Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Heil áhöfn fékk iðrakveisu
2. Fórnaði sér fyrir börnin
3. Drengir ekki í ástandi til að kafa
4. „Ég nældi í hann á þrjóskunni“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tríó Gunnars Hilmarssonar spilar
swing-tónlist með tveimur gítörum og
kontrabassa utandyra á Jómfrúar-
torginu milli kl. 15 og 17 á morgun.
Innblástur að hljómgrunninnum er frá
sígaunagítarleikaranum Django Rein-
hardt. Tónleikarnir eru þeir sjöttu í röð
sumardjasstónleika veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu.
Tríó með tvo gítara
og kontrabassa
Þrír listhópar
hjá Hinu húsinu,
HVK_RKV, Lág-
vaði og Þráð-
lausar, setja upp
mannbætandi
göng kl. 12 í dag
við Laugaveg 21.
Hóparnir hafa undanfarið, hver með
sínum hætti, lífgað upp á borgina.
Þeir ráðleggja þátttakendum að búa
sig undir ógleymanlegt ferðalag
gegnum sálarþvottastöðina.
Ferðalag gegnum
sálarþvottastöðina
Söngvarinn og lagahöfundurinn
knái Páll Óskar Hjálmtýsson mætir á
Hverfisbarinn um það leyti sem húsið
verður opnað í kvöld kl. 23 og þeytir
skífum út nóttina. Snyrti-
legur klæðnaður gesta er
skilyrði, en í þeim efnum
setur Páll Óskar
fordæmi, ann-
álaður fyrir
snyrtimennsku
og líf-
legan
klæða-
burð.
Páll Óskar þeytir
skífum út nóttina
Á laugardag Suðlæg átt 3-8 og skýjað með köflum, en skúrir í
flestum landshlutum, síst A-lands. Hiti 8 til 17 stig.
Á sunnudag Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan- og vest-
anvert landið og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 3-10, léttir smám saman til á aust-
anverðu landinu en þykknar upp með súld eða rigningu vestantil.
VEÐUR
Valsmenn eru með þriggja
stiga forskot á Stjörnuna á
toppi Pepsi-deildar karla
eftir jafntefli gegn KR í
Vesturbænum í gærkvöld,
1:1. Íslandsmeistararnir
voru manni færri síðasta
hálftímann en KR-ingar
náðu ekki að nýta sér það
og urðu að sætta sig við
enn eitt jafnteflið. KA vann
Fjölni 2:0 á Akureyri og
komst úr fallsæti deildar-
innar. »2-3
Tíu Valsmenn
náðu í stig
„Síðustu tvö ár hafa verið sannkölluð
rússíbanareið hjá mér. Sem betur fer
hef ég haft mjög gott fólk á bak við
mig sem hefur stutt mig í gegnum
súrt og sætt og hvatt mig til dáða.
Það var geggjuð tilfinning að koma út
á völlinn á nýjan leik í vor,“ segir
knattspyrnukonan Telma Hjaltalín
sem sleit krossband í hné tvö ár í röð
en skoraði fjögur mörk fyrir Stjörn-
una gegn FH í fyrrakvöld. »4
Geggjuð tilfinning að
koma út á völlinn á ný
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs-
maður í körfuknattleik, spilar í kvöld
fyrsta leik sinn með NBA-liðinu Tor-
onto Raptors þegar það mætir New
Orleans Pelicans í Las Vegas. Hann er
til skoðunar hjá kanadíska félaginu
sem vann Austurdeild NBA á síðasta
tímabili en þetta er fyrsti leikur liðs-
ins í sumardeild NBA sem leikin er í
Las Vegas næstu tólf daga. »1
Tryggvi af stað með
Toronto Raptors í kvöld
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
sumarveðrinu á höfuðborgar-
svæðinu. „Persónulega elska ég
þetta veður. Þegar maður er í útlönd-
um þá er svo svakalega heitt og svo
kemur maður heim í þetta þægilega
veður og það er eitthvað svo heim-
ilislegt.“
Þau voru öll sérlega ánægð með ís-
lenska loftið. „Súrefnið er búið að
vera sérstaklega gott upp á síðkastið.
Þótt það sé kalt þá er loftið alltaf
mjög gott.“ Þau sögðust ekki sakna
sólarinnar vitund. „Hún kom í morg-
un, það er alveg nóg,“ sagði Jakob.
Ferðamenn sem Morgunblaðið tók
tali kvörtuðu ekki undan veðrinu
þrátt fyrir að vera lítt hrifnir af því.
„Það ætti kannski að vera aðeins
meiri sól á þessum árstíma,“ sagði
Austin frá Kanada. „Það er nú lítið
hægt að gera í veðrinu,“ sagði Ricard
sem kom til landsins frá Norður-
Svíþjóð.
Loftið mikilvægara en sólin
Ekki eru allir á eitt sáttir um sólarleysi og kulda í höfuðborginni
Kát Þau Gabríel Einarsson, Tómas Torrini, Jakob Fjalar og Jóhanna Guðrún voru mjög sátt við veðrið og sögðu allt veður gott nema vind.
Morgunblaðið/Arnþór
Jákvæð Þrátt fyrir sólarleysi brosti
Árný eins og sólin sjálf.
Morgunblaðið/Arnþór
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Lítið hefur sést til sólar síðustu daga
og mánuði og eru Reykvíkingar
margir hverjir orðnir þreyttir á því. Í
gær var spáin góð og búist var við því
að sæist til sólar í höfuðborginni. Sú
gula lét þó varla sjá sig og Morgun-
blaðið ákvað að kanna hvað Reykvík-
ingum og ferðalöngum þætti um
þetta ástand.
Árný Jóhannesdóttir var á göngu
um Austurstræti í gær þegar blaða-
maður náði af henni tali. Hún kvaðst
ekki sátt við veðurguðina þetta sum-
arið. „Þetta er bara hundleiðinlegt
veðurfar.“ Aðspurð hvort sanngjarnt
væri að Austurland og Norðurland
fengju nánast alla sól sumarsins
sagði Árný: „Já, fyrir þau sem þar
búa, en ekki fyrir mig.“ Hún segir þó
ekkert í þessu að gera. „Þetta hefur
verið á þennan hátt í áratugi. Þegar
ég bjó fyrir norðan fyrir nokkrum ár-
um var hæð yfir Grænlandi og við
fengum rok og rigningu á meðan þið
fenguð sólina hér í Reykjavík. Svona
er þetta víst bara; þegar hlýnar á ein-
um stað þá kólnar á öðrum.“
Hún ætlar þó ekki að flýja veðrið
alveg strax. „Ég ætla bara að flytja
til Spánar þegar ég er orðin full-
orðin,“ segir Árný og hlær.
Vindur eina slæma veðrið
Það eru þó ekki allir sammála um
að veðrið sé hundleiðinlegt. Í Austur-
strætinu var einnig hópur af ung-
mennum sem kváðust ánægð með ís-
lenska veðrið. Það voru þau Gabríel
Einarsson, Tómas Torrini, Jakob
Fjalar og Jóhanna Guðrún. „Allt veð-
ur sem er ekki vindur er gott veður,“
sagði Gabríel. Jakob Fjalar var á
sama máli og sagðist mjög hrifinn af