Helga bauð upp á, en mikið var af slíkum berjum í nágrenninu og kunni hún öðrum betur að nýta sér þau. Þau hjónin nutu útivistar á Laugarvatni og gengu mikið um svæðið, enda þekktu þau það bet- ur en margir aðrir. Helga hafði yndi af ferðalögum og saman fóru þau víða um landið og til útlanda. Oft lá leið þeirra til Noregs og Svíþjóðar, enda bjuggu Óli og Linda þar, hann í Noregi en hún í Svíþjóð. Ferðalög þeirra hér heima voru oft tengd því að sækja mót harmonikkuunnenda en bæði höfðu þau mjög gaman af harm- onikkutónlist og höfðu ánægju af að dansa gömlu dansana í góðra vina hópi. Sambúð þeirra Helgu og Hauks einkenndist af trú- mennsku og kærleika eins og fjöl- skyldulíf þeirra og heimili þeirra bar vott um. Fyrir u.þ.b. sjö árum fór að bera á sjúkdómi þeim sem varð Helgu að lokum að aldurtila, heilabilun. Haukur annaðist Helgu af mikilli ástúð og fórnfýsi í því sjúkdómsferli allt til hinstu stundar. Síðustu tvö árin naut Helga dagvistar í Fríðuhúsi hér í Reykjavík, en þar ríkti kærleikur og hjálpsemi frábærs starfsfólks stofnunarinnar. Síðustu tvær vik- urnar sem hún átti ólifaðar dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli hér í Reykjavík. Er ég horfi um öxl og rifja upp minningar um Helgu Valdimars- dóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir kynni af góðri konu sem lagði sig fram um að gleðja aðra og gera lífið betra. Ég votta eftirlifandi maka, Hauki bróður mínum, og börnun- um innilega samúð um leið og ég blessa minningu Helgu. Friðrik Schram. Helga Valdimarsdóttir ✝ Sólveig HelgaStefánsdóttir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 15. apríl 1933. Hún lést á Grund 6. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Stefán V. Guðmundsson sjó- maður, f. 3.2. 1912, d. 25.1. 1993, ætt- aður frá Önundarfirði og Vatnsleysuströnd, og Jóna Er- lingsdóttir, f. 21.10. 1914, d. 20.6. 1997, ættuð úr Skorradal í Borgarfirði. Systkini Helgu voru Stella, f. 22.7. 1936, d. 4.6. 2014, Guðmundur Kristján, f. 1.5. 1943, Erlingur Kristinn, f. 17.8. 1946, d. 24.7. 2011, og Al- bert, f. 9.4. 1949. Helga giftist 16. október 1954 Friðgeiri Gunnarssyni, f. 25.6. 1929, d. 26.2. 2015. For- eldrar hans voru Gunnar Sig- urgeirsson, ættaður frá Stóru- völlum í Bárðardal, f. 17.10. árunum víðs vegar í miðbæ Reykjavíkur og gekk fyrst í barnaskóla í Tjarnargötunni, síðan í Miðbæjarskóla og Aust- urbæjarskóla. Áður en Helga og Friðgeir kynntust vann hún í versluninni Skjaldbergi við Laugaveg. Eftir að hún giftist Friðgeiri bjuggu þau lengst af í Drápuhlíð 26, eða í 38 ár. Þau eignuðust börn sín snemma og helgaði hún sig uppeldi þeirra en fór fljótlega líka að starfa við ræstingar sem hún vann við mestallan sinn starfsferil, til að byrja með í Hlíðaskóla en síðar einnig á Lögreglustöðinni í Reykjavík, Landsbankanum, Húsnæðisstofnun, Heilsuvernd- arstöðinni og Landsímanum. Inn á milli tók hún að sér að gæta skyldra sem óskyldra barna. Síðasta hluta starfs- ævinnar vann hún sem mat- ráðskona hjá Norrænu eld- fjallastöðinni. Hún hafði alla tíð dálæti á fimleikum, ballett, dansi og skautadansi, enda stundaði hún fimleika með Ár- manni á sínum yngri árum. Hafði hún unun af ferðalögum með eiginmanni sínum, sem þau fóru í helst á hverju ári. Útför Helgu fór fram í kyrr- þey frá Dómkirkjunni í Reykja- vík 20. apríl 2018. 1901, d. 9.7. 1970, og Hanna Martina Jacobsen Sigur- geirsson, ættuð frá Sandavági í Fær- eyjum, f. 27.7. 1903, d. 15.12. 2004. Börn Friðgeirs og Helgu eru: 1) Stefán, f. 20.1. 1955. 2) Gunnar, f. 29.6. 1956. Börn hans eru Sólveig Helga, f. 18.6. 1980, Þóra Halldóra, f. 7.1. 1985, og Alex Már, f. 30.11. 1997. Börn Sólveigar Helgu eru Magnús Sigurður, f. 12.9. 2003, og Gunnar Friðgeir, f. 15.8. 2005. 3) Steinar Jens, f. 28.11. 1957. 4) Hanna Martína, f. 1.3. 1959. Börn hennar eru Stephen James, f. 28.11. 1989, og Kristina Clare, f. 13.1. 1994. Helga var skírð Sólveig Helga í höfuð á föðurömmu sinni Sólveigu Steinunni Stef- ánsdóttur en gekk alltaf undir nafninu Helga. Hún bjó á æsku- Elsku mamma mín, það má með sanni segja að þú berir Sól- veigarnafnið með rentu. Þú komst í þennan heim og kvaddir þessa jarðvist á þeim árstíma sem birt- an tekur völdin. Birtan yfir þér, rósemin og glaðværðin einkenndi þig líka alla tíð, sama hvert mót- lætið var. Söknuðurinn er mikill hjá allri fjölskyldunni sem hafði áður hafið undirbúning að 85 ára afmæli þínu, en þó er huggun í því að hugsa til þess að pabbi bíður þín og tekur á móti þér með opinn faðminn, eins og hann var alltaf vanur. Hann hafði alltaf gætur á þér og gagnkvæm ást ykkar og umhyggja í lifanda lífi var aðdáun- arverð, enda annað óhugsandi eft- ir 60 ára hjónaband. Mótlæti tókst þú með æðruleysi og með pabba þér við hlið stóðuð þið ávallt þétt saman. Á uppvaxtarárum þínum var afi mikið til sjós sem þýddi langar fjarverur frá heimilinu. Kjörin voru kröpp og húsnæðisekla. Aldrei minntist þú á það og elst systkina þinna þurftir þú að gæta hinna með ömmu útivinnandi. Þessar aðstæður hafa örugglega mótað umhyggjusemi þína og hjá þér fundu börn þann kærleika, ró og hlýju sem fylgdi þér alla ævi. Vinnudagurinn hjá þér var oft langur og unnið alla daga vikunn- ar. Þú hugsaðir samt alltaf vel um börn þín og barnabörn, auk ann- arra barna inn á milli á löngum vinnudegi. Lagðir þú jafnframt mikinn metnað í matargerð, bakstur og að halda heimili þar sem snyrtimennska sem og gest- risni var í hávegum höfð. Varstu kölluð oft til þegar góða veislu skyldi halda og uppskriftir þínar gengu manna á milli. Hvattir þú ætíð börn þín með ráðum og dáð og varst þeim góð fyrirmynd. Góðsemi, réttsýni og þrautseigja einkenndi þig allt þitt líf. Síðustu árin fylgdist þú vel með ýmsum íþróttaviðburðum víða um heim í sjónvarpi, en listdans á skautum var þar í uppáhaldi. Fjöl- skyldan sameinaðist við áhorfið og átti saman óendanlega góðar stundir. Þér til tilbreytingar tókstu þátt í Reykjavíkurmara- þoninu í hjólastól og í fyrra varst þú elsti íslenski þátttakandinn í hlaupinu, 84 ára gömul. Þú naust þess einnig að horfa á ballettsýn- ingar í sjónvarpi og á sviði, m.a. sýningar San Francisco-balletts- ins, sem og að hlusta með pabba á tónlist, einkum klassíska og dæg- urlög ykkar tíma. Einnig voru ófáar ferðirnar sem þú fórst með pabba til Bret- lands að heimsækja Hönnu og barnabörnin og eins á sólar- strendur í Suður-Evrópu, að ógleymdum sumarbústaðarferð- unum hér heima. Fjölskyldan er sérstaklega þakklát þeim góða og fámenna hópi sem sýndi þér ástúð og um- hyggju í mótlæti lífsins. Ber þar hæst pabba, afkomendur, Erlu systur pabba, Halldóru fyrrver- andi tengdadóttur, systkini, Hebu vinkonu þína og kveðjurnar frá Agli, að öðrum ónefndum. Þú varst mér ekki einungis besta móðir heldur einnig besti vinur. Við höfum átt samveru- stundir nánast alla daga svo lengi sem ég man og ég skynjaði alltaf hvað það var þér mikilvægt að geta átt samskipti við fólk, því þú varst alla tíð félagslynd. Þessar stundir voru mér ekki síður dýr- mætar. Samheldni og stuðningur fjölskyldu og vina er það sem skiptir sköpum í raunum lífsins. Lífssýn fólks er misjöfn en engin er æðri manns eigin. Mamma mín, nú hafið þið pabbi sameinast á ný á æðri og betri stað. Síðar verðum við samferða á ný og þangað til varir andi ykkar að eilífu í hug og hjarta okkar sem eftir lifum. Hafðu þökk fyrir allt, mamma mín. Þinn sonur, Meira: mbl.is/minningar Steinar Jens. Nú er Helga frænka fallin frá. Hún var systir föður okkar, Er- lings heitins, og átti stóran sess í lífi okkar bræðra. Þessi kona sem var ávallt til staðar ef foreldra okkar vantaði aðstoð við að gæta okkar. Ætíð var maður velkominn í kjallarann í Drápuhlíð 26. Þegar Andrés var í Ísaksskóla fór hann til frænku eftir skóla og var þar í góðu yfirlæti hjá henni eða börn- um hennar þar til hann var sóttur. Síðar var svo Baddi oft í pössun þar einnig, eða jafnvel við báðir, og eigum við margar góðar minn- ingar frá þessum árum. Friðgeir heitinn, maður Helgu, með píp- una við náttborðið og endalausa þolinmæði og áhuga á að fræða mann um svo ótal margt úr mann- kynssögunni. Kenna manni gríska stafrófið eða jafnvel spila á fiðluna sína. Bræðurnir Stebbi og Steini að fara með Badda upp í Öskjuhlíð til að „viðra hann“ því hann var svo kraftmikill að það þýddi ekkert að hafa hann innan- dyra. Hann vildi helst hlaupa og leika sér. Þeir að kenna okkur allt um langhlaup, íþróttir og heilsu, t.d. með því að sýna okkur hvern- ig átti að sjóða hrísgrjón í sér- stökum hrísgrjónasuðupotti sem við bræður höfðum aldrei séð fyrr. En svo var drukkið pepsi með. Hanna frænka systir þeirra að elta Andrés með eyrnapinnana til að hreinsa út úr eyrunum á honum eða klípandi í kinnarnar á Badda. Svo má ekki gleyma ófáum heimsóknum með foreldr- um okkar á ýmsar fjölskyldusam- komur, kaffiboð, veislur eða á há- tíðum. Alltaf var kíkt til Helgu frænku og fjölskyldu. Gunni, þriðji bróðirinn, segjandi pabba og mömmu sögur af sjónum. Ávallt mikil gleði og endalaus hlátrasköll. Síðast en ekki síst minningarnar um myndarskap- inn í Helgu við að töfra fram endalausar kræsingar. Hún var ætíð með veisluborð sem svign- uðu, oft eftir öllum ganginum í íbúðinni, því svo margt var í boði. Svo var hún á þönum að bæta á diska, hella í glös og bolla og varla man maður eftir henni sitjandi því hún vildi ávallt að allir væru sadd- ir og sælir. Svona eru minning- arnar úr Drápuhlíðinni. Hlýja og væntumþykja var það sem maður man best. Hlýrri konu er vart hægt að hugsa sér og vandfundin, sem og fjölskyldan öll. Takk fyrir allt sem þú veittir okkur bræðrum, kæra frænka. Nú færðu að hitta Friðgeir á ný og foreldra okkar. Við vitum að það verða fagnaðarfundir enda af- ar kært á milli þín og Ella bróður og mömmu. Baddi og fjölskylda biðja öll fyrir þér í Svíþjóð og Andrés og fjölskylda fylgja þér hina hinstu för fyrir hönd okkar bræðra. Vertu sæl, að sinni, kæra frænka. Hvíldu í friði. Kveðja, Andrés og Guðbrandur (Baddi). Sólveig Helga Stefánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, OTTO DAVID TYNES flugstjóri, lést mánudaginn 2. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útför verður auglýst síðar. Bryndís Guðmundsdóttir Sverrir Tynes Ása Kolka Salome Tynes Pálmi Kristinsson Otto Davið Tynes Gunnar Örn Tynes og aðrir aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR BERGSTEINSSON, Bræðratungu 4, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi 2. júlí. Ragna Guðvarðardóttir Agnes Hauksdóttir Þórir Borg María Sigmundsdóttir Magnús Sigurðsson Sara, Haukur, Sólveig, Árni, Kjartan Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR íslenskukennari, Heiðargerði 28, Reykjavík, lést laugardaginn 30. júní. Útför auglýst síðar. Kristinn Guðjónsson Ragnheiður Kristinsdóttir Þórir Jónsson Hraundal Kristinn Kristinsson Kolbrún Vala Jónsdóttir Alexander, Óðinn, Lilja, Helena Soffía, Magnús Kristinsson Greta Bachmann Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR BALDVINSDÓTTUR meinatæknis. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir hlýju og góða umönnun. Sigríður B. Guðjónsdóttir Björn Þórarinsson Guðborg A. Guðjónsdóttir Hermann Kristjánsson Unnur Birna Björnsdóttir Dagný Halla Björnsdóttir Auður Brá Hermannsdóttir Annalísa Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.