Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 14
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Maður var í haldi lögreglu í gær- kvöldi grunaður um að hafa kveikt í húsnæði við Funahöfða 17A í gær- morgun, en þar eru leiguíbúðir án tilskilinna leyfa. Er málið litið mjög alvarlegum augum enda stafaði al- mannahætta af tiltækinu. RÚV sagði í gærkvöldi að hinn handtekni byggi í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu hefur jafnframt kært tvo aðila til lögreglu vegna óleyfisbúsetu í húsinu og þriðja kæran er í vinnslu, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra forvarnasviðs hjá slökkviliðinu. Háttsemin er talin varða við ákvæði almennra hegning- arlaga og getur varðað allt að fjög- urra ára fangelsi. Um er að ræða nýjar áherslur hjá slökkviliðinu gagnvart þeim hættum sem geta skapast vegna óviðunandi bruna- varna í atvinnuhúsnæði sem breytt hefur verið í íbúðarhúsnæði. Þrem- ur slíkum stöðum hefur verið lokað á árinu. „Ég bind vonir við að þetta hafi forvarnagildi. Að þeir sem eru að þessu reyni í það minnsta að kunna fótum sínum forráð og hafa bruna- málin í lagi,“ segir Bjarni. Það er mat slökkviliðsins að í þeim tilvikum þar sem atvinnuhús- næði er í útleigu sem íbúðarhúsnæði án viðunandi brunavarna sé verið að brjóta gegn lögum um brunavarnir og almennum hegningarlögum. Fjöldi fólks býr í hinum óleyfilegu íbúðum í húsnæðinu að Funahöfða 17A og ítrekað hefur verið fjallað um aðstæður þar. thor@mbl.is Morgunblaðið/Rax Óleyfisíbúðir Í húsinu nr. 17a við Funahöfða eru leiguíbúðir við óboðlegar aðstæður. Meðal annars eru brunavarnir í ólagi í húsinu. Maður í varðhaldi vegna íkveikju  Slökkviliðið kærir búsetu í óleyfi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fulltrúar í borgarráði deildu um skipulagsmál í Elliðaárdal í gær, en meirihluti Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri-grænna samþykkti tvær tillögur varðandi deiliskipulagsbreytingar í Elliðaár- dal og í svæðum í grennd. Annað málið varðaði auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Vogabyggð, svæði 5, og hitt breyt- ingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Gangi ekki frekar á dalinn Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalista, Miðflokks og Flokks fólksins lögðu fram bókun vegna beggja tillagnanna þar sem sagði að allar tillögur sem fyrir lægju um afmörkun á skipulagi Elliðaárdals- ins þrengdu að „þessu viðkvæma og verðmæta svæði í borgarland- inu“. Fram kom að flokkarnir teldu rétt að vinna að friðlýsingu Elliða- árdalsins samkvæmt náttúruvernd- arlögum. „Strax á fyrsta fundi eftir kosn- ingar eru lagðar fram tillögur um að þrengja að Elliðaárdalnum. Það er greinilegt að ekki er vanþörf á að spyrna við fótum. Sem betur fer var því frestað að deiliskipuleggja atvinnuhúsnæði og bílastæði á svæði Elliðaárdalsins og við vonum að því verði frestað þar til búið verður að skipuleggja þarna friðað svæði,“ segir Eyþór Arnalds, odd- viti Sjálfstæðisflokksins. Hann nefnir að Elliðaárdalurinn sé það „græna svæði“ í borginni sem sé einna minnst raskað. „Það er mikilvægt að ganga ekki lengra á hann og rétt að friðlýsa hann áður en slíkar tillögur eru lagðar fram,“ segir hann. Dalurinn þegar verndaður Í bókun meirihlutans kemur fram að Elliðaárdalurinn sé í aðal- skipulagi Reykjavíkur skilgreindur sem borgargarður og settur undir hverfisvernd sem slíkur. Að auki sé skilgreint helgunarsvæði Elliðaáa 100 metrar frá hvorum bakka, þar sé engin uppbygging heimil og leyfi til framkvæmda mjög takmarkað. „Uppbyggingin við Vogabyggð er mikilvæg fyrir fjölgun íbúða í borginni og er leitt að sjá vilja til að tefja þetta mikilvæga mál. Breytingin sem liggur fyrir hefur engin áhrif á mögulega verndun Elliðaárdalsins og snýr að breyttri afmörkun skipulagssvæðisins til þess að hægt sé að skipuleggja grunnskóla sem þjóna mun hinu nýja hverfi,“ sagði í bókun meiri- hlutans. Einnig benti meirihlutinn á að með friðlýsingu Elliðaárdalsins myndi borgin missa yfirráð yfir dalnum og þau færðust til ríkisins. Deilt um vernd Elliðaárdals  Stjórnarandstaðan lagðist gegn deiliskipulagsbreytingum  Meirihlutinn telur breytingar þarfar vegna íbúðafjölgunar Morgunblaðið/Ómar Elliðaárdalur Dalurinn varð að þrætuepli meðal fulltrúa í borgarráði Reykjavíkur. Meirihlutinn vill skipulagsbreytingar á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.