Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 5
Bílaeign í Evrópu
Fjöldi bíla á hverja 1.000 íbúa árið 2016
ESB lönd
Önnur
evrópulönd
0 250 500 750
*T
öl
ur
fr
á
20
15
. H
ei
m
ild
: E
ur
os
ta
t
Liechtenstein
Ísland
Lúxemborg
Ítalía
Malta
Finnland
Kýpur
Pólland
Þýskaland
Austurríki
Sviss
Eistland
Slóvenía
Noregur
ESB meðaltal
Belgía
Tékkland
Spánn
Holland
Grikkland
Frakkland
Svíþjóð
Portúgal
Bretland
Litháen
Búlgaría
Írland
Danmörk
Slóvenía
Króatía
Lettland
Ungverjaland
Rúmenía*
Makedónía
Tyrkland
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Meðalfjöldi fólksbifreiða á hverja
1.000 einstaklinga hér á landi var
meiri en í flestum löndum Evrópu
árið 2016. Alls voru 240.508 fólks-
bifreiðar skráðar á Íslandi árið 2016,
en samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu var mannfjöldinn á sama tíma
338.349 manns. Fjöldi fólksbifreiða á
hverja 1.000 einstaklinga var því um
711. Alls munaði um 40 bifreiðum á
Íslandi og Liechtenstein, þar sem
fjöldinn var mestur. Lægstur var
fjöldinn í Króatíu eða 261 bifreið.
Meðalfjöldi fólksbifreiða á hverja
1.000 einstaklinga í Evrópu árið
2016 var hins vegar 505, sem er ríf-
lega 200 bifreiðum færra en á sama
tíma á Íslandi. Alls voru 344.664
ökutæki á skrá á Íslandi árið 2016
eða rétt rúmlega eitt ökutæki á
mann.
Bílum fjölgað mikið síðustu ár
Þórhildur Elín Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir
margar ástæður geta verið fyrir
fjölda fólksbifreiða. „Það er mjög
dreifbýlt hjá okkur og við erum fáir
íbúar á stóru svæði. Það er miklu
stærri ákvörðun að setja eða byggja
upp almenningssamgöngur í fá-
mennu landi en fjölmennu. Þar að
auki eiga til dæmis veðurfar og hag-
stætt umhverfi einkabílsins ein-
hvern þátt í þessu,“ segir Þórhildur.
Undanfarin ár hefur fólksbílum
fjölgað talsvert hér á landi en í dag
eru um 757 bílar á hverja 1.000 íbúa.
Þórhildur segir að þrátt fyrir það
hafi fjölbreytni í fararmáta lands-
manna aukist síðustu ár. Þá verði
einnig að taka mið af því að töluverð-
ur fjöldi bílaflotans er bílaleigubílar.
Fleiri sem nýta aðra kosti
„Ökutækjaleigur hafa flutt mikið
inn undanfarin ár og eiga orðið um
10% bílaflotans hér á landi. Svo hef-
ur það aðeins breyst hvernig fólk
ferðast. Það eru miklu fleiri sem
ferðast á hjóli í vinnuna og það er af
hinu góða. Við fögnum fjölbreytileik-
anum og hvetjum fólk til þess að
taka tillit og sýna öðrum umburð-
arlyndi í umferðinni,“ segir Þórhild-
ur og bætir við að bílanotkun fólks
muni minnka verði aðrir fararmátar
gerðir fýsilegri. „Ef meira er lagt í
almenningssamgöngur verða þær
betri kostur og eðlilegri partur af
fararmáta almennings. Það mun
auðvitað hafa áhrif á notkun á einka-
bílnum,“ segir Þórhildur.
Fólksbílum fjölgar hratt
Um 200 bifreiðum munaði á meðalfjölda fólksbifreiða á hverja 1.000 íbúa á Ís-
landi og í öðrum Evrópulöndum Nær hvergi fleiri fólksbifreiðar á hvern íbúa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifreiðar Á Íslandi er næstmestur fjöldi fólksbifreiða á hvern íbúa.
Morgunblaðið/RAX
Skútustaðahreppur Hverarönd er á meðal þeirra svæða sem krafist var að íslenska ríkið friðlýsti.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Máli Fjöreggs og Landverndar gegn
íslenska ríkinu þar sem krafist var
friðlýsingar ellefu nánar tiltekinna
landsvæða í Skútustaðahreppi (við
Mývatn) var vísað frá dómi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Eigendur
meiri hluta jarðarinnar Reykjahlíðar
höfðuðu meðalgöngusök í málinu á
hendur íslenska ríkinu og Fjöreggi og
Landvernd. Ríkið og landeigendurnir
gerðu kröfu um frávísun málsins og
varð dómurinn við því.
Fagna niðurstöðunni
„Við fögnum þessari niðurstöðu,“
sagði Guðrún María Valgeirsdóttir,
einn landeigenda Reykjahlíðar.
„Þetta segir manni að umhverfis-
verndarsamtök, sem að einhverju
leyti eru sjálfskipuð, geta ekki farið
fram með þeim hætti sem þau hafa
gert. Það er að krefjast friðlýsingar á
einkalandi bara af því að þeim dettur
það í hug. Mér finnst þetta fyrst og
fremst sigur yfir því sjónarmiði. Nátt-
úruverndarsamtökin eru ekki hags-
munaaðilar í málinu. Héraðsdómur
hefur staðfest það og það finnst mér
vera niðurstaðan.“
Þess var krafist að lokið yrði frið-
lýsingu svæða sem talin eru upp í til-
lögu Umhverfisstofnunar frá 2004.
Meðal annars var krafist friðlýsingar
á hálendi Skútustaðahrepps norðan-
verðu, Lúdent, Lúdents- og
Þrengslaborgum, Hraunbungu og
Laxárhrauni, Varmholtsgjá, Grjóta-
gjá og Stórugjá, Jarðbaðshólum, Víti,
Leirhnjúk, Leirhnjúkshrauni, Hver-
um (Hverarönd) við Námafjall og
Eldá, Seljadal og Þverdal, Hólkots-
gili, Jaðarrásum við Másvatn, Hóla-
vatnaási, Búrfellshrauni, þ.e. um 100
km2 svæði, og búsvæði fálka. Sum
þessara svæða eru innan landa-
merkja Reykjahlíðar.
Guðrún María sagði að í þessu
landi væru fólgin margvísleg verð-
mæti og mögulega hefði friðlýsing
getað bundið hendur landeigenda
varðandi hagnýtingu þeirra. Með
friðlýsingu hefðu eigur landeigenda
„hálfpartinn verið teknar í gíslingu“
eins og hún orðaði það. „Þegar búið er
að friðlýsa eitthvað er landeigandinn
búinn að missa ákveðið forræði.“
Þarf að hugsa sig vel um
Guðrún María nefndi að nú færi
Landvernd fram og safnað væri und-
irskriftum með kröfu um að Dranga-
jökulssvæðið yrði friðlýst. Hluti af því
væri í einkaeigu. Í ljósi úrskurðar
héraðsdóms í gær hlyti umhverfisráð-
herra að hugsa sig að minnsta kosti
tvisvar um áður en hann legði upp í
friðlýsingarferli fyrir vestan væri
landeigandinn því mótfallinn.
Landvernd og Fjöreggi var gert að
greiða íslenska ríkinu 500.000 krónur
í málskostnað og meðalgöngustefn-
endunum fjórum hverjum um sig
125.000 krónur í málskostnað.
Arnaldur Hjartarson héraðsdóm-
ari kvað upp úrskurðinn.
Máli Landverndar og
Fjöreggs var vísað frá
Landeigendur í Mývatnssveit fögnuðu niðurstöðunni
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2018
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
„Við höfum fengið fína og stöðuga
vöru frá Svíþjóð sem uppfyllir allar
okkar væntingar,“ segir Einar
Snorri Magnússon, forstjóri Coca-
Cola European Partners á Íslandi.
Síðan fyrir rúmu ári hefur fyrir-
tækið framleitt Coca-Cola einungis í
plasti á Íslandi en drykkurinn er
framleiddur í dósum og gleri í Sví-
þjóð og síðan fluttur til landsins.
Kók sem fæst í verslunum landsins
inniheldur því íslenskt vatn ef það er
í plasti en sænskt vatn sé það í dósa-
eða glerumbúðum. Hluti framleiðsl-
unnar var færður til Svíþjóðar fyrir
rúmu ári um svipað leyti og stór-
verslunarkeðjan Costco hóf göngu
sína hérlendis.
Costco flutti inn og seldi breskt
kók á Íslandi þar til í desember sl. en
þá hóf verslunarkeðjan samstarf við
Coca-Cola European partners. „Við
erum að þjóna Costco líka með þess-
um vörum sem við flytjum inn, í
rauninni gátum við gert þetta með
því að flytja inn frá Svíþjóð.“
Glerflöskur og kókdósir voru áður
framleiddar á Íslandi. „Dósir og gler
hafa verið tiltölulega lítill hluti af
heildarmagninu. Plastið er miklu
stærra en það. Við keyrðum þessa
línu mjög lítið, einn eða tvo daga í
viku.“
Einar tekur fram að vissulega sé
nú vatnið í dósunum og glerinu ekki
íslenskt en megnið af kókinu sé
framleitt í plasti.
Kók í plasti eina kókið
sem er framleitt á Íslandi
Forstjóri Einar Snorri Magnússon.
Annað kók framleitt í Svíþjóð
Bílar